Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Forntraktorar - meira en járn og stál! Kennarar: Bjarni Guðmundsson prófessor við LbhÍ, Jóhannes Ellerts- son kennari við LbhÍ, Haukur Júlíus- son frkvstj., Erlendur Sigurðsson vélameistari og Sigurður Skarp- héðinsson vélvirki. Tími  17 hjá LbhÍ á Hvanneyri Verð Ræktun og umhirða aldintrjáa     Kennarar: Henrik Jensen aldintrjáa- bóndi hjá Gyldenmose frugt, Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og Jón Kr. Arnarson verkefnisstjóri hjá LbhÍ Tími: 21.-22. mars LbhÍ, Reykjum Nám fyrir frjótækna Kennarar: Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumaður, Unnsteinn S. Snorra- son ráðunautur, Magnús B. Jónsson ráðunautur, Sigurður Kristjánsson BÍ, Berglind Ósk Óðinsdóttir ráðunautur, Þorsteinn Ólafsson dýralæknir og Eggert Gunnarsson dýralæknir. Tími 5. apríl á StóraÁrmóti Verð   Ræktum okkar eigin ber Kennarar: Guðríður Helgadóttir forstöðumaður LbhÍ Reykjum og Jón Kr. Arnarson verkefnisstjóri hjá LbhÍ Tími   15 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð Ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garði Kennari: Auður Jónsdóttir  garðyrkjufræðingur. Tími   15:30 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð  Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Kennari: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá LbhÍ Tími14. apr. Vöglum  Verð  Torf og grjóthleðslur Kennari: Guðjón Kristinsson torf grjóthleðslumeistari Tími: 20. maí, kl. 917 og 21. maí, 9 16 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi Verð  Námskeið fyrir þig! Jólatrjáarækt Kennarar: Böðvar Guðmundsson skógtæknir hjá Suðurlandsskógum og Hallur Björgvinsson svæðisstjóri hjá Suðurlandsskógum Tími     kl. 9-16 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð   Jarðræktarforritið Jörð.is           Kennari: Borgar Páll Bragason verk- efnastjóri hjá BÍ Tími: Boðið upp á tvö námskeið:   17 á Ísafirði    17 á Ísafirði Verð Hæfileikar hrossa      Kennarar: Eyþór Einarsson og Jón Vilmundarson kynbótadómarar Tími    –16:30 í Mosfellsbæ Verð (félagsmenn HS, 15.000kr) Burður og burðarhjálp (nautgripir) Kennari: Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir og tilraunastjóri hjá LbhÍ Tími: Boðið upp á tvö námskeið:     17 í Eyjafirði    17 á Egilsstöðum Verð  Lífræn aðlögun nautgriparæktar         Kennarar: Dr. Gunnar Á. Gunnarsson Vottunarstofan Tún, Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur hjá BÍ, Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaft- holti í Gnúpverjahreppi og Runólfur Sigursveinsson ráðunautur hjá BssL Tími    17 á Stóra Ármóti Verð Trjáklippingar og umhirða trjágróðurs Kennari: Einar Friðrik Brynjarsson brautarstj. Skrúðgarðyrkjubr. LbhÍ Tími    kl 9-16 hjá LbhÍ, Reykjum, Ölfusi Verð  Lífræn aðlögun sauðfjárræktar Tími    17 í Tjarnar- lundi í Dölum Verð Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Freyvangsleikhúsið frumsýndi á dögnum leikritið Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek í leik- gerð Colin Teevan. Leikstjóri er Þór Tulinius, Guðjón Ólafsson sem starfað hefur með Freyvangsleikhúsinu á liðnum árum tók sig til og snarði leik- gerðinni yfir á íslensku og annar góðvinur leikhússins, Emilía Baldursdóttir þýddi söngtexta. Hermann Arason samdi og útsetti nánast alla tónlist í verkinu. Halldór Sigurgeirsson formaður Freyvangsleikhússins segir það eitt af afkastamestu áhugamannaleik- húsum landsins, það eigi sér langa sögu og leiklistarhefðin í Eyjafirði sé sterk. Starfsemi leikfélagsins má rekja allt aftur til ársins 1957 þegar fyrst var sýnt á sviði félagsheimilis- ins Freyvangs, sem vígt var það ár. Leikfélag Öngulsstaðahrepps var stofnað fáum árum síðar, en það varð síðar að Freyvangsleikhúsinu. Þess verður minnst á næsta ári að hálf öld er er frá því skipu- lögð leiklistarstarfsemi hófst í Öngulsstaðahreppi sem síðar varð Eyjafjarðarsveit. Halldór segir að félagar í Freyvangsleikhúsinu hafa lagt mikið upp úr metnaðarfullum sýningum og á síðari árum hafa verið settar upp sýningar á verkum sem skrifað- ar hafa verið fyrir félagið. Dæmi um það er Kvennaskólaævintýrið sem Böðvar Guðmundsson skrifaði fyrir félagið og gerist í Kvennaskólanum sem á sínum tíma var starfræktur á Laugalandi. Sýningin hlaut mjög góðar viðtökur áhorfenda og var Freyvangsleikhúsið valið úr hópi áhugamannaleikfélaga til að sýna verkið á fjölum Þjóðleikhússins. Endurbætur á húsnæði Langþráður draumur Frey vangs- leikhússins rættist í byrjun árs þegar byggð var tækjabrú yfir suðurenda salarins, en þar er nú hægt að koma fyrir öllum stjórnbúnaði leikhússins fyrir ljós, hljóð og fleira. ”Þetta er mesta bylting í að bæta aðstöðu okkar í húsinu frá upphafi, en pláss- leysi hefur háð okkur mjög þegar mikið er umleikis,” segir Halldór. Frekari framkvæmdir í húsinu eru í undirbúningi, en þær snúa að því að bæta aðstöðu gesta leikhúss- ins. ”Við erum afskaplega þakk- lát stjórnendum sveitarfélagsins fyrir þann mikla velvilja sem þeir hafa sýnt okkur með því að ráðast í þessar þörfu framkvæmdir,” segir Halldór. „Sagan um góða dátann Svejk er ein af þessum vinsælu gamansögum sem alltaf halda gildi sínu, þetta er háðsádeila sem gerist í fyrra stríð- inu og segir frá því þegar dátinn Svejk er kallaður í stríðið,“ segir Halldór um verkið. Fjöldi leikarar tekur þátt í uppfærslunni,en þeir eru 22 talsins. Auk þess leggja margir hönd á plóg, þriggja manna hljóm- sveit tekur þátt í sýningunni og þá þarf að huga að hönnun leikmyndar og ljósa,sem og búninga, stjórna ljósum, sauma búninga og smíða leikmynd og útvega leikmuni, sjá um förðun og margt fleira. Gríðarlega mikið og flókið verkefni „Þetta er gríðarlega mikið og flókið verkefni og sennilega hefðum við aldrei farið út í það ef við hefðum fyrirfram vitað hversu mikil vinna er að baki við að setja þetta leikrit upp. Það má segja að hópurinn sem að baki því stendur hafi unnið þrek- virki,“ segir Halldór. Ákveðið var á liðnu hausti að taka þá leikgerð verksins sem Freyvangsleikhúsið valdi til sýninga. „Okkur þótti eldri leikgerðin heldur gamaldags og þung, en fréttum af þeirri nýju síðasta haust, það er allt annað yfir- bragð yfir henni og hún nútímalegri en hin fyrri. En þá þurftum við svo sannarlega að spýta í lófana til að allt myndi ganga upp,“ segir Halldór. Umrædd leikgerð hefur tvisvar verið sett á svið, í London árið 1999 og New York árið 2004 og var sami leikstjóri á ferðinni í bæði skiptin. Leikhúsin voru mun stærri en Freyvangur og aðstæður aðrar að sögn Halldórs, en verkið hlaut góðar viðtökur og fína dóma. Það sama má segja um uppfærslu Freyvangsleikhússinsm viðtökur gesta og gagnrýnenda hafa verið með ágætum. Verkið er sýnt í Freyvangi allar næstu helgar fram yfir páska. Freyvangsleikhúsið sýnir Góða dátann Svejk Haukur Guðjónsson (í bakgrunni: Gréta Jónsteinsdóttir og Hjálmar Arinbjarnarson). Brynjar Gauti Schiöth (góði dátinn Svejk) og Ingólfur Þórsson í hlut- verkum sínum. Ólafur Theodórsson. Undirritað var samkomulag milli Garðyrkjufélags Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands á föstudag um prófun á ræktun norðlægra yrkja af ávaxtatrjám við íslenskar aðstæður með það fyrir augum að í framtíðinni verði hægt að leiðbeina um val og rækt- unaraðferðir. Verkefnið fór af stað í kjöl- far fræðsluerinda sem Jón Þ. Guðmundsson garðyrkjufræðingur hefur flutt að undanförnu á vegum Garðyrkjufélagsins víða um land. Jón byggir þar á eigin reynslu og Sæmundar Guðmundssonar, áhuga- manns sem reynt hefur eplarækt um nokkurt skeið og búsettur er á Hellu. 130 þátttakendur Í fréttatilkynningu vegna verk- efnisins segir að um 160 félagar í Garðyrkjufélaginu hafi nú ákveðið að taka þátt í verkefninu og prófi yrki af eplatrjám, peru- trjám, plómum og kirsuberjum við breytileg skilyrði um allt land. Landbúnaðarháskólinn hefur fag- lega umsjón með framkvæmd próf- ana, veitir ráðgjöf um ræktunina og tekur við upplýsingum um árangur- inn hjá ræktendum. Stefnt er að því að prófanir fari fram sem víðast á landinu hjá aðilum sem líklegir eru til að annast ræktunina af alúð. Um 40 manns í öllum landshlutum taka þátt í kjarna verkefnisins og skuldbinda sig til að gefa reglu- legar skýrslur samkvæmt forsögn frá LbhÍ um lifun, þroska og þrif trjánna og uppskeru þegar þar að kemur. Hinir 120 verða tiltækir með einfaldari skýrslugerð og viðbótar- reynslu eftir því sem þörf gerist. Meðal atriða sem kanna þarf eru samspil yrkja við jarðveg og staðbundið veðurfar og skjól á rækt- unarstað, svo og ræktunartækni og umhirða, m.a. undirbúningur jarð- vegs, áburðargjöf og tæknilegar aðferðir til að tryggja blómgun, frjóvgun og uppskerumagn. Arflægir eiginleikar og uppskeru- tími ávaxta eru mjög breytilegir eftir tegundum og yrkjum. Yrki frá mörgum löndum prófuð Yfir 130 yrki erða prófuð og eru þau flest ættuð frá Finnlandi, Rússlandi og Eystrasaltslöndunum og byggja mörg á gamalli hefð kynbóta í þessum löndum. Sum þeirra hafa verið í sölu hjá garð- plöntustöðvum hér á landi til þessa og lofar reynslan góðu. Trén sem notuð verða til verkefnisins eru eins árs gömul og því mikilvægt að þau fái góða umhirðu í byrjun og að undirbúningur gróðursetningar sé vandaður. Ljóst er að íslenskur jarðvegur er líklega jafn erfiður í ræktun ávaxtatrjáa eins og veðrátta, skjól- leysi og harðgerði sjálfra trjánna. Þess vegna hefst átakið formlega í dag með því að þátttakendunum 40 í kjarna verkefnisins er boðið að taka þátt í námsstefnu sem aðstand- endur verkefnisins skipuleggja. Námsstefnan fer fram í húsakynn- um Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti. Á vegum Garðyrkjufélagsins hefur nú verið stofnaður sérstakur klúbbur um ávaxtarækt. Allir félagar í Garðyrkjufélagi Íslands geta gerst meðlimir í ávaxtaræktar- klúbbnum. (Sjá www.gardurinn.is) Garðyrkjufélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands: Þróunarverkefni um ræktun ávaxtatrjáa Frá undirritun samkomulags milli Garðyrkjufélags Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.