Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 72
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR40
timamot@frettabladid.is
Mikið er um dýrðir við opnun Evrópu-
stofu – Upplýsinga mið stöðvar ESB
við Suður götu 10 í Reykjavík í dag.
„Við byrjum þetta klukkan ellefu með
dálítilli opnunar at höfn með Timo
Summa, sendi herra ESB á Íslandi og
Oddnýju G. Harðar dóttur fjármála-
ráðherra,“ segir Birna Þórarinsdóttir,
framkvæmdastýra Evrópustofu.
Jafn framt segir Birna að brugðið
verði á leik í upp hafi dags með því að
hleypa af stokkunum ljós mynda sam-
keppni sem í gangi verði næstu vikur.
Þeir sem þátt taka eiga að reyna að
festa á mynd hvernig Evrópa og Evrópu-
samstarfið birtist þeim í umhverfi
og daglegu lífi. Þrjár myndir hljóta
verðlaun, en Birna segir fyrstu verðlaun
verða ferð fyrir tvo til Evrópuborgar.
„Svo kemur líka Sigríður Thorlacius
og syngur fyrir okkur með gítar-
undirleik. Í hádeginu bjóðum við upp
á belgískar vöfflur og fleiri veitingar
og síðan verður dregin fram risastór
Evrópu kaka,“ segir hún og bætir
íbyggin við að allir eigi að geta „fengið
sinn skerf af ESB- kökunni“.
Þá gefst gestum kostur á að prófa
eigin þekkingu í Evrópumálum og
fræðast um Evrópusambandið. Liður í
þeirri fræðslu er stórt veggspjald sem
Evrópustofa fékk teiknarann góðkunna,
Halldór Baldursson, til að gera og sýnir
fimm lykilstofnanir sambandsins, auk
tímaáss sem sýnir Evrópusamrunann.
„Svo ætlum við að vera með fyrirbæri
sem við köllum Karlinn á kassanum,
en tekinn verður fram sápukassi sem
verður vettvangur umræðu um kost og
löst á Evrópusamstarfinu,“ segir Birna.
Ekki mun þó hætta á því að þeir, sem
Evrópuumræðan brennur hvað heitast
á, fái einokað kassann, því hver og einn
fær bara að stíga á hann einu sinni og
hver fær bara að tala í þrjár mínútur.
Birna áréttar að allir séu velkomnir
í Evrópu stofu, en markmið hennar sé
að gefa upp lýsingar, stuðla að aukinni
um ræðu, þekkingu og skilningi á eðli
og starf semi Evrópu sam bandsins.
„Stofunni er komið á laggirnar af
almanna tengsla fyrir tækinu Athygli
og þýska fyrir tækinu Media Consulta
og rekin með styrk frá Evrópu-
sambandinu,“ segir hún.
Evrópustofa verður svo opin frá tíu
til sex virka daga og frá tíu til tvö á
laugar dögum. „Hingað getur fólk komið
og vafrað á netinu, lesið bækur, blöð og
upplýsingaefni um Evrópusambandið.
Svo er náttúrulega hægt að hringja eða
senda okkur póst með spurningum sem
við reynum að svara eftir bestu getu.“
Síðan er líka komin í loftið, vefsíðan
www.evropustofa.is, sem Birna segir
eiga að geta verið upphafspunkt allra
sem afla vilji sér upplýsingar um ESB.
„Við nálgumst verkefnið á þann hátt
að við viljum reka upplýsinga miðstöð
og skipu leggja umræðu fundi fyrir alla.
Hingað eru allir vel komnir, algjör-
lega óháð skoðun þeirra á Evrópu-
sambandinu og aðildarumsókn Íslands,“
segir Birna.
Eftir opnun segir Birna næstu skref
vera að skipuleggja kynningarfundi
bæði í borginni og víðar. „Við gerum ráð
fyrir að fara á næstu mánuðum nokkurn
vegin hringinn í kring um landið með
opna fundi um Evrópusambandið.
Síðan stefnum við líka að því að opna
lítið útibú norður á Akureyri,“ segir
Birna og kveður það geta litið dagsins
ljós á næstu misserum. „Við ætlum að
einhenda okkur í það um leið og við
erum búin að opna hér í Reykjavík.“
olikr@frettabladid.is
VIÐ SUÐURGÖTUNA Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, býður gesti og gangandi velkomna í opið hús milli klukkan ellefu og
fjögur í dag, laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
EVRÓPUSTOFA: OPNUN Í DAG VERÐUR HLAÐIN VIÐBURÐUM OG UPPÁKOMUM
Allir fá skerf af ESB-kökunni
KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR rithöfundur á afmæli í dag.
„Ef verk mín hafa verið innlegg í jafnréttisbaráttu, fagna ég
því. Í mínum huga er jafnrétti það sama og mannréttindi.“
Mótmæli áttu sér stað við Alþingi,
Stjórnarráðshúsið og Þjóðleikhúskjallarann
þennan dag árið 2009. Samfylkingarfélagið
í Reykjavík fundaði í Þjóðleikhúskjallaranum
og samþykkti þar ályktun um að slíta bæri
stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar
voru bæði þingmenn og almennir flokks-
menn sammála og töldu rétt að kjósa í vor.
Geir H. Haarde forsætisráðherra var á
öðru máli, en þingflokkur Sjálfstæðisflokks
fundaði einnig þennan dag. Geir taldi mikið
glapræði að efna til kosninga á þessum
tíma enda stæði ríkisstjórnin í stórræðum.
Hann lá undir gagnrýni frá samflokks-
mönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyrir
breytingum á yfirstjórn Seðlabanka og
Fjármálaeftirlits. Geir þurfti liðsinni lögreglu
við að komast frá Stjórnarráðshúsinu því
mótmælendur héldu uppi kröfu um að
boðað yrði til kosninga án tafar.
ÞETTA GERÐIST: 21. JANÚAR 2009
Mótmæli á þremur stöðum
63
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns,
Kristjáns Sigurðssonar
Fannborg 3, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir
umhyggju og alúð.
Oddný Helgadóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Sveins Ragnars
Björnssonar
skipstjóra, Framnesvegi 20, Keflavík,
áður Garðbraut 56, Garði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Landspítalans við Hringbraut og Landspítalans í
Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Loftveig Kristín Sigurgeirsdóttir
Guðlaug Þóra Sveinsdóttir Baldvin Sigurðsson
Sigurgeir Borgfjörð Sveinsson Elín Gunnarsdóttir
Björn Sveinsson Elísa Rakel Jakobsdóttir
Rósa Sveinsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
Sesselja Sigríður
Jóhannsdóttir
Sísí frá Valbjarnarvöllum,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn
8. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 23. janúar kl. 13.00.
Steinunn Stefanía Magnúsdóttir Ísleifur Jónsson
Jóhanna Finnborg Magnúsdóttir
Alda Kolbrún Haraldsdóttir Guðmundur Sveinsson
Sverrir Róbert Guðmundsson
ömmubörn og langömmubörn
og bræður.
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
Innilegar þakkir sendum við öllum
sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður,
móðursystur, ömmu og langömmu,
Dóru J. Halldórsdóttur.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimil inu
Eir, 3. hæð suður, fyrir einstaka umhyggju og alúð.
Alda Bragadóttir Björn Ingi Björnsson
Þorbjörg Jónasdóttir
Elín Sigríður Bragadóttir Guðmundur Guðni Konráðsson
Brynjólfur Bragason Ásta Marta Sívertsen
Soffía Vala Tryggvadóttir Vilhjálmur Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
úför elskulegs eiginmanns mín, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Jóns Benediktssonar
fv. útgerðarstjóra,
Ægisvöllum 2, Keflavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtu-
daginn 15. desember. Sérstakar þakkir og kveðjur til
MND-teymis og starfsfólks taugalækningadeildar
Landspítalans og D-deildar og heimahjúkrunar
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Bjarnhildur Helga Lárusdóttir
Benedikt Jónsson Inga Rebekka Árnadóttir
Jóna Guðrún Jónsdóttir Magnús Valur Pálsson
M. Agnes Jónsdóttir Óli Þór Barðdal
barnabörn og barnabarnabarn.