Bændablaðið - 11.04.2006, Síða 4

Bændablaðið - 11.04.2006, Síða 4
4 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Undanfarin ár hefur Skógrækt- arfélag Íslands staðið fyrir kynnisferðum til annarra landa. Þetta hafa verið fjölsótt- ar ferðir þar sem leið ferða- langa liggur oft um óhefð- bundnar slóðir og fela í sér mikla náttúruskoðun. Í ár er fyrirhuguð ferð til Rússlands dagana 28. ágúst til 6. septemb- er. Jón Geir Pétursson skóg- fræðingur verður fararstjóri Skógræktarfélagsins í ferðinni. Hann sagði að farnar hefðu verið á undanförnum árum ferðir til Austurríkis, Skot- lands, Írlands, Alaska, Ný- fundnalands, Finnlands og Danmerkur en nú væri komið að Rússlandi. Upprunaslóðir Rússalerkis Í ferðinni verðua skoðaðar upp- runaslóðir Rússalerkis. Flogið verður til Helsinki og ekið þaðan inn í Rússland gegnum Kirjála- eiðið. Þar er merkilegur skógar- reitur í Raivola sem Pétur mikli kom á legg fyrir um 270 árum. Þá hafði hann eytt til skipasmíða nær öllum eikarskógum í kring- um Eystrasaltið. Eikin er sein- vaxin þannig að hann lét planta út lerki sem er hraðvaxta. Hann sendi því fagmenn til Arkhang- elskhéraðs til að safna lerkifræi og þeir sáðu því í Raviola og þar er nú þessi merkilegi skógur. Jón Geir segir að úr þessum lerki- skógi hafi komið nær allt það lerkifræ sem Íslendingar hafa notað. Lerkiskógarnir á Austur- landi og Norðurlandi eru úr þess- um fræga skógi í Raivola. Síðan stendur til að fara til Arkhangelskhéraðs og skoða lerkiskógana þar og þar á meðal móðurskóg lerkiskóganna í Ravi- ola. Því næst verður farið til Pét- ursborgar og dvalið þar í nokkra daga og síðan flogið beint heim. Gömul hefð Jón Geir segir að reynt sé að hafa þessar ferðir bæði fræðslu- og skemmtiferðir og það hafi tekist vel. Þær hafa verið mjög vel sótt- ar því farið hefur verið með allt að 90 manns í ferð. Hér er um að ræða skógræktaráhugafólk að mestu leyti. Hann segir að það sé ekki alltaf verið að skoða skóg því að reynt er að hafa fjöl- breytni í ferðatilhöguninni. Þessar ferðir eru afsprengi gamallar hefðar, að sögn Jóns Geirs. Fyrir meira en hálfri öld komst á gott sambandi milli norska og íslenska skógræktarfé- lagsins. Menn skipulögðu þá svo kallaðar skiptiferðir, sem farnar voru á fjögurra ára fresti. Íslend- ingar fóru til Noregs og Norð- menn komu til Íslands og plönt- uðu út skógi. Þetta hélst þar til fyrir um 10 árum að Norðmenn virtust missa áhugann fyrir þess- um ferðum. Árið 1997 ákvað því Skógræktarfélag Íslands að efna til kynnisferða á borð við þá sem nú á að fara til Rússlands. Í fyrstu ferðinni fór um 70 manna hópur til Skotlands og í fyrra var farið í mjög vel heppnaða ferð til Ný- fundnalands. Áhugamenn um skógrækt skoða lerkiskóga í Rússlandi Góð reynsla er komin af notkun á sagi í bása fyrir mjólkurkýr. Það er mjög misjafnt hversu mikið menn nota í hvern bás (frá einni lúku í mál og upp í hálfan lítra) en reynslan er alls staðar á sama veg: Kýrnar verða hreinni, þrif á básunum verða auðveldara, það gengur betur að berjast við júgur- bólguna og jafnvel fækkar spena- stigum. Sagpakkning með 20 kg kostar varla meir en 1.100 kr. og dugar í 20 bása fjósi í 1-2 vikur. Reiknað yfir í krónur á lítra er kostnaðurinn hverfandi, miðað við ávinninginn. Hér má sjá Gísla Jóhannsson starfsmann KB-Búrekstrardeildar við afgreiðslu á sagi. Að sögn Unnsteins Snorrasonar er er mikil aukning í sölu á sagi til kúabænda milli ára. Þess má geta að vænt- anleg er sending af sagi til KB- Búrekstradeildar sem er sérstak- lega ætlað til að bera undir mjólk- urkýr. Sag undir mjólkurkýr Í síðasta Bændablaði var grein eftir Halldór Runólfsson, yfir- dýralækni, þar sem hann svarar ásökunum um að hann sem yfir- dýralæknir hafi tafið fyrir því að ísgerð í Eyjafirði gæti tekið til starfa. Í svari Halldórs segir m.a. ,,Það er því alrangt að ég hafi reynt að tefja málið eða reynt að koma í veg fyrir að það yrði að veruleika. Það þurfti einfaldlega að skoðast mjög vel, af réttum aðilum og því eðlilegt að máls- meðferðin tæki nokkurn tíma. Ekki hjálpaði til hið flókna kerfi sem við búum við hér á landi, að matvælaeftirlit sé á hendi þrett- án mismunandi stofnana, en ekki einnar eins og í mörgum ná- grannalöndum okkar, svo sem í Noregi og Danmörku.“ Í samtali við Bændablaðið sagði Halldór að þessar þrettán stofnanir væru Landbúnaðarstofn- un, Umhverfisstofnun, Fiskistofa og síðan hin tíu heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna, en þau eru hvert um sig eins og ein stofnun. Og þessar stofnanir falla undir þrjú ráðuneyti. Halldór segir það sína skoðun að hér ætti að vera ein matvæla- stofnun sem hefði með allt mat- vælaeftirlit að gera. Hann tók sem dæmi mjólkina. Frumframleiðslan í fjósinu heyrir undir yfirdýra- lækni. Þegar hún er komin í mjólk- urbú tekur heilbrigðiseftirlit sveit- arfélaganna við eftirlitinu og ef flytja á út einhverjar afurðir úr mjólkinni tekur yfirdýralæknir aft- ur við eftirlitinu. Til þess að breyta þessu og koma á einni matvælaeftirlitsstofn- un þarf heljar mikið rask og laga- breytingar. Sem fyrr segir eru það þrjú mismunandi ráðuneyti sem eru með þessi mál og segir Halldór að þess vegna þurfi markvissa ákvörðun á æðstu stöðum til að breyta kerfinu. Í Danmörku og Noregi hefur verið komið á stofn matvælaeftir- litsstofnun. Það er komin reynsla á danska kerfið sem sett var á 1997 og er sú reynsla góð. Norska kerfið er ekki nema tveggja ára eða svo og góð reynsla af því þennan stutta tíma. Matvælalöggjöf Evrópusam- bandsins, sem hefur mikil áhrif í öllum löndum, gerir ráð fyrir að það sé ein matvælaeftirlitsstofnun í hverju landi. Halldór segir að þetta sé það sem koma skal. Matvælaeftirlit á hendi þrettán mis- munandi stofnana Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, hefur að undanförnu farið um landið og boðað til funda til að kynna nýja fjar- skiptaáætlun og er yfirskrift fundarferðarinnar ,,Ísland al- tengt.“ Í samtali við Bændablað- ið sagði Sturla að miðað við við- brögð og fundarsókn hvar sem hann fór væri greinilega gífur- legur áhugi fyrir þessu máli sem er ný fjarskiptaáætlun og verk- efni fjarskiptasjóðs en um hann voru sett sérstök lög á síðasta ári. Undantekningarlaust hafi verið fjölmenni á fundunum. Lokið við GSM uppbyggingu á næsta ári ,,Á þessum fundum hef ég verið að kynna fjarskiptaáætlunina og þau áform sem hún felur í sér sem er að tengja dreifbýlið. Þar verður um að ræða háhraðatölvutengingu um allt land og sömuleiðis GSM síma uppbygging þjóðveganna og fjölmennustu ferðamannastaða. Einnig verður um að ræða staf- rænar gervihnattasendingar til sjó- farenda og mesta dreifbýlisins. Á þessu hefur fólk út um land brenn- andi áhuga sem hefur komið skýrt fram á þessum fund- um,“ sagði Sturla. Hann sagði að þessi fjar- sk ip taáæt lun hefði nú þegar tekið gildi og nær fram til ársins 2010. Sturla sagði að gert væri ráð fyrir því að á næsta ári verði lokið við uppbyggingu á GSM símasambandi á þjóðvegunum og ferðamannastöðunum. Síðan verði bara unnið jafnt og þétt við það sem eftir er þar til búið verður að koma öllum í tengingu. Íslendingar verði í fremstu röð Í ræðu sem Sturla flutti um þetta mál á Alþingi í haust er leið sagði hann m.a. ,,Í fjarskiptaáætlun sem Alþingi samþykkti samkvæmt til- lögu minni 11. maí sl. er sett fram svohljóðandi stefna í fjarskipta- málum: Íslendingar verði í fremstu röð þjóða með hagkvæma, örugga, aðgengilega og framsækna fjar- skiptaþjónustu. Í samræmi við þessa stefnu eru sett markmið varðandi ýmsa þætti fjarskipta- þjónustu, þar með talið um há- hraðatengingar. Áætlunin gerir ráð fyrir að mörg af þeim markmiðum sem þar eru sett fram náist að veru- legu leyti á markaðsforsendum án sérstakra aðgerða af hálfu stjórn- valda. Þar sem markaðurinn leysir ekki þessi mál eða býður upp á viðunandi þjónustu er við það mið- að að stjórnvöld geti komið að málinu.“ Mikill áhugi á landsbyggðinni á nýrri fjarskiptaáætlun Meiri rapsolía á dísilvélar í Svíþjóð Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu um að auka hlut lífdíselolíu, sem unnin er úr rapsfræi, í dísilolíu á markaði úr 2% í 5%. Þess er vænst að með þessum aðgerðum verði markaður fyrir 200 milljón lítra af lífdíselolíu eða 200 þúsund rúmmetra, en heilda- rnotkun á dísilolíu í Svíþjóð nem- ur um fjórum milljón rúmmetrum á ári. Þessi aukning á notkun raps- olíu sem eldsneyti á vélar er veruleg búbót fyrir sænskan landbúnað. Gott málþing um framtíð garðyrkjumenntunar Nemendur garðyrkjubrauta Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi stóðu nýlega fyrir málþingi um „Framtíð garðyrkjumenntunar á Íslandi“ í húsakynnum skólans. Þingið þótti takast mjög vel en um 80 manns sóttu það, allt fagfólk úr „græna geiranum“. Mönnum var tíðrætt um upp- byggingu á Reykjum og töluðu um mikilvægi starfsmenntanáms í garðyrkju. Náminu þyrfti að tryggja áframhaldandi veru á Reykjum með tilheyrandi upp- bygginu. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Hveragerði, sótti málþingið og skrifar um það á heimasíðu sinni, www.aldis.is. Þar segir hún orðrétt: „...þessi óvissa, sem ríkir um framtíð Reykja, er óþolandi. Á meðan drabbast húsnæði skólans niður og nemendur sem og starfsfólk vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Sinnuleysið um málefni einnar helstu og elstu mennta- stofnunar Suðurlands er líka með ólíkindum.“

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.