Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 24

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 24
Þetta byrjaði svosum ekkert svakalega vel. Ég var staddur á ölkrá með fjórum stúlkum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera a£ marka sín fyrstu spor í íslensku tónlistarlífi, hver I sinni hijómsveitinni, sem hver hefur svo sinn stíl. Aðstæður voru einhvernvegin skrýtnar og við vissum það öll. Ef við lifum á svona fjári upplýstum tímum, af hverju þarf þá að stefna saman meðlimum fjögurra ólíkra kvennasveita, á þeim forsendum einum að í þeim eru konur? Og til þess að tala um hvað? Hvernig það er að vera kona í rokkbransanum? Gera rokk með klobba? Höldum við ekki öll að það sé einstaklingurinn sem skiptir máli, kyn hans sé tilfallandi og eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á hvernig við tökum eða túlkum ákveðnar aðgerðir hans? Er þá ekki bölvuð þöggun og aðskiln- aðarstefna að vera að hópa rokkstelpurnar svona saman? Bætum við að flestar hafa þær femíniskan bakgrunn, eins og sá sem þettar ritar, reyndar, og eru þvt sérstaklega meðvitaðar um einmitt þetta? Og jafnvel mátti greina af stöku athugasemd að allar þeirra væru ekkert sérstaklega hrifnar af blaðinu sem þú heldur á núna, þá væntanlega bakgrunns síns vegna (þeim gæti reyndar iíka bara hafa þótt það leiðinlegt). Batteríin í upptökutækinu kláruðust svo strax og varabatteríin voru týnd. Þannig að þetta var pínlegt, fyrst, en batnaði fljótt. Við fengum bjóra. Kynntum okkur og kynntumst. Og kannski var þetta bara ekk- ert svo vitlaust. Banal klisjur eru kannski oftast banal klisjur einmitt vegna þess aö það er eitthvað til í þeim. Ef þú endurtekur eitthvað nógu oft verður það satt, endur- takirðu það nokkrum sinnum í viðbót verður það klisja. Eins og þessi grein sem þú ert núna von- andi að lesa, hafi fyrirsögnin ekki fælt þig frá. „Stelpurnar geta líka rokkað!" „Áfram stelpur, nú er að stofna hljómsveit, þið getið það alveg líka!" Hallærislegt - það eru til milljón svona greinar. Og samt gerist það trekk í trekk að það þarf að skrifa nýjar, að það sem við lærðum síðast þegar stelpur stofnuðu hljómsveit og blásið var til byltingar í fjölmiðlum þarf að endurtaka og árétta. Fyrir tveim- ur eða þremur árum reit undirrit- aður í poppdálki þessa rits ákall á stelpurokk. Það þurfti, þá voru engar stelpur í neinum hljómsveit- um, nema írafári. Árið 2005 virðist hinsvegar ætla að verða frábrugð- ið þeim á undan að þessu leyti, til allrar hamingju. Og það er þess- vegna sem Orðlaus fékk nokkrar ungar konur úr Reykvísku rokksen- unni til þess að hittast yfir bjórum og ræða „hvernig það er að vera kona I hljómsveit". Og hvernig það er að vera í hljómsveit. Og af hverju maður ætti að gera það? Og hvort það er stundum eitthvað skrýtið. Og lífið bara. Og þar hefjast hringborðsumræð- ur, við snoturt tréborð á snotrum þriðjudagseftirmiðdegi, umlukið nokkurri spennu. Samankomn- ar eru þær Helga Katrín, 21 árs trommuleikari pönksveitarinnar Viðurstyggð (enn óútgefin - en skapað sér nokkurn orðstír fyrir líflega tónleikaframkomu undan- farið ár), jafnaldra hennar, Silla Gísladóttir, sem markar sér nú sess undir nafninu Mr. Silla sem e.k. kven-Mugison (Mugilady?) með æsilegu Apple-lappa og kassagít- arkombóinu sínu. Kynjafræðinem- inn Björg Sveinsdóttir, 23 ára, leiðir hina alræmdu Donnu Mess þang- að sem hún vill fara (og syngur og forritar um leið), breiðskífa frá sveitinni er handan við hornið. Ald- ursforsetinn er hin 33. ára gamla Melkorka Huldudóttir, en Brúðar- bandið hennar markaði að vissu leyti upphaf þeirrar bylgju sem olli því að fundurinn er haldinn (áður en þær keyptu sér hljóðfæri skrif- uðu Brúðarbandið manífestó, sem m.a. innihélt ákall á „Fleiri stelpur á svið!") og hefur náðfádæma ár- angri á þeim stutta tíma sem hún hefur verið starfandi. Týppafýla Kliður... svo: „Við fréttum bara í sjónvarpinu að við værum að fara að spila á Airwaves, sóttum um en fengum ekkert svar, svo kom fréttunum að við værum með, auðvitað löngu búnar að gieyma þessu og komnar í pásu. En já, við erum að spila," segir Melkorka og I kjölfarið kemur fram að Donna Mess munu einnig taka þátt í því sem Árni Matthíasson hefur kallað „íslensku hljómsveitakeppnina", en Mr. Silla og Viðurstyggð bíða næsta árs. -Nú segja sumir að það hafi ver- ið talsverð typpafýla af íslensku rokki síðustu ár. Hvað finnst ykkur um það? Björg: „Kannski sérstaklega al- veg nýverið? Ég veit það ekki. Mér finnst „rokk" svo víðfeðmt hugtak. Nei ég verð ekki vör við neina typpalykt. Karlar mynda náttúrulega félagshópa utan um sín áhugamál og rokk og ról hefur vissulega verið hluti af þeim heimi, en að segja að það sé typpalykt af þvi getur líka orðið til þess að eigna körlum hann endanlega, gera hann þeirra. Ég held að svona skilgrein- ingar virki líka í þá átt." Melkorka: „Ég skil svoldið hvað þú ert að meina, í ákveðnu samhengi. Það er voðalega eitthvað karlarokk þegar Brain Police og Mínus eru að spila saman einhverstaðar, þé er varla hægt að fara þar inn fyrir svitalykt og typpafýlu. En svo erum við líka með bönd eins og Kímonó, sem gefa af sér allt aðra áru."

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.