Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011
Baldvin og Helga keyptu jörðina
árið 1989 og fluttu þangað í byrjun
árs 1990. Fyrstu árin voru þau
með 2-300 fjár og unnu aðra vinnu
með en árið 2000 keyptu þau hluta
af jörð við hliðina, Fiskilæk, ásamt
fjárbúi sem þar var. Síðan hafa
þau fjölgað fénu og vinna nú svo
til eingöngu við búskapinn.
Býli? Skorholt.
Staðsett í sveit? Hvalfjarðarsveit.
Ábúendur? Baldvin Björnsson
og Helga Rúna Þorleifsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Þrír synir: Þorleifur 18 ára, Jón
Rúnar 16 ára og Ásbjörn 12 ára.
Stærð jarðar? 275 ha.
Tegund býlis? Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir?
Tæplega 800 fjár, 11 hross, þrír
fjárhundar og þrír þrílitir fjárhús-
kettir.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Farið í gegningar eftir að drengir
eru farnir í skóla. Síðan það sem
til fellur (eða ekki neitt) þangað
til farið er í gegningar aftur seinni
partinn.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Allt skemmtilegt við
þetta þegar vel gengur. Þó leiðin-
legt þegar verið er að velja síðustu
sláturlömbin úr ásetningshópnum.
Því fjölgar fénu kannski.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Vonandi á svipuðu róli.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Í góðum farvegi
yfirleitt.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Við erum alltaf bjartsýn.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Lambakjöt.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, egg, ostur, smjör og
skinka.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Hakk í ýmsum útgáfum.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar tveir eldri dreng-
irnir voru 2 og 4 ára settust þeir upp
í traktor, tóku hann úr bremsu og
létu renna af stað. Sem betur fer
varð hlöðuveggur fyrir því annars er
óvíst hvar ferðalagið hefði endað.
9 4 7
1 8 4
2 7
9 6 8
7 3
5 4
5 1
6 1 3
8 2 4
1 4 3 7
3 2 6
6 4 7 9
2 8
3 1 4
5
8 6
2 8
4 6
4 7 3
6 4 8 2
1 8 4
5 1 6 8 7
5
9 2
8 3
9 7 1
5 4
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar.
Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar
í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki
innan hvers reits sem afmarkaður er
af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem
er lengst til vinstri er léttust og sú
til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku2.com og þar er einnig
að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Líf og lyst
Smáréttaveisla með hraði
Það er skemmtileg tilbreyting að
bjóða fólki til sín í smáréttaveislu
í stað þess að vera með einn aðal-
rétt á borðum. Mörgum hrýs þó
hugur við því og telja það mikið
mál að útbúa nokkra smærri rétti
en svo þarf þó ekki að vera. Hér
koma dæmi um tvo auðvelda rétti
sem eru jafnframt bragðgóðir og
fallegir á borði.
Pítsa með sætum kartöflum og
gulrófum
Fyrir 4
pítsadeig, hægt að kaupa tilbúið deig
½ sæt kartafla
½ gulrófa
pítsusósa
pítsukrydd
salt
pipar
ostur
Aðferð:
Skerið kartöfluna og gulrófuna í
strimla og steikið létt upp úr olíu á
pönnu. Mótið litlar pítsur úr deiginu
til dæmis með glasi og smyrjið með
pítsusósu. Kryddið, setjið kartöflu-
og gulrófustrimlana yfir og að end-
X&
Z\^_`+ í um 15 mínútur.
Litríku partípinnarnir
Fyrir 4
1 krús tómatar með ólífum
1 poki steinlausar grænar ólífur
1 krús af perlulauk, vökvi síaður frá
1 krús grillaðar paprikur
12 soðnar afskeljaðar risarækjur (eða
venjulegar rækjur)
100 g skinka
1 askja ferskur geitaostur
1 pakki af mozzarella-ostakúlum
2 kúrbítar
fersk basilíka
fersk steinselja
jómfrúarólífuolía
12 langir trépinnar
Aðferð:
Hrærið geitaosti saman við örlítinn
olíudreitil. Skerið skinkuna í ræmur
og komið einni matskeið af osta-
blöndu fyrir á hverri sneið og rúllið
upp skinkusneiðunum. Skerið
kúrbít langsum í þunnar sneiðar
og grillið þar til eru léttgylltar að
lit. Skerið ef til vill hverja sneið
í tvennt, (fer eftir stærð). Skolið
vökva af rækjunum. Þræðið allt hrá-
efnið, tómatana, skinkubögglana,
kúrbítssneiðar, perlulauka, rækjur
og ostakúlur á víxl upp á spjótin og
stingið steinselju- og basilíkulaufum
með af og til. (Af www.sacla.is)
/ehg
MATARKRÓKURINN
Bærinn okkar
Skorholt
Smápítsa með
sætum kartöflum
og gulrófum er
kjörinn réttur í
smáréttaveisluna.
Jón Rúnar, Ásbjörn, Bjartur, Gunnhildur (kærasta Þorleifs), Þorleifur og Þruma.