Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Við setningu búnaðarþings var sýnd stuttmynd sem BÍ vann Myndin er aðgengileg öllum og hvetjum við lesendur Bændablaðsins til að kynna sér efni henn- ar. Í myndinni koma fram sérfræðingar og bændur. Af innleggi þeirra sem tala, má heyra mörg athyglisverð sjónarmið. Megin skilaboðin eru að nú þegar þurfi að hefjast handa. Hlutverk íslenskra bænda sé takast á við það verkefni að framleiða meiri mat. Á þessu ári verður íbúafjöldi jarðar um 7 milljarðar manna. Samkvæmt spám mun sú tala vera komin í um 9 milljarða á árbilinu 2040 til 2050. Allt þetta fólk þarf mat. Til viðbótar er rétt að taka með í dæmið að verulegar breytingar eru að verða í neyslu- mynstri fólks. Stór samfélög í heiminum eru að verað stöndugri og þá um leið koma breyttar neysluvenjur. Neysla á kjöti fer t.d. vaxandi. Það getur jafnvel haft í för með sér meiri áhrif fyrir matvælaframleiðsluna en en aukinn fólksfjöldi. Fæðuöryggismál í brennidepli Um heim allan er fæðuöryggismál í brenni- depli. Í þeim viðræðum sem nú standa yfir hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO, gætir vaxandi gremju vegna tilburða einstakra ríkja við að grípa til úrræða á borð við útflutn- ingsbann og tolla. Það gengur þvert gegn megin hugmyndarfræði þeirra viðræðulotu sem hófst 2001. Stór ríki, sem sum standa reyndar utan WTO, láta þetta sem vind um eyru þjóta. Þeirra hugsun er aðeins ein, að tryggja lífskjör í sínu ríki og aðgengi að mat. Rétt er að benda á fréttabréf FAO frá því í haust: Þar segir að til að takast á við hungur og breytta heimsmynd þurfi að tryggja aðgengi að mat. Styrkja samfélög og efla markmiðssetningu sem byggir á öryggi og gæðum matvæla og traustri afkomu bænda. Allt verður þetta að haldast í hendur við breytta heimsmynd. Það þarf að huga að afkomu bænda og kröfunni um aukna matar- framleiðslu. Ábyrgri meðferð á náttúrugæð- um í sátt við umhverfið. Hvert er hlutverk íslenskra bænda? Það er þegar ljóst að áhrifa þess sem hér er nefnt er strax farið að gæta. Sú þróun á aðeins eftir að verða augljósari í stórum heimi. Heimurinn er nefnilega stór, og reyndar miklu stærri en Evrópusambandið þó það komi kannski ein- hverjum á óvart. Bændur standa saman Bændur, um heim allan standa frammi fyrir mikilli áskorun. Bóndinn á Íslandi er í sömu sporum og starfssystkini hans um allan heim. Heiminn vantar mat. Ég trúi því að eðli bónd- ans sé allsstaðar það sama. Viljinn til að hlúa að landi, búfé sínu og gróðri, frá ystu nöf að efstu hlíðarbrún. Þjóðin á mikil tækifæri. Of lengi og of mikið höfum við látið fortíðina tefja okkur við að hefja verk við byggja hér upp á ný. Það er ekki svartsýni fólksins sem þarna ræður ríkjum, heldur einlægur vilji og máttur til að rækta okkar land. Ræktum okkar land er einmitt yfirskrift búnaðarþings í ár og á að vísa okkur til allra þeirra tækifæra sem við getum beislað til að efla okkar hag. Auðlindir okkar í hafi, á landi og í vatni eru þjóðarinnar dýrasta eign. Einnig hlunn- indi, á borð við gras, kornrækt, skógrækt, einstök búfjárkyn og aflið í fólkinu í sveit- unum. Menntun og rannsóknir eru líka liðir í þessu dæmi. Allir þessir innviðir eru til staðar á Íslandi og það er okkar að grípa til aðgerða. Þjóðin þarf að virkja kraftinn til að koma verð- mætasköpun í gang á nýjan leik. Við þurfum að virkja gömlu góðu kraftana sem enn eru til í sveitum, eins og þegar allir mættu í steypu- vinnu, eða önnur þau verk sem ganga þurfti í af afli. Þjóðina vantar samstöðu. Bændur vilja og geta sýnt samstöðu. Afgerandi andstaða bænda við ESB Í setningarræðu búnaðarþings var gerð að umtalsefni sterk og almenn andstaða bænda við ESB aðild. Það er skemmtilegt að fylgjast með aðildarsinnum reyna að snúa út úr þeirri sterku samstöðu. Lengi hefur verið fullyrt að einhver gjá sé á milli bænda og forystu Bændasamtakanna. Svo er aldeilis ekki. Skoðanakönnunin sem samtökin lét gera á meðal bænda staðfestir það. Hún var unnin með faglegum hætti af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Úrtakið var rúmlega 10% félagsmanna Bændasamtakanna. Það er mun stærra hlutfall en í könnunum sem gerðar hafa verið á viðhorfum til ýmissa mála í okkar þjóðfélagi. Varnarlínur BÍ Á búnaðarþingi voru samþykktar varn- arlínur BÍ vegna aðildarviðræðna að Evrópusambandinu. Varnarlínurnar eru undir- byggðar af ítarlegri og faglegri vinnu. Þar kristallast í fáum og skýrum línum þau sterku og skýru sjónarmið sem sýna hvað þarf að leggja til grundvallar í afstöðu Íslands. Þar kmeur fram með afdráttarlausum hætti hver samningsafstaða Íslands á að vera í landbún- aðarmálum. Skýrari stefnumörkun, er vart hægt að gera. Bændasamtökin telja einsýnt að stjórnvöldum sé nú ekkert að vanbúnaði að láta reyna á þetta í ESB-viðræðunum. /HB Matvælaframleiðsla á krossgötum Er Ísland bara fyrir útvalda? LEIÐARINN Trúlega eru allir Íslendingar sam- mála um að það eigi að ganga vel um landið. Fara eigi gætilega og byggja á skynsamlegum reglum um landnýtingu og umgengni. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Íslendingar þurfi að hverfa langt aftur fyrir landnám hvað varðar alla hugsun um landnýtingu og verndun náttúrunnar. Heitar umræður hafa verið að undanförnu um tillögur til breytinga á náttúruverndarlögum. Þar er td. lagt til að banna m.a. innflutning lifandi lífvera þar á meðal jurta og einnig flutning lífvera á milli landshluta nema sérstakar undanþágur liggi fyrir. Þarna virðist eiga að taka upp einhverskonar einangrunarstefnu sem gengur ekki upp í veruleikanum þó ekki skuli van- meta nauðsyn á ströngu eftirliti. Surtsey er ágætt dæmi sem sýnir hvernig náttúran kærir sig kollótta um reglugerðir og lög misvitra manna. Frá því gosi lauk í Surtsey þann 5. júní 1967 hafa vísindamenn fylgst með mótun landsins og landnámi marg- breytilegra gróðurtegunda. Fuglar, hafið og vindar hafa borið fræ af ólíkum tegundum til eyjarinnar frá Íslandi og öðrum löndum. Þetta sýnir best að það er ekki hægt að vernda náttúruna í óbreyttri mynd um allan aldur. Náttúran verður aldrei óbreytt, jafnvel þó maðurinn komi þar hvergi nærri. Náttúran í Vatnajökulsþjóðgarði er líka gott dæmi um land í mótun sem tekur stöðugum breytingum. Vel skil- greindir vegslóðar undir eftirliti og hófleg nýting fugla og annarra nátt- úrugæða eiga ekki að þurfa að skaða ásjónu þess lands svo til vansæmdar verði. Samt eru sett ströng lög og reglur sem meina fjölda fólks aðgang að svæðinu. Skáldið Tómas Guðmundsson varpaði upp ágætri skilgreiningu á virði lands þegar hann sagði: „Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt”. Hver veit þá hvers virði það land er sem ekki fær nafn ef enginn fær að sjá það nema einhver útvalin hjörð í boði æðstu ráðamanna þjóðarinnar? Með þessari friðun virðast hreyfi- hamlaðir t.d. engan rétt hafa til að berja þetta land augum. Veiðimenn, og bændur sem byggja á aldagamalli hefð, hafa heldur engan rétt til eðlilegra nytja í þessum „almenningi". Landið virðist því bara til brúks fyrir suma og einkum þá líkamlega hæfustu? Ef svo er, hvaða merkingu hefur þá orðið þjóðareign á landi og landsgæðum? - Er Ísland og íslensk náttúra bara fyrir útvalda? /HKr. Votlendissetur Landbúnaðarháskóla Íslands: Leitar samstarfs við landeigendur um endurheimt votlendis Alcan á Íslandi hf. og Votlendissetur Landbúnaðarháskóla Íslands hafa gert með sér fjögurra ára samning um endurheimt votlendis í því skyni að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Votlendissetrið leitar nú samstarfs við landeig- endur sem lagt geta til svæði sem henta verkefninu. Hlynur Óskarsson, for- maður stjórnar Votlendisseturs Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að á árum áður hafi menn gengið fram af miklu kappi við ræsa fram land til ræktunar. „Miðað við íbúa- fjölda er þetta hlutfallslega mjög stór póstur hjá okkur. Því var hinsvegar ekki fylgt eftir með nægilegri úttekt hverju þetta var að skila.“ Á síðustu öld var umtalsverður hluti mýrlendis hér á landi ræstur fram eða alls um 4000 ferkílómetrar. Engin dregur í efa mikilvægi fram- ræsts lands fyrir búskap í landinu en úttektir hafa samt sem áður sýnt að stór hluti þess lands sem ræstur var fram er ekki nýttur í dag og hefur nýleg könn- un þessu sviði gefið til kynna að óhætt væri að endur- heimta um 1000 fer- k í lómet ra lands án þess að það hefði áhrif á aðra landnýtingu. 2 milljónir tonna út í loftið Í aldanna rás hefur safnast fyrir mikið af lífrænum efnum (mó) í votlendi landsins. Hverfi vatnið brotna þessi efni niður og mynda m.a. koldíoxíð. Varlega áætlað losna þannig tæplega 2 milljónir tonna af koldíoxíði frá framræstu landi á Íslandi á ári. Þessa losun má víða stöðva með því að fylla upp í skurði. Því er ljóst að endurheimt votlendis felur í sér mikil tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi tegund mótvægisaðgerða í loftslagsmálum hefur fengið fremur litla athygli en sjónir hafa þó í auknum mæli beinst að henni undanfarið, bæði á Íslandi og erlendis. „Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftirá en það sá enginn fyrir þær breyt- ingar sem síðar urðu og á þessum tíma spáðu menn ekki í vandamál er vörðuðu kolefnislosun. Menn voru bara að stunda landbætur sem þótti eðlilegt á þeim tíma,“ segir Hlynur Minnka árlega kolefnislosun Markmið samningsins er að endur- heimta um 5 ferkílómetra votlendisá ári og stöðva þannig árlega losun á um 2.500 tonnum af koldíoxíði. Jafnframt er markmið samningsins að þróa aðferðir til að mæla og meta með viðunandi vissu árangurinn af endurheimt með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda. Leita samstarfs við bændur Votlendissetur Landbúnaðar- háskólans leitar eftir samstarfi við landeigendur um endurheimt votlend- is á landi þeirra og nú þegar hafa all- nokkrir landeigendur lýst yfir áhuga. Endurheimt votlendis hefur líka margvíslegt annað gildi, t.d. aukið fuglalíf og betri temprun vatns í ám og lækjum. Auk þess má gera ráð fyrir að þátttaka í mótvægisaðgerðum í lofts- lagsmálum þyki eftirsóknarverð og geti meðal annars skapað möguleika í vistvænni ferðaþjónustu. Áhugasamir landeigendur eru beðnir að hafa samband við Hlyn Óskarsson, formann stjórnar Votlendisseturs Landbúnaðarháskóla Íslands. /Sími: 862-5047; hlynur@lbhi.is Votlendi verður endurheimt með lokun skurða. Hlynur Óskarsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.