Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Sæt lítil gjöf fyrir vinkonuna, mömmu eða ömmu. Farsímar eru misstórir svo gott er að mæla símann áður en hafist er handa. Efni Nepal frá Drops eða Fever frá garn.is Litur að eigin vali. Heklunál nr. 4 eða þá stærð sem þarf til að 16 fastalykkjur mælist 10 cm. Aðferð Mælið símann og sláið upp jafn margar loft- lykkjur og breiddin segir til um með því að teygja svolítið á heklinu. 1 umf: Heklið fastalykkjur í hverja loftlykkju allan hringinn beggja megin við lengjuna þannig að lykkjufjöldinn verði tvöfaldur. Heklið síðan í hring fastalykkju í fastalykkju þar til hylkið er nógu langt til að hylja símann. Í næstu umferð er aukið jafnt út þannig að deila megi í lykkjufjöldann með 4. Tengið með 1 loftlykkju í fyrstu fastalykkjuna. Síðasta umferðin er hekluð þannig : * 1 fastapinni, hlaupa yfir 1 fastapinna, í næsta fastapinna er heklaður 1 fastapinni, 2 stuðlar, 2 loftlykkjur, 2 stuðlar, 1 fastapinni, hlaupa yfir 1 fastapinna* endurtekið * til * allan hringinn. Klippa þráðinn og ganga frá. Hulstur fyrir farsímann Hrannar Þór Rósarsson er 14 ára Akureyringur sem fermist þann 16. apríl næstkomandi. Hann hlakkar til stóra dagsins en fram að honum heldur hann áfram að æfa handbolta með KA og glamra á gítarinn sinn eins og hann er vanur. Nafn: Hrannar Þór Rósarsson. Aldur: 14 ára. Búseta: Akureyri. Skóli: Naustaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, smíðar, heim- ilisfræði og tölvur. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundur er klárlega besti vinur mannsins. Uppáhaldsmatur: Lambalæri með piparsósu og kartöflum. Uppáhalds hljómsveit: Green Day. Uppáhaldskvikmynd: Indiana Jones. Fyrsta minningin þín? Það var þegar ég var þriggja ára og fór upp í bíl, náði að starta honum og endaði með því að keyra á vegg. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila handbolta með KA og glamra á gítar. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Fara á Facebook og á visir.is Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í handbolta, alveg klárt mál. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að keyra á vegg. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Þegar ég hef ekkert að gera. Hvenær fermist þú? 16. apríl næst- komandi. Hlakkar þú til fermingarinnar? Já, því þá kemst ég í fullorðins- mannatölu. /ehg Kemst senn í fullorðinsmannatölu Ýmsar náttúruhamfarir hafa dunið yfir íslensku þjóðina undan- farin ár. Nærtækasta dæmið er eldgosið í Eyjafjallajökli sem hófst á síðasta ári. Þrátt fyrir að gosinu sé formlega lokið eru áhrif þess enn til staðar. Öskufok herjar á íbúa svæðisins og margir líða enn fyrir áhrif streitu og álags sem hvíldi á þeim á meðan á gosinu stóð og fyrst á eftir. Við svona hamfarir hefur mann- eskjan mikla hæfileika til að tak- ast á við álag í kjölfarið. Viðbrögð fólks eru ólík en í upphafi finna flestir fyrir vanlíðan og ótta um framhaldið. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnir þættir hafa mikil áhrif á það hvernig fólk vinnur úr áfallinu. Í fyrsta lagi skiptir miklu máli hversu mikið atburð- urinn snertir einstaklinginn. Þannig er ljóst að þeir einstak- lingar sem höfðu mesta nálægð við eldgosið og urðu fyrir alvar- legum truflunum í daglegu lífi eru líklegri til að glíma við kvíða og vanlíðan. Í öðru lagi skipta fyrri áföll miklu máli. Þeir sem hafa upplifað erfiðleika og önnur áföll á lífsleiðinni, sem ekki hefur verið unnið úr, eru mun líklegri til að glíma við margháttaða erfiðleika. Mismunandi upplifun Hamfarir eru af ýmsum toga og ógna á mismunandi hátt. Sumar, líkt og jarðskjálftar eða snjóflóð, koma snögglega og innan fárra daga líður hættan hjá og uppbygg- ingarstarfið getur hafist. Gosið í Eyjafjallajökli dróst á langinn og olli langvarandi álagi sem getur kallað fram ýmiss konar streitu- einkenni. Margir sem búa við slíkt álag til langs tíma finna fyrir auk- inni spennu í líkamanum sem lýsir sér oft fyrst í truflun á svefni. Þá verður erfitt að sofna og/eða að fólk vaknar upp síðla nætur og nær ekki að festa svefn aftur. Einnig finna margir fyrir breytingum á skap- ferli, styttra er í reiði og pirringur algengur. Einbeitingarskortur og eirðarleysi fylgir oft þessu ástandi. Finni fólk fyrir slíkum einkennum er mikilvægt að hvíla sig og sækja sér stuðning en rannsóknir sýna að þeim sem geta tjáð líðan sína eftir áföll líður marktækt betur en þeim sem eiga erfitt með slíkt. Fái þessi einkenni að þróast getur kvíði og depurð myndast sem er alvarlegt ástand og veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum. Ákveðnar hugsanir fara þá að leita á fólk, oft tengdar hamförunum, endurupplifun verstu stundanna og þess óhugnaðar sem fylgdi. Þessar hugsanir geta valdið svo mikilli vanlíðan að fólk fer að reyna að forðast þær með öllum ráðum og jafnvel hliðrar hegðun sinni til. Þetta ástand getur endað í doða og almennum vanmætti. Áhrifin geta verið alvarleg Afleiðingar áfalla birtast ekki alltaf strax í sinni réttu mynd. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, hafi breytingar orðið á líðan eða hegðun sem tengja má álagi og streitu eftir hamfarir. Slík einkenni skal ekki hunsa, þar sem langvarandi streitu- viðbrögð geta haft alvarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu og gert fólk viðkvæmara fyrir. Finni fólk fyrir slíkum einkennum er það hvatt til að leita sér aðstoðar hjá sinni heilsugæslu. Í lokin má í raun segja að þrátt fyrir álag og átök í kjölfar síðustu hamfara höfum við fengið enn einn vitnisburð þess hvað mannskepnan er mögnuð skepna. Heimildir: Holgersen, B.H.J & Holen, A. (2011). Mental health outcomes and predictors of chronic disor- ders after the Nort Sea oil rig disaster:27-year longitudinal follow- up study. Journal of Nervous and          Íris Böðvarsdóttir og Ask Elklit. (2003). Áfallaröskun og sálræn viðbrögð meðal íslenskra þolenda jarðskjálfta. Sálfræðiritið – Tímarit      ! "  Íris Böðvarsdóttir Ari Bergsteinsson sálfræðingur Heilbrigðisstofnun Suðurlands Áhrif náttúruhamfara á líðan fólks Mynd | Drops Design www.garnstudio.com Kennsla í kjötskurði hófst hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli í byrjun febrúar 2010 en þá hófu 11 starfsmenn nám í kjötskurði. Meirihluti þeirra sem eru í kjöt- skurðarnáminu er pólverjar sem eru búnir að starfa hjá fyrirtækinu í mörg ár og hafa sest að hér á Hvolsvelli. Kennslan er skipulögð á þrjár annir, vorið 2010, haustið 2010 og kennslu lýkur nú í mars 2011. Þetta er umfangsmikið nám með vinnu og því lýkur með formlegum hætti með lokaprófi í kjötskurði. Fyrirtækið er með þessum hætti að bæta stöðu starfsmanna sinna og gefur þeim tækifæri til þess að eflast í starfi sem fagmenn. Það er IÐAN, fræðslu- setur og Hótel- og matvælaskólinn, sem reka saman símenntunarfyrir- tækið Sæmund fróða sem annast kennsluna. /MHH Þriggja anna kjötskurðarnám hjá Sláturfélagi Suðurlands Hópurinn sem stundar námið í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli, ásamt leiðbeinendum og forsvarsmönnum námskeiðsins. 10 pólverjar eru á námskeiðinu og 1 íslendingur. Af þeim 150 starfsmönnum, sem vinna í kjötvinnslunni eru 85 þeirra pólverjar. Myndir | MHH Örlygur Ásgeirsson, kjötiðnaðarmeistari og kennari á námskeiðinu (f.v.), ásamt Oddi Árnasyni, verksmiðjustjóra SS Hvolsvelli og Moniku Kowalensku, sem er túlkur í náminu. Örlygur fer einu sinni í viku austur á Hvolsvöll og kennir hópnum, verklegar og fagbóklegar greinar kjötskurðarnámsins. Saumastofa til sölu Seglás er vinnustofa sem saumar fortjöld, sóltjöld, hliðarsvuntur á fellihýsi og húsbíla og ýmsar yfir- breiðslur t.d á heitapottinn og margt fleira. Viðgerðir á tjöldum og fortjöld er stór þáttur hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið sér um ýmislegt fyrir sjávarútveginn svo sem netaflögg og karayfirbreiðslur og ýmsar viðgerðir á seglasaum. Til sölu er rekstur, saumavélar og ýmis verkfæri , lóg, lager og viðskiptamannaskrá ofl. Nú fer í hönd mesti annatími hjá fyrirtækinu hentar vel fyrir duglegan einstakling. Upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið thotan404@gmail.com Hrannar Þór hefur mest gaman að tölvum, heimilisfræði, íþróttum og smíðum í skólanum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.