Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 33
33Þriðjudagur 11. apríl 2006 framt að við höfum miklum skyld- um að gegna við að koma upplýs- ingum til eigenda íslenskra hesta í útlöndum. Stórátak er í undirbún- ingi á þeim vettvangi“. Grönn hross eiga ekki erindi í langferðir Þegar Sigríður er spurð betur um notkun á holdastigunarskalanum fyrir hross í nýju reglugerðinni stendur ekki á svarinu; „Holda- stigunarkvarðinn er nauðsynlegur til að hægt sé að setja skýr ákvæði um holdafar hrossa. Allir hlutað- eigandi verða að tala sama tungu- mál. Skalinn er einfaldur og þægi- legur í notkun og hefur um nokk- urt skeið verið notaður sem grund- völlur að gæðastýringu í hrossa- rækt. Vonandi verða aðrir eigendur og umráðamenn hrossa fljótir að tileinka sér notkun hans líka. Skal- inn er fyrst og fremst gagnlegur við innra eftirlit eigenda, t.d. við að flokka stóð eftir fóðurþörfum, en nýtist einnig mjög vel ef gerðar eru athugasemdir við holdafar af eftirlitsaðilum og ef nauðsynlegt reynist að grípa til aðgerða. Eig- endum eða umráðamönnum hrossa er skylt að fylgjast með holdafari hrossa í þeirra umsjá. Hross skulu að jafnaði ekki vera grennri en sem nemur reiðhests- holdum. Að öðrum kosti skulu þau njóta hvíldar og/eða sérstakrar umhirðu. Þetta þýðir t.d. að svo grönn hross má ekki fara með í hestaferðir, hvort sem um er að ræða atvinnustarfssemi eða ferða- lög áhugamanna á eigin vegum. Þau skulu njóta hvíldar og hafa stöðugan aðgang að mjög góðu fóðri. Eigandanum ber að leitast við að finna orsakir þess að hross- ið heldur ekki holdum og bæta þar úr“. Standa í alltof þungu lofti Allt of oft heyrist um slæman að- búnað hrossa, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Hvað skoðun hefur Sig- ríður á því máli? „Það er afar mismunandi hvernig fer um hross bæði í sveit og borg og það er auðvitað til- gangurinn með þessari reglugerð að bæta aðbúnað þeirra hrossa sem við verstar aðstæður búa. Það sem aðallega vantar í þéttbýlinu eru stærri gerði, sem hross geta eitthvað hreyft sig í, og að eigend- urnir gefi sér tíma til að viðra hrossin almennilega. Við bregð- umst við þessu með ákvæði um að gerði skulu að lágmarki vera 100 m2 og að þeim skuli tryggð dagleg útivera í a.m.k. klukkutíma ef veð- ur leyfir. Æskilegt væri einnig að hrossin gætu komist í stærra hólf hluta úr degi þegar líður á veturinn og sól hækkar á lofti, en ekki er þó gerð krafa um það. Annað atriði sem þarf að huga verulega að er loftræsting í hesthúsum. Allt of al- gengt er að hestar standi í mjög þungu lofti og vil ég hvetja hesta- menn til að leggja metnað sinn í að bæta loftræstingu þar sem þörf er á. Ekki er gerð breyting á reglu- gerðinni hvað þetta atriði varðar en ástæða er til að auka eftirfylgni á að styrkur skaðlegra lofttegunda sé ætíð innan viðmiðunarmarka. Þess ber einnig að geta að víða eru nú risin mörg afar glæsileg hesthús þar sem rými fyrir hrossin og aðbúnaður allur er til mikillar fyrirmyndar og langt umfram það sem krafist er að lágmarki skv. reglugerðinni. Þetta er ánægjuleg þróun sem vonandi gefur tóninn fyrir það sem koma skal“. Áfram á Hólum Margt nýtt og fróðlegt hefur kom- ið fram í viðtalinu við Sigríði. Hún starfar nú hjá Landbúnaðar- stofnun, á dýraheilbrigðissviði undir stjórn yfirdýralæknis. Mun dýralæknir hrossasjúkdóma flytja á Selfoss þar sem Landbúnaðar- stofnun hefur höfuðstöðar? „Nei, ég er áfram með aðsetur á Hólum þannig að það hefur ekki orðið mikil breyting á mínum högum. Staðsetning Landbúnaðarstofnun- ar á Selfossi kallar þó á aukin ferðalög sem varla var á bætandi. Ég reyni þó að líta á björtu hlið- arnar svo sem að fá tækifæri til að heilsa upp á frændgarðinn í Flóan- um öðru hverju. Skagfirðingar hafa staðið vel við bakið á mér í rannsóknaverkefnum, lánað mér hross til margvíslegra athugana og hvatt mig með ráðum og dáð þannig að ég reyni að vinna rann- sóknaverkefnin þar ef hægt er“; sagði Sigríður að lokum./Magnús Hlynur. Burtu með gaddavír og ristarhlið Sigríður kemur að mörgum málum varðandi hross og hrossasjúk- dóma. Hún hefur sérstaklega bent á hættuna af gaddavír og ristahlið- um, af hverju ætli það sé? „Gaddavírsdræsur hafa löngum verið mikill skaðvaldur í hrossa- högum og valdið ljótum áverkum á fótum hrossa, enda er gaddavír- inn hernaðarfyrirbæri. Sem betur fer er lítið um að gaddavír sé not- aður í nýjar girðingar fyrir hross og því má spyrja hvort ekki sé tímabært að stíga skrefið til fulls og banna gaddavírinn eins og gert hefur verið í sumum nágranna- löndum okkar. Í þessari reglugerð er það þó ekki gert en sem áður er bannað að nota gaddvír í gerði eða aðhald fyrir hross. Í þessu sam- bandi verð ég að nefna að alvarleg slys hafa einnig hlotist af raf- magnsgirðingum og bendi á ábyrgð eigenda á að halda slíkum girðingum við og sjá til þess að þær valdi ekki slysum. Ákvæðið um að forðast beri að hafa ristahlið á girðingum þar sem umferð hrossa er mikil, er nýtt og auðvitað sett að gefnu tilefni. Víða hagar þannig til að auðvelt er að fjarlægja þessi hlið og finna aðrar lausnir til að hindra ferðir búfjár og vil ég ein- dregið hvetja menn til þess. Það dugar að sjá eitt fótbrotið hross eftir ristarhlið til að óska þess að þau hverfi“. B æ n d a b la ð ið /J ó n E ir ík s s o n .

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.