Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 17
búnaðarþing 2011 - 17BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 10. MARS 2011 Beint frá býli og Ferða þjónusta bænda hlutu Landbúnaðar verðlaunin 2011 Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti við setningu Búnaðarþings hin árvissu landbúnaðarverðlaun. Að þessu sinni voru verðlaunin ekki veitt einstökum bændum heldur félagsskapnum Beint frá býli og Ferðaþjónustu bænda. Beint frá býli var stofnað í febrúar 2008 með það að markmiði að vera samtök bænda sem stunda heimavinnslu og sölu á heima- unnum afurðum. Félagsskapurinn hefur farið vaxandi frá stofnun og eru félagsmenn nú um eitt hundrað. Hefur félagsskapurinn vakið verð- skuldaða athygli og hlaut verðlaun- in fyrir frumkvöðlastarf og góðan árangur í markaðsstarfi. Veitti Guðmundur Jón Guðmundsson for- maður félagsins verðlaununum við- töku fyrir hönd félagsins. Ferðaþjónusta bænda var stofnuð árið 1980 en vísi að slíkri starfsemi má þó rekja lengra aftur í tímann. Um 300 manns eru nú skráðir fyrir starfsemi á vegum félagsskaparins á 156 bæjum. Ferðaþjónusta bænda hlýtur Landbúnaðarverðlaunin 2011 fyrir frumkvöðlastarf og frábæran árangur til margra ára og veitti Sigurlaug Gissurardóttir formaður verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins. /fr Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Ferðaþjónusta bænda, tekur við verðlaunum úr hendi ráðherra. Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Ferðaþjónusta bænda, tekur við verðlaunum úr hendi ráðherra. landi, ógnað hefðbundnu hestahaldi og allri atvinnustarfsemi sem tengist hrossum. Ætla má að alvarlegustu þekktu hrossasjúkdómarnir geti valdið umtalsverðum afföllum og höggvið óbætanleg skörð í hrossa- stofninn. Kostnaður vegna nauðsyn- legra bólusetninga yrði hrossarækt- inni afar þungbær. Lífeyrissjóður bænda Markmið Búnaðarþing 2011 fagnar ágætum árangri í rekstri Lífeyrissjóðs bænda. Það telur þó að ávallt þurfi að vera á verði til að tryggja með sem bestum hætti lífeyrisréttindi bænda. Leiðir Leita leiða til að fjölga sjóðsfélögum. Stjórnin sendi kynningarefni til sjóðsfélaga til að efla vitund um starfsemi sjóðsins og standi fyrir kynningarfundum. Framgangur máls Ályktun verði send stjórnum Bændasamtaka Íslands og Lífeyrissjóðs bænda. Breytingar á rekstrarumhverfi bænda Áskorun Búnaðarþing 2011 leggur þunga áherslu á að stjórnvöld ráðist ekki í breytingar á rekstrar- og lagaum- hverfi einstakra búgreina, eða land- búnaðarins í heild, án ítarlegrar fag- legrar skoðunar og samráðs við þá hagsmunaaðila sem breytingarnar kunna að varða. Ólíðandi er að stjórnvöld standi fyrir breytingum á starfsumhverfi bænda án eðlilegs samráðs eða umræðu innan stéttar- innar og gildir þar einu hvort um er að ræða heildarendurskipulagningu eða breytingar á einstökum þáttum núverandi fyrirkomulags. Framkvæmd Stjórn BÍ falið að koma áskorun á framfæri við stjórnvöld. Skatta- og gjaldahækk- anir í landbúnaði Markmið Búnaðarþing 2011 vekur athygli á að margar nýlegar hækk- anir skatta og gjalda, svo sem auknar álögur á eldsneyti og bifreiðar, koma þungt niður á bændum og öðrum íbúum dreifbýlis, sem oft þurfa að fara um langan veg til að sækja þjón- ustu og rekstraraðföng. Eins heyrir jöfnun á flutningskostnaði að mestu sögunni til. Allt þetta leiðir til hlut- fallslega versnandi stöðu íbúa og atvinnurekstrar á landsbyggðinni og jafnframt hækkandi aðfangaverðs í landbúnaði. Leiðir Nauðsynlegt er að fylgst sé vel með áhrifum ofangreindra þátta á rekstur í landbúnaði og að stjórnvöld séu upplýst um þau. Framgangur Stjórn BÍ er falið að kynna málið fyrir stjórnvöldum og sjá til þess að gögn séu fyrir hendi til að meta þróunina. Námsframboð í bættum búrekstri Ályktun Búnaðarþing 2011 beinir því til Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtaka Íslands og annarra samtaka bænda að auka framboð á kennslu og námskeiðahaldi í búrekstri og bókhaldi. Markmið Að auka rekstrarvitund og þekkingu bænda á rekstri, bókhaldi og skatta- málum í takt við þær breytingar sem orðið hafa á rekstrarumhverfi greinarinnar og auðvelda bændum að nálgast frekari menntun á því sviði. Framgangur Stjórn BÍ taki málið upp við Landbúnaðarháskóla Íslands og skoði jafnframt möguleika á að standa fyrir námskeiðum á þessu sviði í samstarfi við aðrar mennta- stofnanir. Eins eru búnaðarsam- böndin og búgreinafélögin hvött til að meta eftirspurn í sínu nærum- hverfi og eiga frumkvæði að ýmis konar námskeiðshaldi eftir þörfum. Búnaðarþing 2011 ítrekar andstöðu sína við aðild að Evrópusambandinu. Miklir atvinnuhagsmunir bænda- stéttarinnar eru í húfi og telur þingið þessum hagsmunum betur borgið utan þess. Hagsmunir og afkoma bænda tengjast ótvírætt hagsmun- um íslenskra neytenda og byggðum landsins. Búnaðarþing telur að fæðu- öryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sambandsins. Þrátt fyrir algjöra andstöðu Bændasamtakanna við aðild að Evrópusambandinu hafa þau frá upphafi dregið sérstakar varnarlínur sem þau telja að feli í sér lágmarks- kröfur í yfirstandandi samninga- viðræðum við Evrópusambandið. Bændasamtökin telja mikilvægt að hagsmunir íslensks landbúnaðar verði tryggðir, komi til aðildar og að hagsmunir bændastéttarinnar verði metnir í heild með hliðsjón af byggða- sjónarmiðum, neytendamálum og fæðuöryggi. Þeim árangri er að mati Bændasamtakanna aðeins hægt að ná sé varnarlínum samtakanna fylgt. Bændasamtökunum er ljóst að mark- mið varnarlínanna falla misvel að grunnreglum Evrópusambandsins og erfitt getur verið að ná þeim fram. Bændasamtökin hafa margoft áður sett þessa afstöðu fram. Til þess að gæta hagsmuna íslensks landbúnaðar er það afdráttarlaus krafa Bændasamtaka Íslands að stjórnvöld leiti aðstoðar óháðra sérfræðinga utan stofnana Evrópusambandsins. Í varnarlínum samtakanna kemur fram krafa um varanlegar undanþágur frá land- búnaðarlöggjöf Evrópusambandsins. Varanlegar undanþágur þýða að mati Bænda samtakanna að viðeigandi ákvæði í aðildarsamningnum gangi framar ákvæðum samningsins um starfsemi Evrópusambandsins og gerðum settum samkvæmt honum. Tímabundnar undanþágur nægja ekki að mati Bændasamtakanna til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslensks landbúnaðar. Allar varnar- línurnar varða sameiginlega hags- muni landbúnaðar á Íslandi til lengri tíma litið. Það kostar verulega rann- sóknarvinnu og gagnaöflun að takast á hendur þetta verkefni af fullum krafti. Stjórnvöld þurfa að tryggja pólitískan stuðning og nauðsynlegar fjárveitingar til þeirrar vinnu. Búnaðarþing 2011 leggur áherslu á eftirtalin atriði:  $   &'  anna og greining á lagaumhverfi landbúnaðar í Evrópusambandinu liggja nú fyrir búnaðarþingi. Búnaðarþing felur stjórn Bændasamtaka Íslands að full- vinna þessi gögn. Þau verði síðan kynnt bændum og send aðildar- félögum.  $     &' * samtakanna hafa bændur sett fram lágmarkskröfur í landbún- aðarmálum vegna hugsanlegs aðildarsamnings.  $  &'   + varnarlínunum eftir við sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra í því skyni að koma þeim á framfæri við ríkisstjórn.  $       < >  afstöðu Evrópusambandsins til varnarlína Bændasamtakanna sé það ætlun þeirra að standa vörð um íslenskan landbúnað.  $ &'     þátt í undirbúningi eða aðlögunar- starfi sem leiðir beint eða óbeint af yfirstandandi samningaferli, s.s. vinnu við að útfæra sam- eiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins fyrir íslenskar aðstæður.  $   '    + sér grundvallarbreytingar á ríkis- stuðningi-, tolla- og stofnanaum- hverfi íslensks landbúnaðar verði að bíða þar til yfirstandandi samn- ingaferli lýkur.  $&' '+  skyldur sínar gagnvart stjórnvöld- um með því að veita upplýsingar og ráðgjöf um landbúnaðarmál. Varnarlínur BÍ 1. Áfram verði byggt á 13. grein EES samningsins um rétt Íslands til verndar heilsu manna og dýra. 2. Ísland og íslensk stjórnvöld hafi fullt frelsi frá reglum og stefnu ESB til að ríkisstyrkja landbúnað og innlendan úrvinnsluiðnað. 3. Áfram verði heimilt að leggja tolla á búvöru frá löndum ESB. 4. Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð. 5. Svæðaskipting landsins með til- liti til landbúnaðar kemur ekki til álita. Sérstakt tillit verður að taka til veðuraðstæðna og ríkra krafna til aðbúnaðar búfjár og vinnuverndar. 6. Réttur til sjálfbærrar nýtingar hlunninda og eðlilegra varna gegn rándýrum og meindýrum. 7. Samningurinn raski ekki eigna- réttarlegri stöðu bænda og land- eigenda. Tryggt verði að erlent fjármagn, ótengt landbúnaði raski ekki aðstöðu til framleiðslu land- búnaðarafurða. Aðild Íslands að ESB - afstaða BÍ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.