Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 37
37Þriðjudagur 11. apríl 2006 Í rekstrarfræðum er oft talað um jaðaráhrif einhverra að- gerða. Gamalt og þekkt dæmi eru jaðaráhrif áburðar, sem oft eru nefnd vaxtarauki. Sem sé, hve mikið fæst fyrir seinasta áburðarkílóið sem við berum á? Oftast minnka þessi jaðaráhrif eftir því sem skammtarnir eru stærri. Það fæst minna fyrir 100 kg af áburði þegar skammtur er aukinn úr 500 í 600 kg en með aukningu úr t.d. 200 í 300 kg. Á sama hátt má tala um jaðar- áhrif kjarnfóðurs á nyt, það sem fæst fyrir viðbótarkíló af kjarn- fóðri. Í marshefti Buskap 2006 ritar norski fóðurfræðingurinn Harald Volden um jaðaráhrif kjarnfóðurs fyrir mjólkurkýr. Þar dregur hann fram þrennt sem hafa þarf í huga: 1. Jaðaráhrifin minnka stig af stigi eftir því sem kjarnfóðurgjöf er aukin. Gróffóðurát minnkar og raunverulegt orkugildi fóðursins í heild lækkar. Fóðrið stoppar skemur í vömbinni og mikil sterkja lækkar meltanleika trénis í vömbinni. 2. Þegar kýrin nálgast það hámark, sem hún getur mjólkað, beinir hún meiru og meiru af viðbótar- fóðri í fitusöfnun. 3. Hátt innihald af sykri og sterkju leiðir til vambargerjunar og hormónastjórnunar, sem beinir orkunni frekar til fitusöfnunar, jafnvel þó orkuþörf til mjólkur- myndunar sé ekki fullnægt. Hér er þó ekki nóg að líta ein- göngu til fóðurorku, próteinfóðr- un, staða á mjaltaskeiði og fleira kemur við sögu, en eftir stendur þó hin almenna regla að kjarnfóður gefur minnkandi nytaukningu eftir því sem skammtarnir eru stærri. Samantekt rúmlega 100 norskra tilrauna minnkar viðbótarfóður- eining í kjarnfóðri gróffóðurát um 0,38 FEm, (nettó orkuaukning er þá 0,62 FEm), nytin vex um 1 kg og kýrin bætir á sig 75 g af fitu. Í þessum tilraunum var kjarnfóður- gjöf á bilinu 2,5-12 kg og kýrnar á miðju mjaltaskeiði (samhengið er sýnt á mynd á bls. 36). Áhrif kjarnfóðurs á gróffóðurát hafa mælst jafnvel enn meiri í ís- lenskum tilraunum, hvert kíló um- fram 2,7 minnkaði gróffóðurát um 0,74 kg þurrefnis (Gunnar Rík- harðsson og Einar Gestsson 1995) og hvert kíló umfram 3,5 minnkaði gróffóðurát um 0,69 kg þurrefnis (Gunnar Ríkharðsson og fl. 1997). Harold Volden skoðaði einnig jaðaráhrifin af 320 mismunandi kjarnfóðurskömmtum í norrænum tilraunum þar sem kjarnfóðurgjöf var á bilinu 0,1-20 kg. Hann dreg- ur niðurstöðurnar þannig saman: Þegar kjarnfóðurgjöf var 5 FEm fengust um 1,7 kg mjólk fyrir 5. fóðureininguna Ef kjarnfóðurgjöf var 10 FEm fékkst rétt liðlega 1 lítri fyrir 10. fóðureininguna. Þegar kjarnfóður var komið upp í 14-15 kg fékkst aðeins hálfur mjólkurlítri fyrir seinasta kílóið. Þarna skiptir fóðrunarstig miklu máli. Þegar kýr voru fóðraðar 10% undir reiknaðri þörf gaf 10. kjarn- fóðurkílóið 1,4 lítra en aðeins 0,6 kg þegar fóðrað var 10% umfram reiknaða þörf. AAT í kjarnfóðri er einnig mik- ilvægt, ef það er of lágt eru jaðar- áhrifin enn minni. Bak við þessa heildarmynd er þó mikill breytileiki en meginlínur eru skýrar. Það fóðurmatskerfi sem nú er notað tekur ekki til neinna sam- spilsáhrifa milli fóðurtegunda, heldur er hver tegund mæld sér- staklega og áhrifin lögð saman. Hið nýja kerfi, sem kynnt hefur verið í Frey síðustu mánuði, býður upp á að dagsskammturinn sé met- inn sem heild, og gefur það mun betri mynd af því hvers er að vænta af aukinni kjarnfóðurgjöf því kerfið reiknar inn væntanleg áhrif á át og meltanleika gróffóð- ursins. /RB. Heimildir Harald Volden 2006. En ekstra kilo kraftfôr. Hvor mye mjölk får vi igjen? Buskap (3) , 36-38 Gunnar Ríkharðsson og Einar Gests- son 1995. Mismunandi orkufóðrun mjólkurkúa í byrjun mjaltaskeiðs - Áhrif fóðrunar á át og afurðir. Ráðunauta- fundur 1995, 91-102 Gunnar Ríkharðsson, Einar Gestsson, Þorsteinn Ólafsson, Grétar Hrafn Harð- arson 1997). Mismunandi kjarnfóður- gjöf fyrir mjólkurkýr. Ráðunautafundur 1997, 242-254 Hvað fæst fyrir viðbótarkíló af kjarnfóðri? Staðan Innanlandsala á mjólk og mjólkur- vörum er sérstaklega góð um þess- ar mundir. Þessi staða kallar á að við reynum að tryggja nú og til lengri framtíðar að framleiðslan nái að mæta söluþörfinni. Fram- leiðslan á síðasta verðlagsári, 2004/2005, nam 111,4 milljónum lítra. Óskastaða mjólkuriðnaðarins verðlagsárið 2005/2006 er að það næðist að framleiða 113-115 millj- ónir lítra. Myndin sýnir jákvæða þróun í mjólkurinnleggi undanfarnar vik- ur. Samanborið við árið á undan er innleggið í lok 13. viku tæpum 500 þúsund lítrum meira eða 1,71% meira. Þetta má m.a. þakka því að allir hlutaðeigandi, - forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins, ráðgjafarþjón- ustan og kúabændur - hafa samein- ast um að leggja áherslu á að treysta og auka framleiðsluna. Mikilvægasta tímabilið framundan er beitin og hvernig okkur tekst að nýta hana til framleiðslu. Í þremur síðustu eintökum Bændablaðsins hafa birst fróðleg viðtöl við marga kúabændur, sem náð hafa góðum árangri í að skipu- leggja og stýra kúabeit og ræktun beitarjurta. Ástæða er til að hvetja kúabændur almennt til þess að kynna sér efni þessara viðtala en í þeim kemur skýrt fram hvaða þættir það eru sem mestu máli skipta um árangurinn. ÁTAK-MJÓLK Ráðgjafarátakið gagnvart kúa- bændum, sem Bændasamtökin og ráðgjafarþjónusta búnaðarsam- bandanna hleypti af stokkunum í haust, á án efa ríkan þátt í þeim ár- angri sem náðst hefur. Til skemmri tíma litið lá fyrir að kjarnfóður- notkun, breytt eða aukin, væri nær- tækasta ráðið til að auka fram- leiðsluna. Samanburður á niðurstöðum skýrsluhalds nautgripa fyrir tíma- bilið október til febrúar nú og í fyrra bendir til aukningar í kjarn- fóðurnotkun sem nemur um 50 kg á árskú, þrátt fyrir að mæld nyt árskúa sé svipuð. Þetta virðist í fullu samræmi við þá stöðu, sem við blasti sl. haust, að því er varðar heygæði eftir síðasta sumar. Við þær aðstæður, sem nú eru á mjólkurmarkaði, er hins vegar ekki skynsamlegt að boða né hvetja bændur til að stórfelldrar minnk- unar á kjarnfóðurgjöf. Úr því sem komið er ættu menn að fara afar varlega. Til lengri tíma litið er hins vegar full ástæða til að menn skoði (endurskoði) kjarnfóðurgjöf, sér- staklega haustbæranna, og þá í samhengi við núverandi dagsnyt. Þetta á við um kýrnar, sem nú eru búnar að mjólka í meira en 150 daga á yfirstandandi mjólkur- skeiði. Það þarf að fara að undir- búa þær undir væntanlega geld- stöðu og nýtt framleiðsluár. Eftirfarandi þættir koma þá til skoðunar: a)Holdafar. Fóðrun á síðari hluta mjólkurskeiðsins þarf að haga þannig að kýrnar safni eðlileg- um forða á skrokkinn, í stað þess sem þær mjólkuðu af sér á fyrri hluta mjólkurskeiðsins. En þær eiga ekki að safna óþarfa holdum. Besta fóðurnýtingin við að endurheimta skrokkforð- ann er að nýta gróffóðrið til þess. Kjarnfóðurgjöf á síð- mjólkurskeiði, sem er umfram þarfir, getur dregið úr gróffóð- uráti og endar yfirleitt ekki ann- ars staðar en í óþarfa fitusöfn- un. Þess vegna er rétti tíminn núna til að holdstiga haustbæru kýrnar. Eftir að geldstaðan hefst er yfirleitt orðið of seint að megra kýrnar. b)Einleikur á kjarnfóður. Al- gengur ágalli á fyrirkomulagi kjarnfóðurgjafar mjólkurkúa á síðmjólkurskeiði er að elta dagsnytina, - mjólkurkúrfuna - með kjarnfóðri. Í mánaðarleg- um mjólkurskýrslum frá bænd- um er algengt að sjá 2ja -3ja kg skráða kjarnfóðurgjöf þegar dagsnytin er á bilinu 10-16 kg. Við eðlilegar aðstæður er þetta hæpin fóðrunarhagfræði. Þessi kjarnfóðurkíló eru ekki að skila nyt og þar með ekki tekjum. Það sem verra er, er að þau draga úr gróffóðuráti og tak- marka nýtingu á því. Æskileg- asta kjarnfóðurgjafarstefnan er að nýta það eins og kostur er á fyrri hluta mjólkurskeiðsins, kringum topp mjólkurkúrfunn- ar, en skera það verulega niður þegar kýrin er komin 170-200 daga út á mjólkurskeiðið og leyfa henni eftir það að mjólka af gróffóðri að stærstum hluta. Með því móti nær hún að sýna hversu öflug hún er erfðafræði- lega til að umsetja og nýta gróf- fóður til mjólkurframleiðslu. (Sjá grein bls. 36.) c) Gróffóðrið og nýting þess. Margir bændur fóðra á miklu heimaræktuðu byggi, sem oft kemur til viðbótar kjarnfóðri. Byggið er ekki alltaf reiknað til kjarnfóðurs. Kjarnfóðurblöndur og bygg innihalda mikið magn af sterkju og sykri. Hátt hlutfall þessara auðgerjanlegu kolvetna getur haft neikvæð áhrif á melt- anleika og nýtingu gróffóðurs- ins, einkum á NDF. Þarna þarf að hafa ákveðið jafnvægi í huga. Þegar samanlagt magn sterkju og sykurs í fóðrinu er komið um og yfir 230-250 g í kg heildarþurrefnis fer meltan- leiki NDF að lækka. Áhrifin eru ekki sterk meðan samanlagt magn er innan við 300 g í kg. Þess má geta að nýja norræna fóðurmatskerfið NorFor tekur einmitt tillit til þessa mikilvæga samhengis. Ef þurrefnisátið er t.d. 18 kg á dag í heild er þess- um kolvetnamörkum náð við samanlagða bygg + kjarnfóður- gjöf (ca. 50:50) um 8-10 kg/grip/dag. Sjá mynd 2. Mjólkurframleiðslan fram á veginn Innvigtun mjólkur á landinu eftir vikum 1500000 1600000 1700000 1800000 1900000 2000000 2100000 2200000 2300000 2400000 2500000 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 ik ú L ít ra r 03/04 04/05 05/06 Mynd 1. Innvigtun mjólkur á landinu eftir vikum 2003, 2004, 2005 og það sem af er 2006. 50 52 54 56 58 60 62 64 66 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 42 44 Sykur + sterkja, % í þurrefni N D F m el ta n le ik i, % Mynd 2. Áhrif sykurs og sterkju í fóðurskammti á meltanleika NDF í vömb. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri á ráðunautasviði BÍ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.