Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Að undanförnu hafa hjónin í Holtsseli í Eyjafjarðarsveit farið mikinn í fjölmiðlum landsins við kynningu á nýrri afurð sinni, rjómaís. Í leiðinni hafa þau lýst þrautagöngu sinni um refilstigu stofnana, embættismanna og reglugerðafargans. Mér er kunn- ugt um að Guðmundur í Holtsseli var í eina tíð embættismaður í sinni sveit og þótti þá fara stíft eftir reglugerð, þannig að honum ætti ekki að koma á óvart þó aðr- ir þurfi að gera það. Yfirdýralæknir varð fyrir að- kasti og aðdróttunum Holtssels- bænda, sem hann þurfti að svara m.a. í Bændablaðinu, 6. tölu- blaði. Í því sama blaði er svo myndskreytt grein um Rjómaís- bændur í Eyjafirði, að mér skilst byggð á viðtali við Guðmund bónda í Holtsseli. Þar er nú ekki lengur minnst á embættisverk yf- irdýralæknis, en þess í stað og að því er virðist af annarlegum hvötum veittst að embætti mínu, Héraðsdýralækni Eyjafjarðar og Skagafjarðar, og mér ekki gefinn kostur á að gera athugasemdir við það í því blaði. Fyrir hvað? Jú fyrir að hafa nú „loksins“ veitt starfsleyfi fyrir ís- gerð í Holtsseli !!, eða eins og segir orðrétt í greininni. „ Rjómaísgerðin í Holtsseli hefur nú loksins fengið starfs- leyfi frá Héraðsdýralækni Norð- urlands eystra eftir töluverðar stimpingar um margra mánaða skeið. Gert er ráð fyrir að sú leyf- isveiting muni þó færast yfir til heilbrigðisnefndar á komandi vikum.“ Í fyrsta lagi er Héraðsdýralækn- ir Norðurlands eystra ekki til, en trúlega er átt við mitt embætti. Í öðru lagi, þá gaf ég út við- komandi starfsleyfi örfáum klukkutímum eftir að mér barst út- tektarskýrsla framkvæmdastjóra HNE um ísgerðina Í þriðja lagi, fullyrðingar um að þessi leyfisveiting færist til heil- brigðisnefndar á næstu vikum, er á ábyrgð greinarhöfundar, og valda mér engum harmi. Mér eða mínu embætti hefur aldrei borist nokkurt erindi frá Holtsseli um þessa ísgerð, hvorki um eftirlit, leyfisveitingu eða ann- að. Ég hef hins vegar verið í ágætu sambandi við framkvæmdastjóra HNE, Valdimar Brinjólfsson, og hef fengið upplýsingar frá honum um framvindu mála í Holtsseli. Höfum við verið sammála um eft- irlitsþátt og leyfisveitingar fyrir ís- gerðina, þó það hafi ekki verið samþykkt á „æðri stöðum“. Send- um við m.a. sameiginlega umsögn til Byggingafulltrúa Eyjafjarðar þann 9.12.2005 vegna teikninga af ísgerðinni, sem þá voru loks til- búnar, en það er um 8 mánuðum eftir að bændur sóttu um starfsleyfi fyrir ísgerðina til HNE. Mér finnst nokkuð ljóst, að ekki er hægt að veita fullnaðar starfs- leyfi fyrir fullunna matvöru fyrr en allar forsendur til vinnslunnar liggja fyrir, bæði í tækjabúnaði og allri annarri umgjörð. Þó að ekki hafi verið veitt skrif- leg svör um eðli málsins hef ég orð Valdimars Brynjólfssonar fyrir því að Holtsselsbændur hafa fengið allar upplýsingar um gang mála hjá honum símleiðis eða í öðrum samtölum. Það sem fyrst og fremst var álitamál í þessu sambandi var hvort gerilsneyðing mjólkur væri heimil utan mjólkursamlags og ef svo væri, hvort væntanleg vél stæðist kröfur um gerilsneyðinga- búnað. Með starfsleyfinu er þessi heimild veitt og vélin viðurkennd. Valdimar getur svo vafalaust stað- fest, ef leitað er eftir, að ég var á engan hátt andsnúinn þessari ís- gerð og reyndi ekki að tefja fram- kvæmd hennar. Það er því rakalaut þvættingur, sem fram kemur í tilvitnaðri Bændablaðsgrein um margra mán- aða stimpingar til að fá starfsleyfi. Séu þau Holtssels hjón móð eftir stimpingar, þá hygg ég, að þær stimpingar hafi að mestu farið fram á hlöðuloftinu við að útbúa fullnægjandi aðstöðu fyrir ísgerð- ina, svo hægt væri að gefa út starfsleyfi. Það er svo von mín, að þessi nýja afurð Holtsselsbænda, „Bú- konuís fyrir betri veitingahús“ bragðist betur en tilgangslítið tuð um ímyndaða óvini í formi emb- ættismanna, sem mætti mín vegna fara fram við eldhúsborðið, en á lítið erindi í fjölmiðla. Í umræddri Bændablaðsgrein talar blaðamaður af fjálgleik um hin ýmsu bragðbætandi efni fyrir ísinn, sem falboðinn er, og minnist m.a á „ekta romm“ en flaska af þeim eðal drykk stóð þar á hillu með öðrum bragðefnum. Er vínveitingaleyfi á staðnum? Akureyri, 30.03.2006. Aðalfundur Félags sauðfjár- bænda í Skagafirði var haldinn fyrir skömmu. Þá voru sam- kvæmt venju afhentar viður- kenningar fyrir úrvalshrúta á síðasta ári. Viðurkenningarnar eru fallegir gripir úr tré, hagan- lega útskornir hrútar á stalli og er þarna um farandgripi að ræða. Í flokki kynbótahrúta, stóð efstur Soldán Gísla Péturs- sonar í Álftagerði. Soldán er undan Leka frá Sveinungsvík og er hann er hæstur af Skag- firskum hrútum í kynbótamat- inu og lofar mjög góðu fyrir dætur. Í þessum flokki eru að- eins skoðaðir hrútar sem skil- uðu afkvæmum á síðasta ári og eiga upplýsingar um dætur. Elvar Einarsson og Fjóla Vikt- orsdóttir á Syðra-Skörðugili hlutu verðlaun fyrir besta veturgamla- hrútinn, Hækil. Hann er heimaal- inn þar sonur Frosta frá Hesti. Valið byggist á einstaklingsdóm (40%) og á afkvæmadómi (60%). Hækill var árið 2004 hæstdæmdi lambhrútur héraðsins. Þá fengu Elvar og Fjóla einnig verðlaun fyrir hæst dæmda lamb- hrútinn sem er Pyttur. Hann er sonarsonur Hyls frá Hesti. Pyttur hlaut 86,5 stig og var jafnframt með þykkasta bakvöðva allra lamba í Skagafirði haustið 2005, 38 mm. Á aðalfundinum var Smári Borgarsson endurkjörinn formað- ur félagsins, en Atli Traustason bóndi á Syðri-Hofdölum kom nýr í stjórn í stað Jónínu Stefánsdóttur sem hafði lokið kjörtíma sínum. Aðrir í stjórn eru nú Björn Ófeigsson Reykjaborg, Elvar Ein- arsson Syðra-Skörðugili og Hall- dóra Björnsdóttir Ketu. Gestur á aðalfundinum var Sigurður Jó- hannesson formaður Landsambands sláturleyfishafa og framkvæmdastjóri Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. /ÖÞ. Á myndinni eru Gísli Pétursson bóndi í Álftagerði (t.v.) og Elvar Einarsson með viðurkenningarnar. /Bændablaðið Gunnar Rögnvaldsson. Þrautarganga Holtsselsbænda Ármann Gunnarsson, héraðsdýralæknir Úrvalshrútar verðlaunaðir Kúabursti Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888 Á undanförnum árum hefur farið fram nokkur umræðu meðal sauðfjárbænda um tilfelli þar sem unglambadauði veldur umtalsverðu tjóni án þess að or- sakir séu ljósar. Að ósk Lands- samtaka sauðfjárbænda og fagráðs í sauðfjárrækt hafa Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) og Bændasamtök Ís- lands í sameiningu skipulagt rannsóknaverkefni þar sem markmiðið er að greina orsakir óeðlilegra vanhalda á unglömb- um með sérstakri áherslu á dauðfædd lömb. Rannsóknin var kynnt á nýaf- stöðnum aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda. Hjalti Viðarsson dýralæknir mun vinna að verkefn- inu fyrir hönd LBHÍ, ásamt Sig- urði Sigurðarsyni á Keldum, sem tekur þátt í verkefninu af hálfu Landbúnaðarstofnunar. Blaða- maður Bændablaðsins tók Hjalta Viðarsson tali. - Hvernig ætlið þið að standa að þessari rannsókn? „Ætlunin er að fylgjast með sauðfjárbúum þar sem unglamba- dauði kemur upp í vor, safna upp- lýsingum um aðstæður og meta orsakir vanhalda með krufningum og greiningum sýna. Við reiðum okkur á að bændur, sem verða varir við óeðlilegan fjölda dauð- fæddra lamba eða fósturlát á síð- ustu vikum meðgöngu, hafi sam- band við okkur. Við munum svo í framhaldi af því ákveða, í samráði við ábúendur, hvort aðstæður á búinu henti til að taka þátt í rann- sókninni. Ef við teljum þörf á munum við heimsækja einstök bú í lok sauðburðar. Krufningar og úrvinnsla sýna mun að mestu leyti fara fram á Keldum.“ - Hvenær óskið þið eftir að bændur byrji að hafa samband? „Við vonumst til að bændur byrji að tilkynna um óeðlileg van- höld eftir páska en söfnun sýna og krufningar fara fram á tímabilinu 24. apríl til 20. maí. Ég vil biðja þá sem ætla að hafa samband að hringja beint í mig í síma 433 5094 eða 843 5351. Einnig er hægt að hafa samband með tölvu- pósti á netfangið hjaltiv@lbhi.is“ Bændum að kostnaðarlausu - Mun einhver kostnaður falla á þá bændur sem taka þátt í rann- sókninni? „Það hefur verið sótt um styrk til verkefnisins og beinn kostnað- ur af rannsókninni fellur ekki á bændur, en vinna við pökkun og sendingu dauðfæddra lamba verð- ur þeirra framlag til verkefnisins. Tekið skal fram að verkefnið greiðir ekki fyrir krufningu og greiningu sýna sem send eru til rannsóknar án samráðs við dýra- lækni verkefnisins.“ - Hverju er hægt að búast við að rannsóknin skili? „Verkefnið mun skila nánari kortlagningu og greiningu á or- sökum unglambadauða hér á landi en nú liggur fyrir og þar með grunni að forvörnum, sem bændur geta vonandi beitt til að koma í veg fyrir slík áföll.“ - Hvar og hvenær er þess að vænta að niðurstöður verði birt- ar? „Fyrstu niðurstöður úr rann- sókninni ættu að liggja fyrir í byrjun sumars, en lokaniður- stöður verða kynntar í haust, að öllum líkindum í Frey og ef til vill í Bændablaðinu,“ sagði Hjalti Viðarsson. Rannsókn hafin á orsökum lambadauða Hjalti í fjárhúsinu á Hesti. Rétt er að ítreka að bændur eiga að hafa sam- band við Hjalta eða Sigurð áður en þeir hafast að og ekki senda frá sér sýni fyrr en þeir félagar hafa gefið grænt ljós á það.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.