Bændablaðið - 24.03.2011, Page 7

Bændablaðið - 24.03.2011, Page 7
7Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Í síðasta vísnaþætti birtust tvær vísur eftir Pétur bónda á Egilsstöðum. Í þann tíð var Pétur óþreytandi liðsmaður bænda, og lagði fram ótal tillögur sem spornað gætu við fækkun fólks í sveitum. Þar á meðal þessi flutt á fundi hjá Búnaðarsambandi Austurlands: Hér takast á móðir og másandi fantar, og mælskan streymir svo hröð, en mér finnst það meinanna mein að það vantar mannræktar-sæðingastöð. Skömmu eftir fjárskiptin í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu gerðist það, að hundar bænda í dalnum tóku að elta fé í högum það haust. Urðu af þessu nokkrir úfar með bændum, og kenndu þeir ákaft hundum hvors annars um til- vikin. Um þessar erjur orti Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum: Rekkar fengu fjárskipti, fannst það mörgum umskipti, þyrftu að hafa hundskipti og helst af öllu mannskipti. Um svipað leyti hafði Baldur sjálfur gift son sinn heimasætu úr Reykjadal. Páll H. Jónsson kenn- ari á Laugum nýtti sér aðstæður til andsvars vísu Baldurs: Víst er hér margt um misstigin spor og mannkosta lítið val. Kinnungar fengu þó konu í vor til kynbóta úr Reykjadal. Þó að það hafi lítið með mannkosti að gera, þá átti ég á dögunum, leið um hlað hjá Einari Kolbeinssyni. Mátti þó ekki tefja neitt, en sendi honum að vanda hlýja keðju, hverri hann svaraði á þessa leið: Jákvæðnina jafnan sé ég í ljóðum þínum, og betra hefur farið fé framhjá húsum mínum. Örfáum mínútum síðar, sá þó bóndi að sér, og gætti þá nokkurrar iðrunar í annars hörðu brjósti: Eitt er reyndar alveg klárt, og á það vil nú minna, að ég vinur sakna sárt samfundanna þinna. Frá Núpi í Dýrafirði reit mér bréf- stúf Ástvaldur Lárusson nemi við Menntaskólann á Ísafirði. Fengur er það öllum vísnagerðarvinum þegar ungir menn ánetjast íþrótt- inni. Ástvaldur yrkir tvær vísur um mengunina frá sorpbrennslunni í Funa í Skutulsfirði: Bændur eru bugaðir, best er það að muna. Engi og dalir eitraðir allir vegna Funa. Ekki veitist gripum gott því grasið þarf að prufa. Allt er búalið á brott, -bölvuð þessi gufa. Birti hér eina vísnagátu eftir Friðjón Ólafsson. Rétta ráðningu sendið þið á netfangið, og þá mun ykkar getið verða: Þreytt á boga Bifrastar, bundin upp í kofa, bestu háðu biskupar, brúðarmeyjar lofa. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Leikfélag Hveragerðis sýnis um þess- ar mundir leikritið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Sigurður Blöndal, en hann hefur m.a. leikstýrt Emil í Kattholti, Dýrunum í Hálsaskógi og Kardimommubænum hjá Leikfélaginu, sem öll hafa náð met- aðsókn. Leikarar eru 11 og með helstu hlutverk fara Hafdís Guðmundsdóttir, Aðalheiður Ásgeirsdóttir, Guðmundur Erlingsson og Viktoría Kristinsdóttir. Til gamans má geta þess að tvær dætur Viktoríu, þær Þórey og Aðalheiður, fara einnig með hlutverk í leikritinu. Leikritið er sprenghlægilegur farsi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Miðapantanir á sýningar Leikfélags Hveragerðis eru í síma 774 4363. /MHH Blessað barnalán sýnt í Hveragerði Leikararnir 11 sem taka þátt í nýjasta verki Leikfélags Hveragerðis, Blessuðu barnaláni. Alþjóðlega NJF-ráðstefnan „Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate” verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk., en NJF eru samtök búvísinda- manna á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Samtökin spanna allt litróf landbúnaðarins og í þeim eru samtals tæplega 2.000 einstaklingar. Meginviðfangsefni samtakanna er að skipuleggja námskeið, ráðstefnur og vinnufundi t.d. til undirbúnings stærri verkefnastyrkja. Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknar- niðurstöður og leiðbeiningar varð- andi meðferð hrossa, bæði innan sem utan húss, með sérstaka áherslu á nærumhverfi bæði hrossa og manna. Fagsvið ráðstefnunnar verða fjöl- breytt og spanna vítt svið: Hross og umhverfi þeirra utan- dyra. Undir þetta falla m.a. erindi um: Áhrif loftslags á hross Frágang og hönnun á undirlagi á æfingar- og keppnisvöllum Hræðsluviðbrögð hrossa og hvernig eigi að takast á við þau Hönnun á umhverfi hrossa í stórum útigerðum Hönnun, meðferð og viðhald útigerða Lög og reglugerðir á Norðurlöndunum á þessu sviði Hirðingu hrossa í köldu umhverfi Hross og umhverfi þeirra innan- dyra. Undir þetta falla m.a. erindi um: Einn eða tvo hesta í stíum Gæðaúttektir á hesthúsum Atferli hrossa í lausagönguhest- húsum Hópstíur fyrir folöld Hönnun aðstöðu með slysavarnir manna í huga Hönnun nútíma hesthúsa Hönnun og frágangur gólfa í reiðhöllum Loftgæðaþörf hjá hrossum á húsi Loftræstingu hesthúsa Lög og reglugerðir á Norður- löndunum á þessu sviði Ný efni í stað hálms sem undirburð Sjálfvirknivæðing hesthúsa. Á ráðstefnunni munu margir þekktir sérfræðingar í húsvist og aðbúnaði hrossa halda erindi. Aðalfyrirlesarar eru: dr. Eileen Fabian Wheeler (Háskólanum í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum. Margir þekkja hana sem höfund bóka um hönnun hest- húsa). Þá flytur dr. Eva Søndergaard (Agro Food Park, Danmörku) einnig erindi sem og dr. Knut Bøe (Náttúruvísindaháskólanum í Noregi) og dr. Michael Ventorp (Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð). Auk þessara eru fjölmargir aðrir fyrirlesarar, m.a. helstu sérfræðingar Íslands á sviði atferlis og aðbúnaðar hrossa. Alþjóðlega NJF-ráðstefnan um hesthús Margir þekktir sérfræðingar í húsvist og aðbúnaði hrossa halda erindi Sigurður Blöndal leikstjóri klappar hér fyrir sínu fólki á frum- sýningunni, sem fór fram 12. mars. Sýningarnar fara fram í Völundi, húsi leikfélagsins, við hlið Edens.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.