Bændablaðið - 11.04.2006, Page 6
6 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Bændablaðið
Málgagn bænda og landsbyggðar
Upplag: Sjá forsíðu
Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti.
ISSN 1025-5621
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 - Fax: 562 3058 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Aldrei er eins miklu logið eins
og fyrir kosningar, í stríði og
eftir veiðiferð.
Gullkornið
Ný bók eftir Andra Snæ Magnason,
rithöfund, Draumalandið, hefur vakið
óvenjumikla athygli. Stærsti salur
Borgarleikhússins fylltist þegar höf-
undur kynnti bókina, hann kom í við-
tal í þættinum Kastljósi í Sjónvarpinu,
og í Tímariti Morgunblaðsins. Þá hafa
birst greinar í blöðum þar sem tekið er
kröftuglega undir boðskap bókarinnar.
Einn aðalkjarni bókarinnar er sá að
þjóðin fórni meiri hagsmunum fyrir
minni með því að leggja óspillta nátt-
úru undir virkjanir og orkuöflun fyrir
fleiri álver og annan orkufrekan iðn-
að. Í stað langtímamarkmiða kjósum
við skammtímamarkmið aukins hag-
vaxtar hér og nú og hver álversbygg-
ingin taki við af annarri.
Þessi boðskapur Andar Snæs er tví-
þættur, annars vegar til varnar óspilltri
náttúru og hins vegar fyrir því að of
mikil áhersla sé lögð á hagvöxt. Víst
eru ýmis umhverfis- og náttúruvernd-
arsamtök hér á landi áberandi í al-
mennri umræðu og halda á lofti sjón-
armiðum umhverfisins, svo sem
Landvernd og Náttúruverndarsamtök
Íslands, en hingað til hefur lítið borið
á því að stjórnmálaflokkar hér á landi
hafi stigið fram og mælt gegn auknum
hagvexti, en í stað þess gefa umhverf-
is- og náttúruverndarmálum forgang.
Viðurkennt er að efnahagur þjóðarinn-
ar er betri en nokkru sinni en jafn-
framt er forgangsverkefni að bæta
hann enn frekar.
Á sama tíma sýna niðurstöður um-
fangsmikilla rannsókna víða um heim
að athafnir manna hafa breytt vistkerfi
jarðar til hins verra, andrúmsloftið
hlýnar, mengun vex og gróður eyðist.
Afleiðingin birtist í ótíðindum af
ýmsu tagi sem of langt er upp að telja,
aðeins minnt á fellibylinn Katrínu
sem flæddi inn í borgina New Orleans
í Bandaríkjunum á sl. vetri.
Þegar Andri Snær Magnason talar
fyrir því að vernda óspillta náttúru þá
er hann um leið að vara við lífsgæða-
kapphlaupinu sem engu eirir.
Honum sé þökk fyrir það, því að
auk þess sem hún birtir virðingarleysi
fyrir náttúruauðlindum jarðar og til-
litsleysi við komandi kynslóðir þá er
lífstíll hinna ríku þjóða heims mikil
undirrót þess ófriðar og þeirra átaka
sem eiga sér stað víða um heim. Sá
lífstíll vekur eðlilega hneykslun og
reiði margra.
Málflutningur sem þessi hefur
löngum verið kenndur við dómsdags-
predikanir. Hann hentar heldur ekki
stjórnmálamönnum sem leita endur-
kjörs á fjögurra ára fresti. Þeir þurfa
að boða góð tíðindi. Þó er þess að
minnast að Winston Churchill boðaði
bresku þjóðinni blóð, svita og tár í
upphafi síðari heimsstyrjaldar og
skráði sig á spjöld sögunnar. Að þessu
sinni er meira ráðrúm en það verður
líka að nota. Nærtækast er að hinir
ríku dragi af eigin hvötum úr neyslu
sinni og hinir fátæku dragi úr vænt-
ingum sínum um að ná hinum ríku í
efnalegu tilliti.
Góðar viðtökur bókar Andra Snæs
Magnasonar, Draumalandsins, vekja
hins vegar þá spurningu hvort þær séu
til marks um það að aukin efnaleg
velgengni hafi ekki sama forgang og
áður og hvort aðdáendur bókarinnar
séu reiðubúnir að fylgja þeirri skoðun
eftir og sjá samhengi hennar og
neysluhyggjunnar.
M.E.
Leiðarinn
Smátt
og
stórt
Umhverfisvernd og neysluhyggja Eiga Ísland og Noregur að ganga íeina sæng?Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjár-
bænda flutti Daði Már Kristófersson
hagfræðingur Bændasamtakanna er-
indi um framleiðslukostnað í sauð-
fjárrækt. Í framhaldi af erindinu
spunnust nokkrar umræður og einn
fundarmanna varpaði þeirri fyrir-
spurn til Daða hvort hann teldi að
sauðfjárræktin myndi hagnast á því
að hér á landi yrði skipt um gjald-
miðil og tekin upp evra. Ekki fer
sögum af svari Daða en Þorvaldur
Þórðarson var ekki mjög hrifinn af
evrunni. Hann taldi að beinna lægi
við að sameinast Noregi heldur en
að ganga í Evrópusambandið. Þetta
er athyglisverð hugmynd, sumir
myndu segja að með þessu væru
leiðrétt ákveðin söguleg mistök sem
gerð voru fyrr á öldum. Í raun ætti
þetta að vera tiltölulega auðvelt í
framkvæmd því það hlýtur að vera
nóg að endurvekja nokkra gamla
samninga og sáttmála sem giltu um
samskipti landanna öldum saman.
Svo er íslenska ríkisstjórnin komin
vel á veg með að laga sig að þessari
hugmynd, það þarf ekki að fjölga
Norðmönnum mikið á ráðherrastól-
um svo þessi gamla herraþjóð okkar
verði komin í meirihluta við ríkis-
stjórnarborðið. Þá er bara eftir að
breyta uppröðuninni á fánalitunum
og skipta dönskunni út fyrir norsku í
skólakerfinu. En, bíðum við, hvaða
gjaldmiðil ættum við að nota í þessu
sameinaða stórveldi Norður-Atl-
antshafsins?
Bændur óskast í grunnskóla!
Hvað gerist þegar bændur og grunn-
skólar ganga að samningaborði? Er
verið á höttunum eftir vinnuafli í
sveitirnar? Vantar kannski lífsreynd-
an bónda til kennslustarfa? Hið síð-
ara fer nokkuð nærri lagi því skóla-
verkefnið Dagur með bónda gengur
út á að senda starfandi bændur í 7.
bekki grunnskólanna til að leiða
krakkana og kennara þeirra í allan
sannleik um lífið í sveitinni. Í
blaðinu í dag er auglýst eftir
bændum. Hver veit nema þetta henti
þér?
Varnarmálin ekki vandamál...
Í síðustu viku, segir á fréttavefnum
visir.is, gáfu Bandaríkjamenn Ís-
lendingum fjölda bóka um varnar-
mál. Sendiherra Bandaríkjanna von-
ar að bækurnar hjálpi Íslendingum
að byggja upp sérþekkingu á varn-
armálum sem utanríkisráðherra hef-
ur sagt skorta hér á landi.
Smátt og stór hefur komist að
þeirri niðurstöðu Varnamál Íslend-
inga séu ekki lengur vandamál. Ef
einhver gerir árás á landið munu
starfsmenn Gæslunnar og utanríkis-
ráðuneytisins arka upp í bókasafn
og lesa sér til um næstu skref.
Tasmanía auglýsir eftir bændum
Bændum á eynni Tasmaníu sunnan
við Ástralíu hefur fækkað og
jafnframt hefur mjólkurframleiðsla
þar dregist saman. Til að bæta úr því
hefur mjólkuriðnaðurinn á
Tasmaníu gripið til þess ráðs að
auglýsa eftir bændum og fjárfestum
í Evrópu.
Hingað til hefur einkum verið
leitað til Nýja-Sjálands í þessu
skyni, en nú er talið vænlegra að
leita lengra til.
Að sögn formanns Samtaka
mjólkuriðnaðarins á Tasmaníu,
Basil Doonan, er brýnt fyrir þá að fá
bæði fólk og fjárfesta til að bæta úr
mjólkurskorti og styrkja atvinnulíf á
Tasmaníu.
Skemmtilegur tími er framundan,
það er komið að því að sá og skipu-
leggja ræktunina í sumar og velja
tegundirnar sem prýða garða okkar
og svalakassa í haust. Mörg okkar
eyða ef til vill ekki miklum tíma í val
á tegundum en það er þess virði að
gera það. Til er einstakt úrval af jurt-
um til ræktunar sem eiga sér langa
sögu sem slíkar og þær getur þú
ræktað í þínum eigin garði - hafðu
bara samband við okkur í Norræna
Genabankanum.
Hinn einstaki arfur
nytjajurta á Norðurlöndum
Fræ af norrænum skraut- og nytja-
jurtum er sett í frysti í Svíþjóð, nánar
tiltekið í Alnarp. Fræið er pakkað og
merkt og því komið fyrir í venjuleg-
um frysti. Í frystiklefum Norræna
Genabankans eru geymd meira en 30
þúsund mismunandi fræsöfn. Þarna
er fræ af meira en 237 tegundum
norrænna skraut- og nytjajurta, allt
frá algengum nytjajurtum í búskap,
svo sem byggi og vallarfoxgrasi, í
matjurtir, svo sem ertur og hvítkál,
sem geymdar eru til framtíðarinnar.
Að auki eru einnig til öryggisbirgðir
á Svalbarða.
Norræni Genabankinn er sameig-
inlegur genabanki fyrir öll Norður-
lönd. Það er ekki unnt að geyma allar
tegundir plantna sem fræ og þeim er
þá fjölgað á kynlausan hátt, þ.e. með
sk. klónum, og þau geymd í eigin
klónasafni, sem er að finna á öllum
Norðurlöndunum. Það eru reyndar til
mörg klónasöfn sem gegna sérhæfð-
um hlutverkum, svo sem að geyma
tegundir ávaxta og berjaplantna,
grænmeti og kryddjurtir eða rósir.
Þegar erfðaauðlindir jurta glatast
er ekki unnt að endurskapa þær. Sú
vinna, sem margir sjálfboðaliðar
leggja fram, með því að færa safninu
nýjar tegundir, er því mikilvæg varð-
andi það að varðveita erfðamengi
allra jurta sem ræktaðar eru. Í fram-
haldi af því getur það skipt máli fyrir
matvælaöryggi þjóða heims með því
að tryggja erfðafjölbreytni. Eigi að
vera unnt að tryggja það að þessar
auðlindir nýtist er mikilvægt að
þekkja eiginleika nytjajurtanna. Sem
dæmi um eiginleika má nefna vöxt,
bragð og fitumagn til að nefna eitt-
hvað. Til þess að vita hvaða jurtir
hafa hvern eiginleika er nauðsynlegt
að stunda rannsóknir með þarfir
framtíðarinnar í huga. Við trúum því
að venjulegar nytjajurtir muni gegna
miklu meira hlutverki í framtíðinni í
því að tryggja matvælaöryggi en þær
gera núna. Það getur m.a. gerst með
því að kynbættar nytjajurtir fái aftur
eiginleika óræktaðra stofna, þar sem
eiginleikar hinna síðarnefndu hafi
meira gildi en eiginleikar þeirra
stofna sem nú eru í ræktun.
Mörg áhugaverð verkefni.
Af áhugaverðum verkefnum, sem nú
er unnið að, má nefna söfnun á gras-
tegundum og lækningajurtum á
Grænlandi. Tilgangurinn er sá að
tryggja notkun á þessum verðmæt-
um, ásamt því að dreifa þessum jurt-
um um allt norðurskautssvæðið.
Verkefnið er liður í því starfi að varð-
veita núverandi menningarsamfélag
á þessum slóðum og hefðbundna
lífshætti fyrir fólk og fénað.
Í náinni framtíð mun fara fram líf-
kennarannsókn á ertusafni Norræna
Genabankans. Gerðar verða DNA
rannsóknir á safninu en mikilvægt er
fyrir Genabankann að taka í notkun
þessa nýju tækni til að kortleggja á
enn öruggari hátt en hingað til þá eig-
inleika sem þar er að finna. Að auki
er einnig ætlunin að skrá sögu nor-
rænna ertutegunda og notkunarsvið
þeirra. Okkur langar til að safna góð-
um sögum af þeim, þannig að við
þiggjum með þökkum aðstoð fólks.
Piparrót er norræn jurt, sem ekki
mjög margir þekkja, en á næstunni
verður meiri áhersla lögð á að varð-
veita hana á rannsóknar-stofum okk-
ar (in vitro), til að tryggja varðveislu
hennar betur en hingað til. Norræna
piparrótin er með allt annað bragð en
piparrót annars staðar í heiminum og
er m.a. með mildara bragði. Þetta er
verkefni sem við ætlum að sinna
meira í náinni framtíð.
Liv Lønne Dille, fræðslufulltrúi,
og Bent Skovmand, forstöðum.,
Norræna genabankanum
Norrænar skraut- og nytjajurtir - fjölbreytni lita, lögunar og bragðs