Orðlaus - 30.09.2004, Page 16

Orðlaus - 30.09.2004, Page 16
I UPPHAFI VAR STRÍÐ Götugengi, sem stjórna heilu borgunum með gífurlega úthugsuðum glæpahringjum, eiturlyfjasölu og ofbeldi finnast í öllum heimsálfum, en í sérstaklega miklu magni í Bandaríkjunum. í byrjun 19. aldar hófu írskir innflytjendur að stofna gengi í New York og slíkum gengjum fór fjölgandi eftir því sem á leið. Þau dreifðust víða um landið, til LA, Kaliforníu og Chicago og á 3. áratugnum er talið að hafi verið um eða yfir 1300 gengi í Chicago einni saman, af asískum, afrískum, hvítum, mexíkóskum og, spænskum uppruna. Meðlimir eru mörg hundruð þúsund og eftir því sem minna er af vinnu og illa menntuðum krökkum sem koma frá uppstokkuðum heimilumfara þau stækkandi. Frá því að gengjastarfsemin hófst hefur þróunin einungis versnað. Litlir krakkar eru notaðir í miklum mæli og látnir meðhöndla byssur, eiturlyf og önnur vopn og eru alveg jafn vægðarlausir og eldri meðlimirnir og þátttaka stúlkna hefur að sama skapi aukist. Núna eru götugengin risavaxin og ráða ekki einungis yfir ákveðnum hverfum í stórborgum heldurtengja anga sína víða eins og köngulóarvefur, jafnvel út fyrir landsteinana. Þau eru nær óteljandi, meðlimirnir af ólíkum uppruna og kynþætti og þau stærstu skiptast í mörg minni undirgengi. Má hér nefna Aryan Brotherhood (sem hvítir karlmenn í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu stofnuðu árið 1967 til þess að verjast svörtum og mexíkönskum samföngum sínum), Nazi Low Riders, Black Gangster Disciples í Chicago, 18th Street Gang í Los Angeles og Florencia 13, einnig frá LA, Folk Nation og People Nation í Chicago. Þekktustu gengin eru þó án efa erkifjendurnir í Bloods og Cribs. Þau gengi hafa vaxið stöðugt frá lokum sjöunda áratugarins og eru með þeim hættulegustu í heiminum. Til þess að viðhalda orðsporinu eru morð, glæpir, fjárkúganir og „drive-by" skotbardagar daglegt brauð þar sem ofbeldi er notað til að útkljá ágreining milli þess sem þeir selja eiturlyf í gegnum margslungin kerfi á götunum. BLOODS AND CRIPS Crips og Bloods hafa staðið í blóðugum deilum í rúm 30 ár þar sem meðlimir falla til skiptis fyrir hvorum öðrum. Heimurinn hjá þessum ungu gangsetum snýst um völd og peninga og virðingu þar sem aldrei má sýna nokkurn veikleika og öll óvirðing samsamar blóðugri hefnd. Á þessum áratugum hafa Crips og Bloods dreift sér víða um Bandaríkin, myndað óteljandi sjálfstæðar klíkur og gert bandalög við ýmis önnur gengi, innanlands sem utan, eins og óvinina í People Nations og Folks Nations í Chicago, til þess að auka áhrif sín. Allir bandamenn Crips eru óvinir Blood og öfugt og fylgja þessu blóðug stríð og hrottafengin morð. í LA má til dæmis tengja helminginn af öllum morðum við gengjastarfsemi. The Crips, sem eru eitt stærsta götugengi LA, má rekja aftur til ársins 1969. Vinirnir Stanley „Tookie" Williams og Raymond Washington stofnuðu gengið á unglingsárunum eftir að hafa fengið nóg af ofbeldinu sem átti sér stað í hverfinu þeirra, South Central LA. Gengið átti að repprísenta nýja kynslóð svartra ungmenna og þeir vildu starfa sem leiðtogar og verndarar hverfisins. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hversu mikið ofbeldi myndi leiða í kjölfarið. Ýmsar sögur hafa gengið um uppruna nafnsinsen ein segir að nafnið megi rekja til hryllingsmyndarinnar „Tales of the Crypt". Einn af upprunalegu meðlimunum á að hafa verið fatlaður („crippled") og því hafi þeir tengt nafnið við hann, honum til heiðurs. Þannig hafi einnig komið þetta hlægilega dúandi göngulag sem einkennir marga gangsetra og má einnig sjá í bíómyndum, rappmyndböndum og krökkum sem horfa með aðdáun upp til þeirra. Önnur saga segir að meðlimirnir hafi verið að leita m Á meðan Bandaríkjastjórn berst við slæm gengi um heiminn ríkir heiftugt stríð heima fyrir, sem á sér langa sögu. Rappheimurinn og rappkúltúrinn snýst að mörgu leyti um ímynd gangstersins þó að einungis lítið brot séu meðlimir í einhverjum stórum gengjum. Margir kenna til dæmis deilum á milli Crips og Bloods um morðin á röppurunum Tupac og Biggie. Má því nefna nokkra mis þekkta tónlistarmenn sem eru eða voru meðlimir í Crips eða Bloods. BLOODS CRIPS Biggie, B.I.G Tupac Suge Knight Dr. Dre Hi C Snoop Doggy Dog The Roaddawgs lce-T Tha Realest ke Cube Top Dogg Warren G B-Real (Cypress Hill) CJ Mac Terror Twinz lce Cube O.F.T.B. Tha Comradz 2nd II None Daz Dillinger Boo-Ya Tribe Líl' C Style Lil' Hawk Slip Capone Big Wye Coolio Damu Ridaz Eazy-E Sen Dog (Cypress Hill) C.P.O. B.G. Knocc Out Gangsta Dresta & B.G Knocc Out Woke up the other mornin, I heard a rumor They said the gang wars was over I told em they was bullshittin, they said it's real as hell... ... But I used to gangbang when I was younger So it's really hard to tell a kid that he's goin under I never thought I lived to see us chill Crips and Bloods holdin hands, the shit is ill... Ice-T Gotta Lotta Love fjs tha scripts and it's tha dips when I rips rock tha fuckin house for the Bloods and Crips uanger danger, ol' gangsta gangsta. Coolio Hand On My Nutsac Eazy-E

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.