Bændablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 26
26 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Ferðaþjónustan Breiðuvík við
Látrabjarg og Ferðaþjónustan í
Hænuvík voru með bás á sýn-
ingunni Ferðatorg 2006, sem
haldin var í Fífunni í Kópavogi
fyrir skömmu. Þegar Bænda-
blaðið kom í heimsókn í básinn
voru þar fyrir Breiðuvíkurhjón-
in Birna Mjöll Atladóttir og
Keran Stueland Ólason. Þar var
líka dóttir þeirra Maggý Hjör-
dís. Þess má geta að Birna Mjöll
og Keran hófu rekstur ferða-
þjónustunnar í Breiðuvík árið
1999. Uppgangurinn er mikill en
á síðasta ári bættu þau við 12
hótelherbergjum og snyrtiað-
staðan á tjaldstæðinu var tekin í
gegn. Á liðnu ári voru gistinæt-
ur í hótelinu um 3000 talsins og
svipaða sögu má segja um tjald-
stæðið.
En hvernig gengur að vera með
bás á Ferðatorgi 2006? Keran
sagði að margir hefðu heimsótt
básinn og spurt um ferðamögu-
leika á Vestfjörðum. „Við erum
hér fyrst og fremst að minna fólk á
Látrabjarg,“ sagði Keran og gat
þess að í Breiðuvík væri hægt að
taka á móti 64 gestum; 34 í upp-
búnum rúmum og 30 gætu sofið í
svefnpokum. Tjaldstæðið er rétt
við hótelið.
Þar sem við stóðum við Breiða-
víkurbásinn sagði Keran að ferða-
þjónustan á Vestfjörðum hefði haft
mikið gagn af námskeiðinu Hag-
vöxtur á heimaslóð sem Útflutn-
ingsráð efndi til í vetur. Nám-
skeiðið var eina helgi í Bjarnafirði
á Ströndum, aðra í Breiðuvík og
þá þriðju á Ísafirði. Keran sagði að
námskeiðið hefði skipt miklu fyrir
samstarf norður og suður Vest-
fjarða. Þarna hefðu aðilar fundið
betur en nokkru sinni fyrr að
Látrabjarg væri segull fyrir norð-
ursvæðið á sama hátt og ferða-
þjónusta á suðurhluta Vestfjarða
nyti Strandanna. Aukin samvinna
svæðanna gæti skipt miklu máli
fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Ferðaþjónusta á Vest-
fjörðum í uppgangi
Birna Mjöll Atladóttir , Maggý Hjördís og Keran Stueland Ólason.
FRAMLEIÐNISJÓÐUR
LANDBÚNAÐARINS
AUGLÝSIR NÁMSSTYRKI:
Framleiðnisjóður landbúnaðarins vill efla sókn fagfólks á
sviði landbúnaðar til endurmenntunar og öflunar nýrrar
þekkingar.
Á árinu 2006 verða boðnir þrenns konar styrkir í þessu
skyni:
1. Til starfsmanna við kennslu-, leiðbeininga- og
rannsóknastofnanir landbúnaðarins, sem þar hafa
unnið a.m.k. 5 ár: Veittir verða 1-2 styrkir, að upphæð
allt að 1.000 þús.kr. hver, enda sé þá um a.m.k. sex
mánaða dvöl við erlendar fræðslustofnanir að ræða.
Upphæð skerðist sé um styttri námsdvöl að ræða.
Lágmarksdvöl er þrír mánuðir.
2. Til framhaldsnáms að loknu háskólanámi til grunngráðu
(BS, BA): Veittir verða 4-6 styrkir, að upphæð allt að
500 þús. kr. hver til náms í landbúnaðarfræðum eða
öðrum þeim fræðum sem nýtast beint til
atvinnuuppbyggingar í sveitum. Námið skal miða að
framhaldsáfanga (MS, MA, PhD).
3. Til umfangsmeiri endurmenntunar starfandi bænda: Í
boði verða 10 styrkir, að upphæð 50 - 150 þús. kr. hver
eftir umfangi náms, enda sé um að ræða a.m.k. 10
námseiningar (námsvikur). Forgangs njóta þeir er hafa
landbúnað sem aðalatvinnu og hyggjast nýta námið til
þess að byggja upp eða efla atvinnu á bújörðum
sínum.
Umsóknarfrestur um námsstyrkina er til 15. maí nk.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri,
311 Borgarnes, sími 430-4300 og á heimasíðu sjóðsins
www.fl.is
%
af völdum girðingav
örum helgina 6-7 m
aí!
Girðingahelgi í BYKO Selfoss i 6-7 maí!