Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 12
ÞAÐ SEM Þlf VISSIR EKKIUM STJORNURNAR BRAD PITT - Brad Pitt átti aðeins eftir tvær einingar til aö fá gráðu í fjölmiðla- fræði þegar hann ákvað að hætta í námi og freista gæfunnar í Holly- wood. -Áðuren hann meikaði þaðfram- fleytti hann sér meðal annars með því að keyra strippara á milli staða í limmósínu, flytja ísskápa og leika kjúkling fyrir veitingastaðakeðj- una El Pollo Loco. - Brad Pitt fékk ekki fallega brosið sitt frítt því hann hefur krónur á öllum tönnunum sínum. ORLANDO BLOOM - Talar frönsku, sörfar, skylmist, ríður hestum eins og atvinnumað- ur og kann bogafimi. Við þjálfun hans fyrir Lord Of The Rings var hann orðinn það klár með bogann að þjálfari hans kastaði diskum í loftið og hann hitti þá í aðeins 12 einu skoti. Maður spyr sig því er eitthvað sem Orlando getur ekki? Jú hann er lesblindur og því getur hann ekki lesið vel. - Árið 1998 hryggbrotnaði hann þegar hann datt niður þriggja hæða byggingu. Læknarnir töldu að hann myndi aldrei aftur geta gengið en aðeins tólf dögum síð- ar gekk Orlando beinn í baki út af sjúkrahúsinu. - Áður en hann lék í LOTR var hann grænmetisæta en árið 2001 þurfti hann að byrja að borða kjöt aftur fyrir myndina. ANGELINA JOLIE - Árið 1996 giftist Angelina Jolie leikaranum Jonny Lee Miller sem er ekki frásögu færandi fyrir utan brúðarkjólinn. Hún klæddistsvört- um leðurbuxum og hvítri skyrtu með nafninu hans skrifað á bakið á sér með blóði. Þau skildu samt sem áður þremur árum seinna. - Áður en Jolie varð leikkona vann hún sem módel í London, New York og Los Angeles. Hún kom fram í fjölmörgum tónlistarmynd- böndum t.d. fyrir Meat Loaf, Lenny Kravitz, og the Rolling Stones. - Hún safnar hnífum og hefur einnig mikinn áhuga á greftrun- um, líkum og líkhúsum. BRITNEY SPEARS - Einn stærsti aðdáendahópur Britney Spears eru samkynhneigð- ir karlmenn. - Britney er fyrsti sóló söngvari í heimi til að ná sinni fyrstu breiðskífu og smáskífu á Bill- bord listan á sama tíma. - Áður en hún meikaði það vann hún í gjafavöruverslun. Þess má líka til gamans geta að Britney er mikill aðdáandi Bjarkar. PAMELA ANDERSON - Þú veist aldrei hvenær frægð- in bankar upp á hjá þér en gott dæmi um það er brjóstabomban Pamela Anderson. Hún var upp- götvuð árið 1989 þegar hún var í Labatt's bjór bol á fótboltaleik. Menn frá fyrirtækinu sáu hana og fengu hana til að kynna Labatt's bjór og stuttu eftir það birtist hún á forsíðu Playboy tímaritsins. BEN AFFLECK - Ben Affleck er mjög aktívur pó- ker spilari. Hann hefur sótt tíma hjá atvinnupóker spilurunum Am- ir Vahedi og Annie Duke. í júní í fyrra vann hann „California State Poker Championship" og hirti þar með 22 milljón króna vinningsféið og vann sér þáttökurétt á heims- meistaramótinu. - Ben er fleira til lista lagt en hann lærði að tala Arabísku. JUSTIN TIMBERLAKE - Þegar Justin á erfitt meða að sofna syngur hann sjálfan sig í svefn. - Hann er tvíburi en systir hans, Laura Katherine, dó aðeins nokkr- um mínútum eftir fæðinguna. Hann nefnir hana stundum í lög- um með N-synk. - Mér finnst líklegt að Britney og Justin hafi uppgötvað hana saman en hann er einnig mikill aðdáandi Bjarkar. JENNIFER LOPEZ - Þegar Jennifer var yngri var hún kölluð "La Guitarra" af því líkami hennar er í laginu eins og gítar. - Jennifer er eina konan sem hef ur verið kosin mest kynæsandi kona í heimi tvisvar í FMH. - Hún drekkur ekki áfengi og er þar af leiðandi aldrei drukkin. leikstjórinn Francis Ford Coppola harður á að fá hinn óþekkta Pac- ino en myndverið hafnaði honum oftar en einu sinni og kallaði hann "that midget Pacino" eða dverg- GWEN STEFANI - Fyrsta starfið hennar var að skrúbba gólf í ísbúð Dairy Queen en hún vann einnig í bygginga- vöruverslun - Bróðir hennar Eric stofnaði No Doubt árið 1986 með vini sínum John Spence, en hætti til að ná frama í teiknimyndagerð við The Simpsons þættina. Gwen varð ekki söngkona bandsins fyrr en í desember árið1987 eftir að John Spence sem þá var aðalsöngvari No Doubt framdi sjálfsmorð. LEONARDO DICAPRIO - Ástæða þess að móðir Leonardo skýrði hann því nafni er sú að þeg- ar hann sparkaði í fyrsta sinn stóð mamma hans fyrir framan málverk eftir Leonardo Da Vinci á safni á ftalfu. AL PACINO - Flestir vita eflaust að Al Pacino er af ítölskum ættum en fæstir vita þó að hann er ættaður frá Corleone á Sikiley, en það var ein- mitt hlutverk hans sem Michael Corleone í Godfather sem kom honum á kortið. - Þrátt fyrir að stórleikarar eins og Robert Redford, Warren Beatty og Robert De Niro hafi setið um hlut- verk Pacinos í Guðföðurnum var - Þegar taka átti upp þriðja hluta Guðföðursins heimtaði Pacino 7 milljónir fyrir leik sinn en Francis Ford Coppola hótaði því þá að end- urskrifa handritið sem myndi byrja á Jarðaför Michael Corleone. Pac- ino sættist á fimm milljónirnar. - Pacino hafnaði því að leika CaptainWillard íApocalypseNow, Han Solo í Star Wars og aðalhlut- verkinu í Pretty Woman. JENNIFER ANISTON - Þegar hún var ellefu ára gömul var málverk sem hún hafði gert sýnt í Metropolitan Museum of Art. - Þó svo að Jennifer sé grísk hat- ar hún grískan mat. Hún er heldur ekki hrifin af kínverskum, indversk- um og krydduðum mat. - Þrátt fyrir að starf hennar krefj- ist mikilla ferðalaga er Jennifer mjög flughrædd.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.