Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 31

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 31
fyrirvara að kannski leyndist hinn eini sanni fyrir framan annan tölvuskjá annars staðar í bænum. Beið með óþreyju eftir spennandi boðum á stefnumót, sá með stjörnur í augum fyrir sér stefnumót eins og við höfum verið mötuð á frá Bandaríkjunum, en raunin var allt önnur en sú. Skilaboð eins og: „Ég er pottþétt sá rétti fyrir þig, er með 20 cm drjóla og hann getur þjónað þér eins og þú vilt" eða: „Ég er nú reyndar í sambandi en er að leita mér að tilbreytingu, fæ ekki nóg heima hjá mér. Ég bið þó um að þú haldir 100% trúnað". Versta dæmi var þó án efa: "Mig langar í kynlíf með þér. $$$"... Flestir skilja líklega hvað það manngrey var að meina. Svona gerast þá kaupin á eyrinni. Breytir Bachelorinn barbarismanum? Um þessar mundir er að hefjast enn ein nýj- .. < Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona Það er svolítið erfitt að kommenta á eitthvað sem ekki er til. Ef það er deitmenning á Islandi hefur hún altavega farið framhjá mér. Mér þætti gaman að geta boðið einhverjum kinnroðalaust á stefnumót ef mér finnst hann spennandi án þess að það þurfi endilega að þýða nokkurn skapaðan hlut. Magnús Steinar Magnússon 17. ára Hver er ritstjóri Morgunblaðsins? Veit það ekki. Hvaða embætti er Davíð Oddsson að fara að taka við? Það man ég ekki. Hver sveik Jesú? Júdas. Rakel Vífilsdóttir 17. ára Hver er ritstjóri Morgunblaðsins? Ég veit það ekki. Hvaða embætti er Davið Oddsson að fara að taka við? Seðlabankastjóri. sárt ennið og eru fullvissar um að hann hafi verið hin eina sanna ást í lífi þeirra - eru líka sannfærðar um að hann muni svo sannar- lega sjá eftir því þegar fram líða stundir að hafa ekki valið þær. Hér á landi má þó ekki búast við því að hlut- irnir verði alveg svona dramatískir þar sem við íslendingar erum þekktir fyrir að vera algerir harðnaglar - allavega eru tárakirtl- ar okkar ekki alveg eins virkir og hjá vinum okkar Könunum. Það verður þó virkilega spennandi að sjá hvort íslenski bachelorinn muni breyta hefðum okkar íslendinga í fágaðri útgáfu - margir hafa lýst því yfir að þættirnir munu kollvarpa íslensku tilhugalífi og færa það á hærra plan. í Ameríku voru þessir þættir aðeins viðbót við hina gríðarlegu flóru raun- Það verður spennandi að sjá hvernig ís- lenski piparsveininn mun leggjast í landann og hvort viðskipti hjá blómasölum, bíóhús- um og veitingastöðum mun taka kipp þegar sýningar komast vel á veg. Segjum sem svo að þær 25 stúlkur sem keppa um hylli piparsveinsins verði svo heill- aðar af þessari nýju deitmenningu að þær bjóði hver um sig tveimur karlmönnum á stefnumót þegar þættirnir eru búnir. Karl- mennirnir 50 bjóða síðan tveimur öðrum konum á stefnumót. Margföldunaráhrifin verða slík að fyrr en varir verða allir farnir að deita alla og ísland veröur komið á fullt i deitmenningu að hætti Kanans! Katrín Rut Bessadóttir Hver sveik Jesú? Júdas. Hvað heitir höfuðborg Wales? Ég veit það ekki. Hvað heitir sonur Britney Spears? Elvis... nei Presley eitthvað. SVÖR: ungin í íslensku sjónvarpi - af amerískri fyr- irmynd - íslenski bachelorinn. Þeir sem hafa fylgst með þeim ameríska vita hvernig þátt- urinn gengur fyrir sig. Á þriðja tug kvenna keppist um hylli eins manns sem margir telja afar heppinn. í lok hvers þáttar gefur hinn heppni nokkrum konum rós og fá þær þá að halda áfram að reyna að greiða leið sína að hjarta piparsveinsins. Hinar sitja eftir með veruleikaþátta þar ytra en þættirnir munu jafnvel hafa meiri tilgang hér á landi. Heim- ur sem okkur hefur hingað til verið svo gott sem luktur mun opnast upp á gátt. Kannski átta íslendingar sig loks á því hversu gríðarlega spennandi það er að deita - sem það er vissulega og hver hefur ekki gott af smá spennu og fiðrildum í mag- ann? Hvað heitir höfuðborg Wales? Það veit ég ekki. Hvað heitir sonur Britney Spears? Ég veit það ekki. Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður Ég er kannski ekki besti maðurinn til að velta þessu fyrir mér en það sem ég hef kynnst er að það er mikið frjáls- ræði hérá íslandi í þessum málum miðað við í Bandaríkjun- um þar sem hlutirnir eru ákveðnari og í mun fastari skorð- um. Hér á landi virðist vera aðalmálið að fara á bar eða slíkan stað, detta íða og reyna að kynnast hinu kyninu blindfull eða fullur. Maður væri alveg til að þessir hlutir væru öðruvisi hér á landi en þó ekki eins og í Bandaríkjun- um, einhversstaðar þarna mitt á milli. Hver er ritstjóri Morgunblaðsins? Styrmir Gunnarsson. Hvaða embætti er Davið Oddsson að fara að taka við? Bankastjóra Seðlabankans. Hver sveik Jesú? Júdas. Hvað heitir höfuðborg Wales? Cardiff. Hvað heitir sonur Britney Spears? Sean Preston.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.