Bændablaðið - 10.03.2011, Page 8

Bændablaðið - 10.03.2011, Page 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Fréttir GK gluggar farnir úr Mosfellsbænum Fluttu Glugga- og hurðasmiðju sína í Þykkvabæinn – „Dásamlegt að vera komin í sveitina “ segja eigendurnir Um áramótin hófu GK gluggar starfsemi í húsnæði við Norður- Nýjabæ í Þykkvabæ en fyrir- tækið flutti starfsemina úr Mosfellsbænum. Með því eru eig- endurnir að láta gamlan draum rætast, flytja í sveitina með fyrir- tækið og hestana sína. „Viðtökurnar hafa verið frábærar, bæði hjá heimamönnum og við- skiptavinum okkar, sem finnst gott að við skyldum flytja starfsemina út á land, það er dásamlegt að vera flutt í sveitina. Þykkvibærinn er kjörinn fyrir svona starfsemi, stutt í allar áttir og góður vinnufriður í stórkostlegu umhverfi. Nettengingin er líka frá- bær hér, sem er forsenda fyrir rekstri fyrirtækis eins og okkar,“ sagði Gyða Árný Helgadóttir en hún og maður hennar Hallgrímur Óskarsson eiga fyrirtækið. Þegar mest var unnu 14 starfsmenn hjá þeim en þeir eru 4 í dag. „Við þjónum öllu landinu með glugga og hurðir, eigum okkar föstu viðskiptavini og nýir eru alltaf að bætast við. Þeir sem hafa komið til okkar í Þykkvabæinn eru stórhrifnir og hvetja okkur áfram,“ bætti Gyða við. /MHH Bændasamtök Íslands hafa lengi staðið fyrir námskeiðum fyrir verðandi frjótækna. Námskeiðin eru haldin með nokkuð reglu- bundnu millibili, nú síðast árin 2001 og 2006. Endurnýjunarþörf er mismikil en það virðist vera að starfstími í þessu fagi sé frekar langur. Frjótæknanámskeið henta sér- staklega vel fyrir búfræðinga, sem hafa góða undirstöðu eftir nám sitt. Þá er því ekki að neita að iðnaðar- menn hafa oft átt auðvelt með að tileinka sér réttu handbrögðin í verklega þættinum. Í raun eru nám- skeiðin öllum opin en ef aðsókn verður meiri en hægt er að anna þá verður litið til menntunar og stað- setningar umsækjenda og þá leitast við að taka inn þá nemendur sem búnaðarsambönd mæla með. Námskeið um næstu mánaðamót Nú hefur verið auglýst námskeið sem haldið verður um mánaða- mótin mars – apríl nk. Að þessu sinni eru það Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands og Bændasamtök Íslands, sem standa saman að þessu námskeiði og eiga þar samvinnu við fleiri stofn- anir og einstaklinga. Námskeiðið verður haldið á Stóra-Ármóti og á Selfossi, ásamt því nýmæli að hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarnámi. Uppfræðsla og verkleg kennsla Frjótæknanámskeiðið tekur á þriðju viku. Þar er farið yfir helstu þætti frjótæknastarfsins, ásamt því að þátttakendur fá innsýn í marga þætti er snerta starf kúabóndans og geta því verið ráðgefandi um margt í búskapnum, sérstaklega nautgriparæktinni. Farið er yfir undirstöðuatriði í nautgriparækt, kynbóta- og erfðafræði, fóðurfræði og skýrsluhald í nautgriparækt, en allir þessir þættir snerta mjög starfsvið frjótækna. Þá er farið yfir líffæra- og lífeðlisfræði naut- gripa, sérstaklega það sem snýr að æxlunarlífeðlisfræði en skilningur á því er undirstöðuatriði í starfi frjótækna. Þá er farið yfir sýkingar í búfé og smitvarnir en frjótæknar verða að fara mjög varlega í sínu starfi vegna sýkingarhættu. Að endingu er verkleg kennsla en færni í verklega þættinum er fyrsta skilyrði þess að ná árangri í starfi. Á hinum Norðurlöndunum er nám fyrir frjótækna mun lengra en hér á landi, allt upp í heilt ár með verknámi. Í því ljósi er námskeiðið okkar bæði stutt og ódýr menntun til framtíðarstarfa. /SE Gyða og Hallgrímur eru alsæl í Þykkvabænum og ætla sér stóra hluti þar. Heimasíða fyrirtækisins er www.gkgluggar.is. Mynd | MHH Starfsmenn GK glugga í Þykkvabænum, frá vinstri: Eyjólfur Magnússon, Suasak Thirataya og eigendurnir Hallgrímur Óskarsson og Gyða Árný, ásamt heimilishundinum Skugga. Mynd | MHH Orkuráð hefur veitt fimm styrki til jarðhitaleitar að upphæð sam- tals 25 milljónir króna en Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fól orkuráði úthlutunina. Í fréttatilkynningu iðnaðarráðu- neytisins segir að megintilgangurinn með styrkjunum sé að stuðla að enn frekari nýtingu jarðvarma til hús- hitunar í landinu. Með það að mark- miði að bæta búsetuskilyrði og auka aðgengi að þeim gæðum og mögu- leikum sem nýting jarðhita hefur í för með sér, draga úr notkun jarðefna- eldsneytis til húshitunar, og jafnframt að draga út kostnaði ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Styrkir eru veittir sveitarfélögum, fyrirtækjum eða einstaklingum. Eftirtaldir fengu 5 milljóna króna styrk hver til jarðhitaleitar: Arnór Heiðar Ragnarsson, til framhaldsleitar í landi Hofsstaða í Reykhólahreppi. Hörgársveit, til leitar í Hörgárdal og Öxnadal í samstarfi við Íslenskar orkurannsóknir og Norðurorku. Jón Svavar Þórðarson, til framhaldsleitar í landi Ölkeldu í Staðarsveit. Orkuveita Staðarsveitar, til fram- haldsleitar á Lýsuhóli í Staðarsveit. Steinþór Tryggvason, til loka- áfanga jarðhitaleitar í landi Kýrholts í Viðvíkursveit í Skagafirði. Búast má við að leit hefjist á þessum stöðum með vorinu. Styrkirnir til jarðhitaleitar á köldum svæðum er veittir á grundvelli 16. gr. laga nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Umsjón jarhita- leitarstyrkjanna er hjá Orkusjóði en Orkuráð hefur úthlutun þeirra með höndum skv. ákvörðun ráðherra. Unnið er eftir úthlutunarreglum sem staðfestar hafa verið af iðnaðarráðherra. Í Orkuráði starfa Mörður Árnason, formaður, Bryndís Brandsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Guðjón Guðmundsson og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir. Framkvæmdastjóri Orkusjóðs er Jakob Björnsson. Auglýst var eftir umsóknum um styrkina í nóvember 2010 og rann umsóknarfrestur út 31. desember. Sautján umsóknir bárust, samtals að upphæð 58,2 m.kr. Fimm styrkir til jarðhitaleitar á köldum svæðum Fyrsta sæðistakan. Námskeið fyrir verðandi frjótækna Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagna aukinni áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu vegna Axarvegar og þeim sam- göngubótum sem því fylgir fyrir fjórðunginn. Djúpivogur og Fljótsdalshérað tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir. Greiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland og styttir aksturs- leiðina frá Reykjavík til Héraðs um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á ört hækkandi eldsneyti. Sveitarfélögin mótmæla því hins vegar að Djúpavogshreppi sé ætlað að standa straum af snjómokstri á Öxi svo sem kveðið er á um í breytingu sem nýlega var gerð á svonefndri G-reglu. Geti sveitarfé- lögin ekki séð, segir í bókun að snjó- mokstur á þessu svæði geti verið á ábyrgð eins sveitarfélags öðrum fremur, hvað þá að ákvörðun þar um geti legið hjá Djúpavogshreppi. Það sé á engan hátt viðunandi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveit- arstjórn Djúpavogshrepps beina því þeim tilmælum til ráðherra að hann hlutist til um að horfið verði frá kröfu um helmingsgreiðslu frá Djúpavogshreppi vegna snjómokst- urs á Öxi eftir 5. janúar eins og gert er ráð fyrir í nýlegri breytingu á G-reglu Vegagerðarinnar. Þessar myndir tók Jónas Reynir Helgason á Stórutjörnum af miklum klakaburði í Fnjóská í janúar. Fljótsdalshérað og Djúpavogshreppur Óviðunandi að eitt sveitarfélag beri kostnað við snjómokstur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.