Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Á sameiginlegum deildar- fundi Auðhumlu svf. í Norð- austurdeild sem haldinn var í Sveinbjarnargerði í liðinni viku voru veittar viðurkenningar fyrir innlagða mjólk í úrvalsflokki fyrir árið 2010 hjá MS – Akureyri. Alls voru veitt 26 verðlaun til framleiðenda í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu en þetta svæði hefur verið eitt samlagssvæði undan- farin 11 ár. Þá hlutu 8 framleið- endur, sem einnig leggja inn mjólk hjá MS – Akureyri, viðurkenningu fyrir úrvalsmjólk á deildarfundi í Víðihlíð í Húnavatnssýslu á dögunum. Úrvalsmjólk þarf að standast ítrustu kröfur um hreinlæti og júgurheilbrigði og vera laus við lyfjaleyfar. Prufur eru teknar úr mjólkurtönk- unum í öllum vikum ársins og þurfa framleiðendur að standast allar kröfur sem gerðar eru miðað við mánaðar- lega útreikninga. Kristján Gunnarsson mjólkureftir- litsmaður ávarpaði bændur, þakkaði þeim sérstaklega fyrir þessa gæða- framleiðslu og sagði m.a. að aldrei hefði verið framleidd betri mjólk á landinu en árið 2010. Norðausturdeild skæri sig úr hvað þetta varðaði þar sem gæði þar væru meiri en annars staðar á landinu. Verðlaunin afhentu svo Sigurður Rúnar Friðjónsson sam- lagsstjóri og Kristín Halldórsdóttir gæðastjóri hjá /MS. /MÞÞ Bændur fyrir norðan fá verðlaun fyrir úrvalsmjólk Verðlaunahafar úr Húnavatnssýslum á deildarfundi Auðhumlu í Víðihlíð. Frá vinstri eru Kristján, Pétur á Neðri-Torfustöðum, Jens á Brandaskarði, Sigurður og Gróa á Brúsastöðum, Einar Sigurðsson, Jóhann á Auðólfsstöðum, Guðný Helga á Bessastöðum, Halldór og Jónína á Súluvöllum ytri og Sigurður Rúnar. Kristján Guðmundsson mjólkureftirlitsmaður, Sigurður Rúnar Friðjónsson samlagsstjóri hjá MS-Akureyri ásamt bændum úr Eyjafirði, frá vinstri: Leifur í Klauf, Steinn á Melum, Jóhannes á Espihóli, Gunnsteinnn og Dagbjört á Sökku, Jóhann á Vöglum, Pétur á Gautsstöðum, Eiríkur á Ytra-Gili, Helga í Hvammi, Kristín á Merkigili og Kristín gæðastjóri. Á þessari mynd eru bændur úr Suður-Þingeyjarsýslu, f.v. Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Hulda Kristjánsdóttir Búvöllum, Bergljót Þorsteinsdóttir Halldórsstöðum, Karl Björnsson Veisu, Sif Jónsdóttir Laxamýri, Friðrika Sigurgeirsdóttir Bjarnarstöðum, Arngeir Friðriksson Helgastöðum, Erlingur Teitsson Brún, Baldvin Einarsson Engihlíð og Kristín Halldórsdóttir gæða- stjóri hjá mjólkursamlaginu á Akureyri. Þá sér aðeins í Kristján Gunnarsson mjókureftirlitsmann lengst t.v. og Sigurð Rúnar Friðjónsson samlagsstjóra á bak við Bergljótu. Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf. 22. mars og aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda 22. og 23. mars „Gæðamál - Í takt við nýja tíma“ Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði, Eyjafirði 22. mars 2011 Kl. 10.00 Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf. – Hefðbundin aðalfundarstörf Kl. 12.00 Hádegishlé Kl. 13.00 Aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda – setning. Fundi frestað til kl. 9.15, 23. mars. Kl. 13.05 Saga Ferðaþjónustu bænda; heimildasöfnun Oddný Björgvinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda Kl. 13.20 Nýtt gæða- og umhverfisflokkunarkerfi Ferðamálastofu Elías B. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu Kl. 13.40 Aðgengi fyrir alla – kynning á Merkjakerfinu Harpa Ingólfsdóttir, ferilhönnuður frá Aðgengi ehf. Kl. 13.55 Endurskoðun á flokkunarkerfi Ferðaþjónustu bænda Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda Kl. 14.10 Umræður Kl. 14.45 Kaffihlé Kl. 15.15 Heilsársferðaþjónusta : Hvað getum við lagt af mörkum? Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri utanlandsdeildar Ferðaþjónustu bænda Kl. 15.30 Tækifæri til nýsköpunar og vöruþróunar – kynning á verkefninu SJÓÐUR. Björn H. Reynisson, Íslandsstofa og Berglind Viktorsdóttir Ferðaþjónustu bænda Sigurður Steingrímsson, verkefnastjóri Impru hjá Nýsköpunarmiðstöð 16.00 Óvissuferð í boði heimamanna! Kvöldverður og kvöldskemmtun að hætti heimamanna kl. 19.30 23. mars 2011 Kl. 9.15 Aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda frh. Venjuleg aðalfundarstörf Gögn lögð fram til samþykktar:  Reglur um félagsaðild Ferðaþjónustu bænda  Stefnumótun 2011-2020 fyrir Félag ferðaþjónustu- bænda  Samningur á milli FB, FFB og einstakra félaga  Samningur um notkun á merki félagsins Til kynningar eftirfarandi samningar:  Samningur á milli FB og FFB Kl. 12 Aðalfundi FFB lokið Þjónustunámskeið fyrir félaga í Ferðaþjónustu bænda og SAF, þann 23. mars kl. 14-18 hjá Símey á Akureyri: Leiðin að hjarta gestsins Nánari upplýsingar um fundina og námskeiðið er að finna á www.sveit.is Auglýsing um styrki til rannsókna og þróunar- verkefna í nautgriparækt Bændasamtök Íslands auglýsa hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt sam- kvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 913/2010. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:                       Tímaáætlun verkefnisins Fjárhagsáætlun verkefnisins. Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni. Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Nánari upplýsingar veita nautgriparæktarráðunautar            "#           $ %  &  '(  %)*+57 ;  (Merkt: Umsókn um þróunarfé)    $ %   &  (  % )*+57 ; www.buvis.is V e r i ð v e l k o m i n á v e f s í ð u o k k a r Ert þú að renna út á tíma með að panta áburð? Tökum niður pantanir til 15. mars. Upplýsingar á www.buvis.is ÁB UR ÐU R

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.