Bændablaðið - 11.04.2006, Síða 42

Bændablaðið - 11.04.2006, Síða 42
42 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Fyrsta dag aprílmánaðar var „opið hús“ fyrir bændur og almenning í kennslu- og rannsóknarfjárhúsum Landbúnaðarháskóla Íslands að Hesti í Borgarfirði. Þar voru kynnt ýmis rannsóknarverkefni í sauðfjárrækt á vegum LBHÍ og samstarfsaðila, auk fyrirhugaðra verkefna á komandi misserum. Rösklega 300 gestir komu að Hesti og skoðuðu sauðfé, tæki og tól. Opið hús á Hesti Lambhrútar sem eru í afkvæmarannsókn voru kynntir en auk þess voru ýmsar hressilegar uppákomur yfir daginn s.s. keppnin „Hvað er ærin þung?“ Snorri Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Búrekstrar- sviðs LbhÍ, sagði að fjórar kindur hefðu verið vigtaðar og jafnmargir þrautreyndir sauðfjárbændur giskuðu rétt á þyngdina. Þetta voru þeir Þorkell Fjeldsted í Ferju- koti, Vagn H. Sigtryggsson í Hriflu, Jó- hannes Sveinbjörnsson í Heiðarbæ og Guð- bjartur Gunnarsson í Hjarðarfelli. Alls kynntu ellefu fyrirtæki og stofnanir vörur og þjónustu fyrir sauðfjárbændur en hér voru á ferð eftirtaldir aðilar: Bænda- samtök Íslands, Búnaðarsamtök Vestur- lands, Límtré-Vírnet, Vélaborg, Áburðar- verksmiðjan, Plastmótun, Axi, Remfló, Fóðurblandan, Vélar og þjónusta og Líf- land. „Þessi uppákoma tókst frábærlega og nú geta nautgripabændur farið að láta sér hlakka til,“ sagði Snorri í stuttu samtali, „því við munum efna til opins fjóss á Hvanneyri í haust með svipuðu sniði.“ Glæsilegri hóp er vart hægt að ljósmynda! F.v. Baldvin í Skorholti, Guðmundur á Bjarteyjarsandi, Hreiðar á Grímsstöðum, Jóhannes á Heiðarbæ, Sigurbjörn á Kiðafelli og Rafn á Hlíðar- bæ. Í stuttu spjalli við þetta ágæta fólk kom fram að í fjárhúsum Kristjáns er að finna 230 kind- ur en í Hjarðarfelli losar talan hálft þúsund. Fjórmenningarnir voru sam- mála um að heimsóknir af þessu tagi gerðu bændum mikið gagn. Þarna mætti sjá fjölmargt sem gæti nýst þegar heim væri komið. Guðbjartur sagði að Hestbúið hefði lagt mikið af mörkum við baráttuna við fitu í föllum sláturlamba. Þá mætti ekki gleyma því sem Hestbúið hefði gert varðandi þykkt bak- vöðvans. „Við höfum notið þess sem hér er gert enda vinna menn skipulega að rannsóknum á Hesti,“ sagði Guðbjartur og rifjaði upp að ómmælingar hefðu hafist á Hesti. F.v. Gunnar Guðbjartsson í Hjarðarfelli, Kristján Þór Sigurvinsson, Fá- skrúðarbakka, Guðbjartur Gunnarsson og Harpa Jónsdóttir. Hér má sjá þau Danielu, Kristinn Benedikt og Hannes Magnússon. Þau búa á Eystri-Leirárgörðum með 370 kindur. Rætt um kosti gjafagrinda.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.