Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 33

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 33
ÞAD ERU BARA TVÆR LEIÐIR TIL AD KOMAST AD ÞVÍ -Allt er hægt á internetinu- Einu sinni var það oft þannig að eina leiðin til þess að komast að hlutunum var að prófa þá sjálf. „Það er bara ein leið til þess að komast að því." Nú eru tímarnir breyttir og alltaf tekst einhverjum snillingum að finna upp á einhverju rugli til að setja á internetið til þess að auðvelda okkur hlutina. Ef þú þarft að komast að einhverju er yfirleitt einhver annar búinn að komast að því á undan þér og setja það á heimasíðuna sína: Hvað viltu vita? Þetta er sú heimasíða sem svarar hvað flestum spurningum sem ekki fæst svarað með ein- földu gúgli. Til dæmis er hægt að komast að því hvernig símar virka, hvernig brenninetlur brenna og hvað kúplingin í bilnum þínum gerir. Guð má vita hvernig aðstandendur siðunn- ar komast að öllum þeim upplýsingum sem þeir búa yfir en sjálfir segjast þeir luma á víð- feðmu neti sérfræðinga á öllum sviðum. Til dæmis er hægt að komast að því hvort tómatar séu í raun ávextir eða grænmeti. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Bandaríkjanna (ekkert Baugsmál þar að trufla mikilvægari málefni) eru tómatar grænmeti og þvi eru þeir það gagnvart lögum. Þessu eru reyndar líffræðingar ekki sammála. www.howstuffworks.com Allt og ekkert Þessi heimasíða er líklegast besta dæmið um það hversu nytsam- legt internetið getur verið. Þetta er frí alfræðiorðabók með upp- lýsingum um allt og ekkert. Allir notendur síðunnar geta breytt því sem í henni stendur ef ske kynni að eitthvað hafi misritast og er fólk hvatt til þess að breyta sem mestu - innan skynsamlegra marka náttúrulega. www.wikipedia.org Þegar þreytan segir til sín Það kannast allir ferðalangar við það að kynnast ókunnu fólki ( ókunnum löndum og fá að gista í sófanum hjá því. Nú hefur einhver tekið næsta skrefið og býður fólki að skrá sófann sinn á heimasíðu. Með þessu býður fólkið öðrum sófasörferum í heimsókn til sín, eigi þeir leið hjá íslandi, og á í staðinn heimboð í flestum löndum heims. Flestir spyrja sig líklegast hvort þetta sé öruggt og vilja þeir sem halda utan um batteríið meina það. Allir gestgjafar sófasörferanna hafa fengið meðmæli frá eldri og reyndari ferðalöngum. Því er hægt að rekja hvern einn og einasta til upprunans. Svo hefur væntanlegur sófagestur samband áð- ur en komið er til landsins þannig að allar áætlanir eru tilbúnar við komu. Auðvitað gera gestirnir það sem í þeirra valdi stendur til þess að launa gestrisnina, t.d. með því að sjá um uppþvottinn, ekki slæm skipti það. www.couchsurfing.com Heimska annarra Hefur þú gaman af því að hlæja að heimsku annarra? Þá er heimasíða Darwin verðlaun- anna eitthvað fyrir þig. Þarna fær fólk verðlaun fyrir það að hafa fjarlægt gen sín úr pott- inum svo þau fjölgi sér ekki frekar og geri mannkynið heimskara fyrir vikið. Finna má fjöld- ann allan af heimskupörum fólks (einhverra hluta vegna er það yfirleitt frá BNA) eins og til dæmis sögu af manni sem skaut sig í hausinn þegar hann var að sýna konunni sinni hversu örugg skotvopnin hans voru. Hún hafði áhyggjur af því að 70 byssu safnið hans væri hættu- legt en hann ætlaði að afsanna það. www.darwinawards.com Lafði Díana eða hékk hún? Hver hefur ekki viljað láta kalla sig lávarð eða barón? Snorri barón hef- ur lengi verið þekktur hérlendis en nú er mögulegt fyrir alla sem vilja að feta í fótspor hans. Á þessari heimasíðu er hægt að kaupa sér hina ýmsu titla fyrir einungis 195 pund. Ef þú ert í sambandi býöst þér meira að segja að kaupa par (Lávarður - Lafði, Barón - Barónessa o.s.frv.) á einungis 299 pund, þvílíkt kostaboð. Ekki skemmir að þetta er tilvalin tækifærisgjöf. Þeir sem að síðunni standa lofa því að allt sé löglegt og benda á alls kyns forréttindi sem maður fær sem t.d. greifynja. Þeir sem vilja gera þetta af alvöru geta svo keypt sér titla á ákveðnum landsvæð- um. Hversu vel hljómar Birna, barónessa af Brighton. Fyrstur kemur - fyrstur fær reglan er höfð í hávegum hérna, svo það er um að gera að panta sem fyrst. www.elite-titles.co.uk Brátt í brók Svona til þess að taka allan vafa af því að allt er að finna í netheimum bendum við á þessa heimasíðu. Þar er hægt að leita uppi klósett um all- an heim - sem eru þrifalegri en flest McDonalds klósettin - og fá lýsingu á þeim. Til dæmis er hægt að komast að því að herraklóstið i ráðhúsi Reykjavíkur er upplifun útaf fyrir sig og fær það einkunnina „Good". Þarna er einnig að finna myndir af fallegustu baðherbergjum heimsins og sögur af þeim sem eru ekki alveg jafnfalleg; „þegar ég var á lestarf- eröalagi um Taíland var ég aö lesa dagblað. Maður nokkur spurði mig hvort hann mætti nokkuð fá hluta af blaðinu. Ég lét hann fá íþróttasíð- urnar sem hann lagði á gólfið, settist á hækjur sér og losaði sig við amst- ur dagsins. Og það í miðjum vagninum." www.bathroomdiaries.com HVAD ER FRÉTTA? GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR Frá því að Gunnhildur var fastagestur í stofunni hjá landsmönnum á föstudagskvöldum sem þáttastjórnandi Djúpu laugarinnar hefur andlit hennar ekki sést á skjánum, en brátt verður breyting þar á. „Ég er búin að vera að vinna hjá Sumarferðum í sumar og verð að vinna þar eitthvað áfram en auk þess er ég að fara að vinna hjá Skjá einum aftur og byrja á því að taka að mér smá verkefni fyrir keppnina um Herra ísland. Ég verð með þrjá þætti þar sem ég verð að kynna strákana þannig að áhorfendur geti kynnst keppendunum betur" segir Gunnhildur, en slíkt hefur aldrei verið gert hér áður. „Það er svo erfitt að dæma bara á útlitinu þannig að við viljum forvitnast um keppendurnar með því að fara með þá í óvissuferð og taka viðtöl við keppendur, vini þeirra og fjölskyldur." Fjölbreytt verkefni á skjánum „Ég hef mikinn áhuga á að starfa í sjónvarpi og lærði kvikmynda- og þáttagerð úti i London og auk þess að vinna við þættina verð ég einnig aöstoðar dagskrárgerðarkona á Skjá einum í vetur " segir Gunnhildur sem á líklega ekki eftir að eiga mikinn fritíma. „Mig langar að vinna á Skjá einum því það er ótrúlega skemmtilegt vinnuumhverfi en mér finnst líka mjög gaman að vinna hjá Sumarferöum þannig að ég á eftir að hafa nóg af skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum í vetur" bætir hún við.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.