Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011
Lesendabásinn
Í grein Hermanns Inga
Gunnarssonar, Sindra Bjarnasonar
og Þóris Níelssonar í 4. tölublaði
Bændablaðsins 2011, er spurt
hver tilgangurinn hafi verið með
breytingum á jarðalögunum 2004.
Svar við þessari spurningu er að
finna í skýringum með frum-
varpinu og framsöguræðu Guðna
Ágústssonar, þáverandi land-
búnaðarráðherra, hvort tveggja má
finna á www.althingi.is . Í fram-
söguræðu landbúnaðarráðherra
sagði m.a.:
,,Með ákvæðum þessa frum-
varps er stefnt að því að færa lög-
gjöf um jarðir í átt til nútímans
og að samræma eins og unnt er
eignarrétt og umsýslu jarða þeim
meginreglum sem gilda um aðrar
fasteignir í íslenskri löggjöf. Eins
og áður hefur verið gerð grein fyrir
eru í gildandi löggjöf verulegar
takmarkanir á ráðstöfunarrétti
jarðeigenda og ýmsar kvaðir
lagðar á þá sem geta verið mjög
íþyngjandi og hafa oft í fram-
kvæmd reynst ósanngjarnar. Með
frumvarpi þessu er ætlunin að
bæta að nokkru leyti úr þessum
annmörkum án þess að gengið sé
lengra en þörf krefur’’.
Alþingi gekk lengra
Alþingi gekk síðan lengra í ýmsum
breytingum í frjálsræðisátt en upp-
haflegt frumvarp landbúnaðarráð-
herra gerði ráð fyrir. Niðurstaðan
varð sú að lagafyrirmæli um
viðskipti með jarðir tryggja að
mörgu/flestu leyti sambærilegt
umhverfi og gildir um viðskipti
með aðrar fasteignir, sem felst í
grófum dráttum í því að sá sem
á bújörð má selja, og sá sem vill
kaupa bújörð, má kaupa.
Ólögmæt inngrip
Þessu til viðbótar verður að minna
á að inngrip í viðskipti með jarðir
á grundvelli jarðalaganna frá 1976
voru í mörgum tilvikum dæmd
ólögmæt, og dreg ég þó í efa að
dómstólar og úrskurðaraðilar
hafi fengið allt til úrlausnar sem
þangað hefði átt að fara.
Löggjafanum er alltaf vandi á
höndum þegar setja þarf leikreglur
og skilyrði um viðskipti á markaði.
Bújarðir eru oftast einu fasteignir
þess fólks sem þær á og stundum
eina eignin. Það er því með öllu
óviðeigandi að nota orðalagið
,,gjaldmiðill í braski’’ yfir það
þegar þessir einstaklingar þurfa
i búskaparlok að selja þessa eign
sína, hvort sem það er vegna veik-
inda, aldurs eða annarra ástæðna.
Breyting jarðalaga ekki
eini áhrifavaldurinn
Hvað varðar áhrif breyttra jarða-
laga á verð bújarða, þá veit ég
ekki til þess að unnin hafi verið
greining á þeim áhrifum. Almennt
fasteignaverð á Íslandi hækkaði
mikið um miðjan síðasta áratug
og hefur síðan lækkað mikið aftur.
Aðgengi að lánsfé og almenn
staða efnahagsmála voru mestu
áhrifavaldar í þessum sveiflum, en
með öllu óljóst hvaða áhrif breytt
jarðalög höfðu. Það er beinlínis
alrangt að breyting jarðalaganna
hafi verið eini áhrifavaldurinn í
breytingum á jarðaverði á síðasta
áratug, nægir í því sambandi að
benda á þróun íbúðaverðs í þétt-
býli og frístundahúsa í dreifbýli.
Meðan endurskoðun jarða-
laganna var í vinnslu árin 2003
og 2004, var margsinnis bent á
að skoða þyrfti samspil jarðalaga
annars vegar, og skipulags- og
byggingalaga hins vegar. Það var
gert að einhverju leyti, en hefði
þurft að vera meira. Þessi lög fjalla
bæði um notkun og ráðstöfun
lands. Til að vernda ræktunarland
er að flestu leyti eðlilegra að beita
almennum ákvæðum skipulags-
og byggingalaga, en sértækum
ákvæðum jarðalaganna.
Niðurstaðan mín er hiklaust sú
að setning gildandi jarðalaga hafi
verið óhjákvæmileg aðgerð, ekki
hafi verið sýnt fram á alvarlega
galla á lögunum, og fráleit hug-
mynd að færa sig aftur í lagaum-
hverfið frá 1976.
/Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka 2
Fyrir hvern var jarðalögum
breytt 2004?
Miklar breytingar hafa átt sér
stað í innlendum mjólkuriðnaði
á síðustu árum og nýverið bár-
ust þær fréttir að mjólkurlager
á Ísafirði hefði verið aflagður
og mjólkurvörum nú dreift úr
Reykjavík tvisvar í viku. Einnig
var staða mjólkurbússtjóra í
Búðardal og á Ísafirði lögð niður
og sameinuð stöðu mjólkurbús-
stjóra á Egilsstöðum með aðsetur
í Reykjavík. Að sögn forstjóra eru
breytingarnar í þágu hagræðingar
og til að styrkja rekstur minnstu
mjólkursamlaganna. Upphaf
allra þessara breytinga má rekja
til sameiningar flestra mjólkur-
samlaga landsins í rekstrarfélagið
Mjólkursamsöluna ehf.
Undirritaður er sennilega ekki
einn um það að finnast ýmsar þær
breytingar sem ráðist hefur verið í
hjá MS einkennilegar á köflum. Áður
en lengra er haldið vil ég geta þess
að undanfarin sex ár hef ég unnið
sem afleysingamaður hjá starfsstöð
fyrirtækisins í Búðardal við mjólkur-
söfnun og dreifingu mjólkurvara í
verslanir. Ég þekki því til á starfs-
svæði félagsins á norðvesturhluta
landsins.
Að styrkja stöðina
Árið 2005 var unnið úr tæplega níu
milljónum lítra í Búðardal, fjöldi
vörumerkja framleiddur og þar
höfðu á milli 40 og 50 manns vinnu.
Í dag er hins vegar desertostagerð
í Búðardal uppistaða vinnslunnar,
mun minni mjólk er unnin þar en
áður og meiri mjólk keyrð áfram úr
héraðinu í aðrar vinnslustöðvar MS,
starfsfólki hefur einnig fækkað tals-
vert. Allt á þetta að spara kostnað og
styrkja stöðina, að sögn forstjóra.
Þegar kemur að dreifingarhlut-
anum er lokunin á Ísafirði sam-
bærileg því sem gerst hefur á fleiri
stöðum undanfarin ár. Ég er ekkert
hissa á því að sumir verslunareig-
endur séu óánægðir og finnist breytt
fyrirkomulag lakari þjónusta, en skil
líka þau rök MS að betri nýting fram-
leiddra vara skili einhverjum ávinn-
ingi. Á hinn bóginn hafa nokkrir
verslunareigendur sagt mér að til
lengri tíma breytist neyslumynstrið,
í kjölfar breytinga á fyrirkomulagi
dreifingar. Íbúar á hinum dreifðari
svæðum hætta að treysta á að fá alltaf
nýja og ferska vöru, en hvort það sést
í sölutölum er ekki víst, enda höfuð-
borgarsvæðið ráðandi á heildarmark-
aði – en þar hafa verslunareigendur
líka aðgang að vörulager MS alla
daga vikunnar.
Hættuleg þróun
Einn partur af skipulagsbreyting-
unum sem nú standa yfir er breyt-
ingar á mjólkursöfnun hjá bændum
á dreifbýlli svæðum, skv. heimasíðu
Auðhumlu, sem er móðurfélag MS.
Mér skilst að breytingarnar séu oft á
tíðum gerðar án samráðs við bændur
og reynda bílstjóra félagsins. Það
eru óásættanleg vinnubrögð. Það
er eitt að reikna út hagnað á breyttu
fyrirkomulagi mjólkursöfnunar og
annað hvort þær breytingar standist
síðan ytri aðstæður, s.s. veðurfars-
legar. Það er hættuleg þróun að gera
dagleiðir það langar að bílstjórar
verði í sífelldu kappi við tímann
til að láta þær standast. Hætta á
mistökum verður meiri og starfs-
mannavelta á bílum eykst, því eng-
inn endist til lengdar að vinna undir
slíku álagi. „Stressið í bílstjóranum
smitar svo út í bændurna,“ sagði
einn kúabóndinn, en það getur
verið ekki síður hættulegt öðrum
vegfarendum.
Sveitarstjórn Dalabyggðar
hefur nokkrum sinnum á undan-
förnum árum fundað með æðstu
stjórnendum MS, því starfsstöðin í
Búðardal er mikilvæg fyrir samfé-
lagið þar. Svörin eru alltaf á sömu
leið; að ekki standi til að loka og
einungis sé verið að styrkja stöðina,
með því að tína burt sífellt fleiri
ársverk. Í ljósi nýlegra breytinga
spyr ég hins vegar hvort ekki hefði
verið eðlilegt að nýr yfirmaður yfir
þremur minnstu vinnslustöðvunum
hefði fasta búsetu á einum af þessum
þremur stöðum, í stað þess að sitja
á Bitruhálsi. Nýr mjólkurbússtjóri
sem taka þarf ákvarðanir um meiri
hagræðingu og flutning starfanna,
á auðveldara með að leiða hjá sér
samfélagsleg áhrif slíkra ákvarð-
anna en sá sem þekkir betur til og er
tengdari heim í hérað. Það læðist því
að mér sá grunur, að sá dagur geti
runnið upp í hagræðingarferlinu, að
minni vinnslustaðirnir á Ísafirði, í
Búðardal og á Egilsstöðum verði
ekki lengur „hagkvæmir“ og störfin
þar flutt á stærri staðina. Þora lykil-
menn MS að gefa út að svo verði
ekki næstu 10 til 20 árin? Rétt er
að minna á að það átti líka að vera
umtalsverð hagræðing árið 2006 að
flytja átöppun mjólkur úr Reykjavík
á Selfoss, en reyndist svo of dýrt
þegar betur var að gáð.
Skrítin hagkvæmnisrök
Það má ekki heldur gleyma því að
kúabændur um allt land hafa staðið í
mikilli uppbyggingu á undanförnum
árum, ekki síður á starfssvæðum
hinna minni starfsstöðva en þeirra
stærri. Árið 2003 fóru þrír kúabænd-
ur á norðanverðum Vestfjörðum í
umfangsmiklar framkvæmdir til
að tryggja áframhaldandi rekstur
samlagsins á Ísafirði. Því skil ég
ekki að það sé alltaf hagkvæmara
að keyra mjólkina sem lengst til
vinnslu, það kostar og mun kosta
meira á næstu árum, eykur kannski
hagvöxt á landsvísu, eins og fisk-
flutningarnir á milli landshluta eiga
víst að gera, en eykur ekki hagvöxt
í heimabyggð.
Stjórnendur MS hafa á undan-
förnum árum verið að framfylgja
því sem í daglegu tali má kalla
„kapítalisma“, en ég held að það
sé varhugaverð leið að umbreyta
samvinnufélögum, sem MS er, of
mikið á þann veg. Ef rétt er að lykil-
stjórnendur hafi sagt félagsmönnum
að breytingar komi þeim ekki við,
því þeir séu bara „venjulegir kúa-
bændur“, eru þeir hinir sömu á var-
hugaverðri braut í störfum sínum.
Þeir sem gagnrýndu ofþenslu á
Íslandi fyrir nokkrum árum voru
umsvifalaust kallaðir öllum illum
nöfnum. Margir kúabændur veigra
sér því við að gagnrýna stjórnendur
MS.
Starfsemi í þágu kúabænda
Ég beini því þeim tilmælum til æðstu
stjórnenda MS að staldra aðeins við
og íhuga fyrir hverja þeir starfa. Þeir
starfa fyrir tæplega 700 kúabændur
landsins og fjölskyldur þeirra. Þessir
kúabændur hafa allir tekið þátt í að
byggja upp nautgriparækt og mjólk-
urframleiðslu á Íslandi, hvort sem
þeir búa í Húnaþingi eða á Héraði, á
Barðaströnd eða í Borgarfirði. Hver
fjölskylda er partur af stærra samfé-
lagi í hinum dreifðu byggðum lands-
ins þar sem hver hlekkur er mikil-
vægur öðrum. Það ætti að styrkja þá
keðju, frekar en vera sífellt að veikja
hana með hagræðingaraðgerðum.
Ég kalla því eftir opinni og mál-
efnalegri umræðu stjórnenda MS og
kúabænda á landsvísu um þessi mál.
Höfundur:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, í
framhaldsnámi við UMB, Ási,
Noregi og íbúi í Dalabyggð.
Hagræðing í mjólkuriðnaði
Hér áður fyrr er ungur ég var
fannst mér þeir menn, sem höfðu
eftirlit með hinu og þessu, hafa
reynslu og þekkingu á því sem
þeir fjölluðu um. Nú eru margir í
allskonar eftirliti, t.d. vinnueftirliti
með lögbýlum, sem er ágætt - en
viðkomandi starfsmenn verða að
þekkja sundur rúllupökkunarvél
og rúlluvél, ásamt hlutverkum
ýmissa annarra véla, þegar skráð
er á opinbera pappíra. Að slíku hef
ég orðið vitni.
Eftirlitið
Nú er skylt að skrá „næstum því
slys“, slík atvik taka yfir vítt svið
ef út í það er farið. Í almenningi
skilarétta á haustin ganga börn og
fullorðnir t.d. innan um stjórnlaust
féð, sem stundum fellir einn og annan
og sumir fá mar.
Eftirlit með mengun er dálítið sér
á parti, ef skítugt er kringum fjárhús
og fóðureftirlitið gerir athugasemdir
fer kerfið af stað en útblástur frá
sorpbrennslu fær að vera án athug-
unar árum saman þó mengunin sjáist
berum augum í logni. Eitthvert vott-
orð segir, allt í lagi ef magn þeirra
mengunarefna sem fara upp er lítið,
en vitað er að flest kemur niður aftur
og safnast þegar saman kemur.
Að fara á vettvang og taka sýni
er meira mál en sjá óhreinindi
og auðveldara að ráðskast með
einn bónda en heilt sveitarfélag.
Hreinleikaímynd íslensks landbún-
aðar skerðist en eftirlitið skaðast
ekki.
Rekjanleiki
Rekjanleiki vöru er góð fram-
kvæmd svo langt sem hún nær.
Yfirdýralæknir hélt tölu á aðalfundi
LS 2008 um sauðfé o.fl. Hann lét
lögfræðing MAST svara spurningum
um plötumerkingar. Ef kind kemur
plötulaus í sláturhús skal kæra við-
komandi strax, óþarfi að veita áminn-
ingu. Í reglugerðinni segir að plötu-
merkja skuli svo hægt sé að rekja
til hjarðar. Eyrnamarkið hefur alltaf
vísað til hjarðar og eiganda, ef það er
óskemmt. Blessaður maðurinn vissi
augljóslega ekki hvaða not lands-
menn hafa haft af eyrnamörkum í
gegnum aldirnar.
Refurinn
Mér hefur borist til eyrna að víða í
Evrópu sé bannað að granda refum
á þeim tíma sem yrðlingar eru með í
för, það er tíminn frá því góuvællinn
hættir og þar til refurinn hættir að ala
önn fyrir yrðlingunum. Undanþága
sé aðeins veitt ef sannað er að skaði
hafi hlotist af viðkomandi dýri.
Sönnun er erfið ef tófan er búin að
brytja lambið og yrðlingarnir að naga
plötumerkið ólæsilegt, sem stenst þó
allar kröfur ESB.
Ef reglur í þessa veru yrðu inn-
leiddar hér á landi yrði fljótlega
Hornstranda-ástand í fuglalífinu. Ég
furða mig á rjúpnaveiðimönnum, hve
þeir sætta sig við samkeppni tófunn-
ar. Refurinn snæðir mörg rjúpnaegg
og önnur meðan þau eru í boði, hann
er snöggur að tína saman hálffleyga
ungana og heldur áfram veiðum til
næsta vors. Frjósemi tófunnar hefur
aukist á seinni tímum, ég hef séð 12
stykki úr sama greni undan búrlæðu
og innfæddum ref. Hegðun rebba
er að breytast, samanber að hann
skuli lenda í umferðarslysum rétt
utan götulýsinga þéttbýlis.
Póstþjónustan
Póstþjónusta ætti að vera jöfn um
allt land. Þéttbýlisbúar ættu að sækja
póstinn sinn út í götuenda, eins og í
dreifbýlinu út á vegamót, það hlyti
að spara. Það er margt annað í póst-
þjónustunni sem vekur athygli þegar
litið er til búsetu og þar með aðstöðu-
munar neytenda.
Mótframlag í lífeyrissjóð
Niðurfelling ríkissjóðs á mótframlagi
í lífeyrissjóð bænda um 45%, sem
skerðir lífsafkomu okkar bænda tölu-
vert á þessum erfiðu tímum, vekur
upp spurningu hjá mér: Hefur ríkis-
sjóður skert mótframlag sitt í lífeyris-
sjóð ráðherra og annarra starfsmanna
sinna? Ef svo er ekki, þá er þarna ein
sparnaðarleið.
Fjarskipti og samgöngur
Fjarskiptasamband er engan veginn
eins gott og látið er í veðri vaka,
þjóðvegur 1 á að vera í góðu sam-
bandi, en hvað með helstu stofn-
brautir út frá honum? Það eru margar
reglur sem þarf að fara eftir og ekki
alltaf auðvelt í raunveruleikanum að
framfylgja þeim. Ef ESB-aðild yrði
staðreynd fengju margir vinnu t.d.
við að líta til með bændastéttinni,
með tilheyrandi útgjöldum fyrir þá
sem ekki eru vel haldnir. Bændur
verða að standa saman þó aðstæður
séu misjafnar og t.d. fá upplýsingar
um reglur og skyldur sem bætast við
ef af ESB-aðild yrði. Lausnir á þess-
um vandamálum eru kannski öllum
ljósar nema mér. Það er kannski
ellin sem glepur. Ég vona að kaup
bænda hækki með auknu vinnuálagi,
samanber nýlegt dæmi um hækkun
launa vegna aukins vinnuálags.
Ritað á miðri góu 2011
Gunnar Þórisson, Melum II, Hrútafirði.
Ýmislegt sem angrar mig
Eyjólfur Ingvi Bjarnason.
Bændablaðið
Smáauglýsingar. 5630300