Bændablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 30

Bændablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 30
30 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Aðalfundur Landssambands kúabænda Kúabændur vilja skoða „hagrænan ávinning af innflutningi erfðaefnis til kynbóta á kúastofninum“ Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda set- ur aðalfund sambandsins sl. fimmtudag. Þeir Egill Sigurðsson á Beru- stöðum og Jón Gíslason á Lundi voru báðir á stofnfundi Lands- sambands kúabænda fyrir 20 árum og eru enn fulltrúar á aðal- fundi. Þórólfur Sveinsson for- maður LK afhenti þeim viður- kenningu af þessu tilefni. Við upphaf aðalfundar LK Þórólfur Sveins- son, formaður LK: Íslenska sveit- ir eru eins og tilraunastofa á heimsvísu Aðalfundur Landssambands kúabænda var haldinn í síðustu viku. LK fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. Þegar sam- tökin voru stofnuð voru 1822 innleggjendur mjólkur á Ís- landi en síðastliðið haust voru þeir komnir niður í 792, samt var innlögð mjólk þá álíka mikil eða 110 milljón lítrar. Kúabúum hefur sem sagt fækkað um 56% á þessum 20 árum. Þórólfur Sveinsson, formaður LK, sagði í ræðu á fundinum að jarðaverð héldi áfram að hækka. Hann sagði að þrennt virtist hafa gerst á sama tíma. Fjárfestar fengu áhuga á bújörðum enda verð þeirra þá lágt, bylting varð á fjármagnsmarkaði og úreltum ákvæðum jarða- og ábúðarlaga var breytt mikið og segja má að í stað þess að opna hliðið hafi öll girðingin verið tekin niður. Um afleiðingar þessarar þróunar sagði Þórólfur: ,,Íslenskar sveitir eru eins og stór tilraunastofa á heimsvísu að þessu leyti og það er of stutt síðan þessi þróun hófst til að við getum fullyrt um afleiðingarnar.“ Þórólfur benti líka á hættuna af því að þeir sem eiga landið hafi alls ekki áhuga á að nýta það til matvælaframleiðslu. Tillögur aðalfundar LK Innflutningur erfðaefnis til kynbóta Aðalfundurinn beindi því til “stjórnar LK að nú þegar verði hafin vinna við að meta hagrænan ávinn- ing af innflutningi erfðaefnis til kyn- bóta á íslenska kúastofninum. Þá verði leitað eftir samstarfi við SAM um að áætla það magn mjólkur sem markaðurinn muni þarfnast á kom- andi árum og möguleikar núverandi kúastofns til að uppfylla þarfir hans metnir. Einnig verði hugsanleg áhrif innflutnings erfðaefnis á viðhorf neytenda metin í samstarfi við SAM. Samhliða þessu verði skoðað hvert mögulegt sé út frá heilbrigðissjónar- miðum að sækja erfðaefni, hvaða kúakyn komi til greina og hvort til greina komi að flytja inn erfðaefni á annan hátt en sem fósturvísa. Úttekt þessari verði lokið fyrir haustfundi LK. Í framhaldi af haustfundum verði boðað til aukafulltrúafundar þyki stjórn LK tilefni til.” Í greinargerð segir: “Kýrnar eru helsta framleiðslutæki kúabóndans. Ýmsir veikleikar eru auðséðir á ís- lenska kúastofninum, sem er að von- um þar sem smæð stofnsins útilokar að í honum náist jafn hraðar erfða- framfarir og í stærri stofnum. Fyrirsjáanlegt er að næstu árin muni mjólkurframleiðslan búa við versnandi framleiðsluumhverfi. Því valda m.a. væntanlegir WTO – samningar sem búast má við að hafi í för með sér minnkandi tollvernd og óheppilegar breytingar á ríkisstuðn- ingi. Þá kalla neytendur af vaxandi þunga eftir ódýrari matvörum. Vonir hafa verið bundnar við útflutning mjólkurafurða en til þess að af hon- um getir orðið í einhverjum mæli þarf framleiðslukostnaður að lækka, ásamt því að mögulegt sé að auka framleiðsluna umtalsvert. Til að mæta ofangreindum breyt- ingum í framleiðsluumhverfi hlýtur að þurfa að skoða alla hagræðingar- möguleika. Í ljósi þess hversu tíma- frekur innflutningur erfðaefnis er, verður að hraða slíkri skoðun eftir föngum.” Starfsemi og aðsetur Bændasamtaka Íslands Aðalfundur LK hvatti: “til þess að nú þegar verði hafin endurskoðun á aðsetri og starfsemi Bændasamtaka Íslands. Skoðað verði sérstaklega hvort ekki megi ná fram aukinni skil- virkni og hagkvæmni í rekstri sam- takanna meðal annars með því að: Leggja núverandi húsnæði undir starfsemi Hótels Sögu og flytja að- setur Bændasamtakanna annað. Endurskipuleggja starfsemi tölvu- deildar með því t.d. að bjóða verk- efni hennar út. Tengja starfsemi ráðgjafasviðs við LbhÍ og leiðbeiningamiðstöðvar búnaðarsambandanna, styrkja þær þannig faglega og auka nálægð við notendur." Afnám fóðurtolla af innfluttum fóðurblöndum Aðalfundurinn tók undir "ályktun síðasta búnaðarþings um nauðsyn þess að hætt verði nú þegar inn- heimtu fóðurtolla af innfluttum fóð- urblöndum. Fundurinn beinir því til landbúnaðar- og fjármálaráðuneytis að þessi aðgerð komi strax til fram- kvæmda, svo að sem fyrst náist að skapa eðlilegt verðaðhald á fóður- markaði." Afnám fóðurtolls af innfluttum hráefnum til fóðurgerðar Aðalfundurinn "tekur undir álykt- un síðasta búnaðarþings um nauðsyn þess að hætt verði nú þegar inn- heimtu fóðurtolls af hráefnum til fóðurgerðar. Fundurinn beinir því til landbúnaðar- og fjármálaráðuneytis að þessi aðgerð komi strax til fram- kvæmda, svo að sem fyrst náist að skapa eðlilegt verðaðhald á fóður- markaði." Samstarfssamningur LK og BÍ Aðalfundurinn "heimilar stjórn LK að staðfesta fyrirliggjandi drög að breyttum samstarfssamningi milli Landssambands kúabænda annars vegar, og Bændasamtaka Íslands hins vegar." Verðlagsmál Aðalfundurinn "leggur ríka áherslu á að Verðlagsnefnd búvara gæti ákvæða búvörulaga við ákvörðun á lágmarksverði mjólkur. Fundurinn minnir sérstaklega á að lögin gera ráð fyrir að laun kúa- bænda séu hliðstæð ,,og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæð- um kröfum um viðveru og færni’’. Þetta markmið næst ekki nema tekið sé nauðsynlegt tillit til kostnaðar- hækkana við leiðréttingu á lág- marksverði mjólkur. Þá áréttar fundurinn að sam- kvæmt sömu lögum er hverri af- urðastöð heimilt að greiða framleið- endum hærra verð en lágmarks- verð." Um sölu hóteleigna BÍ Aðalfundurinn "telur rétt að áfram verði unnið að því að losa það fjármagn sem liggur í hóteleignum Bændasamtakanna. Fundurinn legg- ur til að nettó söluhagnaður renni í Lífeyrissjóð bænda og sjúkrasjóð Bændasamtaka Íslands. Með því móti verður komist næst því að skila fjármagninu til þeirra sem lögðu það upphaflega fram. Fundurinn beinir því til stjórnar Landssam- bands kúabænda að vinna að mál- inu á þeim forsendum." Um greiðslumark og efnaþátt mjólkur Aðalfundurinn "mælir með að greiðslumark til mjólkurframleiðslu verði ákveðið út frá áætlaðri þörf innanlandsmarkaðar fyrir þann efnaþátt mjólkur sem meira selst af." Reglugerð um gripagreiðslur Aðalfundurinn "lýsir vonbrigð- um með að enn skuli ekki hafa ver- ið sett reglugerð um gripagreiðslur, en réttur til þeirra byrjaði að mynd- ast 1. september 2005. Fundurinn leggur mikla áherslu á að reglu- gerðin verði sett sem fyrst, en ef það gerist ekki felur hann stjórn LK að leita eftir breytingu á ,,Samningi um starfskilyrði mjólkurframleiðsl- unnar'' þess efnis að það fjármagn sem sérmerkt er gripagreiðslum verðlagsárið 2006/2007, verði greitt út sem beingreiðslur á mjólk." Um stærðarmörk í mjólkurfram- leiðslu Aðalfundurinn "telur að ekki sé skynsamlegt að setja stærðartak- mörk í mjólkurframleiðslu." Um forrit og forritunarmál naut- griparæktar Aðalfundurinn "beinir því til stjórnar LK að nú þegar verði farið í viðræður við BÍ um framtíðarskip- an forrita og forritunarmála fyrir nautgriparækt." Kauptilboð í hótelin Aðalfundurinn "átelur meðferð og afgreiðslu aukabúnaðarþings á kauptilboði í Hótel Sögu og Hótel Ísland." Borin upp og samþykkt sam- hljóða Eftirlit með áburði Aðalfundurinn "skorar á Land- búnaðarstofnun að birta ætíð upp- lýsingar um þær áburðar- og fóður- tegundir sem ekki standast kröfur hennar og upplýsa hvernig þeim er ráðstafað." Framkvæmd reglugerðar um merkingar búfjár Aðalfundurinn "lýsir yfir þung- um áhyggjum af framkvæmd reglu- gerðar nr. 289/2005 um merkingar búfjár. Fundurinn skorar á landbún- aðarráðuneytið að skerpa á fram- kvæmd reglugerðarinnar og sér- staklega auka upplýsingaflæði þar að lútandi. Þá er ótækt að skráning sláturleyfishafa er ekki farin að virka. Það hlýtur að vera krafa kúa- bænda að sá kostnaður sem af fram- kvæmdinni hlýst skili sér í formi betri upplýsingar og rekjanleika af- urðanna. Um er að ræða umtals- verðan kostnað en hann nemur um 4 milljónum kr. á ári miðað við að um 17 þús. kálfar séu settir á til lífs árlega. Þar af eiga 70%, þ.e. 160 kr. af hverjum 230 kr. sem hvert ein- staklingsmerki kostar, að renna til reksturs einstaklingsmerkingakerf- isins eða um 2,7 millj. kr. á ári." Aðalfundurinn felldi tillögu um Europ matskerfi fyrir nautakjöt, en þar var því beint til "stjórnar LK að farið verði í viðræður við Lands- samtök sláturleyfishafa um hvort rétt sé að taka upp EUROP-mats- kerfið fyrir nautagripakjöt."

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.