Bændablaðið - 10.03.2011, Page 32

Bændablaðið - 10.03.2011, Page 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Þann 2. mars s.l. birti Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið nýja reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Með því er ljóst að ráðuneytið hefur enn hafnað eindregnum óskum kúa- bænda um fjölgun uppboðsdaga á kvótamarkaði. Frá setningu upphaflegrar reglugerðar um kvótamarkað í maí 2010 hefur einungis einn uppboðsdagur verið haldinn þann 1. desember s.l. og skiljanlega urðu viðskipti þar ekki mikil, enda bændur þarna að feta sín fyrstu skref í nýju markaðsum- hverfi með greiðslumark. Því til viðbótar var á þessum tíma verið að breyta afskriftareglum vegna þessara viðskipta sem án nokk- urs vafa hafa gert það að verkum að verðhugmyndir kaupenda og seljenda fjarlægðust. Síðasti aðalfundi Lands- sambands kúabænda fól stjórn samtakanna að vinna að því í samstarfi við Bændasamtökin og ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar að öll viðskipti með greiðslumark í mjólk, sem færist milli lögbýla fari í gegnum sameiginlegan tilboðsmarkað. Markmiðið með stofnun þessa kvótamarkaðar var einkum þrí- þætt, í fyrsta lagi að auka gegnsæi viðskipta með greiðslumark, í öðru lagi að jafna aðstöðu fram- leiðenda sem vilja eiga viðskipti og í þriðja lagi að draga úr kostn- aði greinarinnar vegna viðskipta með greiðslumark. Það var hins- vegar alltaf ljóst að til þess að þessi markmið næðust þyrfti að vera nægjanlegt svigrúm til við- skipta á markaðnum. Ljóst er að sú mikla stífni sem einkennt hefur ákvarðanir ráðu- neytisins í þessu efni hefur komið mörgum kúabændum illa. Á það bæði við um þá sem hugðust aðlaga greiðslumark sitt að fram- leiðslu með kaupum, en ekki síður hefur þessi staða haft erfiðleika í för með sér fyrir fólk sem ákveðið hefur að selja greiðslumark sitt af heilsufars-, aldurs- eða búrekstrar- legum ástæðum. Miklu skiptir fyrir fólk í þessari aðstöðu að hafa næg tækifæri til viðskipta, áður en farið er að ráðstafa bústofni eða taka aðrar rekstrarlegar ákvarð- anir. Landssamband kúabænda hefur eytt mjög mikilli vinnu í að ná fram breytingum á umræddri reglugerð um kvótamarkað í sam- ræmi við vilja aðalfundar, þar á meðal fjölgun markaðsdaga og ítrekað hefur verið bent á mikil- vægi þess. Því hefur hinsvegar eins og áður hefur komið fram verið hafnað án þess að nokkur haldbær rök séu færð fyrir þeirri afstöðu. Með þessari framgöngu ráðuneytisins er hætt við að góð hugmynd að stórbættu skipulagi á viðskiptum með greiðslumark bíði verulegan hnekki og ljóst að næsti aðalfundur Landssambands kúabænda verður að taka málið til alvarlegrar skoðunar, verði ekki breyting þar á. /Sigurður Loftsson. Líf og starf Eins og allir mjólkurframleið- endur vita eru víðast hvar tekin mjólkursýni úr kúnum reglulega (10 – 12 sinnum á ári, lágmark nú 4 sinnum til að ná gæðastýringu) til efnamælinga og gjarnan vigtað úr kúnum um leið fyrir skýrsluhaldið. Svo ekkert fari á milli mála hvað við er átt er hér verið að tala um kýrsýnin, einstaklings- sýnin, sem sett eru í glas með rotvarnarpillu frá RM og send þangað til innihaldsmælinga (efnamælinga) t.d. mælinga á fitu, próteini, úrefnum, frumut- ölu, FFS (frjálsum fitusýrum), og kaseini. Þetta er gert vegna kynbóta- og ræktunarstarfs í landinu en einnig fyrir bóndann beint svo hann sjái samsetningu mjólkur- innar úr kúnum, sem síðan má nota til bættrar fóðrunar í slagtogi við magnmælingu. Þá er mjólkurmagn viðkom- andi grips einnig mælt um leið (raunar við hverjar mjaltir í tölvu- tengdum kerfum og „milkmas- terum“). En það er einn stór annmarki á þessu öllu og hann er að of stór hluti sýnanna er með fitu- og frumutöluniðurstöður út úr kortinu eins og sagt er, jafnvel með einstaka sýni yfir 8 % í fitu og frumutölu yfir 10 millj. Önnur efni eins og t.d. prótein verða aldrei eins ótrúverðug en skekkjast engu að síður einnig. Og ástæðan fyrir þessum sveiflukenndu niðurstöðum kýr- sýnanna er einföld þ.e. ekki er af hálfu bóndans staðið rétt að sýnatökunni. Þetta er sérlega alvarlegt mál þegar um er að ræða rækt- unarstarf og kynbótaráðgjöf en ákvarðanir um kynbótagripi eru að hluta byggðar á niðurstöðum úr þessum sýnum. Hvernig á að taka sýnin? Þegar tekin eru mjólkursýni eiga þau að sýna þverskurð af mjólkinni úr viðkomandi grip. Þetta þýðir að ekki er um marktækt sýni að ræða nema sýnið sé úr mjólk úr kú sem mjólkuð er þegar notaður er þar til gerður mjólkurmælir sem skilur frá sýnishorn af mjólkinni allan mjaltatímann (helst morgunmál). Þegar rétt er staðið að sýna- tökunni er áríðandi að sá hluti frátökumagnsins sem ætlaður er í sýnaglasið með rotvarnarpill- unni í hvíta kassanum sé rétt blandaður. Það á ekki að hella beint úr mæliglasinu eða opna fyrir kran- ann neðst á mælinum heldur taka mjólkurmælinn frá og endastinga honum 3 – 4 sinnum til að fita og önnur efni blandist rétt áður en sett er í sýnaglas hvíta kassans. Sumir mjólkurmælar (t.d. De-laval) eru með sérstakt hlið- hangandi frátökuglas og stærra glas mælisins fyrir magnmæl- inguna. Ef sérstakt frátökuglas er til staðar á að taka glasið af og setja lófann fyrir opið og endastinga því nokkrum sinnum. Gott er að vera með einnota hanska svo sýnið mengist minna en mengun skiptir þó litlu máli þar sem ekki er verið að mæla líftölu þessara sýna og að þau eru rotvarin strax. Þarna er verið að tala um allar gerðir rörmjaltakerfa og hangandi mjólkurmæla. Láglínukerfi með tölvuskrán- ingu eru með búnað sem tengdur er við á sýnatökudögum og þar ber einnig að endastinga glasinu nokkrum sinnum áður en hellt er í sýnaglasið. Hristið ekki. Varast ber að hrista sýnið því þann- ig blandast loft í það sem getur haft áhrif á niðurstöðuna, sér í lagi FFS. Ef einhverjir taka sýnin beint úr spena fyrir eða eftir mjaltir er ekkert að marka niðurstöðuna. Það er vonandi enginn sem gerir þetta á þann hátt. Það er til margháttaður búnað- ur til sýnatöku en aðeins ein gerð mjaltakerfa skilar sýninu beint í pilluglasið og það eru róbótarnir. Við önnur mjaltakerfi ber ein- faldlega að tryggja að viðkom- andi sýni gefi þverskurð af allri mjólk viðkomandi mjalta og að þess sé vandlega gætt að blanda sýnið rækilega áður en hluta þess er hellt í pilluglasið sem fer til mælingar. Mjólkurmagnsmæling. Þá að lokum, vegna magnmælinga er áríðandi að mjólkurmælarnir sem notaðir eru við rörmjaltakerfin séu réttir og er áríðandi að senda þá til stillingar reglulega. Þeir sem eru með „milkmas- ter“ og brautakerfi eða láglínu- bása verða að biðja sína þjónustu- menn að leiðrétta mælana leiki grunur á að þeir séu ekki réttir. Það er í raun jafn mikilvægt að magnmæling kúnna sé á réttu róli eins og efnaniðurstöðurnar vegna kynbótastarfsins. Áríðandi þegar tekin eru kýrsýni (einstaklingssýni) Fjóstíran Raddir kúabænda - naut.is Kýrin Hjössa á Höskuldsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu var nythæsta kýrin árið 2010 á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda með 10.278 kg og lenti hún í 35. sæti yfir landið hvað þennan þátt varðar. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar fyrir árið 2010 og fjallað er um í nýj- asta fréttabréfi BSH. Þar kemur einnig fram að meðalnyt á svæði sambandsins hækkaði á milli ára og endaði í 5.190 kg/árskú sem er þó aðeins undir landsmeðaltalinu sem er 5.342 kg/árskú. Nythæstu kýr á svæðinu: Hjössa Höskuldsstöðum 10.278 kg. Glöð Tjörn 10.057 kg. Braut Tjörn 10.007 kg. Flekka Brautarholti 9.920 kg. Halla Brúsastöðum 9.667 kg. Helena Hólabaki 9.437 kg. Reynsla, Bessastöðum 9.227 kg. Búkolla, Bessastöðum 9.210 kg. Nettla, Búrfelli 9.162 kg. Afurðahæstu búin á svæðinu: Bessastaðir 6.643 kg. 30,6 árskýr. Brúsastaðir 6.346 kg. 55,3 árskýr. Steinnýjarstaðir 6.262 kg. 34,2 árskýr. Syðri-Valdarás 6.205 kg. 22,2 árskýr. Tjörn 6.200 kg. 32,2 árskýr. Efstu bú eftir verðefnum: Syðri-Valdarás 553 kg. Brúsastaðir 503 kg. Steinnýjarstaðir 471 kg. Tjörn 470 kg. Bessastaðir 464 kg. Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Hjössa nythæsta kýrin árið 2010 Kristján Gunnarsson Mjólkureftirlitsmaður á Akureyri Viðskipti með greiðslumark Nautastöð Bændasamtakanna veitir á hverju ári sérstaka við- urkenningu fyrir þau naut sem valin eru sem besta naut viðkom- andi nautaárgangs. Nautin sem nú fengu viðurkenningu voru úr nautaárgöngum 2002 og 2003 og voru viðurkenningar fyrir þau veittar ræktendum þeirra á naut- griparæktarfundi í Árhúsum á Hellu nú í síðustu viku. Besta nautið sem fætt var árið 2002 var Lykill 02003 frá Hæli II í Skeiða og Gnúpverjahreppi undan Kaðli 94017 og Skrá 267 sem var undan Lista 86002. Afurðasemi dætra Lykils er afbragðsgóð og einkum skila kýrnar miklum pró- teinafurðum. Þetta eru fremur bol- grannar en sterkbyggðar kýr Dætur hans hafa jafnframt mjög vel gerða og vel setta spena auk þess sem mjaltir og skap eru með því besta sem gerist. Lykill hlaut því nafn- bótina besta naut fæddra 2002. Ræktendur Lykils eru þau Ari Einarsson og Þórdís Bjarnadóttir. Besta nautið sem fætt var árið 2003 var Gyllir 03007 frá Dalbæ I í Hrunamannahreppi, undan Seif 95001 og Flugu 254 sem var undan Soldáni 95010. Gyllir var því sam- mæðra Glæði 02001 sem var eitt af albestu nautum 2002 árgangsins. Afurðasemi dætra Gyllis er góð bæði hvað varðar afurðamagn svo og pró- tein og fitu. Dætur hans eru mjög myndarlegar með góða og sterklega júgurgerð. Þá eru mjaltir dætra hans frábærar og skap þeirra gott. Gyllir hlaut því nafnbótina besta naut fæddra 2003 en ræktendur hans eru þau Arnfríður Jóhannsdóttir og Jón Viðar Finnsson. Á meðfylgjandi myndum má sjá þau Ara Einarsson og Þórdísi Bjarnadóttur og svo Arnfríði Jóhannsdóttur ásamt Magnús B. Jónssyni þegar þau tóku við viður- kenningunum. Bestu naut Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands í árgöngum 2002 og 2003 Magnús B. Jónsson, Þórdís Bjarnadóttir og Ari Einarsson. Magnús og Arnfríður Jóhannsdóttir. Gyllir. Lykill.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.