Fréttablaðið - 11.01.2012, Page 16

Fréttablaðið - 11.01.2012, Page 16
11. JANÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR2 Forsjá barna úr sambúðarslitum 1991-2010 Nýjar olíulindir og eftirspurn Samkvæmt nýlegri skýrslu um orkumál frá BP hefur verulegt magn þekktra olíubirgða í jörðu vaxið nokkuð ört síðastliðna þrjá áratugi. Á sama tíma og eftirspurn hefur stöðugt aukist, hefur fundur nýrra olíulinda aukist umfram eftirspurn. Myndin hér fyrir neðan sýnir hlutfallslega aukningu í eftirspurn frá árinu 1980 til ársins 2010 og aukningu í skráðum nýjum olíulindum yfir sama tímabil. Á þessu 30 ára tímabili hefur eftirspurn heimsins eftir olíu aukist um 43% en skráðar nýjar olíulindir í tunnum talið aukist um 107%. Samkvæmt spá BP um orkunotkun munu núverandi birgðir duga í 46 ár að því gefnu að engar nýjar olíulindir finnist. Fróðleiksmolinn Dagatal viðskiptalífsins FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR ➜ Fróðleikur á fimmtudegi – fundur KPMG ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir –hagtölur SÍ ➜ Greiðslumiðlun –hagtölur SÍ ➜ Útboð ríkisvíxla FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR ➜ Trúfélagsbreytingar ➜ Atvinnuleysi í desember MÁNUDAGUR 16. JANÚAR ➜ Mannfjöldi á 4. ársfjórðungi 2011 ➜ Tryggingafélög – hagtölur SÍ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR ➜ Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsv. ➜ Fiskafli í desember ➜ Samræmd vísitala neysluverðs des. 2011 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á dagatal viðskiptalífsins 1995 2000 2005 2010 700 600 500 400 300 200 100 0 Faðir með forsjá Móðir með forsjá Sameiginleg forsjá 1985 1990 1995 2000 2005 2010 80% 40% 0% -40% Allur heimurinn: Eftirspurn eftir olíu Allur heimurinn: Magn nýrra olíulinda Það sparast pláss og tími með lausnum frá Rými – fyrir alla muni Ráðgjöf Hönnun Sérsmíði Þjónusta Afmælis- tilboð á hillum -20% Frábærar lausnir fyrir stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki 75 ÁR A Erum flutt í Brautarholt 26, 105 Reykjavík, sími 511-1100 – rymi@rymi.is – www.rymi.is Geymslu- og lagerhillur Skjalaskápar á hjólum Starfsmanna- og munaskápar Verslunarinnréttingar Gínur og fataslár Lagerskúffur og bakkar Ofnar og hitakerfi Sorpílát - úti og inni 15% nýjársafsláttur á hillum SKOÐA NÁNAR: http://data.is/txXhnE SKOÐA NÁNAR: http://data.is/yWbJ4q LÁNASTARFSEMI Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stefnir að því að leggja fram til umsagnar drög að frumvarpi um neytendalán í næsta mánuði. Með því verður innleidd Evróputilskip- un um neytendalán sem eykur og skýrir réttindi neytenda og lán- veitendum verður meðal annars gert að framkvæma greiðslumat áður en samið er um lán. Smálánafyrirtæki falla undir þessi fyrirhuguðu lög, en starf- semi þeirra hefur verið talsvert umdeild síðustu misseri, en nú eru á markaði hérlendis fyrirtæk- in Kredia og Hraðpeningar sem lána meðal annars í gegnum sms- skeyti. Afkoma fyrirtækjanna hefur verið ágæt þar sem fram- kvæmdastjóri Kredia segir rekst- urinn í jafnvægi og Hraðpening- ar högnuðust um fjórtán milljónir árið 2010. Meðal annars bárust nokkr- ar umsagnir varðandi frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra í apríl síðastliðnum þar sem Vel- ferðarvakt vel- ferðarráðu- neytisins varaði til dæmis við starfsemi smá- lánafyrirtækja og vildi helst að þau yrðu bönn- uð. L ei fu r A . Haraldsson, framkvæmda- stjóri Kredia, segist þó, í samtali við Markaðinn, fagna því að til- skipunin verði innleidd. „Við fögnum þessu heils hugar og erum búin að bíða eftir því að þetta verði innleitt hér á landi.“ Aðspurður segist Leifur ekki telja að þessi nýja löggjöf muni hafa neikvæð áhrif á rekstur fyrir tækisins. „Við störfum þegar eftir þess- um reglum að mestu leyti. Við erum einnig með rekstur í Evrópu [í Tékklandi] þar sem við förum eftir Evrópusambandsreglunum og okkar vinnureglur á Íslandi eru nokkurn veginn alveg eins.“ Leifur segir Kredia vinna að því að hefja starfsemi í enn einu landinu og stefni að því að færa sig út til enn fleiri landa næstu tvö ár. Varðandi afkomu fyrirtækis- ins segir Leifur að gerð ársreikn- ings fyrir árið 2010 sé ekki enn að fullu lokið og því liggi rekstrar- niðurstaða ekki fyrir. „En reksturinn í fyrra kom okkur yfir strikið og við erum mjög ánægðir með að vera búnir að ná jafnvægi í reksturinn eftir þessi þrjú ár sem við höfum starf- að.“ Hitt fyrirtækið á markaðnum, Hraðpeningar, skilaði ársreikn- ingi rétt fyrir áramót og þar kemur fram að hagnaður ársins 2010 var rúmar fjórtán milljónir. LÁNAUMSÓKN Í SMS Íslensku smálánafyrirtækin virðast ganga vel og segir framkvæmdastjóri Kredia að fyrirtækið sé vel búið undir komandi lagabreytingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Smálánafyrirtæki sátt við ný lánalög Innleiðing Evróputilskipunar um neytendalán skyldar smálánafyrirtæki til að gera greiðslumat á viðskiptavinum. Rekstur fyrirtækjanna gengur vel og þau skila hagnaði. LEIFUR A. HARALDSSON Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskipta- ráðherra, sparaði ekki stóru orðin um smálánafyrirtækin eftir að þau komu fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi. Í viðtali við Stöð 2 í upphafi árs 2010 sagði hann lánveit- ingar smálánafyrirtækja til ungmenna á „Mörg þúsund prósenta vöxtum“ vera „siðlausa sjóræningjastarfsemi“. Hann hugðist beita sér fyrir lagasetningu til að koma böndum á starfsemi fyrirtækjanna, en þrátt fyrir að hann hafi lagt fram frumvarp um málið í fyrra er það ekki fyrr en nú sem stefnir í að löggjöfin fari í gegn. KALLAÐI SMÁLÁNAFYRIRTÆKI SJÓRÆNINGJA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.