Orðlaus - 30.09.2004, Side 34

Orðlaus - 30.09.2004, Side 34
Rámar einhvern í Atlas? Ekki kortið, ekki auglýsinguna. Atlas - risann í grískri goðafræði sem bar himininn á herðum sér. í goðafræðibókinni minni er mynd af honum; vöðvarnir titrandi undan þunganum, hárið i fallegum lokkum niður á bak. Ég hef líka séð votta fyrir honum annars staðar. Stundum þegar ég lit í spegilinn. Stundum í augnaráði vinkvenna. Og sérstaklega á gömlum myndum; barninu sem ég var. Á síðustu dögum hefur mynd hans skýrst i huga mér. Ég er farin að sjá hann betur í eigin persónu, sem og öðrum í kringum mig. Því hefur oft verið haldið fram að konur séu með „samviskubits-takka" sem aðrir geta ýtt á eftir þörfum. Ég kannast betur við ábyrgðarkenndina. Þetta móðureðli okkar sem poppar upp þegar við sjáum ósjálfbarga kettlinga, dýr, manneskjur, börn. Og í mínu tilfelli, sem og margra annarra, foreldra. Mér finnst yfirhöfuð leiðinlegt að staðhæfa um jafn breiðan hóp og til dæmis „konur". Vil frekar trúa á einstaklinginn. Þess vegna ætla ég í þessari grein að segja mína sögu, frá mínum himni sem ég hef borið á herðum mér. Og segja öllum hinum sem ennþá eru himinberar að það er hægt að kasta honum af sér. Hann hrynur ekki. Ég veit ekki hvort ég fæddist með mína yfirgengilegu ábyrgðarkennd eða hvort hún stökk fullþróuð fram á sjónarsviðið eftir skilnað foreldra minna. Ég tók á mig ábyrgðina fyrir samskiptum þeirra, fyrir velferð litla bróður, öllu sem ég gat mögulega tekið ábyrgð á. Alveg sjálf og óumbeðin. Skilnaður foreldra minna er sá farsælasti sem ég hef heyrt um, ef það er til álíka hlutur og farsæll skilnaður. En þó enginn vissi af því, eða fyndist nokkur þörf á þvi, vann ég dag og nótt að því að halda friðinn. Án mín var ég viss um að himininn myndi hrynja. Ég treysti foreldrum mínum engan veginn til að geta þetta sjálf. Geta hvað? spyr sig einhver. Ég vissi það ekki þá, veit það varla núna. Talað saman, kannski? Ég tók að mér að gera allt gott, varð Duglega stelpan. Stóð mig eins og hetja í skóla, reifst aldrei. Óttaðist stöðugt um líf foreldra minna. Þegar ég var átta ára hvarf mamma mín einu sinni. Hún var ekki heima þegar pabbi keyrði okkur heim eftir pabbahelgi. Ég (sem var magabarn, magatáningur og er stundum ennþá magaungstúlka) fann hvernig ísinn sem pabbi gaf okkur til að drepa tímann safnaðist saman í stein í maganum. Þegar við komum aftur hálftíma síðar var ég handviss um að hún væri ekki heima. Sem reyndist rétt, og steinninn stækkaði. Við fórum heim með pabba, hann eldaði fyrir okkur og hringdi í mömmu af og til yfir kvöldið. Ekkert svar. Ég var í þvílíku og öðru eins paníkástandi að það hefði þurft að sprauta mig niður. Ekki það að það sæist, ég leyndi því af öllum kröftum. Sat í stofunni, heyrði í rigningunni fyrir utan, og reyndi að horfa á sjónvarpið. Náði einum þætti um börn sem höfðu misst mömmu sína og sjónvarpsmynd um dauðvona mann í hjólastól. Kvöldið endaði svo á því að steinninn varð of þungur til að bera; ég ældi lifur og lungum og datt svo útaf. Það síðasta sem ég hugsaði áður en ég sofnaði, á meðan pabbi sat og strauk mér um ennið, var að ég yrði að vera dugleg í jarðarförinni, sætta mig við að mamma væri dáin og halda áfram. Að ég mætti ekki sýna að ég væri sorgmædd, þá yrði pabbi kannski leiður. Hálftíma eftir að ég sofnaði hringdi mamma. Hún hafði farið út á land og fest bílinn í moldarflagi. Ég miðlaði málum. Alltaf. Umorðaði það sem mamma sagði til að pabbi tæki því vel. Umorðaði það sem hann sagði til að mamma tæki því vel. Stóð mig síðast að þvi fyrir tveimur vikum. Og þá, allt í einu, stoppaði ég mig af í miðri setningu. Og tók ótrúlega stórt skref fyrir mig, óendanlega mikilvægt fyrir mankind; tilkynnti þar og þá að ég ætlaði ekki að DOOBY "LOVE" EWINO LEYSIR VANDANN blanda mér í þeirra mál framar. Ég hef enga ástæðu til að halda að úr þessari ákvörðun minni verði neitt annað en hamingja. Mamma kom af fjöllum þegar ég fór að tala um málamiðlarahlutverk mitt fyrir tveimur árum eða svo. Hún hafði aldrei gert sér grein fyrir því að ég hefði tekið það að mér. Sem var nú allt og heila málið í mínum augum; ég var að hjálpa til á bak við tjöldin. Alltaf á vakt, aldrei svo þau sæju. Taka ábyrgðina yfir á mig, vildi ekki íþyngja þeim með henni. Vinkona mín kannast við þennan hugsunarhátt. í hennar fjölskyldu voru ýmis konar vandamál fyrir hendi. Hún ákvað líka að halda sínum fyrir sig. Hún sagði mömmu sinni ekki að hún hefði verið lögð í einelti fyrr en fyrir örfáum árum síðan - til að bæta ekki á áhyggjur hennar. Önnur vinkona hefur gengið i gegnum meira vegna alkóhólisma foreldris en nokkur manneskja ætti að gera. Líka hún ákvað að sjá um það sjálf, vera ekki að iþyngja mömmu sinni með vandamálum sínum. Það er eitthvað sem ég veit ekki nóg um til að geta fullyrt nokkurn skapaðan hlut. En ég get vel imyndað mér að í sambandi alkóhólista og barns sé sama munstur; barnið tekur á sig að passa foreldrið. Mannkynið fæðir vist mest ósjálfbjarga afkvæmin sem þurfa mesta athygli og hjálp til að vaxa úr grasi. Einhvers staðar fór eitthvað úrskeiðis. Af hverju vorum við farnar að passa foreldra okkar strax á unga aldri? Við erum ekki einar. Það eru mismunandi sögur og missár reynsla. Sár í okkur. Ég held að lækningin sé svipuð. Að gera sér grein fyrir að þú þarft ekki að bera þessa ábyrgð. í mörgum tilfellum bað þig enginn að taka hana að þér, og ef það var gert var það rangt. Þú berð ekki ábyrgð á gerðum annarra; og innifalið í þessum „öðrum" eru foreldrar þínir. Þau eru fullvaxnar mannverur sem gera sín mistök og þurfa að bera ábyrgðina á þeim. Ef þau gera það ekki er það ekki þitt að taka hana að þér. Þegar ég var lítil bæði hlakkaði ég til og kveið fyrir að verða fullorðin af sömu ástæðu; aukin ábyrgð, meiri stjórn. Þar sem ég stend á dyraþrepi fullorðnunar er ég að gera mér grein fyrir því að ég þarf að láta af stjórn frekar en nokkuð annað. Leyfa öðrum að taka sína ábyrgð á hegðun og gerðum. Það er ekki mín byrði að bera. Ég á nóg með mig. Þetta er mín saga. Hún erekki búin ennþá. Ég forðast rifrildi eins og heitan eldinn. Vil ennþá vera vinur allra og að allir séu vinir. Finnst ég ennþá þurfa að sitja við stjórnvölinn, annars fari allt í hundana. Ég er að reyna að segja af mér sem himinberi, reyna að leggja himininn frá mér og gera mér grein fyrir því að hann hrynur ekki þó að ég slaki á. Sunna Dis Másdóttir Ef þið hafið einhver óleysanleg vandamál, sendið okkur póst á ordlaus@ordlaus.is merkt BOBBY, eða bréf merkt Orðlaus-Bobby, Ég er búin að vera í sambandi í um 3 ár og það hefur gengið bara fínt svona. Ég er samt nýbúin að hitta annan strák í skólanum sem heillar mig ótrúlega. Við erum búin að daðra í nokkrar vikur en ég er ekkert búin að gera í því ennþá. Ég get ekki hætt að hugsa um hann en vil ekki særa kærastann minn. Ég er ekki nema 20 ára og hef aldrei verið með neinum öðrum en langar til að prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki hvort þetta er kannski bara svona tímabil sem maður gengur í gegnum og þýði ekki neitt en samviskubitið er að drepa mig. Hjálp! Hvað á ég að gera?? % Það sem þú þarft að gera er einfaldlega að hætta með kærastanum þínum... ef þér fannst erfitt að lesa þetta þá ertu sennilega ekki tilbúin til þess. En þú getur ekki haldið áfram að daðra við hinn strákinn og hugsa um hann allan daginn og verið áfram í þessu sambandi - þú þarft, því miður, að velja. Það er hins vegar staðreynd að flest fólk gengur í gegnum svona tímabil. Þessi tímabil eru mislöng og erfið en flestir hafa fengið þessar tilfinningar einhvern tímann á meðan þeir hafa verið í sambandi, þannig að þú ert ekki ein. Ég myndi einfaldlega bíða aðeins lengur - þrjú ár vega meira en nokkrar vikur - og sjá hvort að hugsanir þínar snúist enn um nýja strákinn. Þegar ég var í vafa í mínum samböndum reyndi ég að ímynda mér kærustuna mína í sambandi með einhverjum öðrum - og ef að tilhugsunin angraði mig ekki voru sennilega engar tilfinningar til staðar. En þegar hún fór illa í mig þá varð ég að skoða hlutina aðeins betur þar sem ég hlaut að hafa einhverjar tilfinningar ennþá. Þetta er samt ekki algild regla en hún ýtti mér engu að síður oft í rétta átt. Sem sagt, það sem þú átt að gera er að hætta að daðra við nýja strákinn, biða, hugsa um hvernig lífið yrði án kærastans, reyna að hlúa að sambandinu og síðan þegar að þér finnst þú vera tilbúin, þá tekurðu ákvörðun um hver þér finnst bestur. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, en ég er 23 ára, en hef aldrei verið í föstu sambandi. Ég er búin að vera með fullt af gaurum, en það virðist sem við smellum aldrei saman nema í rúminu. Ég kynntist síðan manni fyrir stuttu sem byrjaði að vinna á sama vinnustað og ég. Við fórum að hittast utan vinnu og skemmtum okkur konunglega. í fyrsta skipti á ævinni langar mig í eitthvað meira en svona týpískan bólfélaga, en í vinnunni lætur hann alltaf eins og við séum bara svona rétt kunningjar. Ég er gjörsamlega fallin fyrir honum og vil ekki hætta að hitta hann, en mér líður eins og hann sé að notfæra sér mig. Þetta er bara svo erfitt því við hittumst daglega! Bólfélagar enda oftast í samböndum - þú ert greinilega ein af fáum sem hefur ekki lent í þvi. En kíkjum á málið. Það sem þú vilt greinilega er samband - og ég held að besta leiðin til þess að komast í samband sé einfaldlega að byrja á því - og lykilorðin í þannig sambandsbyrjun eru Hægt og Rólega. Bjóddu honum í mat, bíó, að horfa á vídeó, farið saman á djammið og opinbera staði þar sem fólk sér ykkur saman og athugaðu hvort þú mátt leiða hann eða jafnvel kyssa hann. Nú ef hann vill ekki gera neitt af þessu ættirðu að vita hvernig staðan er. Eftir nokkrar vikur, ef hann hefur sýnt þessu áhuga,verðið þið komin á þann tímapunkt að þið þurfið hreinlega að hætta hittast eða byrja saman. Og ef hann vill ekkert meira, þá veistu að hann var ekki að leita að sambandi. Síðan er náttúrulega alltaf sá möguleiki að segja við hann að annað hvort verðið þið par eða hættið að hittast - þessi möguleiki er þó líklegri til þess að enda það sem þið hafið en sá fyrri. Þú hefur alla vega þessa tvo möguleika til þess að byrja á sambandi - og ég mæli persónulega með þeim fyrri. Að vinna á sama stað og einhver sem þú hefur verið með er alltaf erfitt - en sumum finnst erfiðara að vinna með þeim sem þeir eru með. Þannig að ekki vera að hugsa um þann hluta mikið - einbeittu þér frekar að því að ná í hann. Go for it. Slowly.

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.