Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 93
LAUGARDAGUR 21. janúar 2012
Nánari uppl‡singar má nálgast
á heimasí›u Mímis símenntunar
á mimir.is e›a í síma 580 1800.
Kynningarfundur um
raunfærnimat í Verslunarfagnámi
ver›ur haldinn í Ofanleiti 2, 3. hæ›
flri›judaginn 24. janúar kl: 20:00.
Markmi› me› raunfærnimati er a› meta færni og gefa út
sta›festingu á henni.
Hefur þú reynslu
af verslunarstörfum?
Viltu styrkja stö›u flína á vinnumarka›num?
Starfar flú í verslun e›a hefur starfa›
í verslun í nokkur ár?
Sienna Miller er víst ekki aðeins ólétt
heldur einnig trúlofuð leikaranum
Tom Sturridge. Parið er á haus við
undirbúning brúðkaupsins sem á að vera
í anda þriðja áratugarins.
„Hún vill veislu í anda „flapper“-
tískunnar og að brúðkaupið verði hið
glæsilegasta,“ hafði Star Magazine eftir
heimildarmanni.
Ekki eru þó allir vinir leikkonunnar
jafn spenntir fyrir veislunni og leikkonan
sjálf. „Sienna hætti með Jude af því að
hann vildi ekki eignast með henni barn.
Fólk hefur áhyggjur af því að hún sé enn
ekki búin að jafna sig á þeim sambands-
slitum.“
Leikkonan Blake Lively hefur átt í
sam bandi við kanadíska leikarann
Ryan Reynolds undan farna
mánuði. The Enquirer heldur því
fram að þótt parið sé yfir sig ást-
fangið séu þegar komnir brestir
í sam bandið og er það hundum
þeirra að kenna.
Lively á smáhundinn Penny
sem er af Malteser kyni og er
henni uppsigað við hund Reynolds,
Baxter sem er af Golden Retriever
kyni. „Penny er dekurdýr og er
meinilla við það að Blake sýni
Baxter athygli. Hún á mjög
erfitt með að aðlagast nýjum
heimilisaðstæðum og ræðst oft
á Baxter. Blake og Ryan eru oft
dauðþreytt eftir að hafa reynt að
halda friðinn og þetta er farið að
hafa áhrif á sambandið,“ hafði
tímaritið eftir innanbúðarmanni.
Hundarnir skemma
ástarsambandið
VANDRÆÐI Blake Lively og Ryan
Reynolds eiga í vandræðum með hunda
sína. NORDICPHOTOS/GETTY
George Clooney er ánægður með að
hafa gert flest sín mistök þegar hann
var yngri. „Ég hef gert nokkur mistök
í gegnum tíðina og tekið heimskulegar
ákvarðanir, flestar í byrjun ferilsins.
Sem betur fer gat ég gert þessi mistök
snemma á ferlinum þegar enginn tók
eftir því,“ sagði leikarinn við The
Daily Telegraph. „Ég lék í mörgum
lélegum sjónvarpsþáttum og var
hræðilegur í þeim,“ bætti fyrrum
ER-leikarinn við. Nýjasta kvikmynd
hans, The Descendants, fékk nýverið
Golden Globe-verðlaunin.
Gerði mistök
á árum áður
MISTÖK George Clooney segist
hafa gert mörg mistök þegar hann
var yngri.
Barn og
brúðkaup
GIFTING Í VÆNDUM Sienna
Miller er sögð vera trúlofuð
leikaranum Tom Sturridge.
NORDICPHOTOS/GETTY