Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Fréttir Undanfarin ár hefur Félag áhugahóps um endurbyggingu Riishúss á Borðeyri staðið fyrir endurbótum á þessu merka húsi. Það var reist árið 1862 af Pétri Eggerts og er eitt elsta uppistandandi hús við Húnaflóa. Frá upphafi lék það stórt hlutverk í verslunarsögu Borðeyrar. „Riishús- dagur“ á Borðeyri Sunnudaginn 20. mars nk. verður haldinn „Riishús-dagur“ á Borðeyri. Það er gert í tvennum tilgangi: Í fyrsta lagi til að vekja athygli á því menningarsögulega verkefni sem endurbygging þess er. Í öðru lagi til að afla fjár til áframhaldandi starfa því tengdu. Boðað er til fjölbreyttrar dag- skrár í skólahúsinu á Borðeyri kl: 14:00, þar á eftir er kaffihlaðborð og að lokum býðst áhugasömum að skoða Riishús undir leiðsögn þaul- kunnugra manna, þeirra Georgs Jóns Jónssonar Kjörseyri og Sverris Björnssonar Brautarholti. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir á „Riishúsdag“ á Borðeyri. Allir þeir 15 héraðsdýralæknar sem starfandi eru á landinu fá uppsagnarbréf þann 1. maí nk. en uppsögnin kemur til framkvæmda 1. nóvember nk. Sex af þeim verða endurráðnir og starf þeirra þá eingöngu bundið við opinbert eftirlit. Skipulagsbreytingarnar koma í kjölfar reglugerðar um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum (nr. 570/2010) sem gerir ráð fyrir að sjálfstætt starfandi dýralæknar sinni allri dýralækna- þjónustu. Alfreð Schiöth, ritari stjórnar Dýralæknafélags Íslands, segir að meðal héraðsdýralækna ríki mikil óvissa um framtíð þeirra í starfi, en þeim níu sem ekki halda störfum sínum bjóðast ný störf hjá Matvælastofnun (MAST). „Skipulagsbreytingarnar felast í því að skilja að um land allt opin- bert eftirlit (t.d. fjósaskoðun, eftir- lit í sláturhúsum, kjötvinnslum og mjólkursamlögum, forvarnarstarf og stjórnsýslu vegna smitsjúkdóma og mál er varða velferð dýra) og dýra- læknaþjónustu við bændur (þjónusta við hefðbundið búfjárhald) og aðra dýraeigendur (gæludýrahald og reið- hrossaeign í þéttbýli). Þessari kerfis- breytingu er ætlað að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra í störfum héraðsdýralækna og mæta kröfum í framhaldi af EES-samningi, þ.e. innleiðingu á ESB-löggjöf á mat- vælasviði,“ segir Alfreð. Hæpinn rekstrargrunnur sjálfstætt starfandi dýralækna í strjálbýli Alfreð segir afleiðingar skipulags- breytinganna verða þær að umdæmi þeirra sem eftir verði stækki veru- lega, enda fækki þeim úr 15 í 6. „Sjálfstætt starfandi dýralæknum er síðan ætlað að sinna allri dýralækna- þjónustu, þ.e. sólarhringsþjónustu um land allt með viðunandi við- bragðstíma. Slíkt tvöfalt fyrirkomu- lag hefur verið við lýði um allmörg ár á Mið-Norðurlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og gengið vel, þar sem rekstrargrunnur fyrir starfi sjálfstætt starfandi dýralækna er til staðar á þeim svæðum. Utan þessara svæða hafa héraðsdýralæknar hingað til sinnt jöfnum höndum opinberu eftirliti og dýralæknaþjónustu,“ segir Alfreð. „Vandamálið við þær skipulags- breytingar sem eru að bresta á, er að í strjálbýli er ekki rekstrargrunnur fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi dýralækna allan sólarhringinn, alla daga ársins, nema að til komi stuðn- ingur hins opinbera eins og staðar- uppbætur, starfsaðstaða, aksturs- styrkir og/eða aukin verkefni; t.d. samþætting dýralæknaþjónustu, ráð- gjafarþjónustu og sæðinga á búfé,“ segir Alfreð. „Hið opinbera hefur gefið fyrirheit um þennan stuðning til að tryggja dýralæknaþjónustu í strjálbýli og upplýsingar um hann átti að birta með reglugerðinni en var því miður hvergi þar að finna. Hvorki ráðuneytið né Matvælastofnun hafa upplýst dýralækna um með hvaða hætti farið verður með staðarupp- bætur, starfsaðstöðu eða aksturs- styrki til að halda uppi viðunandi sólarhringsþjónustu sjálfstætt starf- andi dýralækna í strjálbýli.“ Kaldar kveðjur Alfreð segir marga héraðsdýralækna upplifa seinagang ráðuneytisins og Matvælastofnunar sem heldur kaldar kveðjur; ekki síst þá sem hafa þjónað af trúmennsku og haldið uppi sólar- hringsþjónustu um langan aldur í erfiðum umdæmum með takmörk- uðum möguleikum á að fá lögboðinn frítíma. „Þá er erfitt fyrir fjölskyldu- fólk að skipuleggja framtíð sína við þessar aðstæður. Nokkrir héraðs- dýralækna eiga rétt til biðlauna og hafa þannig svigrúm til að hugsa sinn gang. Sumir horfa til þjónustu við gæludýra- og reiðhrossaeigend- ur í þéttbýli. Í ljósi fyrri reynslu, þegar umdæmum héraðsdýralækna var fækkað, má búast við að ein- hverjir leiti út fyrir landsteinana.“ Alfreð segir stjórn Dýralæknafélags Íslands hafa leitað eftir stuðningi Bændasamtaka Íslands við þá hugmynd að samþætta dýralækna- þjónustu og nautgripasæðingar; að dýralæknar gætu keypt naut- gripasæði og sinnt sæðingum hjá viðskiptavinum sínum, þannig að efla megi rekstrargrunn sjálfstætt starfandi dýralækna í strjálbýli og viðhalda þar dýralæknaþjónustu. Þessu erindi hafi verið hafnað af stjórn Bændasamtaka Íslands og jafnframt bent á þann möguleika að dýralæknar leiti eftir vinnu eða verktöku hjá viðkomandi búnaðar- samböndum. /smh Uppsagnir héraðsdýralækna 1. maí Mikil óvissa um framtíð þeirra í starfi – Ekki hefur verið upplýst hvernig dýralæknaþjónusta verði tryggð á landsbyggðinni Ísmótið Mývatn open um helgina Ísmótið Mývatn open, Hestar á ís 2011 verður haldið í Mývatnssveit um komandi helgi. Mótið er nú haldið í níunda sinn en það er Hestamannafélagið Þjálfi sem efnir til þess í samvinnu við Sel- Hótel Mývatn. Baldvin Kr. Baldvinsson á Ræktunarbúinu Torfunesi er í hópi skipuleggjenda en hann segir að mótið eigi vaxandi vinsældum að fagna, þangað sæki hestamenn víða af landinu og eins hafi útlendingar sótt það í auknum mæli hin síðari ár. Mývatn open er haldið við Skútustaði og hefst með útreiðartúr síðdegis á föstudag, 11. mars. „Þetta er afskaplega skemmtileg ferð í fallegu umhverfi, riðið er yfir vatnið og í Hrútey þar sem menn staldra við og fá veitingar, kakó, smurt brauð og aðrar veitingar. Svo er sungið og spjallað og heimamenn segja sögur,“ segir Baldvin. Sífellt fleiri taka þátt í hópreið- inni yfir isilagt Mývatn en á milli 60 og 70 hestamenn voru með á liðnu ári. Keppni hefst á laugardags- morgun, 12. mars kl. 10.30, þá verður keppt í tölti B og síðan tölti A, en eftir hádegi tekur stóðhesta- keppni við sem og keppni í skeiði. Verðlaunaafhending verður yfir kaffihlaðborði í Sel-Hóteli að keppni lokinni, en um kvöldið verður hesta- mannahóf á sama stað sem öllum er opið. Boðið er upp á gistingu á hótelinu og þá útvega mótshaldarar pláss fyrir hross aðkomumanna. Erlingur Ingvarsson á Blæ frá Torfunesi. Lagt af stað í útreiðartúr yfir ísilagt Mývatn, en Mývatn open hefur átt vaxandi vinsældum að fagna á liðnum árum. Það verður haldið í níunda sinn um komandi helgi. Nýr maður kom inn í stjórn Félags Sauðfjárbænda við Eyjafjörð, þegar Arnfríður Friðriksdóttir á Hálsi við Dalvík, var kjörin í stjórn þess á aðalfundi í liðinni viku. Hún kemur inn í stjórn félagsins í stað Þórsteins Jóhannessonar á Bárðartjörn, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Konur skipa nú í fyrsta skipti meirihluta stjórnar FSE, en hún var lengi framan af eingöngu skipuð körlum og má því segja að enn eitt karlavígið hafi fallið. Þetta er athyglisvert, þegar það er haft í huga að rétt um 80% félagsmanna er karlkyns. Í stjórn félagsins sitja nú Birgir Arason, Gullbrekku, formaður, Sigríður Bjarnadóttir, Hólsgerði, ritari, Arnfríður Friðriksdóttir, Hálsi við Dalvík, gjaldkeri, Ásta Fönn Flosadóttir, Höfða, varafor- maður og Guðmundur Sturluson, Þúfnavöllum, meðstjórnandi. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa fluttu erindi á fundinum þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda, Sigurður Jóhannesson fram- kvæmdastjóri SAH á Blönduósi og Sigurður Þór Guðmundsson ráðu- nautur hjá Búgarði, sem kom inn í stað Maríu Svanþrúðar Jónsdóttur ráðunauts, en hún forfallaðist á síðustu stundu. Birgir og Ásta Fönn voru kjörin til að mæta á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn verður í byrjun apríl næst- komandi. /MÞÞ Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð: Konur í meirihluta í stjórn Vel á annað hundrað manns sóttu stofnfund Samtaka lífrænna neyt- enda í Norræna húsinu mánudag- inn 7. mars. Fjórtán aðilar, bænd- ur, framleiðendur og innflytjend- ur, kynntu vörur sínar í anddyri hússins. Upplýsingamiðstöð um lífræna ræktun og matvælafram- leiðslu (Vottunarstofan Tún, Bændasamtökin, Náttúran.is) dreifðu upplýsingum, m.a. um niðurstöður rannsókna sem gerð- ar hafa verið á lífrænni ræktun í heiminum. Aðstoðarmaður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, ávarpaði fundinn fyrir hönd ráðherra sem fagnaði stofnun samtakanna og hvatti fundargesti til samstarfs í framtíðinni. Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og Náttúruvísindasvíðs HÍ flutti erindi undir yfirskriftinni „Matur og heilsa í iðnvæddum heimi“ þar sem hún fjallaði um efnanotkun í hefðbundnum landbúnaði á heims- vísu og um þá gríðarlegu jarðvegs- eyðingu sem hefur orðið í kjölfar hennar. Kristín Vala undirstrikaði mikilvægi lífræns landbúnaðar í því að snúa þróuninni við, enda væru lífrænir búskaparhættir best til þess fallnir að viðhalda frjósemi jarðvegs og sporna gegn mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Hreyfing en ekki félag Fundargestir skráðu sig í fram- kvæmdanefnd og starfshópa en yfir hundrað skráningar voru í tíu hópa, þar af sextán í framkvæmdanefnd. Samtökin verða starfrækt sem „hreyfing“ en ekki formlegt félag til að gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt og vera sem næst gras- rótinni. Í lok fundar var lögð fram til- laga að stuðningsyfirlýsingu við tvær þingsályktunartillögur sem nú liggja fyrir Alþingi og var hún samþykkt með lófataki. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Samtök lífrænna neytenda stofnuð í Norræna húsinu 7. mars 2011 senda frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu til yfirstandandi Búnaðarþings, Alþingis, fagaðila og annara er vilja láta sig málið varða. Á Alþingi liggja fyrir tvær þings- ályktunartillögur, önnur um mótun framleiðslustefnu í lífrænum land- búnaði (þingskjal nr. 371) og hin um útiræktun erfðabreyttra lífvera (þingskjal nr. 737). Engin stefna er við lýði á Íslandi í dag varðandi þessi tvö málefni sem eru brýn neytendamál, þar sem þær miða að því að tryggja matvælaöryggi með umhverfisvernd að leiðarljósi. Ísland er mikill eftirbátur megin- lands Evrópu í lífrænni ræktun og framleiðslu lífrænt vottaðra afurða. Innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, enda er einungis 1% af ræktuðu landi á Íslandi í vottaðri líf- rænni ræktun en Evrópusambandið setur markmiðið á 20% árið 2020 en er nú í kringum 5%. Sömuleiðis hafa mörg lönd og enn fleiri héruð í Evrópu lagt bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum. Stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda lýsir yfir fullum stuðningi við þessar þingsályktunartillögur, þakkar og hvetur flutningsmenn þeirra til að halda málunum til streitu. Samtökin vilja auk þess hvetja til samvinnu allra hlutaðeig- andi til að skapa þá umgjörð um líf- rænan landbúnað að hann geti vaxið í takt við þá þróun sem nú er að eiga sér stað í löndunum í kringum okkur og lýsir eftir samhentu átaki stjórnvalda, stofnana og fagaðila til að svo megi verða.“ Fjölmenni á stofnfundi Samtaka lífrænna neytenda í Norræna húsinu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.