Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 18
18 - búnaðarþing 2011 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 10. MARS 2011 Tvær búgreinar, alifugla- og svínarækt, voru eyðilagðar með ábyrgðarlausri framkomu lánastofnana á Íslandi. Þetta er mat Haraldar Benediktssonar formanns Bændasamtaka Íslands og byggir hann það mat sitt á innihaldi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir og afleiðingar efna- hagshrunsins. Haraldur Benediktsson var harðorður í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi þegar hann fjallaði um afkomu bænda og í máli hans kom fram að forystumenn Bændasamtakanna hefðu æ ofan í æ reynt að vekja athygli á að framganga fjármálastofnana væri að knýja tugi bænda út úr svína- ræktinni með tilheyrandi sam- þjöppun í framleiðslu. Slík sam- þjöppun fæli í sér mikla hættu fyrir hagsmuni bænda, neytenda, byggðarlaga og fæðuöryggis. „En enginn vildi taka undir, því ofurtrúin á hið frjálsa og óhefta markaðsfyrirkomulag var slík að beinlínis væri hættulegt að skipta sér af því,“ sagði Haraldur í ræðu sinni. Fjárhagur svínaræktarinnar í raun hruninn Haraldur rakti síðan hvernig Samkeppniseftirlitið hefði komist að þeirri niðurstöðu í janúar síð- astliðnum í úrskurði um samein- ingu rekstrareininga í svínarækt, að fjárhagur búgreinarinnar væri í raun hruninn. „Engar forsendur séu fyrir því að stuðla að dreifðu eignarhaldi í búgreininni. En takið eftir: Það er gert með hagsmuni lánveitanda í huga. Þessi orð eru ekki ætluð til að sneiða að þeim bændum eða búum sem sameinuð voru og eiga hlut að máli, heldur að vekja athygli á að varnaðar- orð sem féllu á vettvangi okkar 2008, og fyrr, um þróun á afkomu bænda hafa verið staðfest af sömu stofnun og sakfelldi samtökin okkar fyrir að rækja skyldur sínar. Svona rétt eins og sá sem kallar á slökkviliðið væri gerður ábyrgur fyrir brunanum sem hann tilkynn- ir,“ sagði Haraldur jafnframt. Ráðherra boðar frumvarp Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra brást við orðum Haraldar í ávarpi sínu við setningu Búnaðarþings með því að tiltaka að hann hyggist á næstunni leggja fram lagafrumvarp sem miði að því að svínarækt verði í auknum mæli stunduð sem fjöl- skyldubúgrein. Á skömmum tíma hafi framleiðslan færst á fárra manna hendur og nú sé aðeins um tugur bænda sem standi að fram- leiðslu svínakjöts. Stærsti aðilinn ráði yfir meira en helmingi fram- leiðslunnar og slík staða skekki samkeppnisstöðu á markaði. Við svo búið verði ekki unað. Ótækt að bankarnir stýri greininni Hörður Harðarsson formaður Svínaræktarfélags Íslands segir að í grunninn hafi Haraldur rétt fyrir sér. „Hins vegar er þarna um fleiri þætti að ræða sem hafa haft áhrif á þessa þróun. Meðal annars var stefnumótun innan landbúnaðar- ins varðandi svínaræktina lítil sem engin. Þessar greinar báðar hafa þróast þannig að þær hafa í allt of litlu mæli verið hluti af land- búnaðakerfinu sem samhangandi heild. Bankarnir eiga hins vegar mikla sök í því hvernig þessar greinar gátu þróast eins og raun bar vitni. Bankarnir lánuðu til fjárfestinga í greininni án þess að hafa næga þekkingu til að meta getu til að takast á við aukna fjár- festingu og stærðaruppbyggingu og einnig hvað það myndi þýða ef uppbyggingin gengi ekki upp. Í dag erum við að súpa seyðið af þessu. Ályktun Haraldar á því fullan rétt á sér. Það er ótækt að bankarnir stýri því hvernig greinin er byggð upp til lengri tíma litið.“ Horfa þarf til skýrslu um starfskilyrði Varðandi yfirlýsingar ráðherra minnir Hörður á að í febrúar í fyrra hafi verið lögð fram skýrsla um starfsskilyrði svínaræktarinnar. „Þar er minnst á að greinin þurfi að þróast samhliða aukinni akuryrkju og að hún eigi að vera hluti af þeirri menningu sem þrífst í landinu hvað búsetu varðar, svo dæmi séu tekin. Ef ráðherrann er að taka mið af þeim ábendingum sem þar komu fram tel ég það vera mjög mikil- vægt skref í þá átt að skapa greininni það umhverfi sem getur best þjónað íslenskum hagsmunum.“ Stór orð hjá Haraldi Geir Gunnar Geirsson eigandi og framkvæmdastjóri Stjörnugríss, sem er stærsta fyrirtækið á mark- aðnum með ríflega fimmtíu prósent markaðshlutdeild, segir það sitt mat að þetta séu stór orð hjá Haraldi. „Svínaræktin er ekkert meira eyðilögð en aðrar atvinnugreinar á Íslandi sem eru skuldsettar upp í rjáfur. Menn gleyma hratt, það þarf ekki að horfa langt til baka til að sjá sömu vandamál í öðrum búgreinum. Menn fóru á hausinn í bunkum í loð- dýraræktinni og er ekki skuldsetning í mjólkurbúskapnum gríðarleg? Var ekki offramleiðsla árum saman í sauðfjárræktinni? Vissulega er rétt hjá Haraldi að það voru óeðlileg afskipti af greininni og þau höfðu skelfilegar afleiðingar í för með sér en ég held að það tímabil sé að baki núna. Greinin er ekkert ónýt.“ „Ráðherra hyggst eyðileggja fyrirtækið mitt“ Hvað varðar yfirlýsingar ráðherra vísar Geir Gunnar þeim á bug sem reginfirru. „Ætlar maðurinn að ráð- ast á eignarréttinn, sem varinn er stjórnarskrá? Þetta þýðir að ráðherra hyggst eyðileggja fyrirtækið mitt. Ætlar ráðherra að stunda eignaupp- töku á eignum mínum? Er eðlilegt að landbúnaðarráðherra beiti sér með þessu offorsi gagnvart mér, einum bónda af öllum bændum í landinu? Þetta er ótækt stjórnsýsla. Hver á að stunda svínabúskap, á að skikka menn til að stunda hann? Hver á að standa í uppbyggingunni og fjármagna þennan búskap? Halda menn að bankarnir vilji lána til uppbyggingar í þessari grein, nýbúnir að losa sig út úr henni með milljónatapi? Það hefur aldrei verið haft samband við okkur um eitt né neitt í þessum efnum, aldrei verið rætt við okkur um þessa hluti. Þessi framganga er ótrúleg og ég á ekki til orð yfir þetta. Þetta er í raun bara einelti gagnvart mínu fyrirtæki og skapar meiri óvissu en hugsanleg Evrópusambandsaðild.“ /fr Ráðherra vill að svínarækt verði stunduð sem fjölskyldubúgrein í stað stórbúa Lánastofnanir eyðilögðu alifugla- og svínaræktina Svínabóndi segir ráðherra leggja sitt fyrirtæki í einelti og hyggist eyðileggja það Í almennum umræðum á öðrum degi Búnaðarþings urðu líflegar umræður þingfulltrúa. Fjöldi manns bað um orðið og varð atgangurinn um tíma svo mikill að starfsmenn þingsins átti erfitt með að átta sig á í hvaða röð ætti að skrá þingfulltrúa á mælendaskrá. Var því gripið til þess ráðs að láta stærðarröð ráða. Eftir því sem næst verður komist er röðin ekki enn komin að Haraldi Benediktssyni formanni samtakanna. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flutti sköruglega ræðu við setningu Búnaðarþings. Ræðan þótti reyndar dragast nokkuð á langin hjá ráðherranum sem vonlegt var enda fór hann yfir vítt svið. Var því lýst svo kvöldið eftir að þar hefði fátt verið ósagt. Komust fróðir menn helst að því að einungis þrjár búgreinar hefðu legið óbættar hjá garði, geit- fjárræktin, íslenski hundurinn og æðarræktin. Gengur ráðherra nú undir viðurnefninu Jón Bjarnason Castro, og ekki eingöngu vegna stjórnmálaskoðana. Bændur hittu buðu stjórnmálaflokkum til fundar við sig í Bændahöllinni til að kynna þeim helstu áhersluatriði Búnaðarþings. Var ákveðið að draga um hjá hvaða flokki þingfulltrúar ættu að mæta og var rafmögnuð stemming í þingsal meðan á úrdrætt- inum stóð. Líklega hefur þó enginn þingfulltrúi verið spenntari en Sindri Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins. Fór það svo að Sindra var úthlutað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum. Hefur Sindri farið fram á að fulltrúi sýslumanns verði viðstaddur næst þegar vélað verður um fundahald af þessu tagi, enda er hann sannfærður um að svindlað hafi verið á sér. Kvótamarkaður fyrir mjólk Búnaðarþing 2011 beinir því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra að fjölga markaðsdögum fyrir greiðslumark í mjólk í samráði við BÍ og LK. Markmið Knýjandi er fyrir mjólkurfram- leiðendur að ná fram jafnvægi í viðskiptum með greiðslumark. Nauðsynlegt er að hægt sé að eiga viðskipti með greiðslumark á síðari hluta kvótaárs svo hægt sé að aðlaga búrekstur vegna óvæntra aðstæðna. Framgangur Stjórnir BÍ og LK afli gagna er varða nýtingu greiðslumarks og taki upp viðræður við stjórnvöld um fjölgun markaðsdaga. Mengunarmál Markmið Tryggja að landbúnaðarframleiðslu á Íslandi stafi ekki hætta af utan- aðkomandi mengun. Landbúnaður á Íslandi er almennt stundaður í sátt við umhverfið og mikilvægt að mengun t.d. frá stóriðjum og sorpbrennslum valdi ekki skaða. Nauðsynlegt er fyrir ímynd íslensks landbúnaðar að koma í veg fyrir slíkt. Leiðir Útbúa þarf skilvirka verkferla sem hægt er að vinna eftir ef mengunar- slys verða. Til dæmis má líta til við- bragða við dýrasjúkdómum. Framgangur Búnaðarþing 2011 felur stjórn BÍ að senda erindið til umhverfisráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis. Starfsmenntun í landbúnaði Markmið Búnaðarþing 2011 beinir því til Mennta- og menningarmálaráðu- neytisins að tryggja stöðu starfs- menntanáms í landbúnaði við fyrir- hugaðar breytingar á lögum um opin- bera háskóla og niðurfellingu laga um búnaðarfræðslu. Mikilvægt er að þau réttindi og skyldur sem skólinn hefur haft með höndum samkvæmt búnaðarfræðslulögum sé haldið til haga. Leiðir Tryggja þarf að starfsmenntanám í landbúnaði, sem LbhÍ sinnir í dag, verði áfram eitt af lykilverkefnum skólans og njóti þar með þess faglega baklands sem þar er að finna. Áfram verði unnið að því að starfsmennt- anámið nýtist sem hluti af framhalds- skólanámi til stúdentsprófs. Framgangur máls Stjórn BÍ vinni að málinu í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðu- neytið og LbhÍ. Léttir molar af Búnaðarþingi Ályktanir framhald

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.