Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 84
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR52 52 menning@frettabladid.is Í DAG KLUKKAN 16.00 sýnir Kvikmyndasafnið Gamlet eftir Grigori Kozintsev, en svo heitir rússneska útgáfan af Hamlet, í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Undir myndinni hljóma tónar Sjostakovitsj sem, ásamt áhrifamikilli myndatöku og leik Innokenti Smoktunovskí, undirstrika ill örlög og harðneskjulegt umhverfi söguheims myndarinnar. Anna Þorvaldsdóttir tón- skáld er enn í skýjunum eftir lofsamlegar viðtökur sem fyrsta sólóplata hennar, Rhízoma, fékk. Anna hefur margt á prjónunum, meðal annars verða tónleikar helgaðir verkum hennar á Myrkum músíkdögum. „Mér finnst ég aldrei hafa ákveðið að fara í tónsmíðar, en um leið og ég byrjaði að semja tónlist þá gat ég ekki hætt. Ég varð bara að semja og segja má að ég sé knúin áfram af ástríðu á tónsmíðum,“ segir Anna Þorvaldsdóttir tónskáld. Síðasta ár var viðburðaríkt hjá Önnu sem lauk doktorsnámi í tónsmíðum frá Háskólanum í San Dieogo, verk eftir hana var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem hún gaf út sinn fyrsta sólódisk sem hlaut afar lofsamlega dóma hérlendis sem erlendis. „Þetta hefur verið dásamlegt. Það er ekki sjálfgefið að hljóta svona góðar viðtökur og ég er þakklát fyrir þær. Það er mjög gaman þegar maður hefur unnið að einhverju verkefni svona lengi að það gangi svona vel,“ segir Anna og viðurkennir að hún hafi fengið ýmsar áhugaverðar pantanir á verkum í kjölfarið. „En það er engin komin á það stig að ég geti greint frá þeim,“ bætir hún við. „Þessa dagana er ég hins vegar aðallega að huga að tónleikunum á Myrkum músíkdögum. Þar ætlar Caput-hópurinn að flytja nokkkur verk eftir mig, meðal annars af disknum. Verkið Streaming Arhyhtmia verður frumflutt.“ Meðal þess sem er á döfinni eru tónleikar Önnu á Listahátíð í vor. „Ég verð með raftónleika, verð sjálf í hlutverki flytjanda,“ segir Anna sem hefur samið verk fyrir hin ýmis hljóðfæri og flytjendur. „Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir stærri samspilsverkum, en ég vil alls ekki festa mig í að skrifa þannig verk, ég sem líka einleiksverk, rafverk, fyrir kóra og svo framvegis. Allt annað væri stöðnun.“ Anna er alltaf að og hún segir að sér líði best þegar hún afkastar miklu. „Skriffinnskan tekur stundum merkilega mikinn tíma en ég reyni að sinna tónsmíðunum á hverjum degi.“ Vinnan við tónsmíðarnar er hins vegar afar misjöfn og fer eftir því hversu langt á veg verkin eru komin. „Fyrst sest ég niður, hugsa verkið, hvernig það á að vera og hljómar og hvernig hljóðheimar eru í því. Þetta innhverfa ferli er mjög mikilvægur hluti í því að semja verk. Svo handskrifa ég á nótnablöð. Ég vil geta séð tónlistina á stórum örkum, nota blöð sem eru tvisvar sinnum A3 á þegar ég er að semja fyrir hljómsveit en A3 þegar ég sem fyrir kammersveit. Það fylgir því frelsi að mála nóturnar á pappír sem ég get alls ekki verið án. Tölvuskjárinn er takmarkaðri finnst mér. En svo set ég verkið inn í tölvu þegar það er tilbúið.“ Innblásturinn að verkum sínum segist Anna einkum sækja í náttúruna. „Mér finnst rosalega gott að leita í náttúruna, þar finnur maður hina fullkomnu hönnun. Mér finnst mjög inspírerandi að horfa á náttúruna, fylgjast með öldugangi eða hreyfingum vindsins, hvernig smáatriðin tengjast hinum stóru. Þetta er aðferð sem ég hef tileinkað mér.“ Anna lærði á selló en flutti sig yfir í tónsmíðar og lauk prófi frá LHÍ áður en hún hélt utan í fram- haldsnám. Og sem fyrr sagði er í nógu að snúast. „Ég er knúin áfram af ástríðu þegar kemur að tónsmíðum og afar þakklát fyrir að hafa tækifæri til að vinna við að semja tónlist,“ segir Anna að lokum. sigridur@frettabladid.is Knúin áfram af ástríðu SÆKIR INNBLÁSTUR Í NÁTTÚRUNA Anna Þorvaldsdóttir tónskáld skoðar náttúruna þegar hana vantar innblástur. „Þar finnur maður hina fullkomnu hönnun.” FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Einleikur Jóns Atla Jónassonar Djúpið hefur verið valinn til upp- setningar á FIND festivalinu í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín. „Það er mikill heiður að verkið verði sýnt í einu framsæknasta og þekktasta leikhúsi Evrópu,“ segir Jón Atli. Verkið verður sýnt í leik- stjórn Egils Pálssonar og verður það þýskur leikari, Urs Joche, sem fer með hlutverkið sem Íslending- ar fengu að sjá Ingvar E. Sigurðs- son í. „Þetta er frábært tækifæri og gaman að fara utan með verk sem er svo rosalega íslenskt,“ segir Jón Atli sem heldur utan í byrjun mars en verkið verður sýnt 10. mars. - sbt Djúpið sýnt í Berlín Tónlistarhátíðin Myrkir músík- dagar hefur verið haldin hér á landi árlega síðan 1980. Hátíðin hefur verið einn mikilvægasti vettvangur framsækinnar nútímatónlistar á Íslandi og nú líkt og fyrri ár er um fjögurra daga hátíð að ræða sem endurspeglar margbreytileika samtímatónlistar. Í ár eru tónleikar hátíðarinnar í fyrsta sinn allir á sama stað, í Hörpu, sem að mati aðstandenda eru ein allra merkilegustu tímamót í sögu hátíðarinnar. Á efnisskránni eru sinfóníu tónleikar, sinfóníettutónleikar, kammertónleikar, kórtónleikar, raftónleikar og einleikstónleikar. Meðal flytjenda eru nokkrar af helstu hljómsveitum, kammer hópum og einleikurum þjóðarinnar. Að auki verða fjórir erlendir hljóðfærahópar meðal flytjenda. Tónleikar Caput-hópsins þar sem verk Önnu Þorvaldsdóttur verða flutt eru haldnir í Norðurljós- um næstkomandi föstudag klukkan átta. Þess má geta að einnig verður flutt verk eftir hana á tónleikum Tinnu Þorsteinsdóttur píanó- leikara á laugardeginum klukkan fjögur. Opnunartónleikar hátíðarinnar eru hins vegar á fimmtudagskvöld í Eldborg í Hörpu. Þar leikur Sinfóníu hljómsveit Íslands aðalhlutverkið en á efnis- skránni eru meðal annars verk eftir Huga Guð- munds son, Atla Ingólfsson og Iannis Xenakis. Allar upplýsingar um dagskrána er svo að finna á heimasíðu hátíðarinnar www. myrkir.is. ALLIR TÓNLEIKARNIR Í HÖRPU 12 vikna Heilunarnámskeið – Grunnnámskeið 31. Jan. – 24. Apríl 12 vikna Heilunarnámskeið – Framhald 1.Feb. – 25. Apríl Orka nýrra tíma – helgarnámskeið 18. - 19. Feb. 8 vikna Orkustöðvanámskeið – Sjálfsheilun 5. Mars – 30. Apríl Nánari upplýsingar: viskaoggledi.is eða í síma s. 615 -5710 s. 699-7099 Fös 27/1 UPPSELT Lau 28/1 UPPSELT Sun 29/1 örfá sæti laus Fim 2/2 UPPSELT Fös 3/2 örfá sæti laus Lau 4/2 UPPSELT Sun 5/2 aukasýning Fim 9/2 UPPSELT Fös 10/2 Lau 11/2 Fös 17/2 UPPSELT Lau 18/2 UPPSELT FRUMSÝNING 27. JANÚAR MIÐASALA Á: LEIKFELAG.IS I SÍMI: 4 600 200 NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS FRAMLEITT AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ Krassandi ævintýraleikrit í leikstjórn Sigga Sigurjóns Íbúðir fyrir eldri borgara og þá sem gera kröfur um öryggi. Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir sölu á íbúðar- rétti/leigu í þjónustu og öryggisíbúðum í Eirborgum, Fróðengi 1-11 Grafarvogi. Verið velkomin, Stella og Örn taka á móti ykkur. Sigrún Stella Einarsdóttir löggiltur fasteignasali GSM 824 0610 Örn Helgason sölumaður GSM 896 7070 OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 22. JANÚAR 2012 KL. 14-16 Í HÚSI NR.7 EIRBORGIR GRAFARVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.