Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Utan úr heimi Nýverið var haldið árlegt fag- þing nautgriparæktarinnar í Danmörku en þingið, sem kall- ast „Kvægkongress“, var haldið í bænum Herning á Jótlandi. Á fagþinginu, sem var opið öllu áhugafólki um nautgriparækt, voru tekin fyrir bæði pólitísk og fagleg málefni nautgriparæktar- innar og voru haldnar margar samhliða málstofur þá tvo daga sem þingið stóð. Alls sóttu það rúmlega ellefu hundruð manns, að stærstum hluta kúabændur, og gátu fundargestir valið á milli 56 ólíkra erinda í átta málstofum. Það væri til þess að æra óstöðugan að reyna að gera grein fyrir öllum erindum sem voru flutt á þessu fagþingi en hér verður gerð tilraun til þess að lýsa helstu mál- stofum þingsins. Lög og eftirlit Í þessari málstofu voru flutt mörg afar áhugaverð erindi, sérstaklega um nýja heilbrigðiseftirlitskerfið sem er komið á í Danmörku en nú sjá sk. góðbændur um flestar lyfjagjafir og algengar meðhöndlanir á sínum búum. Sömu bú uppfylla kröfur um eigið eftirlit og eru undir handleiðslu dýralækna. Þá var í málstofunni einnig flutt erindi sem tengdist eftir- liti með búum og skepnum, sem og einkar áhugavert erindi um lagalegar hliðar búskaps við skilnaði, andlát eða gjaldþrot. Þar kom m.a. fram að margir kúabændur hafa ekki gert erfðaskrár og margoft hafa komið upp verulegar lagalegar flækjur við uppgjör búa. Hagfræði Í málstofunni um hagfræði voru lagðar fram ýmsar áhugaverðar upplýsingar um rekstrarniðurstöður síðasta árs, en þar kom m.a. fram að gríðarlega mikill munur er á afkomu 10% bestu búanna miðað við 10% slökustu búanna. Athyglivert var að sjá hve mikið einstök smáatriði í rekstrinum geta skipt miklu máli þegar búin eru orðin jafn stór og þau eru í Danmörku. Þá var ekki síður áhugavert að heyra um hve lítið kúabúin hafa upp úr aukinni tækni- væðingu og hve erfitt er að keppa við rúmgóðan mjaltabás þegar horft er í krónur og aura. Þannig hefur upp- gjör nokkurra meðalstórra og stórra búa sýnt að mjaltaþjónavæðing hluta þeirra nær ekki að keppa við sambærileg bú með mjaltabása, svo fremi sem mjólkað sé þrisvar á dag í þeim. Bústjórn Afar mörg áhugaverð erindi voru flutt í þessari málstofu en upp úr stóð þó erindi um nýtt átaksverk- efni sem kallast „Viðsnúningur“, þar sem ráðgjafateymi veltir við hverjum steini í rekstri kúabúa sem ekki eru að ná jafn góðum árangri og bestu bú landsins. Í þessu verkefni þurfa kúabændur viðkomandi búa að vera tilbúnir til þess að horfast í augu við margar erfiðar staðreyndir, s.s. um eigin getu og/eða getuleysi til þess að sjá um reksturinn. Nálgun Dana að verkefninu er einnig áhugaverð sökum þess að skipt er um hefð- bundna ráðgjafa viðkomandi bónda og fengnir að ráðunautar úr nærliggj- andi héruðum, sem þekkja ekki til á viðkomandi búi og koma óbundnir til verka. Grípandi og hispurslaus frásögn kúabónda á Sjálandi af reynslu hans af verkefninu og þeim valkostum sem hann stóð frammi fyrir var til fyrirmyndar, en hann hafði lent í verulegum erfiðleikum. Hann lýsti því einnig hvernig tókst að byggja upp getu hans og sjálfs- traust til þess að takast á við erfið- leikana. Fjósbyggingin Danskir kúabændur eru, líkt og íslenskir, áhugasamir um bútækni og var oft þétt setinn bekkurinn undir fjölda erinda um hönnun fjósa og tæknimál. Þó var eftirtektarverð aðsókn að erindi sem hét einfaldlega „Snjallar lausnir“, þar sem kynntar voru ýmsar áhugaverðar, vinnulétt- andi uppfinningar kúabænda víðs- vegar í Danmörku. Erindið byggði á niðurstöðum verkefnis þar sem bændur voru hvattir til þess að senda inn myndir og upplýsingar um eigin hönnun á vinnuléttandi tækni og var afar fróðlegt að sjá og heyra hve margar lausnir voru í boði til þess að létta hin daglegu og margbreytilegu störf á nútíma kúabúi. Framangreind samantekt er, eins og áður segir, einungis örstutt yfirlit um hluta af fjölmörgum erindum sem voru flutt, en hægt er að skoða glærur flestra erinda á heimasíðu fagþings- ins: http://www.landbrugsinfo.dk/ kvaeg/dansk-kvaeg-kongres/sider/ startside.aspx. Síðari hluti umfjöllun- arinnar um fagþingið birtist í næsta Bændablaði. Snorri Sigurðsson Auðlindadeild Landbúnaðar háskóla Íslands Frá fagþingi nautgriparæktarinnar í Danmörku – Fyrri hluti Brúsapallurinn er mörgu fólki ofarlega í minni, þangað kom mjólkurbíllinn að sækja mjólkina til bændanna og færandi varning- inn heim. Mjólkurbílstjórinn var þjóðhetja héraðanna flottur og sterkur. Allir kannast við lagið um hann Bjössa á mjólkurbílnum. Eins og þessi líflega mynd frá þessum gamla rómantíska tíma ber með sér var oft mikið fjör við brúsapallinn. Brúsapallurinn var kannski facebook gamla tímans. Þangað bárust fréttir, þar voru málin rædd og ekki síst hitamál líð- andi stundar. Krakkar fengu far með mjólkurbílnum í skólann. Húsfreyjurnar brugðu sér líka í kaupfélagið öðru hverju þótt mest væri nú pantað í gegnum sveita- símann. Undirritaður hyggst skrifa öðru hverju í Bændablaðið pistla undir heitinu „Við Brúsapallinn“. Vonandi flytja pistlarnir fróðleik um mjólkuriðnaðinn og hugsjónir um íslenskan landbúnað almennt. Myndin sem fylgir þessum pistli og mun birtast með næstu pistlum er gerð af listakonunni Þórhildi Jónsdóttur sveitastelpu úr Fljótshlíðinni en hún er dóttir Jónda heitins í Lambey sem kunnur var fyrir teikningar og auglýsingar fyrir Mjólkursamsöluna í gamla daga og síðar kunnur listamaður. Stundum finnst okkur að allt sé á hverfandi hveli og við sjáum varla daginn eða veginn fyrir vandamálum. Þess vegna er svo mikilvægt að ræða um svo margt sem við eigum og viljum alls ekki missa. Staða mjólkuriðnaðarins er góð, sala mikil á hollustu vörum sem heimilin kunna að meta. Um sjö hundruð kúabændur fram- leiða mjólkina hringinn í kringum landið. Í afurðastöðvunum vinnur svo á fimmta hundrað manns með mikla þekkingu á sínu sviði. Í hruninu dróst víða saman í fyrirtækjunum, þessu er öðruvísi farið með mjólkurvörurnar sam- drátturinn er sára lítill. Allir þeir sem kjósa að eiga landbúnað í landinu og það matvælaöryggi sem hann skapar, þurfa nú að velta fyrir sér stærstu ógninni sem að bændum og landbúnaðinum steðjar en það væri aðild að ESB. Langstærsta pólitíska málið Þrjú stóru atriðin sem við verðum að ræða alveg sérstaklega eru þessi. Erum við tilbúin í það full- veldisframsal til ESB sem aðildinni fylgir? Erum við tilbúin að hleypa erlendum togurum inní landhelgina sem við börðumst fyrir með svita og tárum, og hvað þýðir það fyrir efnahag landsmanna. Erum við tilbúin að fórna íslenskum land- búnaði með því að ganga í ESB? Hvað með matvælaöryggið og þá atvinnu sem hann skapar, eigum við gjaldeyri til að kaupa matvælin frá útlöndum? Viljum við sjá á eftir þessari atvinnu úr landi? Það er þegar að koma í ljós að allt tal um að Íslendingar fái verulegar undanþágur bæði í land- búnaði og sjávarútvegi verða ekki á dagskrá hjá ESB. Við skulum öll taka að vigta inná vogarskálarnar hverju við töpum með aðild og hver yrði ávinningurinn. Þetta er langstærsta pólitíska málið í dag og um það varðar hvern einasta íslending. Það verður þjóðin sem tekur þessa ákvörðun að lokum, ábyrgðin er okkar. Í þessu máli erum við „lög- gjafar“. Í þessu máli verður sann- leikurinn að liggja á borðinu og ekki viljum við sjá sveitir þessa lands verða án hlutverks. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM Fróðleikur og hugsjónir Frá kúabúi einu í Englandi, sem rekið er af hinum hindísku trúar- samtökum Hare Krishna, er mjólk seld á 1,70 pund hver hálfpottur (e. „pint“, um 568 millilítrar). Það myndi samsvara því að hver lítri kostaði nærri 290 íslenskum krónum. Er það nærri fjórum sinnum hærra verð en mjólkurlítrinn kostar á Íslandi eftir síðustu hækkun þegar hann fór í um 74 krónur. Að því er fram kemur í blaðinu Husdjur er ástæðan sú að enska mjólkin er seld sem hágæða, heilög mjólk þar sem kýrnar eru handmjólk- aðar undir síbyljandi mantrasöngli. Þá er bókstaflega litið á skepnurnar sem heilagar kýr og fá kálfarnir til dæmis að drekka eins mikið og lengi af spena og þeim sýnist án afskipta mannfólksins. Þegar ekki er hægt að tutla meiri mjólk úr kúnum sökum elli er þeim ekki slátrað, eins og tíðkast myndi á venjulegum búum. Þess í stað komast kýrnar á eftirlaun og þiggja sína töðu og það án endurgjalds í formi frekari afurða, þar til þær deyja drottni sínum. Ekki fer þó sögum af því hvort kýrnar eru eftir andlátið brenndar á virðulegum bálkesti eins og mann- fólkið, undir mantraklið heittrúaðra. Dýr er dropi hinna heilögu kúa Nú mega kettir í sveitum lands- ins sannarlega fara að vara sig. Svo virðist sem að í uppsiglingu sé mikill músafaraldur sem þó er harla óhefðbundinn. Þar mun vera um að ræða nýja tegund tölvumúsa sem þurfa ekki endi- lega slétt skrifborð til að leika sér á heldur þrífast þær ágætlega á grófu yfirborði og þess vegna á baki katta ef því er að skipta. Í tölvuþjóðfélagi nútímans eru mýs samt ekki endilega neitt sem fólk þarf að óttast í hýbýlum sínum og hlaupa til og setja upp rottufellu ef þeirra verður vart. Tölvumýs sem notaðar eru til að stýra aðgerðum á tölvuskjám eru þó sumar þannig úr garði gerðar að full ástæða er til að óttast þær. Hver kannast ekki við óná- kvæmni í færslu bendils, eða að hann færist rykkjótt eða alls ekki, allt eftir því yfirborði sem músinni er rennt eftir. Slíkt getur valdið því að notendur eyða óvart í fáti mikilvægum skjölum á tölvunum sínum. Nú kann að vera fundin lausn á þessum vanda með nýrri hönnun á tölvumús. Það er svoköll- uð V-Track mús frá fyrirtækinu A4Tech, sem kynnt er á CeBIT trade fair tölvutæknisýningunni í Hannover í Þýskalandi, sem hófst á þriðjudaginn. Má hafa köttinn sem undirlag V-Track músartæknin á að sögn framleiðanda að tryggja notanda nánast algjört frelsi hvað varðar undirlag það sem músin er notuð á. Byggir tæknin á notkun geisla sem beint er lóðrétt niður á yfir- borðið í stað þess að hafa hann hall- andi, eins og gert er í Blue Track, Laser og Optical músum. Þannig næst mun nákvæmari skönnun á staðsetningu músar, ekki síst ef yfirborðið er óslétt eða gefur mis- munandi endurkast eins og þekkt er með aðrar gerðir músa. Þannig er hægt að nota V-Track mús á nánast hvaða undirlagi sem er. Það getur verið tré, gler, teppi og jafnvel loðfeldur eða - köttur. Þá er V-Track músin ekki eins næm fyrir ryki og hefðbundnar mýs, að því er segir í kynningu A4Tech, sem er þriðji stærsti framleiðandi tölvumúsa og lyklaborða í heim- inum. Músafaraldur í uppsiglingu - nú mega kettirnir vara sig Ný gerð tölvumúsa kynnt sem nota má jafnt á loðfeldi sem glampandi gler

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.