Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Í Norður-Evrópu er tíðni sjáan- legrar júgurbólgu 40-50 til- felli fyrir hverjar 100 kýr á ári. (Bartlett et al. 2001; DARD 2008) En þetta er einungis toppurinn á ísjakanum því dulin júgurbólga er mun algengari. Frumutala í inn- leggsmjólk á Íslandi er um 250.000 frumur/ml (árstíðabundnar sveiflur 220.000-270.000) og hefur nánast verið óbreytt undanfarin ár. Frumutala af þessari stærðar- gráðu segir okkur að tíðni dulinnar júgurbólgu á Íslandi er mjög há og að júgurheilbrigði er einnig lakara hér en í nágrannalöndunum. Mikill kostnaður Kostnaður vegna júgurbólgu er bæði vegna sýnilegrar og dulinnar júgurbólgu. Áætlaður kostnaður vegna þessa er misjafn á milli landa. Í Danmörku er áætlaður kostnaður vegna sýnilegrar júgurbólgu, miðað við einn grip á ársgrundvelli, um 56.880 d.kr. eða 126.400 ísl.kr. (Dansk Landbrugsrådgivning 2008). Á Bretlandi er kostnaðurinn um 34.760 ísl.kr. og í Bandaríkjunum 23.700 ísl.kr. (Bar et al. 2008) fyrir hvert tilfelli. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á þessar tölur, s.s. alvarleiki júgurbólgunnar, mjólkurverð til bóndans, aldur gripsins og á hvaða hluta mjaltaskeiðsins kýrin er þegar hún fær júgurbólgu. Þyngst vegur þó afurðatap í formi lægri nytar og styttri endingar kúa. Áætlaður heildarkostnaður á Íslandi um 1,2 milljarðar Á Íslandi er kostnaður vegna með- höndlunar júgurbólgu hár miðað við mörg önnur lönd. Áætlaður kostnaður vegna sýni- legrar júgurbólgu á Íslandi er u.þ.b. 71.100 ísl.kr. á hvert tilfelli. Hlutfall sýnilegrar júgurbólgu hér á landi er a.m.k. um 40%. Þetta þýðir að árlegur kostnaður vegna sýnilegrar júgurbólgu er að lágmarki um 682 milljónir ári. Kostnaður vegna dulinnar júgur- bólgu er einnig gífurlegur vegna lægri mjólkurnytar. Margir bændur virðast ekki átta sig á því gífurlega tekjutapi sem þeir verða fyrir þegar frumutalan er há, þar sem tapið kemur ekki beint úr pyngju bóndans. Sem dæmi má nefna að kúabú sem er með 200.000 frumur/ml í frumut- ölu hefur 6% minni framleiðslu en býli sem er með 100.000 frumur/ml í frumutölu. Kostnaðaráætlun vegna dulinnar júgurbólgu hér á landi er um 570 milljónir á ári. Þannig gæti heildarkostnaður vegna júgurbólgu á Íslandi numið um 1,2 milljörðum ísl.kr. Staphylococcus aureus algengasti sýkingavaldurinn Júgurbólga er bólga og sýking í mjólkurkirtlum kúa. Sýklar valda henni oftast. Bakteríur sem valda júgurbólgu eru ýmist smitandi á milli kúa eða bakteríur sem lifa almennt í umhverfinu og geta valdið júgurbólgu. Algengasti sýkillinn sem veldur júgurbólgu á Íslandi er Staphylococcus aureus. Erfitt getur reynst að meðhöndla júgurbólgu af völdum Staphylococcus aureus með sýklalyfjum þar sem sýkillinn getur „falið“ sig djúpt í vef mjólkur- kirtilsins. Einnig hefur hann þann eiginleika að geta myndað slímhjúp sem hann notar til að festa sig við vefi kirtilsins. Þessi slímhjúpur getur einnig varið hann gegn sýklalyfjum. Á þennan hátt getur kýrin verið með króníska júgurbólgu, sjáanlega eða dulda. Í kjölfarið hækkar frumutalan og nytin minnkar. Þannig geta kýr einnig verið smitberar og viðhaldið óæskilegu smitmagni innan hjarðarinnar. Ein helsta vísbending um að kýr séu smitaðar af Staphylococcus aureus, eða kóagúlasa-neikvæðum stafýló- kokkum, er einmitt hækkuð frumut- ala og léleg nyt. Flestir bændur gera sér grein fyrir því að ásamt góðum búskaparháttum er hreinlæti lykilatriði í forvörn gegn júgurbólgu. En jafnvel á fyrir- myndarbúum reynist baráttan gegn Staphylococcus aureus æði erfið. Nýr valkostur Nú hefur nýr valkostur bæst í hóp- inn í baráttunni gegn Staphylococcus aureus. Vísindamönnum hefur tekist að þróa bóluefni við júgurbólgu af völdum Staphylococcus aureus, kólígerla og kóagúlasa-neikvæðra stafýlókokka. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið síðan þetta bóluefni kom á markaðinn í Evrópu árið 2009, og reynsla af notkun þess, benda til þess að hér sé kominn öflugur liðsauki í endalausri baráttu gegn júgurbólgu. Ávinningur af völdum bólusetninga gegn Staphylococcus aureus, kólíforma og kóagúlasa- neikvæðra stafýlókokka; Dregur úr tíðni og alvarleika klín- ískra einkenna sýnilegrar júgur- bólgu af völdum Staphylococcus aureus, kólíforma og kóagúlasa- neikvæðra stafýlókokka. Minni notkun sýklalyfja. Lægri frumutala og hækkuð nyt. (Prenafeta A., et al., 2009. Veterinary Immunology and Immunopathology) Spennandi nýjung Hér er á ferðinni spennandi nýjung fyrir bændur og dýralækna. En vert er að taka fram að ekki er um neina töfralausn að ræða. Það er mjög mikilvægt að líta á bólusetningu sem einn þátt í marg- þættri áætlun til að hafa stjórn á júgurbólgu sem snertir alla mikil- væga þætti er varða júgurheilbrigði (t.d. tækni við mjólkun, geldstöðu og kynbótatækni, hreinlæti, næringu, húsnæði, undirburð, vellíðan kúnna, gæði lofts og vatns, heilbrigðiseftir- lit) og aðra búskaparþætti. (Útreikningar miðast við gengið 10. febrúar 2010 – 158 iskr./1 €) Höfundar: Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir og tilraunastjóri Tilraunabúsins að Stóra-Ármóti. Líney Emma Jónsdóttir dýralæknir. Nýr valkostur í baráttunni gegn júgurbólgu Útgjöld bænda vegna júgurbólgu valda miklum búsifjum hjá kúabændum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.