Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2012, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 11.01.2012, Qupperneq 20
Mannbroddar eru mikið öryggistæki fyrir gangandi vegfarendur og auð- velda mörgum eldri borgurum að komast leiðar sinnar áfallalaust. Algengustu mannbroddarnir eru með litlum göddum og henta vel í þunnri ísingu. Grófir broddar eru betri þegar um er að ræða mikinn snjó og þykkan ís. Birgir Hólm er mikill áhugamaður um dráttarhunda og reynir að fara út að æfa þá á hverjum degi árið um kring. MYND/HELGI STEINAR við ákváðum að velja þessa teg- und,“ segir Birgir. Hann segir þá Huskyhunda sem hann þekki hinar gæfustu skepnur. „Dótt- ir okkar er tveggja og hálfs árs og hún skríður ofan á hundun- um, tekur dótið þeirra og færir til matinn þeirra og þeir láta sér það allt vel líka. Ég held að kvik- myndir hafi komið þeirri hug- mynd inn hjá fólki að þeir séu hættulegir.“ Sleðahundafélag Íslands var stofnað á síðasta ári. Það heldur Íslandsmeistaramót í annað sinn í mars á Mývatni. Auk sleðadráttar verður þar í fyrsta sinn keppt um Íslandsmeistaratitil í að hundar dragi fólk á gönguskíðum. Það telst líka til tíðinda hjá félaginu að tvær konur eru á leið til Ítalíu í febrúar að dæma í Evrópumeist- arakeppni hreinræktaðra hunda sem fram fer í Ölpunum. Á síð- asta ári sóttu þær dómaranám- skeið á sömu slóðum og verða trúlega fyrstu Íslendingarnir til að taka að sér dómgæslu á móti erlendis. gun@frettabladid.is Framhald af forsíðu Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is ÚTSALA allt að 50% afsláttur UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 13. janúar Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457 Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Locatify hefur undanfarið verið að hanna leiðsöguforrit í snjall- síma og spjaldtölvur fyrir erlenda ferðaþjónustuaðila. GPS-staðsetn- ingahnit í forritunum gera notend- um kleift að hrinda sjálfkrafa af stað kortum, myndum og fleiru frá vissum svæðum. „Upphaflega bjuggum við til eigið forrit af suðvesturhorni Íslands í tilraunaskyni og settum á markað haustið 2010. Það var stíl- að inn á erlenda ferðamenn á leið til landsins og gaf glögga mynd af því sem þeirra beið. Forritinu var svo vel tekið að við bjuggum til kerfi, eins konar undirstöðu sem ferðaþjónustuaðilar geta nú byggt ofan á, gefið sjálfir út og notað til að kynna sína starfsemi,“ útskýrir Leifur Björn Björnsson, leikjahönnuður og annar stofnandi Locatify. Að hans sögn er Locatify þegar komið í samstarf við ferðaþjón- ustuaðila í Þýskalandi, Noregi, Færeyjum, á Grænlandi, Eng- landi og víðar um framleiðslu á forritum sem veita leiðsögn um þarlend svæði. Stærri markaðir séu í sigtinu og sá innlendi verði ekki undanskilinn frá þjónustunni. „Við bjóðum nú ferðaþjónustuaðil- um um land allt að setja eigið efni, ljósmyndir, kort, hljóðupptökur og aðrar upplýsingar í þetta format og gefa út með okkar aðstoð. Og ef með þarf getum við vísað á ljós- myndara, upptökumenn og aðra verktaka.“ Þá segir Leifur fyrirtækið enn fremur vera að þróa ratleiki í snjallsíma sem byggi á sama grunni og leiðsöguforritin. „Þá birtast á skjánum kort, spurning- ar, áskoranir og fleira sem teng- ist staðsetningu,“ upplýsir hann og tekur sem dæmi ratleik gerð- an í samvinnu við Kötlu Jarðvang, jarðvanga í Eistlandi og Noregi, Menntaskólann í Kópavogi og Háskólann í Stafangri þar sem áhersla er á hópefli og vettvangs- ferðir nemenda á ýmsum skóla- stigum. „Þeir læra um staðar- hætti með því að leysa þrautir á staðnum.“ Spurður hvar megi nálgast for- ritin segir hann ferðaþjónustuað- ila geta haft samband og sótt um aðgang að kerfinu á heimasíðu Locatify á slóðinni locatify.net. „Leiðsagnirnar getur almenn- ingur hins vegar sótt í vefverslun Apple, App Store, og bráðlega á Google Market. Sumar eru ókeyp- is en aðrar kosta allt frá einni og upp í fimm evrur eftir stærð og umfangi.“ roald@frettabladid.is Víkka út sjóndeildarhringinn Tölvuleikjafyrirtækið Locatify er komið í samstarf við ýmsa erlenda ferðaþjónustuaðila um hönnun og framleiðslu á leiðsöguforritum í síma og tölvur. Innlendum aðilum stendur eins þjónusta til boða. Leifur Björn Björnsson og Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir hjá fyrirtækinu Locatify, sem hannar leiðsöguforrit og ratleiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Nýverið sendi fyrirtækið frá sér leiðsöguforrit, SmartGuide North Atlantic, sem veitir upplýsingar um Noreg, Grænland og Reykjanesið. Það má nálgast á App Store. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.