Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 10

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 10
10 Nú eru ekki nema tæpar þrjár vikur f stærstu tónlistarveislu ársins, lceiand Airwaves, og menn og konur eflaust farin að iða í skinninu með miðann vel varðveittann í veskinu. (Þeir sem enn hafa ekki tryggt sé miða ættu að drífa sig í Skífuna eða á Midi.is því í fyrra varð uppselt.) Það er úr gríðarlega miklu að velja eins og vanalega en hátíðin hefur þó aldrei verið jafn glæsileg og í ár. Um 130 tónlistarmenn af öllum stærðum og gerðum fylla miðborgina frá 19.-23. október og er því eins gott að skipuleggja sig vel og þjálfa sig í að spretta á milli staða. Til þess að hjálpa til við valið athug- aði Orðlaus hvað nokkrir af þeim tónlistarmönnum sem koma fram á hátíðinni eru spenntastir fyrir að sjá þetta árið. Kimono (Alex MacNeil, Kjartan Bragi Bjarnason, Halldór Örn Ragnars- son og Gylfi Blöndal.) Kimonoliðar heiðra hátíðargesti með nærveru sinni nú fjórða árið í röð og fljúga alla leið frá Þýska- landi til þess að spila á hátíðinni. Þeir sendu frá sér aðra breiðskífu sína í sumar, Arctic Death Ship, sem hefur fengið frábæra dóma en fyrir tveimur árum kom út plat- an Mineur-aggressif. Tónlistin hef- ur þróast tölvuvert á þeim tíma og er efnið orðið mun fjörugra á annarri plötunni þó að drungaleg- ur tónninn sé enn í bakgrunnin- um. Athyglisvert verður að fylgjast með sveitinni spila Airwaves og ætti enginn að láta sig vanta á tón- leika sem verða þeir síðustu hér á landi um ókomna tíð. „Við verðum að spila mikið úti í Berlín áður en við komum á Airwaves en það er engri loku fyrir það skotið að við komum með eitthvað nýtt efni" segir Gylfi. „Spenntastur er ég fyr- ir að sjá Fiery Furnaces, Zutons, Ghostigital, I Adapt, Mammút og Skakkamanage." Hermigervill (Sveinbjörn Thorarensen) Hip hop-raftónlistarmaðurinn Hermigervill sendi frá sér sína aðra breiðskífu, Sleepwork, nú í september. Þar hljóðblandar hann saman allt frá fönki og diskói upp í elektróník, hiphopog rokkog púsl- ar því saman á ótrúlegan hátt svo útkoman verður hvert frábært lag- iðáfæturöðru. Hann er að koma í annað sinn fram á Airwaves og eru tónleikar hans eitthvað sem eng- inn ætti að missa af þar sem það er hreint frábær stemmning sem myndast við það eitt að fylgjast með honum einum á sviðinu með hljóðfæri, hljóðnema, sampler og plötuspilara og síðan lofar hann að sjálfsögðu endalausu stuði. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari hátíð" segir Sveinbjörn. „Gus Gus standa alltaf fyrir sínu og svo ætla ég að reyna að komast á Trabant. Þessar tvær sveitir eru toppurinn." Lára (Lára Rúnarsdóttir) Tónlistarkonan Lára Rúnarsdótt- ir gaf út plötuna Standing Still árið 2003 og er nú að vinna að sinni annarri breiðskífu með hjálp bræðranna Barkar og Daða Birg- issona. Yfirleitt er Lára ein með gítarinn og míkrófóninn á tón- leikum og skapar alltaf rólega og þægilega stemmningu sem leggst vel í tónleikagesti en á Airwaves mun heil hljómsveit, sem saman- stendur ef þeim Daða og Berki, Pétri Sigurðssyni og Kidda fyrr- um trommara Hjálma, spila með henni. „Ég hlakka til að sjá Juliette and the Licks og Babyshambies og svo að sjálfsögðu heilan helling af íslensku böndunum" segir Lára. „Síðan koma hingað Þjóðverjar til að taka upp tónleikana með mér, Without Gravity og Leaves á hátíðinni, en þeir eru að vinna að leikana og skyggnast inn í okkar heimildarmynd um okkur og ætla heim." að koma hingað til að hlusta á tón- EFTIRMINNILEGAST A AIRWAVES! „Það er alltaf gaman að spila enda er þetta alveg snilldar hátíð. Eftirminnilegast er að hafa fengið plötusamning við Smekkleysu eftir síðustu hátið." (Finni - Dr. Spock) „Eftirminnilegast hingað til er klárlega þegar The Rapture spiluðu á Gauknum 2002. Það voru með bestu tónleikum sem ég hef séð." (Atli Bolla- son - Nortón) „Ghostigital var alveg "mindblowing" í fyrra. Síð- an er mjög eftirminnilegt þegar ég var bainn af fimm dyravörðum fyrir utan Sólon í fyrra. Ég er ennþá bitur yfir því." (Gylfi Blöndal - Kimono) „Það er ótrúlega eftirminnilegt að hafa misst af The Rapture spila á Gauknum. Það er hálf ógleym- anlegt og í raun ófyrirgefanlegt. Annars var alltaf gaman að fara i Höllina þó að ég sé mjög ánægð- ur með þetta nýja fyrirkomulag. Það er viss sjarmi að hafa stór nöfn spila á Nasa og Gauknum." (Elli - Jeff Who?) „Eftirminnilegast var að horfa á Mínus spila fyrir tómri Laugardalshöll en það var um það leyti sem Jesus Christ Bobby var að koma út. Þetta var al- veg „awsome, ég var einn í salnum og Mínus hafa aldrei verið betri en á þeim tónleikum. Síðan vour Shins magnaðir í fyrra." (Haukur - Reykjavík!) „Ég fór í fyrsta sinn á hátíðina í fyrra. Ég fékk heljarinnar gat á hausinn þegar ég stökk niður einhvern stiga á Nasa eftir að hafa fagnað góðu giggi á Gauknum fyrr um kvöldið. Ég fór á slysó þangað í lögreglufylgd og var saumaður saman. Síðan fór ég bara beint niður á Nasa aftur. Ég vona eiginlega að ég fái bara aftur gat á hausinn núna, þetta var eitthvað sem ég gleymi ekki." (Atli - Hölt Hóra) „I fyrra fannst mér Four Tet mjög áhugaverðir og síðanstendur Mugison alltaf uppúr." (Lára Rúnars- dóttir) „Þegar Fat Boy Slim henti handklæðinu til mín á tónleikunum í Laugardalshöllinni 2002. Ég greip það ásamt tveimur öðrum spíttuðum gaurum og út brutust mikil slagsmál en ég varð að láta í minni pokann. Ég hef þó snert sveitt handklæðið hans." (Hermigervill) „Ætli það standi ekki uppúr þegar Klink var að spila á Airwaves 2002 því á sama tíma fengum við diskinn okkar 666°N í hendurnar. Siðan er auðvit- að alltaf brjálað þegar Mínus er að spila." (Guðni - Dr. Mizta & Mr. Handsome)

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.