Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 16
16 - búnaðarþing 2011 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 10. MARS 2011 Ályktanir Búnaðarþings 2011 Til afgreiðslu á Búnaðarþingi 2011 komu 36 mál. Hér á eftir er farið yfir afdrif þeirra mála sem lokið var við að afgreiða áður en blaðið fór í prentun. Ályktanir sem út af stóðu verða birtar í næsta Bændablaði Sameining ráðuneyta Markmið Búnaðarþing 2011 mótmælir fyrir- liggjandi hugmyndum um samein- ingu sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis og iðnaðarráðuneytis í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Hins vegar eru samtök bænda tilbúin til við- ræðna um tilfærslu verkefna sem leitt geta til hagræðingar og skilvirkari stjórnsýslu, enda verði þær breyt- ingar gerðar í fullu samráði og sátt við viðkomandi atvinnugrein. Leiðir Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið fer með málefni þeirra atvinnugreina sem eru meginstoðir atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. Sérstök atvinnuvegaráðu- neyti tryggja nánari tengsl viðkom- andi atvinnugreina við stjórnsýsluna og færa hana nær grasrótinni. Framgangur máls Búnaðarþing 2011 felur stjórn BÍ að kynna ályktun Búnaðarþings fyrir forsætisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, ásamt því að vinna ályktuninni brautargengi. Eldgosið í Eyjafjallajökli – afleiðingar á heilsufar manna og dýra Markmið Búnaðarþing 2011 leggur áherslu á að fylgst verði áfram með afleið- ingum eldgossins á Suðurlandi, á síðasta ári, á heilsufar manna og dýra. Ásamt því að huga til fram- tíðar að sambærilegum tilvikum sem upp kunna að koma. Leiðir Búnaðarþing 2011 felur stjórn BÍ, í samráði við stjórnvöld, að koma á verkáætlun sem miði að því að meta afleiðingar eldgossins á heilsufar manna og dýra og hollustu afurða. Hlutverk einstakra stofnana verði skilgreint, ásamt því að ríkisvaldið tryggi viðkomandi eftirlits- og rann- sóknastofnunum fjármagn til þess starfs. Framgangur máls Unnið verði eftir verkáætlun stjórn- valda. Orkukostnaður í dreifbýli Markmið Búnaðarþing 2011 telur ójöfnuð milli dreifbýlis og þéttbýlis á raforkukostnaði vera algjörlega óásættanlegan. Búnaðarþing krefst þess að markmiðum raforkulaga nr. 65/ 2003 um að efla atvinnulíf og byggð í landinu öllu verði fylgt. Leiðir Tryggja verður jöfnun raforkuverðs um land allt til að einstaklingar og fyrirtæki hafi jöfn tækifæri óháð staðsetningu. Greiðslur til jöfnunar hafa lækk- að, hætt er að endurgreiða virðis- aukaskatt af raforku til húshitunar og lagður hefur verið á nýr skattur á raforku. Heimildir raforkulaga til að niðurgreiða dreifingarkostnað eru í dag ekki nýttar nema að u.þ.b. fjórðungi. Framgangur máls Búnaðarþing 2011 felur stjórn BÍ að leita samstarfs við aðra hagsmuna- aðila til þess að beita ríkisstjórn og Alþingi þrýstingi til að jafna raforku- verð um allt land. Varnir gegn dýrasjúkdómum Markmið Að verja íslenskan búpening fyrir smitsjúkdómum. Leiðir Lög og reglugerðir um dýrasjúkdóma verði endurskoðuð. Kveða þarf á um skyldu stjórn- valda til upplýsingagjafar um smit- leiðir og efla eftirlit með fólki og búnaði sem fer að og frá landinu. Framgangur Bændasamtök Íslands fylgi málinu eftir við stjórnvöld. 14b - Reglugerð um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum í plöntum innanlands Markmið Að verja íslenskan gróður gegn meindýrum og smitsjúkdómum. Leiðir Sett verði reglugerð um meindýra- og sjúkdómavarnir í plöntum innan- lands. Framgangur Bændasamtök Íslands fylgi málinu eftir við stjórnvöld. Námskeið í kúasæðingum Búnaðarþing 2011 skorar á Bændasamtök Íslands að hafa frum- kvæði að því að oftar verði haldin námskeið í kúasæðingum bæði fyrir nýliða og eins til endurmenntunar frjótækna. Bann við innflutningi hrossa og erfðaefni þeirra Búnaðarþing 2011 skorar á stjórn- völd að standa vörð um bann við innflutningi á lifandi hrossum og erfðaefni þeirra, í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Undanþága frá þessari grundvallarreglu Evrópusambandsins verði byggð á ítarlegu og rökstuddu áhættumati á þeirri heilsufarslegu ógn sem hlytist af slíkum innflutningi. Íslenski hrossastofninn er ein mikilvægasta erfðaauðlind þjóðar- innar sem okkur ber að standa vörð um. Hrossaræktin hefur þá sérstöðu í íslenskum landbúnaði að byggja afkomu sína að miklu leyti á útflutn- ingi lifandi dýra. Mikilvæg forsenda þess er heilbrigði íslenska hrossa- stofnsins. Vegna langrar einangrunar er stofninn afar móttækilegur fyrir nýjum smitefnum. Því er nauð- synlegt að viðhafa mun strangari sjúkdómavarnir en gert er ráð fyrir í reglum Evrópusambandsins. Eins og dæmin sanna geta væg smit- efni valdið faröldrum í hrossum hér á Ályktanir Sameiningu ráðuneyta mótmælt – Skortur á samráði eitt af því sem skýrir andúð bænda á hugmyndinni Þrjú erindi bárust Búnaðarþingi um fyrirhugaða sameiningu sjáv- arútvegs- og landbúnaðaráðu- neytis við iðnaðarráðuneyti. Í öllum tilvikum var Búnaðarþing hvatt til að mótmæla þeim til- burðum harðlega. Í ályktun þingsins sem samþykkt var sam- hljóða var hugmyndunum mót- mælt en samtök bænda lýsa sig tilbúin til viðræðna um tilfærslu verkefna sem leitt gætu til hag- ræðingar og skilvirkari stjórn- sýslu, enda verði þær breytingar gerðar í fullu samráði og sátt við viðkomandi atvinnugrein. Sveinbjörn Sigurðsson búnað- arþingsfulltrúi Búnaðarsambands S-Þingeyinga segir að það sé erfitt að vera algjörlega andvígur sam- einingum af þessu tagi. „Ég held að það sé rangt hjá bændum að standa algjörlega gallharðir gegn hugmyndum af þessu tagi. Við vitum að það á að draga úr og spara og það er auðvitað til gagns. Við eigum miklu heldur að standa vörð um hvað það er sem lendir á könnu ráðuneytis af þessu tagi og gæta þess að hagsmunir landbún- aðar verði ekki fyrir borð bornir.“ Verður að færa rök Sveinbjörn segir að eftir því sem hann kynni sér málið betur verði hann jákvæðari. „Við bændur erum búnir að álykta harkalega gegn þessu æ ofan í æ án þess að færa nokkur rök fyrir því og það gengur ekki. Við náum ekki árangri með slíku.“ Stóriðjan sér á báti Ef að af sameiningu yrði verður hins vegar að gá að því að á könnu ráðuneytisins verði atvinnumál sem eigi samleið að mati Sveinbjörns. „Stóriðjan á til að mynda enga sam- leið með öðrum atvinnugreinum þarna inni, hún á að fara beint undir fjármálaráðuneytið til dæmis. Önnur atvinnumál gætu verið þarna að mestu.“ Ræða þarf við grasrótina Stjórnvöld virðast oft ekki átta sig á því að samráð þurfi að hafa við atvinnugreinarnar þegar kemur að veigamiklum breytingum af þessu tagi segir Sveinbjörn. „Því miður er það svo að það skortir oft mikið á að grasrótin sé höfð með í ráðum. Það er sérdeilis bagalegt og við höfum oft brennt okkur á því áður, við bændur. Vegna þess kemur upp vantraust á milli aðila sem að birtist kannski meðal annars í þessari almennu andúð bænda á hugmyndum um þessa ráðuneytasameiningu.“ /fr Frá störfum í allsherjarnefnd.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.