Fréttablaðið - 11.01.2012, Side 10
11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR10
Danmörk
Samstarfsla
nd Ambient
e 2012
Stærstu tilboðin, mikilvægustu straumar og stefnur, bestu
hugmyndirnar fyrir vöruúrvalið. Leiðandi vörusýning heims
neysluvara fær markaðinn til að blómstra og verður til þess
að fyrirtæki ná árangri. Þar má hitta fl eiri en 4.500 alþjóðlega
sýnendur sem sýna einstakt úrval af vörum – Þetta tryggir
góð viðskipti og er undirstaða árangurs.
Nálgast má upplýsingar og pöntun aðgöngumiða í forsölu á
10. – 14. 2. 2012
SKÁLHOLT Stefnt er að því að ljúka
smíði Þorláksbúðar við Skálholts-
kirkju í sumar. Deilur hafa staðið
um verkefnið þar sem börn Harðar
Bjarnasonar, arkitekts kirkjunnar,
voru ósátt við bygginguna og telja
hana skaða heildarmynd kirkjunnar
og umhverfis hennar.
Árni Johnsen, talsmaður Þorláks-
búðarfélagsins, segir í samtali við
Fréttablaðið að húsið sé að mestu
tilbúið að utan.
„Við erum búnir að klæða alla
veggi og loft að innan en eigum eftir
að setja timbur í gólfið og á gömlu
hleðslurnar, sem verða setbekkir.
Við erum að vonast til þess að að við
náum að ljúka ákveðnum kostnaðar-
þáttum til að við getum skilað því af
okkur í sumar.“
Árni vill ekki kannast við að mik-
ill styr hafi staðið um framkvæmd-
ina.
„Það voru nokkrir sem voru á
móti því en heimamenn og þúsundir
manna sem hafa komið þar hafa lýst
yfir ánægju með þetta. Nú er þetta
búið. Þetta er sögulegt hús með
skemmtilega sögu. Þetta er lítið, fal-
legt hús, ekki nema fjögurra metra
hátt, og mikið lagt í gerð þess.“
Kristján Valur Ingólfsson, vígslu-
biskup í Skálholti, segir í samtali
við Fréttablaðið að ekki væri enn
farið að áforma notkun á Þorláks-
búð, enda hafi kirkjan ekki fengið
húsið afhent. Í raun liggi ekki fyrir
með hvaða hætti hún verði notuð
eða hvort kyrrð sé komin á málið.
Hörður H. Bjarnason og Áslaug
Guðrún systir hans, afkomendur
Harðar arkitekts, hafa lýst yfir and-
stöðu sinni við byggingu búðarinn-
ar, enda telja þau að með henni skað-
ist ásýnd Skálholtskirkju.
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingamála vísaði hins vegar frá
kæru systkinanna þar sem búðin er
ekki viðbygging við kirkjuna.
„Það var ekki tekið tillit til þess
að kirkjan og nánasta umhverfi sé
ein heild,“ sagði Hörður H. Bjarna-
son í samtali við Fréttablaðið.
Herði skilst að ekki sé hægt að
fara lengra með málið. „Ekki nema
farið verði í dómsmál, sem er bæði
kostnaðarsamt og erfitt að spá um
niðurstöðu þess. Þannig að ég held
að okkar kostir séu uppurnir ef svo
má segja.“
Þau eru hins vegar allt annað en
sátt við lok mála og segja fagaðila
í stéttinni, þar á meðal Arkitekta-
félag Íslands og Bandalag íslenskra
listmanna, hafa ályktað sterklega
gegn byggingu búðarinnar á þess-
um stað, án þess að tillit hafi verið
tekið til þess. thorgils@frettabladid.is
Smíði Þorláks-
búðar verður
lokið í sumar
Framkvæmdir við Þorláksbúð við Skálholtskirkju
halda áfram og stefnt að verklokum í sumar. Árni
Johnsen segir almenna sátt um verkið en afkom-
endur arkitekts eru enn ósáttir. Eina í stöðunni er
málsókn, sem ólíklegt er að af verði.
LJÓS Í GLUGGA Þorláksbúð er nær tilbúin að utan. Framhliðin er klár og á Þorláks-
messu, dánardægri Þorláks helga, var kveikt á ljósi í kvistglugga búðarinnar.
MYNDIR/BREKI JOHNSEN
ALLT HANDUNNIÐ Tréverk innanbúðar
er einnig langt komið þar sem veggir
og loft hafa verið klædd. Enn á eftir að
setja timbur á hleðslurnar, sem munu
verða setbekkir.
STJÓRNMÁL „Kjósendur eiga að
úrskurða um hvort ég hafi breytt
rangt eða rétt í kjörklefanum. Að
vera dreginn fyrir rétt af póli-
tískum andstæðingum minnir á
Úkraínu þar sem forsætisráð-
herrann hefur verið dæmdur
fyrir að hafa skrifað upp á slæm-
an samning um gasflutninga.“
Þetta er meðal þess sem haft
er eftir Geir Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra, í viðtali sem
birt var á vef Svenska Dagbladet
síðastliðinn sunnudag.
Geir getur þess jafnframt
að undanfarin tvö ár hafi verið
erfið. Jafnvel þótt hann sé sann-
færður um sakleysi sitt ríki
óvissa um framtíðina. „Ég er sex-
tugur og enn fullur af orku. En ef
ég fletti upp nafninu mínu á net-
inu birtist alltaf það sama.“ - ibs
Geir í Svenska Dagbladet:
Líkir málinu
við Úkraínu
MALASÍA, AP Dómsmál hefur verið höfðað
í Malasíu til að kanna lögmæti banns sem
lögregla í landinu setti á baráttuhátíð gegn
fordómum í garð samkynhneigðra.
Málatilbúnaðurinn varpar ljósi á mis-
rétti sem samkynhneigðir verða fyrir í
landinu. Mannréttindasamtök víða um
heim skora á sama tíma á stjórnvöld í Mal-
asíu, þar sem múslímar eru í meirihluta,
að nema úr gildi lög sem banna sambönd
fólks af sama kyni.
Eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar
í Malasíu, Anwar Ibrahim, var í vikunni
sýknaður af ákæru um að hafa haft kyn-
mök við fyrrum aðstoðarmann sinn hófu
Amnesty International og Mannréttinda-
vaktin (Human Rights Watch) að gagn-
rýna stjórnvöld í Malasíu fyrir að viðhalda
lögum þar sem viðurlög við samkynhneigð
eru allt að 20 ára fangelsi.
Skipuleggjendur listahátíðarinnar „Kyn-
frelsi“ sem haldin hefur verið árlega í
Malasíu frá árinu 2008 biðluðu til hæsta-
réttar landsins í von um að fá hnekkt
banni sem sett var á viðburðinn í fyrra.
Hátíðin hefur til þessa ekki látið mikið
yfir sér, en á dagskránni voru tónlistar-
viðburðir, framsögur um málefni tengd
kynferði og veggspjaldasýning. Lögregla
bannaði viðburðinn eftir að samtök mús-
líma kvörtuðu yfir því að hann gæti rask-
að ró almennings. - óká
Láta reyna á bann lögreglu við listahátíð samkynhneigðra en múslímar töldu hana geta raskað ró fólks:
Samkynhneigðir taka slaginn í Malasíu
HAFÐI BETUR Anwar Ibrahim (fyrir miðju), leiðtogi stjórnarand-
stöðu í Malasíu, mætir fyrir dóm í Kúala Lúmpúr um miðjan
desember. Hann var sakaður um samkynhneigð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FALLIST Í FAÐMA Þingkonan Gabrielle
Giffords faðmar Pam Simon, en báðar
særðust í skotárás fyrir ári þar sem sex
létu lífið. Minningarathöfn var haldin í
Tucson í Arizona á sunnudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SLYS Um þrjú þúsund kjúklingar
drápust þegar vöruflutningabíll
frá Reykjagarði fór út af vegin-
um á Holtavörðuheiði á sunnu-
dagsnótt. Alls voru um sex þús-
und kjúklingar í bílnum á leið til
slátrunar á Hellu, en helmingur-
inn drapst í óhappinu.
Dauðu fuglunum þurfti að
farga og hleypur tjónið á millj-
ónum, að sögn Matthíasar Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Reykjagarðs.
„Þetta er töluvert mikið tjón,“
segir hann. „Helmingurinn
drapst úr loftleysi þegar bíllinn
rann svona til og svo drápust
þeir sem lentu yst einfaldlega úr
kulda.“
Fjölmennt lið björgunarsveitar-
manna var kallað út þegar bíllinn
fór út af. Sveitin selflutti búrin,
yfir í annan bíl sem flutti fuglana
í sláturhús. Mikið rok var á staðn-
um sem gerði flutningana erfið-
ari en ella. Reykjagarður á eftir
að ræða við verktakafélagið sem
sá um flutningana vegna trygg-
ingamála.
„Við lentum í svipuðu fyrir um
það bil tíu árum þegar flutninga-
bíll fór á hliðina,“ segir Matthías,
en fyrirtækið keyrir um 400 til
500 ferðir sem þessar á ári.
„Þannig að þetta eru tvö skipti
af um fimm þúsund ferðum. Sem
er ekki hægt að segja að sé hátt
hlutfall.“ - sv
Óhapp á Holtavörðuheiði veldur milljónatjóni:
Þúsundir kjúklinga
drápust á heiðinni
Það voru nokkrir sem
voru á móti því en
heimamenn og þúsundir
manna sem hafa komið þar
hafa lýst yfir ánægju með
þetta.
ÁRNI JOHNSEN
TALSMAÐUR ÞORLÁKSBÚÐARFÉLAGSINS