Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 87
LAUGARDAGUR 21. janúar 2012 55 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 22. janúar 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Eivör Pálsdóttir verður með tónleika í Langholtskirkju þar sem hún mætir berfætt með gítarinn sinn. Miða- verð er kr. 3.000. 20.00 Ísafoldarkvartettinn leikur á tón- leikum á vegum Kammermúsíkklúbbs- ins í Bústaðakirkju. Fluttir verða tveir af þekktustu strengjakvartettum tónlistar- sögunnar eftir frönsku impressjónistana Claude Debussy og Maurice Ravel. ➜ Leiklist 14.00 Möguleikhúsið sýnir barna- leikritið Langafi prakkari í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Leikritið er byggt á sögum Sigrúnar Eldjárns og er miðaverð kr. 2.000. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir. 19.00 Bridge, tvímenningur, er spilaður í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 14.00 Sýningin Klippt og skorið opnar í kaffihúsi Gerðubergs. Um er að ræða sýningu Guðnýjar Guðmundsdóttur á klippimyndum. ➜ Sýningarspjall 14.00 Hjálmar Sveinsson heimspekingur mun fjalla um verk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á sýningunni Í afbyggingu. Sýningin stendur nú yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg og fer spjallið þar fram. 15.00 Á Kjarvalsstöðum mun sýningar- stjórinn og listfræðingurinn Hrafnhildur Schram mun ræða við gesti um sýninguna Draumalandið mitt í norðri - Karen Agnete Þórarinsson, sem opnuð var á Kjarvalsstöðum liðna helgi. ➜ Kvikmyndir 15.00 Franska kvikmyndin Á botninum er sýnd í MÍR, Hverfisgötu 105. Myndin er byggð á leikriti eftir Maxím Gorkí. Aðgangur er ókeypis. ➜ Dansleikir 20.00 Félag eldri borgara í Reykjavík stendur fyrir dansleik í félagsheimili sínu, Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta danstónlist og er aðgangseyrir kr. 1.500. ➜ Tónlist 16.00 Andrea Jónsdóttir spilar gamlar rokkperlur af plötum á Ob-La-Dí Frakkastíg 8. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2012 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fasteigna gjöldin verða innheimt í gegnum heima banka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heim- sendum greiðsluseðlum í gegnum þjónustu- ver Reykjavíkurborgar í síma 411 11 11. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og fráveitugjaldi á liðnu ári, fá einnig lækkun á árinu 2012. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2010. Þegar álagning vegna tekna ársins 2011 liggur fyrir næsta haust, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar framkvæmir breytingar á fast- eigna skatti og fráveitugjaldi elli- og örorkulífeyrisþega og þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna niðurfellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2012 verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 2.460.000 kr. Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.460.000 til 2.830.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.440.000 til 3.840.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.830.000 til 3.290.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.840.000 til 4.580.000 kr. Umhverfis og samgöngusvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12- 14, veitir upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, annast álagningu og innheimtu vatns- gjalds og fráveitugjalds og veitir upplýsingar í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2012 Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. janúar 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.