Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 1
22 5. tölublað 2011 l Fimmtudagur 10. mars l Blað nr. 344 l Upplag 22.200 2 Bærinn okkar heitir Skorholt Bændasamtökin munu ekki taka þátt í undirbúningi eða aðlögunarstarfi vegna yfir- standandi samninga Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Bændasamtökin munu því meðal annars ekki taka þátt í vinnu við að útfæra sameiginlegu landbún- aðarstefnu Evrópusambandsins fyrir íslenskar aðstæður. Þetta er ein megináherslan í ályktun Búnaðarþings um aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Þá er þess krafist að stjórn- völd kanni nú þegar afstöðu Evrópusambandsins til þeirra varnarlína sem Bændasamtökin hafa dregið um landbúnaðarmál. Í ályktuninni er einnig sett fram afdráttarlaus krafa um að íslensk stjórnvöld leiti aðstoðar óháðra sérfræðinga sem standi utan stofn- ana Evrópusambandsins í því skyni að hagsmuna landbúnaðar verði best gætt. Heyra mátti á umræðum um ályktunina á þinginu í gær að búnað- arþingsfulltrúar vantreysta íslenskum stjórnvöldum mjög þegar kemur að því að gæta hagsmuna íslensks land- búnaðar. Áfram verði heimilt að beita tollvernd Þrátt fyrir að andstaða Bændasamtakanna við aðild Íslands að Evrópusambandinu sé algjör og ófrávíkjanleg þá hafa þau dregið upp varnarlínur sem fyrr segir. Krefjast samtökin þess að tekið verði mið af þeim í samningaviðræðum svo hægt sé að afstýra eins og kostur er því tjóni sem landbúnaður yrði fyrir, ef til aðildar kæmi. Meðal þeirra er til að mynda að íslensk stjórnvöld hafi fullt frelsi frá reglum ESB til að ríkisstyrkja innlendan landbúnað. Sömuleiðis að áfram verði heimilt að leggja tolla á búvöru frá löndum ESB. Þá er og lögð áhersla á að Ísland fái varanlegar undanþágur frá landbúnaðarlöggjöf sambandsins. Þegar búið að fara yfir varnarlínurnar? Ef varnarlínur Bændasamtakanna verða ekki virtar í samningavið- ræðunum gæti svo farið að bændur drægju fulltrúa sína út úr samn- ingahópum. Þetta kom skýrt fram á Búnaðarþingi í gær. „Það er búið að staðfesta það á rýnifundum með Evrópusambandinu að Íslendingar viðurkenni CAP [sameiginlegu landbúnaðarstefnu sambandsins, innsk. blms.]. Það er búið að fara yfir varnarlínur Bændasamtakanna í málinu. Við höfum ekkert lengur þarna að gera,“ sagði Guðrún Lárusdóttir. Ýmsir þingfulltrúar vöruðu þó við því að ef Bændasamtökin drægu sig út úr samningahópunum væri óvíst hvort að stjórnvöld myndu gæta hagsmuna landbúnaðarins ef til samninga kæmi. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson for- maður Landssamtaka sauðfjárbænda sagðist um all langt skeið hafa verið mjög hugsi um hvort að rétt væri að hætta starfinu með þeim hætti. Hann hefði velt því fyrir sér hvort að hugs- anlega væri hann að bera hagsmuni sinna umbjóðenda fyrir borð með því að samþykkja slíkt. Hann hefði hins vegar komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa viðað að sér miklum upplýsingum og rætt við fjölda fólks, að þær áhyggjur hans ættu ekki rétt á sér. Bændasamtökin hefðu lagt fram ákveðnar varnarlínur í málinu og framhaldið snerist um hvort yfir þær yrði stigið. Sjá blaðsíðu 17. /fr Lífeyrisjóður bænda hefur ákveð- ið að bjóða upp á óverðtryggð lán, fyrstur lífeyrissjóða á landinu. Þetta var tilkynnt á aðalfundi sjóðsins sem haldinn var í gær. Um er að ræða veðlán og er hámarkslánsupphæð tíu milljónir króna með lánstíma til fimm ára að hámarki. Lánin eru veitt til tækja- kaupa eða framkvæmda og standa öllum sjóðsfélögum til boða. Vextir á lánunum eru almennir óverðtryggðir vextir sem fylgja vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, að viðbættu álagi sem er ákvörðun stjórnar á hverjum tíma. Það álag er nú þrjú prósent og eru því vextir lánanna á þessari stundu 8,25 prósent. „Með þessu er verið að koma til móts við sjóðsfélaga um aukna möguleika til að fjármagna smærri framkvæmdir eða tækjakaup á styttri lánum en verið hefur,“ segir Rögnvaldur Ólafsson stjórnarmaður í sjóðnum. Ástæðan fyrir ákvörðun- inni er ekki síst sú að sjóðnum hafa á undanförnum misserum borist fyrirspurnir um þennan möguleika. Sömuleiðis hefur orðið umræða um málið á bændafundum síðust ár. Þá hefur lífeyrissjóðurinn ákveðið að bjóða upp á verðtryggð lán með föstum vöxtum en fram til þessa hafa öll verðtryggð lán verið með breyti- legum vöxtum. Fastir vextir verða 5,5 prósent en breytilegir vextir lána sjóðsins eru nú 5 prósent. /fr Lífeyrissjóður bænda býður óverð- tryggð lán fyrstur lífeyrissjóða Gert er ráð fyrir takmörkunum á nýtingu ræktanlegs lands til ann- ars en landbúnaðar í frumvarpi til nýrra jarðalaga sem unnið er að í sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu. Þá er gert ráð fyrir að ábúðarskylda verði lögð á bújarðir, í það minnsta að ein- hverju leiti. Jafnframt hefur verið rætt mjög ítarlega um hvort setja eigi hömlur á jarðasöfnun á hendi fárra einstaklinga eða lögaðila. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hvort að slíkar takmarkanir eigi rétt á sér. Frumvarpsdrögin byggja á vinnu starfshóps um endurskoðun jarðalaga sem skilaði niðurstöðum í desember á síðasta ári. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að stutt verði við nýliðun í landbúnaði með ýmsum leiðum, meðal annars með beinum fjár- stuðningi. Ef frumvarpið verður samþykkt með þessum ákvæðum mun það hafa veruleg áhrif. Með ábúðar- skyldu, takmörkunum á leyfilegu eignarhaldi og hömlum á nýtingu lands til annarra nota en landbúnað- ar er ljóst að jarðaverð gæti lækkað allnokkuð. Hins vegar er í sumum tilfellum um að ræða málefni sem forystumenn bænda hafa lengi talað fyrir, ekki síst skipulag landnæðis til landbúnaðarnota. Haraldur Benediktsson for- maður Bændasamtakanna kvaðst ekki vera búinn að sjá frumvarps- drögin. „Þetta hefur ekki enn komið til umsagnar hjá okkur, hvorki til Bændasamtakanna né fyrir Búnaðarþing. Að svo komnu máli get ég því lítið tjáð mig um téð frumvarp.“ /fr Ábúðarskylda á bújörð- um í nýju frumvarpi Hömlur hugsanlega settar á jarðasöfnun 20 Ánægjulegt að fá opin­ bera viðurkenningu Búnaðarþingi 2011 lauk í seint gærkvöld með afgreiðslu fjölmargra mála sem til framdráttar þykja horfa fyrir íslenskan landbúnað. Þar fóru m.a. fram fjörugar umræður um afstöðu þingsins til þátttöku Bændasamtakanna í þeim viðræðum sem nú standa yfir við Evrópusambandið. Hér má sjá Harald Benediktsson formann Bændasamtakanna taka til máls á þinginu. ­ Sjá nánar í blaðauka um Búnaðarþingið. Mynd | HKr. Jón Bjarnason sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra. Bændur andvígir Evrópuaðild 75,9% 14,4% Bændasamtökin taka ekki þátt í aðlögun að ESB Draga sig út úr samningahópum ef varnarlínur verða ekki virtar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.