Bændablaðið - 11.04.2006, Síða 29

Bændablaðið - 11.04.2006, Síða 29
29Þriðjudagur 11. apríl 2006 amlega. Í gegnum námið og sam- skipti öll í skólanum þarf nemand- inn að öðlast trú á eigin verðleika, eignast sterka sjálfsmynd. Þessar forsendur þurfum við að skapa í skólastafinu. Ég er þeirrar skoðunar að mörg af þeim erfiðu agavandamálum sem við skólafólk erum að glíma við sé til komið vegna þess að nemendur eru að vinna með eitthvað sem alls ekki vekur áhuga þeirra og verkefnin einhæf og fjölbreytni vantar í að- ferðirnar. Hverjum nemanda þarf að gera kleift að nýta hæfileika sína á hvaða sviði sem það er. Vinna að starfsmannastefnu er einnig áhugamál, faglegir kennarar og annað gott starfsfólk sem líður vel í starfi er auður hvers skóla.“ Heilbrigði, hreyfing og hollusta Ég þykist vita að þið séuð órög að reyna nýjar leiðir. Nemendur fara til dæmis í útinám. Viltu segja okkur aðeins frá þessum málum? „Ég vil nefna tvö verkefni sem við teljum til nýbreytniverkefna okkar. Það fyrra er HHH verkefn- ið. Haustið 2004 fórum við af stað með átaksverkefni, sem nefnt er HHH-verkefnið. Háin þrjú standa fyrir HEILBRIGÐI HREYFING HOLLUSTA. Markmið verkefnis- ins er að auka útivist nemenda og hreyfingu ásamt því að taka á holl- ustuháttum með því að gera sér- stakt átak í notkun hollra og ferskra hráefna í kennslueldhúsi og mötuneyti. Í stýrihópi verkefnisins sitja auk aðstoðarskólastjóra, kokkurinn okkar, heimilisfræði- kennarinn og íþróttakennarinn. Í tengslum við verkefnið eru gerðar kannanir, einnig meðal foreldra um þeirra mat á útivist og mata- ræði barna á heimilunum. Í nokkur ár hefur hluti skóla- starfsins verið utanhúss. Nemend- ur 1.-4. bekkjar eru fimm tíma á viku í námi utan dyra í útiskóla. Í útiskólanum er unnið markvisst með samkvæmt námskrá en um- hverfið notað til hins ítrasta, skóg- ræktargirðingin ofan við skólann, Hörgáin á hina höndina. Gamalt þvottahús hefur fengið hlutverk rannsóknarstofu þar sem menn geta komist í víðsjár og smásjár og safnað lífverum sem þau finna. Útiskólinn er á miðvikudögum í vetur, fyrir hádegi og síðan eftir matinn eru skráðar dagbækur. Í útiskólann fara börnin í öllum veðrum og þau læra að búa sig og hegða sér í samræmi við það. Framundan er að safna í verkefna- möppu útiskólaverkefnum og halda ótrauð áfram. „ Skólinn þarf að hafa skýr markmið og leiðir Í nútímarekstri er gjarnan talað um stefnumótun og án efa er hægt að heimfæra þessa „rekstrarhugsun“ yfir í skólastarf. Hvernig er t.d. samvinnu kennara skólans háttað varðandi stefnumótun skólans? Aðferðir nútímastjórnsýslu eiga við í skólum eins og í öðrum stofn- unum. Dreifstýring og lýðræðisleg vinnubrögð láta mér best. Við skólann starfar aðstoðarskólastjóri og stigstjórar yfir eldra og yngra stigi skólans, sem taka stjórnunar- lega ábyrgð á ýmsum þáttum. Þar að auki er kjörið kennararáð. Það er mikilvægt að í dreifsstýrðu kerfi að hlutverk séu vel skipulögð þannig að starfið verði skilvirkt. Öllum skólum er gert að vinna skólanámskrá sem byggir á aðal- námskrá grunnskóla. Í gegnum þá vinnu er stefnumótun skólans unn- in og þátttakendur eru allir starfs- menn skóla og að henni koma einnig foreldrar með sínum hætti. Skólinn þarf að hafa skýr markmið og leiðir og einnig viðmið þegar kemur að mati á því hvernig okkur miðar. Það er gjarnan talað um skóla sem lærir, þ.e.a.s. skóli sem sífellt reynir að þróa sitt starf í átt að settum markmiðum. Þessari vinnu lýkur því aldrei skólastarfið er í stöðugri endurskoðun.“ Nú eru nemendur mismunandi en hvernig gegnur að taka mið af námsþörfum allra nemenda? „Í hinum vestræna heimi ríkir sú stefna að reka einn skóla fyrir alla, fatlaða og ófatlaða og þannig er a sjálfsögðu unnið hér hjá okk- ur. Hjá okkur starfar iðjuþjálfi og sérkennari sem ásamt hinum al- menna kennara þróa námsum- hverfi og viðfangsefni sem eru við hæfi hvers og eins. Það er ánægju- legt að sjá þegar vel tekst til með blöndun fatlaðra og ófatlaðra og öll blómin blómstra. Nemendur eru almennt talað mjög ólíkur hópur með mismun- andi styrkleika og veikleika og mismunandi áhugamál. Við tölum ekki um að nemandi hafi vandamál heldur er vandinn skólans að finna réttu leiðirnar. Þetta viðfangsefni er einn af áhersluþáttum í skóla- starfinu sem við erum að byrja á. Margir tala nú um að stefna að ein- staklingsmiðuðu námi en ég kýs að kalla það að auka fjölbreytni kennsluhátta. Að skapa þannig vinnumhverfi að allir finni sig og nýti sína hæfileika“ Félagslífið er mikilvægur þáttur í skólastarfi Aðeins um félagslíf nemenda. Hvernig er því háttað í skólanum? Hvaða máli skiptir félagslíf nem- enda í skólum? „Við reynum að halda uppi eins öflugu félagslífi og okkur er unnt og teljum það mjög mikilvægan þátt í skólastarfi. Heimanakstur setur okkur vissar skorður og nem- endurnir búa strjált, þannig að ekki er t.d. rekin hér félagsmiðstöð. En reglubundnir viðburðir eru innan skólans, böll og opið hús, einnig hefur presturinn okkar hún sr. Sól- veig Lára umræðukvöld hjá okkur með hópi unglinga sem þau eru dugleg að sækja og eru afar gagn- leg. Eins og áður er nefnt er sam- skólastarfið okkar ríkur þáttur í fé- lagsstarfi nemenda. Við höfum sett fram stefnu hvað þetta starf varðar og leggjum áherslu á nemendalýðræði.“ Samstarf við foreldra Samvinna skóla og foreldra hlýtur að skipta máli. Hvernig er þeim málum háttað í Þelamerkur- skóla. Er t.d. virkt foreldrastarf í skólanum? „Eins og ég hef áður nefnt er hlutur foreldra að aukast í skóla- starfinu og það er vel. Náin sam- vinna þarf að vera t.d. milli heimil- is og umsjónarkennara um velferð hvers barns í skólanum. Einnig hafa foreldrar hlutverki að gegna við þróun skólastarfsins. Það reyn- um lögin að tryggja með því að foreldraráð fær til umfjöllunar all- ar áætlanir og gefur umsögn til skólans og skólanefndar. Við reyn- um að hafa upplýsingaflæði til heimilanna sem allra mest. Gefum út upplýsingabækling að hausti og sendum heim mánaðarlegt yfirlit yfir viðburði auk þess sem við gef- um út fréttabréf. Heimasíða skólans er í vinnslu en brátt líður að því að hún verði aðgengilegur upplýsingamiðill fyr- ir heimilin.“ Framtíðin björt Að lokum, Anna Lilja, nokkur orð um framtíð skólans. „Við vonum að hún sé björt. Í okkar áætlunum erum við að reyna að horfa fimm til tíu ár fram í tím- ann, en það er vissulega erfitt. Það liggur ekki í augum uppi hvað ger- ist með sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði, en Þelamerkurskóli hef- ur tel ég tryggan tilverugrundvöll hvernig sem þau mál þróast. Skól- inn hefur stöðugt kennaralið og menntaða og færa kennara og hér hafa t.d. verið byggð upp íþrótta- mannvirki af miklum myndarbrag sem eru skólastarfinu hér ómetan- leg. Það er sífellt meiri ásókn í byggingalóðir í sveitarfélögunum sem reka skólann, þannig að von- andi stækkar skólinn og eflist með árunum.“ Lýsuhólsskóli er fámennur sveitaskóli á sunnanverðu Snæ- fellsnesi eða öllu heldur deild frá stærri skóla en seinasta vor var skólinn lagður niður sem sjálfstæð stofnun og er nú rekinn sem deild frá Grunnskóla Snæfellsbæjar með yfirstjórn í Ólafsvík. Deildarstjóri stýrir daglegu skólahaldi en í skól- anum er nú 1.-10. bekk kennt í þrem deildum eða námshópum. Til skólans hafa ráðist réttindakennarar með margvíslegt nám og þekkingu að baki og mikill stöðugleiki hefur ríkt í starfsmannahaldi. Skólinn gegnir afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu, er stærsti vinnustaður í fámennu byggðarlagi og lífæð félagsstarfs og samveru- stunda fólks á svæðinu. Flestir urðu nemendur skólans 43 talsins á árunum 1998-2000 en síðan fækkaði þeim í tveim stórum stökkum og hafa verið á bilinu 23- 25 nemendur síðustu fjögur skóla- ár. Mikið hefur verið lagt upp úr fjölbreyttu skólastarfi, auk hefð- bundins náms. Umhverfismál hafa skipað stóran sess en skólinn hóf að vinna eftir markmiðum Staðar- dagskrár 21 á vorönn 2001. Vorið 2001 hóf skólinn þátttöku í Græn- fánaverkefni Landverndar sem þá var ýtt úr vör. Fyrsta Grænfána var flaggað vorið 2003, öðru sinni vor- ið 2005 og nú vinnum við að mark- miðum sem við vonum að færi okkur þriðja fánann vorið 2007. Í tengslum við Grænfánavinnu hófst verkefni sem óx hratt fiskur um hrygg og endaði sem þróunarverk- efnið Stubbalækjarvirkjun. Mark- mið þess verkefnis eru nýting end- urnýjanlegrar orku í umhverfi skól- ans og lífræn ræktun í gróðurhúsi og matjurtagarði. Lítil lind á skóla- lóðinni var virkjuð til rafmagns- framleiðslu og lítið gróðurhús var reist. Einnig var plægður matjurta- garður í þessari fyrstu lotu. Að þessu unnu nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans undir stjórn verkefnisstjórans, Hauks Þórðar- sonar. Vindrafstöð var fengin og reist, heitt vatn frá hitaveitu skól- ans lagt í gróðurhúsið og sólarraf- hlöður eru komnar í hús og bíða uppsetningar þegar þessi grein er skrifuð. Verkefnið tengist mörgum námsgreinum og er góður grund- völlur fyrir umhverfisumræðu og útikennslu. Skólinn hóf aðild að Comenius- arverkefni síðastliðið haust. Slík verkefni eru unnin í samvinnu skóla í nokkrum Evrópulöndum, þau eru styrkt af Evrópusamband- inu sem þannig hvetur til tengsla milli landa og gerir þau möguleg. Samstarfsskólar okkar eru fimm talsins, tveir í Frakklandi og þrír á Ítalíu. Nemendur vinna sameigin- leg verkefni og senda á milli skól- anna og kennarar hittast til að skipuleggja starfið og fræðast um skólahald samstarfsskólanna. Verk- efnið hefur reynst okkur afar skemmtilegt og lærdómsríkt og við stefnum á áframhaldandi samstarf á næsta ári. Í Lýsuhólsskóla hefur lengi ver- ið lögð áhersla á öfluga verk- og listgreinakennslu. Hönnun og úr- vinnsla eru í fyrirrúmi og í vetur hafa nemendur unnið að uppsetn- ingu sýningarherbergis þar sem bráðlega verður haldin sýning á hugmyndum og verkum nemenda um menningu í Lýsuhólsskóla. Einnig er unnið að frumgerðum á skúlptúrum og til stendur að reisa útilistaverk úr endurnýttum eða endurunnum efnum á Stubbalækj- arsvæðinu. Upplýsingatækni er óspart nýtt til verkefnavinnu og nemendur vinna gjarnan verkefni í hinum ýmsu námsgreinum með mynd- bandstökuvél og stafræna mynda- vél að vopni. Fjölmargar stutt- myndir hafa verið gerðar, ýmist til gamans eða fróðleiks. Er þá helst að nefna stuttmynd um vinnu að Stubbalækjarverkefninu en sú mynd hefur verið sýnd oft og víða. Skólinn hefur haldið fjölmargar sýningar í tengslum við umhverfis- mál, list- og verkgreinar og tekið þátt í sýningum og ráðstefnum svo sem Orkusýningu í Perlunni í febrúar 2005 og opnunarhátíð um- hverfisráðstefnu á vegum Um- hverfisráðuneytis í október 2005. Einnig má telja þátttöku í málþingi um náttúrufræðikennslu á vegum Kennaraháskóla Íslands um mán- aðamótin mars-apríl 2006. Mesti styrkur skólans felst þó í þeirri samstöðu og velvild sem ríkt hefur meðal nemenda, starfsfólks og samfélagsins sem að skólanum stendur. Skólinn heldur úti heimasíðu þar sem nánar má fræðast um verk- efni og skólahald: http://lysuholsskoli.ismennt.is Fyrir hönd skólans Rósa Erlendsdóttir, deildarstjóri Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóli Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu Námsmeyjar í tölvutíma .

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.