Bændablaðið - 11.04.2006, Page 18

Bændablaðið - 11.04.2006, Page 18
18 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Fyrirhuguð er sauðfjárræktarferð á vegum Ferðaskrifstofu Vesturlands til Skotlands. Flogið verður út til Glasgow 26. júlí og flog- ið heim frá London 4. ágúst. Ferðin er skipulögð að frumkvæði Smalahundafélags Vesturlands. Skipulagningu annast Unn- steinn Snorri Snorrason í samstarfi við Ferðaskrifstofu Vesturlands. Meginmarkmið ferðarinnar er að fylgjast með Skosku smalahundakeppninni, sem verð- ur haldin dagana 27., 28. og 29. júlí. Að keppn- inni lokinni verður ferðast um Skosku hálönd- in í tvo daga. Heimsóttir verða ræktendur smalahunda, sauðfjárbændur, farið á sauðfjár- markað, auk þess sem náttúru og menningu Skotlands verða gerð góð skil. Frá Skotlandi er ætlunin að keyra suður til Bretlands og fara þar á sauðfjársýningu sem heitir NSA Sheep 2006. Á þessari sýningu kennir ýmissa grasa. Þar verður m.a. kynning á öllum helstu sauðfjárkynjum Bretlands, þar verða aðilar sem selja rekstrarvörur fyrir sauð- fjárbændur með kynningarbása, auk þess sem haldin verður rúningskeppni, smalahunda- keppni og girðingarkeppni svo fátt eitt sé nefnt. Ferðinni lýkur svo í London þar sem hver og einn getur fengið útrás í verslunar- og menningarsókn atferli. Endanleg dagskrá ligg- ur ekki fyrir. Kostnaður við ferðina er áætlaður 120.000 krónur. Innifalið í því verði eru flugfargjöld, flugvallarskattur, gisting á 3ja stjörnu hótelum með morgunmat og rúta allan tímann. Endan- legt kostnaðarverð ræðst síðan af þátttöku- fjölda en gert er ráð fyrir 30 manns í ferðina. Áhugasamir geta haft samband við Ferða- skrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða Unnstein Snorra Snorrason í síma 864 4093, unnsteinn@kb.is. Nú er bara að bregðast skjótt við því að ekki eru mörg sæti laus. /Fréttatilkynning Sauðfjárræktarferð til Skotlands Leitin að orsökum riðu í sauðfé hefur staðið lengi og á eflaust eft- ir að halda áfram um allnokkra hríð. Nú hefur hópur vísinda- manna skilað niðurstöðum úr rannsókn á sjö snefilefnum í ís- lensku heyi og fundið út að hey á riðubæjum sé öðruvísi en annað hey með tilliti til þéttni járns og mangans. Hins vegar var enginn merkjanlegur munur á þéttni kó- bolts, sinks, mólýbdens, kopars eða selens. Hvort þetta færir okk- ur nær lausninni á riðugátunni verður ekki ljóst nema eftir frek- ari rannsóknir sem þó eru ekki á dagskrá, í bili að minnsta kosti. Rannsóknin var unnin á árunum 2001-2004 og beindist að áður- nefndum snefilefnum. Reynt var að tengja „vöntun á þessum efnum eða ofgnótt þeirra við sjúkdóma í búfé, en einkum við uppkomu riðu í sauðfé“, eins og segir í kynningu hópsins á rannsókninni. Í hópnum voru dýralæknarnir Kristín Björg Guðmundsdóttir og Sigurður Sig- urðarson, Þorkell Jóhannesson læknir, Jakob Kristinsson dósent og Tryggvi Eiríksson fóðurfræðingur. Niðurstöðurnar hafa verið og verða birtar í samtals 11 fræðigreinum, þar á meðal viðamikilli yfirlitsgrein sem ætluð er til birtingar í Náttúru- fræðingnum síðar á þessu ári. Leitin að orsökum sauðfjárriðu Sauðfjárriða er einn af svo- nefndum príonsjúkdómum og leggst á geitur og sauðfé. Príonpró- tein finnst í miðtaugakerfi og flest- um öðrum líffærum manna og dýra en gildi þess fyrir líffærastarfsem- ina er óljóst. Við sérstakar aðstæður getur príonið breyst og orðið sjúk- legt en við það safnast próteinin saman, mest í taugavef. Þetta er ekki ósvipað því sem gerist við Alz- heimersjúkdóm og fleiri hrörnunar- sjúkdóma í miðtaugakerfinu. Príon- sjúkdómar hafa hins vegar þá sér- stöðu að þeir geta smitast milli ein- staklinga sömu tegundar og stund- um einnig milli tegunda, sbr. þegar kúariðan olli Creuzfeldt-Jakobs- sjúkdómi í mönnum á Bretlandi. Það hefur þó ekki gerst með sauð- fjárriðu, hún hefur aldrei greinst í fólki. Smitefnið sem er sjúklegt príon- prótein telja menn að geti leynst lengi í jörðu, heyi, lífrænum úr- gangi og fleiru, en sauðfjárriða virðist einungis verða til við smit- un. Þrátt fyrir mjög kostnaðarsamar aðgerðir við niðurskurð riðufjár, fjárskipti, hreinsun og sóttvarnir á bæjum þar sem riða hefur komið upp hefur ekki tekist að uppræta veikina. Oft hefur riða gosið upp aftur eftir fjárskipti þótt fé á næstu bæjum veikist ekki þrátt fyrir sam- gang. Athygli vísindamanna hefur því beinst að fóðrinu og hvort það geti verið öðruvísi á bæjum þar sem riða slær sér niður en á riðulausum bæjum. Rannsóknin á snefilefnunum sjö er liður í þessari leit að þáttum sem hafa áhrif á uppkomu riðu. Sýni voru tekin af heyi úr uppskeru ár- anna 2001-2003 og voru viðkom- andi sauðfjárbú flokkuð í þrjá flokka: Riðulausa bæi, fjárskipta- bæi (það er bæi þar sem riða hafði greinst eftir 1980 og fjárskipti höfðu átt sér stað) og loks riðubæi þar sem riða var í gangi á rannsókn- artímanum. Járngnótt og selenskortur Niðurstöðurnar eru um margt athyglisverðar. Í ljós kom að mikið er af járni í íslensku heyi og það er marktækt mest á riðubæjum. Sumsstaðar jaðrar járnmagnið við ofgnótt eða eitrun í grösum. Mang- an er nægjanlegt í íslensku heyi en það er í öfugu hlutfalli við járn þannig að minnst er af því á riðu- bæjunum. Ekki sást marktækur munur á magni annarra snefilefna eftir því hvort í hlut áttu riðubæir eða riðulausir bæir. Koparinnihald sýnanna var í góðu lagi en minna reyndist vera af hinum efnunum fjórum um allt land þó ekki virtist vera til vandræða nema hvað varð- ar selen. Þéttni þess er yfirleitt alltof lítil og einkenni um selen- skort útbreidd í íslenskum búpen- ingi þrátt fyrir almenna selengjöf. Hvetja rannsakendur til þess að sel- enskorturinn sé tekinn fastari tök- um en gert hefur verið. Hlutfall járns og mangans í plöntum er talið eðlilegt á bilinu 1,5-2,5 (það er að járn sé í 1,5-2,5 sinnum meira magni en mangan). Rannsóknin leiddi í ljós að hlutfall- ið var að meðaltali 1,1-1,5 í heyi frá riðulausum bæjum, 1,7 í heyi frá fjárskiptabæjum en 2,7 á riðu- bæjum. Vísindamennirnir draga þá ályktun að þéttni járns og mangans kunni að varpa ljósi á hvers vegna riða kemur upp einu sinni eða oftar á sumum bæjum en ekki á öðrum þótt í sömu sveit séu. Þetta þurfi að rannsaka betur. Spurningin er hvort og hvenær það verður gert en hópurinn sem að þessari rannsókn stóð sótti um styrk frá Framleiðnisjóði landbún- aðarins til þess að gera framhalds- rannsókn. Þeirri umsókn var hafn- að eftir að neikvæð umsögn barst frá fagráði sauðfjárræktar. Mun ástæða synjunarinnar hafa verið sú að mönnum þótti rannsóknaráætl- unin ekki líkleg til þess að varpa því ljósi á álitamálin sem henni var ætlað að gera. Getur ofgnótt járns átt þátt í að riðuveiki komi fram? Rannsókn á snefilefnum í íslensku heyi sýnir ójafnvægi í samspili járns og mangans á riðubæjum Dagana 22. og 23. mars sl. var haldinn í Genf í Sviss fundur sam- taka bænda víðs vegar úr heimin- um. Á fundinum voru fulltrúa bændasamtaka í Japan, S-Kóreu, Sviss, Noregi, Íslandi, ESB (COPA og COCEGA) Kanada (samtök kúabænda, og fleiri bú- greina sem lúta framleiðslustjórn), Indónesíu, Sri Lanka, fimm landa í Austur-Afríku (Kenya, Tanzaníu, Uganda Ruwanda og Kongó) og 10 landa í V-Afríku, samtals 51 land. Þessi bændasamtök (sem í sum- um þessara landa ná ekki til allra bænda í viðkomandi landi) undir- rituðu í Hong Kong, ásamt fleir- um, þ.á.m. National Farmers Uni- on í Bandaríkjunum Bændasam- tökum Nicaragúa, sameiginlega yfirlýsingu þar sem þungum áhyggjum er lýst yfir stöðu við- ræðna um landbúnaðarsamning WTO. Minnt er á að aðeins 10% af búvörum eru í viðskiptum á heims- markaði og að aukið frjálsræði í viðskiptum með búvörur muni fyrst og fremst gagnast stórbúum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Miklum áhyggjum er lýst af áhrif- um nýs samnings á fjölskyldubú í þeim löndum sem um ræðir. Að öðru leyti er að finna mikinn sam- hljóm með yfirlýsingunni og álykt- un búnaðarþings um þessi mál, og má finna hana í heild sinni (á ensku) á heimasíðu BÍ, www.bondi.is. Fundarmenn áttu fundi með Pascal Lamy framkvæmdastjóra WTO, Crawford Falconer, fram- kvæmdastjóra landbúnaðarvið- ræðnanna og sendiherrum margra þeirra ríkja sem áttu fulltrúa á fund- inum. Þar var áðurnefnd yfirlýsing kynnt og fulltrúar allra landa kynntu sín sjónarmið og spurðu spurninga um gang viðræðnanna. Lokadagur yfirstandandi áfanga viðræðnanna er 30. apríl en þá er stefnt að því að ná saman um samningsmarkmið sem ekki tókst í Hong Kong í des- ember sl. Athyglisvert er hve breiður hópur samtaka bænda hefur nú náð saman um sameiginlega afstöðu til landbúnaðarhluta WTO viðræðn- anna. Þar er bæði að finna fátæk- ustu bændur heims sem hafa allt niður í örfáar krónur á dag til að framfleyta sér og sínum sem og bændur í flestum ríkustu löndum heims. Sameiginlegt viðhorf þeirra er að verði niðurstaða viðræðn- anna í þá veru sem ýtrustu kröfur útflutningsríkja fara fram á, sé fjölskyldubúum, fátækum sem rík- um, verulega ógnað og þar með af- komu fjölda fólks. Fundur bænda með sameiginlega hagsmuni Greinarhöfundur ræðir málin á fundinum. Þess má geta að Erna er þarna í lopapeysu sem Aðalheiður Bjarnadóttir, fyrrum húsfreyja á Ytri-Kóngsbakka prjónaði. Íslensku sauðalitirnir vöktu mikla athygli. Vinstra megin við Ernu situr fulltrúi frá Kenya sem jafnframt kom fram fyrir hönd nokkurra ríkja ík Austur-Afríku. Til vinstri er svo fulltrúi bænda á Sri Lanka. Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri á félagssviði BÍ eb@bondi.is HESTAGERÐI Smíða og set upp vönduð og varanleg hestagerði. Upplýsingar í síma: 893-7316 FJÓLMUNDUR EHF.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.