Bændablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 34
34 Þriðjudagur 11. apríl 2006
„Við erum núna að sá í 3,2 millj-
ónir gata i plöntubökkum, sem
ætti að gefa okkur 2,6 til 2,7
milljónir af skógarplöntum.
Þetta er 73.300 bakkar sem við
sáum í á árinu“, segir Skúli
Björnsson, framkvæmdastjóri
gróðrarstöðvarinnar Barra á
Egilsstöðum, sem einbeitir sér að
framleiðslu skógarplantna og er
langstærsta stöðin á þeim mark-
aði hérlendis.
Þessi ræktun, sem Skúli talar
um, verður tilbúin til plöntunar
árin 2007 og 2008. „Megnið af
þessu er greni. Það er orðin mikil
ræktun af því hjá okkur núna og
fer til dæmis vaxandi fyrir Héraðs-
skóga og einnig fyrir Norðurlands-
skóga og Suðurlandsskóga. Hlutur
lerkis er ekki eins mikill og áður
var. Svo er mikið birki en það fer
til Landgræðsluskóga um land allt.
Þeir senda hingað stóra bíla með
tengivagna og fylla þá af plöntum.
Þetta eru um 400.000 plöntur fyrir
Landgræðsluna,“ segir Skúli.
Mest allt boðið út
Gróðrarstöðin Barri var upphaf-
lega stofnuð til að þjóna nytja-
skógaverkefninu Héraðsskógum,
sem hófst árið 1990 en þróunin
hefur orðið sú að nú eru framleidd-
ar skógarplöntur sem fara um land
allt. „Þetta er mest allt boðið út,“
segir Skúli „Ætli það láti ekki
nærri að 97% verkefna okkar séu
tilboðsverk.“
Hann segir að á þessu ári verði
afhentar um 2,6 milljónir skógar-
plantna en þær voru 2,1 milljón í
fyrra. „Það er ekki oft sem fram-
leiðslan nær tveimur milljónum en
það hefur þó gerst.“ Stóra 2.000
fermetra gróðurhúsið á Egilsstöð-
um dugar ekki fyrir alla þessa
framleiðslu því Barri nýtir líka
gróðrarstöð Skógræktar ríkisins á
Hallormsstað fyrir framleiðslu
sína. „Þar eru bæði húsin full en
hvort um sig er þúsund fermetrar,
þannig að við erum með 4.000 fer-
metra húspláss undir ræktun,“ seg-
ir Skúli og bætir við að starfsfólk
hafi aldrei verið fleira við ræktun-
ina. „Núna í vetur eru 10 manns að
vinna hérna en oft voru þetta 6-7
starfsmenn.“
Gott fyrir jörðina að fá mikinn
snjó
Það var ekki vorlegt úti þegar við
tókum hús á starfsfólki Barra
fyrstu daga þessa mánaðar, norða-
nátt og snjór yfir öllu. Innandyra
voru hitastigin á þriðja tuginn og
starfsfólk léttklætt við vinnu.
Fyrstu plönturnar voru að stinga
sér upp úr bökkunum, mest greni,
en í nokkrum bökkum var lindi-
fura að komast af stað, planta sem
er erfið í ræktun og þarf þolin-
mæði við. En hvernig líst Skúla á
vorið, hefur plöntun ekki oft verið
hafin hjá skógarbændum um þetta
leyti?
„Ég segi það nú kannski ekki en
þó hefur það komið fyrir. Það
verður bara þeim mun betra að
planta þegar snjóa leysir. Það er
mjög gott fyrir jörðina að fá þetta
mikinn snjó, það verður góður raki
í jarðveginum fyrir plönturnar og
frost er lítið í jörðu núna. Þetta
hefur ekki verið svona síðustu
árin,“ segir Skúli en hann vonast
til að fyrstu plönturnar fari frá
Barra til plöntunar í byrjun maí.
Gróðrarstöðin Barri á Egilsstöð-
um með metframleiðslu í ár
Framleiðir skóg-
arplöntur í 4.000
fermetra húsnæði
Viltu verða
skólabóndi?
Skólabóndi er starfandi bóndi sem heimsækir
grunnskóla og segir frá sjálfum sér og lífinu í
sveitinni undir merkinu Dagur með bónda.
Þetta er eitt af skólaverkefnum Bænda-
samtaka Íslands til þess að kynna skóla-
börnum í þéttbýli líf og störf til sveita.
Um er að ræða nokkrar heimsóknir á vetri í
7. bekk grunnskóla á tímabilinu 1. september til
30. maí á eftirfarandi stöðum:
· Reykjavík
· Akureyri
· Dalvík
Hver heimsókn tekur þrjár klukkustundir. Sýnt er myndband úr sveitinni og farið í skemmtileg og
fræðandi verkefni sem bóndinn fær hjá verkefnastjóra ,,Dags með bónda“. Greitt er fyrir hverja
heimsókn.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá verkefnastjóra ,,Dags með bónda“
Símar: 563-0300 & 893-8943
Netfang: dmb@bondi.is
RAFSUÐUVÉLAR
Pinnavél, ZX7
Inverter hátíðnivél
200amp-35%,
125amp-100%
Þyngd 8,5Kg.
ISO 9001 og CE vottun.
Verð aðeins 37.500.-
TIG Inverter hátíðnivél
200amp-35%, 125amp-100%.
Þyngd 9Kg.
ISO 9001 og
CE vottun.
Verð aðeins 56.500 með
þrýstijafnara og einnota argon
hylki, 110L.
Ennig hljóðeinangraðar 5Kw 230V Disel rafstöðvar.
Verð 210.000 m/vsk.
Auto dark rafsuðuhjálmar
þyngd aðeins 420gr .Stillanlegir DIN 9-13.
Verð aðeins 11.900.- ISO 9001 og CE vottun.
Varahlutir fyrirliggjandi í bæði vélar og hjálma.
Kvistás ehf.
S. 482 2362 og 893 9503 - kvistas@simnet.is
Séð yfir gróðrarstöð Barra á Egils-
stöðum nýbúið er að sá greni í
bakkana. /Bændablaðið Haraldur
Bjarnason.
Séð yfir gróðrarstöð Barra á Egilsstöðum nýbúið er að sá greni í bakkana.
/Bændablaðið Haraldur Bjarnason.