Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 „Það var mjög ánægjulegt að fá þessa opinberu viðurkenningu fyrir störf sín, ég átti nú satt best að segja ekki von á neinu slíku,“ segir Ágústa Þorkelsdóttir bóndi á Refsstað í Vopnafirði en hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Raunar var Ágústa víðs fjarri góðu gamni þann dag, var stödd í heimsókn hjá syni sínum í Ástralíu, en gerir ráð fyrir að koma við hjá forsetanum í næstu ferð suður til höfuðborgarinnar. Fálkaorðuna fékk Ágústa fyrir störf sín í þágu dreifbýlis og heimabyggðar. Ágústa er fædd í Reykjavík lýðveldisárið 1944 og ólst upp í vesturbænum, í verkamannabú- stöðum sem þá stóðu sunnan Bændahallarinnar. Hún var ekki há í loftinu þegar hún fór í sveit að sum- arlagi, fyrst var hún í Grímsnesi, þá Borgarfirði og loks hjá systur sinni sem bjó á Héraði. „Mér leið alltaf vel í sveitinni, ég er mikil dreif- býlismanneskja,“ segir Ágústa. Hún gekk á sínum tíma í Samvinnuskólann á Bifröst og lauk þaðan prófi 18 ára gömul. „Þá hvarflaði að mér að ég væri mjög merkileg og þyrfti að búa í höfuðborginni, þar fékk ég vinnu og í fyrsta sinn frá því ég mundi eftir mér var ég að sumarlagi í Reykjavík,“ segir hún en hugurinn var í dreifbýlinu og fáum árum síðar eða 22ja ára gömul flutti hún austur á Egilsstaði og hóf störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Með henni var ungur sonur hennar, Þorsteinn, sem nú er bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Lukkunnar pamfíll Ágústa kynntist Þórði Pálssyni frá Refsstað árið 1970 og flutti til hans það ár og þar hefur hún búið í fjóra áratugi. Ágústa og Þórður eiga tvo syni, Skúla sem er bóndi á Refsstað og Pál, sem stundar kennslu og rannsóknir í Ástralíu. „Mér líkaði strax vel hér á Refsstað, lífið á landsbyggðinni á vel við mig. Mér þykir gott og gaman að koma til Reykjavíkur og þar á ég marga góða vini en ég vil hvergi annars staðar búa en úti á landi,“ segir Ágústa. Hún segir oft mikið að gera í sveitinni, en amstrið þar sé þó með öðrum hætti en í borginni. „Stundum finnst mér vanta fleiri daga í vikuna eða fleiri klukku- stundir í sólarhringinn svo komast megi yfir öll þau verk sem þarf að sinna, en þó að mikið sé að gera er andrúmsloftið annað en í borginni. Ég tel mig lukkunnar pamfíl að hafa lent hér á Refsstað.“ Barðist fyrir breytingum Ágústu dreymdi um að verða bóndi, en á uppvaxtarárunum voru mögu- leikar kvenna til að gerast bændur vart aðrir en að giftast bónda. „Í eina tíð voru konur ekki kallaðar bændur, þær voru húsmæður, en sem betur fer hefur það breyst eins og margt annað,“ segir Ágústa. Hún minnist þess að á árum áður var konum meinuð þátttaka í búnaðar- félögum, en sjálf barðist hún með oddi og egg fyrir breytingum þar á. „Mér þótti mjög óréttlátt að komur máttu ekki gerast félagar í búnaðar- félögum, þær unnu flestar hverjar til jafns við karlana heima á búunum,“ segir Ágústa, en breyting var gerð árið 1975 og konum hleypt inn í búnaðarfélögin. Ágústa segist oft hafa mætt óþægilegu viðhorfi vegna baráttu sinnar, en ekki látið það á sig fá: „Ég lét mig hafa það og hélt ótrauð áfram, þetta var mín skoðun og ég hafði fullan rétt á að halda henni á lofti,“ segir hún. Ágústa var því snögg til og gekk í búnaðar- félagið í sinni heimasveit um leið og færi gafst á. Kom á óvart Hún segir uppeldi sitt hafa einkennst af því að byggja upp sjálfstraust og hafi hún farið úr foreldrahúsum með ríkulegt og gott veganesti út í lífið. „Ég hef alltaf verið virk í starfi í þeim félögum sem ég hef gengið í,“ segir hún og bætir við að þó hún hafi unnið að félagsmálum alla tíð hafi hún alls ekki átt von á að fá opinbera viðurkenningu fyrir þau störf. „Ég verð nú bara að segja eins og er að þegar ég opnaði bréfið þar sem mér var boðið heim á Bessastaði á nýársdag að taka við fálkaorðunni fyrir störf mín í þágu dreifbýlis og heimabyggðar varð ég klökk, þetta kom mér á óvart.“ Ágústa hefur lagt sitt af mörkum til kvennabaráttunnar í ræðu og riti gegnum árin og segir að sér þyki vænt um þegar ungar konur hafi nefnt við sig að þær hafi fylgst með baráttu hennar. „Það finnst mér mikil viðurkenning og stað- festing á því að ég hafi eitthvað lagt af mörkum.“ Óvænt kaffisamsæti Sem fyrr segir var Ágústa stödd hjá Páli syni sínum í Ástralíu þegar fálkaorðan var afhent og er til þess að gera nýlega komin heim. „Viðbrögðin hafa verið hreint ótrú- leg, það hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við mig og óskað mér til hamingju, það þykir mér mjög vænt um,“ segir hún. Kvenfélagið Lindin, þar sem Ágústa er félagi og formaður um þessar mundir, stóð ásamt félagi eldri borgara fyrir kaffi- samsæti henni til heiðurs á dögunum. „Ég stóð í þeirri meiningu að ég væri að fara á fund um ferðamál,“ segir hún en samsætið kom henni í opna skjöldu. „Þetta var afskaplega góð og ánægjuleg stund.“ Ágústa hefur undanfarin miss- eri rekið kaffihúsið Kaupvangskaffi í sögufrægu fyrrum verslunarhúsi í Vopnafirði og hyggst halda því áfram. „Það á vel við mig að byggja eitthvað upp frá grunni og koma því svo í hendurnar á öðrum þegar reksturinn er kominn á beinu braut-         þeim á legg og svo geta aðrir tekið við,“ segir hún. „Ætli ég verði ekki í þessum rekstri fram að sjötugu, þá sé ég fyrir mér að leggjast í ferðalög.“ /MÞÞ Sveitungar Ágústu efndu til kaffisamsætis henni til heiðurs þegar hún kom heim eftir langt ferðalag til Ástralíu. Eins og sjá má á spjöldunum sem kon- urnar veifa hefur Ágústa víða komið við á sinni æfi og gegnt mörgum hlutverkum. Mynd | Jón Sigurðarson Vopnafirði Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað sæmd fálkaorðu fyrir störf í þágu dreifbýlis og heimabyggðar: Ánægjulegt að fá opinbera viðurkenningu fyrir störf sín Það var mjög gaman að koma þarna og skoða sig um utan við hefðbundnar ferðamannaslóðir. Að vera með heimamönnum og sjá hvernig þeir lifa er ómetan- leg lífsreynsla, mjög ánægjuleg og lærdómsrík,“ segir Ágústa Þorkelsdóttir sem ásamt eigin- manni sínum, Þórði Pálssyni á Refsstað, fór í heimsókn til gamals skólabróður og vinar, Sigurðar Fjeldsted frá Ferjukoti í Borgarfirði og eiginkonu hans Tom, en þau búa í Taílandi og stunda þar hrísgrjónarækt. Ágústa og Sigurður eru skóla- systkin úr Samvinnuskólanum en einnig starfaði Ágústa um skeið í skálanum við Hvítárbrú. Sigurður hefur undanfarin ár búið í heima- landi eiginkonu sinnar þar sem þau eru hrísgrjónabændur. Þau rækta      !# talsins, en hver um sig er um hálf dagslátta. Meðan Ágústa og Þórður voru í heimsókn fóru þau að skoða einn skika til viðbótar sem þau hafa í hyggju að bæta við sig. „Það þykir núna betri fjárfesting en t.d. steinsteypa, að eiga land, það er ákveðið öryggi í því að eiga það og rækta. Eftir að bygginga- markaður hrundi kom í ljós að það var oft lítið veð á bak við bygg- ingarnar, bankar snéru við blaðinu og vilja nú umfram annað fá veð í landi,“ segir Ágústa. Hún kunni afskaplega vel við sig í Taílandi og segir mikinn mun á því að ferðast um utan alfara- leiðar og með heimamönnum en þræða hefðbundnar ferðamanna- slóðir. „Ég tók eftir því að það eru allir svo glaðir og ánægðir, fólk brosir og er sátt við lífið, tekur einn dag í einu og er ekki að stressa sig yfir hlutunum,“ segir Ágústa. Hún segir landa sína margt geta af Taílendingum lært. Vissulega þurfi Íslendingar að verja stærri hluta tekna sinna til húsnæðismála en í löndum þar sem loftslag er hlýrra. „Fólkið er svo nægjusamt, það er ánægt, brosandi, enginn að flýta sér og menn gera sér ekki rellu út af smámunum heldur njóta þess að vera til. Ég myndi gjarnan vilja sjá Íslendinga taka sér þetta fólk til fyrirmyndar, því miður höfum við frá hruninu verið alltof neikvæð. Ég held að við myndum vinna okkur auðveldar út úr erfið- leikunum með meiri jákvæðni. Það er ekki gæfulegt að eyða ævinni í að vera neikvæður, við eigum að vera þakklát fyrir það sem við höfum.“ /MÞÞ Ágústa og Þórður á Refsstað heimsóttu íslenskan hrísgrjónabónda í Taílandi: „Fólk nægjusamt og ánægt" Sigurður Fjeldsted og eiginkona hans Tom skoða land sem hún hefur í hyggju að kaupa, en það er viðbót við þær hrísgrjónaekrur sem Tom á fyrir og eru við hlið þessarar. Heima við hús þeirra er svo stærra land í þeirra eigu þar sem þau rækta hrísgrjón.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.