Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 7
7 Varla hefur farið framhjá lesendum Bændablaðsins nokkuð djörf upp- færsla Leikfélags Hörgdæla á leik- ritinu “Með fullri reisn”. Nokkuð hefur verið fjallað um sjónleik þennan í fjölmiðlum, og birtar myndir af klæðalitlum bændum í Hörgárdal við listiðkanir. Gunnar Jónsson kennari, búsettur í Norðurbyggð 20 á Akureyri, en ættaður frá Villingadal í Eyjafirði, gerði næstu vísu. Eftir að hafa lagt listrænt mat á berrassaða bændur í Hörgárdal, varð þessi snilldarvísa til: Í Hörgársveit er allt á iði, ólmast karlinn ber. Húsfreyjurnar sjá á sviði sína hörmung hver. Og á hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar, sem haldið var föstu- dagskvöldið 4 mars sl. var Björn Ingólfsson ritstjóri á Grenivík spurður hvort hann hygðist sjá þennan listviðburð: Ekkert spái ég í að sjá allsósmáa kauða, en stúlkur þrá að stara á stubba bláa og rauða. Ekki hefur síður vakið verðskuld- aða athygli, mynd sem birtist í síðasta Bændablaði, en þar situr fyrir á mynd, sá er þetta ritar, ásamt Pétri Péturssyni lækni og hagyrðingi. Friðrik Steingrímsson baðvörður í Mývatnssveit, og nokkuð þekktur hagyrðingur, las og leit þessa mynd: Árna og Pétur er ég leit illilega brámér. Ljótara ég lítið veit og lagði blaðið frámér. Björn Ingólfsson ritstjóri á Grenivík sá einnig þessa sömu mynd, og fannst birting hennar viðeigandi: Í fyrstu voru menn frekar tregir að flagga í blaðinu þessum tveim, en af því þeir sýndust sauðalegir var sjálfsagt að birta mynd af þeim. Næstu tvær hringhendur birtast hér eftir Sr. Sigurð Norland í Hindisvík. Prestur fer fögrum orðum um sína heimabyggð: Ég hef kvæði kveðið hér, kastað mæði og trega, og í næði unað mér óumræðilega. Fagurbúna, bjarta vík bær og túnið frjóa, logn við dúna, dýr og rík drottning Húnaflóa. Til Vihjálms Þ. Gíslasonar orti Stefán Jónsson fréttamaður þessa vísu, en Stefán hafði lengi beðið einhverra úrræða frá Vilhjálmi: Liggur á svörum lon og don, leiðist mér að bíða svon, mun á góðu varla von Vilhjálmur líkþorn Gíslason. Pétur bóndi á Egilsstöðum stakk uppá því á aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands, að ráðinn skyldi ráðunautur til að kenna útreiðar. Um það orti Hjálmar Guðmundsson í Berufirði: Bændur þreytast við búskaparstaut, á bæjum er stöðugt minna lið, en íþrótta-reiðar ráðunaut reynandi væri að bæta við. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Á hverju ári er haldin spurninga- keppni á vegum Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og nefnist hún Viskukýrin. Keppnin var í ár haldin í sjöunda sinn fyrir fullu húsi enda hefur viðburðurinn markað sér sess sem tækifæri fyrir nemendur og heimamenn til að skemmta sér saman. Logi Bergmann Eiðsson var spyrill að vanda en hann fór á kost- um og gerði grín að keppendum og áhorfendum en spurningarnar eru honum oft framandi enda margar úr Hrútaskránni. Nemendur höfðu skreytt salinn í þjóðlegum stíl og for- láta dráttarvél hafði verið komið fyrir í andyrinu en hún var fengin að láni frá Landbúnaðarsafni Íslands. Keppnin var hörð en að lokum báru nem- endur Bændadeildar sigur úr býtum í harðri viðureign við starfsmenn Landbúnaðarháskólans. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, aðstoðarmaður landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra, afhenti Viskukúna og mælti hin sönnu orð. „ Ef þú ætlar eitthvert í lífinu þá ferðu í Bændadeild“. Nemendur Bændadeildar eru Viskukýr ársins 2011 „Ef þú ætlar eitthvert í lífinu þá ferðu í Bændadeild“ Lið Bændadeildar bar sigur úr býtum í úrslitaviðureign við lið starfsmanna. Þarna eru Óli Stefánsson, Þórunn Sigurðardóttir og Hákon Þorvaldsson að fagna réttu svari. Mynd | Agl.is/Gunnar. Á hverju ári kemur Logi Bergmann Eiðsson og stýrir keppninn og fer hann á kostum og í ár afhenti Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, aðstoðarmaður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Viskukúna og við það tækifæri mælti hún sönn orð, „ Ef þú ætlar eitthvert í lífinu þá ferðu í Bændadeild“. Mynd | Agl.is/Gunnar. Hart var barist um bjölluna í keppninni. Mynd | Agl.is/Gunnar. Iðunn Hauksdóttir heilsar hér upp á Visku sjöundu úr Hvanneyrarfjósi sem tók á móti gestum. Mynd | Sara María Davíðsdóttir. Dómarar í ár voru Egill Gunnarsson, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og stigavörður var Ólöf Ósk Guðmundsdóttir. Mynd | Sara María. Kátir nemendur Landbúnaðarháskólans fjölmenntu á Viskukúna en það var fullt út úr dyrum. Mynd | Sara María Davíðsdóttir. Vigdís Guðjónsdóttir úr liði starfsmanna gefur ekkert eftir í bar- áttunni um bjölluna í úrslitaviðureigninni við Bændadeildina en Óli Stefánsson reynir að halda fast í hana. Mynd | Agl.is/Gunnar. Nemendur Landbúnaðarháskólans eru ekki bara fallegir heldur líka hæfileikaríkir en hér stígur hljómsveitin „Út úr kú“ á stokk en þar fóru nemendur á kostum og sérstaklega vakti uppklappslagið mikla athygli fyrir flókna útsetningu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.