Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 4
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR4 BANDARÍKIN Hópur ónafn greindra tölvu- þrjóta, sem nefnir sig Anonymous, réðst í gær á vef síður banda ríska dóms mála ráðu- neytisins, banda rísku al ríkis lög reglunnar og fleiri banda rískra stofnana og sam taka. Þetta voru viðbrögð við aðgerðum lög- reglu í Banda ríkjunum og Nýja-Sjálandi gegn vefsíðunni Megaupload.com, sem var ein af mest notuðu skráar deili síðum heims. Stofnandi og þrír starfsmenn síðunnar voru handteknir og sakaðir um að auðvelda fólki að stunda ólöglegt niðurhal á tón- list, kvikmyndum og öðru efni, með þeim afleiðingum að rétthafar hafi orðið af 500 milljónum dala í tekjum af sölu hugverka. Megaupload var með 150 milljónir skráða notendur og fékk 50 milljónir heimsókna á dag. Stofnandinn, sem nefnir sig Kim Dotcom en hét upphaflega Kim Schmitz, er sagður hafa þénað 42 milljónir dala á starfseminni á síðasta ári. Mikil umræða er í Banda ríkjunum um ólög legt niður hal í tengslum við tvö laga- frum vörp, sem virðast þó varla ætla að verða að veru leika vegna harðrar and- stöðu. Bæði frum vörpin snúast um vernd hug- verka réttinda á netinu, en hafa verið gagn- rýnd fyrir að geta skaðað frjálsa net- notkun. - gb ÞJÓÐKIRKJAN Sigurður Árni Þórðar son, prestur í Neskirkju, ætlar að bjóða sig fram til biskups. Hann sendi út frétta- tilkynningu þess efnis til fjölmiðla í gær. Sigurður ætlar að beita sér fyrir breyt- ingum og efl- ingu þjóðkirkj- unnar og segist hafa víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkju- starfs. Hann hefur verið prestur á landsbyggðinni og í Reykjavík. Meðal stefnumála Sigurðar er að efla jafnrétti og virkni allra aldurshópa innan kirkjunnar. Þá vill hann taka hlutverk fram- kvæmdastjóra kirkjunnar af biskupi. - sv GENGIÐ 20.01.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,392 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,72 124,32 191,24 192,16 159,83 160,73 21,492 21,618 20,879 21,001 18,229 18,335 1,6014 1,6108 189,79 190,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is HEILBRIGÐISMÁL Loka varð tann- læknastofunni Nordic Smile á Höfðatorgi í lok júlí í fyrra þar sem erlendir fjárfestar brugðust. Stofan hafði þá aðeins verið rekin í nokkra mánuði. Reyna á að opna Nordic Smile á ný, að sögn dr. Ólafs Ólafs- sonar, talsmanns fyrirtækisins. Í nefndaráliti frá því í júní um lækningar yfir landamæri, sem birt var á heimasíðu velferðar- ráðuneytisins, sagði að með nýrri tækni gæti Nordic Smile boðið tannígræðsluþjónustu sína á verði sem væri um 30 prósent af verð- inu í Bretlandi og Bandaríkjunum. Markhópur fyrirtækisins væri alþjóðlegur en gera mætti ráð fyrir að það yrðu aðallega Bretar og Bandaríkjamenn sem nýttu sér þjónustuna til að byrja með. Þar sagði jafnframt: „Fólk hér á landi mun einnig geta nýtt sér þjónustu fyrirtækisins.“ Þegar stofunni var lokað í fyrra- sumar voru nokkrir íslenskir við- skipta vinir fyrir tækisins með óklár aða tann ígræðslu. „Þeim var vísað á ís lenska tann lækna sem höfðu starfað á Nordic Smile ásamt sænsku tann læknunum tveimur sem þar störfuðu. Þetta voru tannlæknar sem voru með eigin stofur annars staðar,“ segir Ólafur. Tíu tannlækna stólar voru settir upp á áttundu hæð í turninum á Höfða torgi auk annarra tann- lækningatækja. Þar sem ekkert fjármagn var í Nordic Smile var ekki hægt að greiða seljandanum. „Við gátum selt íslenskum tann- læknum stólana. Með því að kaupa þá var okkar fyrirtæki bjargað fyrir horn,“ segir Hrafnhildur Sig- þórsdóttir, skrifstofustjóri Tann- hjóls ehf. Nordic Smile leigði hjá Höfða- torgi en stóð ekki í skilum með húsaleigu. „Við erum með nokkrar kröfur á þá. Við höfum átt ágætis sam- starf við þetta fólk og stefnan hjá þeim er að gera upp. Ég held að þeir ætli að reyna að opna aftur. Við erum allavega í þannig við- ræðum við þá,“ segir Pétur Guð- mundsson, fulltrúi Höfðatorgs. Ólafur segir reynt að róa öllum árum að því að fá fjárfesta til þess að fyrirtækið verði ekki sett í gjaldþrot. „Það á að reyna að opna aftur. Þetta er mjög spennandi verk- efni og áhuga vert fyrir ferða- þjónustuna. Það er gert ráð fyrir að ef starf semin væri á fullu gætu við skipta vinir verið um 300 á mánuði.“ ibs@frettabladid.is Norræn bros í þrot með tannígræðslur Tannlæknastofunni Nordic Smile var lokað eftir fárra mánaða rekstur. Leita fjár- festa og stefna að því að opna á ný. Samningaviðræður standa yfir við Höfðatorg vegna ógreiddrar leigu. Seljandi tannlæknastóla bjargaði sér fyrir horn. Í FOSSVOGSDAL Stefnt er að byggingu sundlaugar á hinu veðursæla útvistar- svæði. REYKJAVÍKURBORG Borgarráð vill samstarf við Kópavogsbæ um að sundlaug í Fossvogsdal verði sett inn í aðalskipulag beggja bæjar- félaganna. „Haft verði að leiðarljósi að sundlaugin raski ekki gildi Fossvogsdals sem útvistarsvæðis og náttúruperlu,“ segir í samþykkt borgarráðs. Bygging laugarinnar hefur þó ekki verið ákveðin. Borgarráð vill að þegar þar að kemur verði kostnaðinum skipt jafnt milli Reykjavíkur og Kópavogs. - gar Samstarf á bæjarmörkum: Fossvogslaug í aðalskipulag ÖRYGGISMÁL Gengið hefur verið frá leigu á Super Puma þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna til næstu 12 mánaða, en það er þyrla sömu tegundar og TF-LÍF og TF- GNÁ. Með þessum hætti er tryggt að tvær þyrlur verði í rekstri næstu vikurnar á meðan TF-LÍF er í viðamikilli skoðun í Noregi. Stærstan hluta ársins verða síðan þrjár þyrlur í rekstri sem eykur möguleika Landhelgis- gæslunnar á að skipuleggja við- hald og skoðanir á þyrlunum þannig að ávallt séu tvær þyrlur til taks eins og nauðsynlegt er og stefnt hefur verið að. - shá Leiguþyrlan TF-SÝN: Þrjár þyrlur í verða til taks Við gátum selt ís- lenskum tannlæknum stólana. Með því að kaupa þá var okkar fyrirtæki bjargað fyrir horn. HRAFNHILDUR SIGÞÓRSDÓTTIR SKRIFSTOFUSTJÓRI TANNHJÓLS EHF. REYKJAVÍKURBORG Sérstakur aðgerðahópur hefur nú verið skipaður til að meta hvernig staðið skuli að snjómokstri og hálkuvörnum í Reykjavík og hvort bæta megi verklag í þessum efnum. Í erindisbréfi frá borgarráði er aðgerðahópnum meðal annars falið að gera úttekt á núverandi stöðu og gera viðbragðs- og neyðaráætlanir og skoða helstu umkvörtunarefni almennings. Huga á sérstaklega að samvinnu við björgunarsveitir, lögreglu og slökkvilið. Næsta haust eiga að liggja fyrir tillögur um framtíðarfyrirkomulag. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn sitja í hópnum. - gar Brugðist við ófremdarástandi: Aðgerðahópur vegna ófærðar HANDTEKINN Kim Dotcom, stofnandi Megaupload, kom fyrir rétt á Nýja-Sjálandi í gær. NORDICPHOTOS/AFP Skráardeilisíðunni Megaupload á Nýja-Sjálandi lokað og starfsfólk handtekið: Réðust til atlögu gegn ólöglegu niðurhali SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON Neskirkjuprestur í kjörið: Sigurður Árni vill í biskupsstól Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur NORDIC SMILE Reyna á að opna tannígræðslustofuna á ný. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 10° 5° 4° 8° 4° 4° 4° 19° 12° 16° 2° 24° -4° 13° 13° 2°Á MORGUN Strekkingur NV-til annars hægari. MÁNUDAGUR Hægur vindur en vax- andi S- og V-lands um kvöldið. 0 -3 -3 -2 -4-3 -3 0 0-1 -2 0 0 0 0 -2 -4 1 1 1 2 8 6 5 2 4 6 7 6 4 4 5 ÉLJAGANGUR verður um norðan- vert landið næstu daga en sunnan til verður hins vegar bjart eða nokkuð bjart veður. Vindur verður skaplegur víðast hvar en þó strekkingur norð- vestanlands á morgun. Það gefst því færi á útiveru þessa helgina, allavega sunnan til. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.