Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Á markaði Vísindastofnun bresku ríkis- stjórnarinnar (Government Office for Science) sendi nú í janúar frá sér skýrslu um framtíð matvæla- framleiðslu og landbúnaðar í ljósi áskorana og valkosta til að stuðla að sjálfbærni á alheimsvísu. Skýrslan er 211 bls. Markmiðið með gerð hennar var að greina þau vandamál sem eru framundan varðandi fram- boð og eftirspurn eftir matvælum og skilgreina þær ákvarðanir sem taka þarf nú þegar og á næstu árum til að tryggja að brauðfæða megi alla íbúa jarðarinnar. Vaxandi álag Mikið álag verður á fæðuframleiðslu heimsins á næstu 40 árum; spáð er fjölgun mannkyns úr sjö milljörðum í átta milljarða árið 2030 og allt að níu milljarða árið 2050, auk þess sem efnuðu fólki fjölgar, sem skapar eftir- spurn eftir fjölbreyttari gæðamatvöru sem krefst meiri auðlinda að fram- leiða. Á framleiðsluhliðinni er vaxandi samkeppni um land, vatn og orku og áhrif loftslagsbreytinga verða sífellt sýnilegri. Þörfin fyrir að minnka losun gróðurhúsalofttegunda verður því æ meiri. Skýrslan skilgreinir fimm lykilvið- fangsefni sem taka verður á í stefnu- mótun næstu ára. Þau eru: - - - Auka þarf tækni í landbúnaði Seinustu tvö atriðin endurspegla viðurkenningu á því að stærstur hluti lands í heiminum, auk vatnsauðlinda, er nú þegar nýttur til matvælafram- leiðslu og hún hefur mikil áhrif á öll vistkerfi. Skýrslan tekur sérstaklega til umfjöllunar fjárfestingar í tækniþekk- ingu sem „lífsnauðsynlegar“, í ljósi umfangs þeirra áskorana sem þarf að takast á við á næstu áratugum til að tryggja matvælaöryggi. Auka þarf tækni í landbúnaði til að nýta betur þær auðlindir sem landbúnaður nýtir í dag með sjálfbærum hætti. Einnig er lögð áhersla á bætta nýtingu vatns og minni sóun eða rýrnun á leið matvæla frá framleiðendum til neytenda. Ekki er hins vegar talið að lausnin felist í að taka stór, ný svæði til landbún- aðarframleiðslu, þar sem því fylgir mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Skýrslan bendir einmitt jafnframt á nauðsyn þess að taka enn meira tillit til landbúnaðar og matvælaframleiðslu í alþjóðlegum samningaviðræðum um loftslagsmál. /EB Heimild: http://www.bis.gov.uk/assets/bispart- ners/foresight/docs/food-and-farming/11-546- future-of-food-and-farming-report.pdf. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Fæðuframleiðsla Árið 2010 töldust starfandi ein- staklingar á landinu vera 167.200. Þar af störfuðu 4.700 manns í landbúnaði. Starfandi teljast þeir sem unnu eina klukkustund eða lengur í við- miðunarvikunni eða voru fjarver- andi frá starfi sem þeir gegna að öllu jöfnu. Fólk í fæðingarorlofi telst vera fjarverandi frá vinnu hafi það farið í leyfi úr launuðu starfi, jafnvel þótt það hafi ekki hug á að hverfa aftur til sama starfs. Þegar flokkað er eftir atvinnugreinum er miðað við atvinnustarfsemi þeirra fyrirtækja sem fólk starfar hjá eða starfaði síðast hjá í samræmi við atvinnugreinaflokkun ÍSAT2008. 4.700 í landbúnaði Í landbúnaði töldust 3.100 karlar starfandi eða 3,6% af starfandi körlum. Þá voru 1.600 konur starf- andi í landbúnaði eða 2% af starf- andi konum. Á höfuðborgarsvæðinu voru 400 manns starfandi í landbúnaði, þar af 300 karlar. Utan höfuðborgar- svæðisins voru 2.800 karlar starf- andi í landbúnaði eða 8,6% og 1.500 konur eða 5,7% af starfandi konum. Af þessu má sjá að landbún- aður er mikilvæg atvinnustarfsemi á landsbyggðinni og eru þá ótalin störf í þjónustu og úrvinnslu við atvinnuveginn. /EB Á árinu 2010 voru 167 þúsund manns starfandi á vinnumarkaði 4.700 störfuðu í landbúnaði 400 í landbúnaði á höfuðborgarsvæðinu Vaxandi álag á fæðuframleiðslu heimsins á næstu 40 árum Samkeppni eykst um land, vatn og orku Verðlag hækkaði um 1,18% í febrúar, sem var nokkuð yfir vænt- ingum greiningaraðila, en spár lágu á bilinu 0,8=1%. Ástæður þessa munar virðist mega rekja til meiri hækkunar húsnæðisliðar en búist hafði verið við. Tólf mánaða verðbólga mældist 1,9% í febrúar samanborið við 1,8% í janúar. Mest áhrif til hækkunar á verðlagi í febrúarmánuði hafði verðhækkun á fötum og skóm, sem hækka um 5,5% milli mánaða og hafa 0,33% áhrif til hækkunar á verðlagi. Húsgögn og ýmis heimilisbúnaður hækka um 2,5% (0,16% vísitöluá- hrif) milli mánaða og kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkar um 1,7% (vísitöluáhrif 0,2%) sem má að mestu rekja til hækkunar á markaðsverði húsnæðis. Þá hækk- aði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,8% (0,13% vísitöluáhrif) frá fyrra mánuði, aðallega vegna hækkana á kjöt- og mjólkurvör- um. Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkar um 15,1% (vísitöluáhrif 0,12%) frá fyrra mánuði en þessi liður vísitölunnar sveiflast iðulega mikið milli mælinga. Verð á bensíni hækkaði um 1,8% (vísitöluáhrif 0,1%) frá því í janúarmán- uði. Miklar hækkanir hafa enn orðið á bensíni og olíu síðan þá og því er útlit fyrir umtalsverða hækkun á þessum lið vísitölunnar í marsmán- uði. Bensínverð hefur á síðustu 12 mánuðum hækkað um tæplega 10% skv. vísitölu neysluverðs og hefur haft ríflega 0,5% áhrif til hækk- unar á almennu verðlagi undan- farið ár. Greiningar- aðilar spá að talsverð verðbólga sé f r a m u n d a n . Hækkandi hrá- vöruverð erlendis mun leiða til verðhækkana hér á landi, bæði á matvöru og elds- neyti. Þá hafa útsölur ekki gengið að fullu til baka. Arionbanki spáir 0,8% verðhækkunum í mars en auk ofangreinds er spáð verðhækkunum á húsnæðislið vísitölunnar. Gangi spá bankans eftir mun ársverðbólga mælast 2,2% í mars. /EB Verðbólga og verðbólguhorfur: Verðlag hækkar meira en búist var við Tagomatic Alvöru flagheflar á góðu verði. Til afhendingar strax. Vinnslubreidd 3,00 m, hæð á blaði 70 cm, stór og góð landhjól sem snúast í 360°. Allar aðgerðir vökvaknúnar (snúningur á blaði, skekking og halli (tilt)). Þyngd 940 kg. Möguleiki á hliðarspjöldum (side-stop). Þ Ó R H F | K r ó k h á l s i 1 6 | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 | L ó n s b a k k a | S í m i 4 6 1 - 1 0 7 0 ÞÓR HF Fransgård

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.