Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 31
31Þriðjudagur 11. apríl 2006 Árið 1995 voru sett lög og er til- gangur þeirra að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Í kjölfarið var stofnuð Breiðafjarðarnefnd, sem á að vera umhverfisráð- herra til ráðgjafar um allt það sem lýtur að framkvæmd laga þessara. Fyrir utan að sjá um verndun Breiðafjarðar hefur nefndin unnið að skráningu ör- nefna í og við Breiðafjörð. Mikilvæg skráning Friðjón Þórðarson, fyrrum alþing- ismaður og ráðherra, hefur verið formaður nefndarinnar frá upp- hafi. Hann sagði að mikið starf hafi verið unnið af nefndinni þau rúmu 10 ár sem hún hefur starfað. Í sumar mun ung kona, Hjördís Linda Jónsdóttir, nemi við jarð- og landafræðiskor Háskóla Íslands, vinna að skráningu örnefna á sjó á Breiðafirði. Sagði Friðjón að sú skráning væri mjög mikilvæg vegna þess að þeim fækkar sem þekkja örnefni þar. Sömuleiðis þarf að skrá örnefni í byggðum þar sem fólki hefur fækkað til þess að missa ekki af strætisvagninum, eins og Friðjón tók til orða. Dr. Guðrún Gísladóttir, dósent við HÍ, er með verkáætlun vegna kortlagningar örnefnanna. Í verk- áætlun hennar kemur fram að mik- ilvægt sé að ná samningi milli Há- skóla Íslands, Breiðafjarðarnefnd- ar, Landmælinga Íslands og Land- helgisgæslunnar um aðgengi kortagrunna, myndefnis og sam- nýtingu gagna. Verkefni um örnefnaskráningar Friðjón segir að mikill áhugi sé meðal nefndarmanna fyrir því að varðveita þau ótal mörgu örnefni, sem þekkt eru á jörðum við Breiðafjörð og eru nú smátt og smátt að glatast. Útvegaðar hafa verið loftmyndir af ýmsum svæð- um við Breiðafjörð, samkvæmt samstarfssamningi við Loftmyndir ehf. og Örnefnastofnun Íslands. Jónína Hafsteinsdóttir frá Ör- nefnastofnun hefur þegar hafið vinnu við söfnun örnefna og einn- ig hafa nefndarmenn skipt á milli sín og tekið að sér svæði sem þeim eru kunnugust. „Ég tek undir með Guðmundi Ólafssyni um að Breiðafjörður verði settur á heimsminjaskrá,“ sagði Friðjón. Verndarsvæði Breiðafjarðar: Örnefni í Breiðafjarðar- eyjum skráð í sumar Heilfóðrun með KEENAN á Íslandi Leitið upplýsinga í síma 894 3065                       !"#$%&'()*+++,-.$-/-,% 0123  4  501 3         !"###$%$       !   " # $ "#     % "   & Ytri Víðivellir Fljótsdalshreppi. Erum með í einkasölu einbýlishús (frá 1998) og báðar íbúðirnar í nýju tvíbýlishúsi (frá 2004 og 2005) að Ytri Víðivöllum II, Fljótsdalshreppi. Mjög vandaðar eignir með mikla möguleika. Útihús geta fylgt með og stærri lóðir. Nánari upplýsingar veitir Hilmar á Fasteigna- og skipasölu Austurlands.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.