Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 92
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR Bíó ★★★★★ The Descendants Leikstjórn: Alexander Payne Leikarar: George Clooney, Shai- lene Woodley, Judy Greer, Beau Bridges, Matthew Lillard, Robert Forster, Amara Miller, Nick Krause George Clooney leikur Matt King, lögfræðing á Hawaii sem hefur vanrækt dætur sínar tvær. Eigin- kona hans lendir í bátaslysi og fer í dauðadá og því þarf King að hysja upp um sig og annast börnin sín. En King kann illa á pabbahlutverkið og dæturnar gera honum það ekki beinlínis auðveldara fyrir. The Descendants er grát bros- leg vanda mála mynd þar sem mikið mæðir á aðal leikaranum. Clooney er sterkur leikari og fyrir vikið verður Matt King flókin og spennandi persóna. Alexander Payne er frábær leik stjóri í stöðugum vexti og hér toppar hann öll fyrri verk. Senan þar sem eldri dóttirin öskrar í kafi sund laugar er tilfinninga leg kjarn orku sprengja, án þess þó að vera til gerðar leg, en sorg í kvikmyndum getur mjög auð- veldlega um turnast í sorgarklám. Payne er þó óhræddur við að létta okkur lundina annað slagið, og sum atriðanna eru sprenghlægileg. Myndin er áferðar fögur og Hawaii fær að njóta sín, en áhorfendur hafa eflaust ekki oft fengið að sjá heila mynd sem gerist þar og tengja staðinn eflaust helst við sumar leyfi á exótískum slóðum en ekki erjur, sorg og yfir vofandi dauða. King gefur allavega lítið fyrir paradísar stimpilinn og segir hana mega fara fjandans til. Tónlist myndarinnar er sköpuð af heima- mönnum og eykur það heildar- áhrifin til muna. Hvern hefði grunað að þessi vinsæli ferða- manna staður ætti sér menningar- legar rætur, mun eldri en allar staðalímyndir um brimbretti og kókoshnetubikiní? Það er eitthvað ákaflega fallegt og einlægt við The Descendants. Gamla tuggan um að lífið sé hverfult á alltaf við, en Payne heldur því fram að aldrei sé neitt of seint. Hvort sem þú þarft að byrja að ala upp börnin þín, segja deyjandi ástvini eitthvað eða að læra að meta fegurð umfram fé. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Ímynd Hawaii verður aldrei söm í mínum augum, en nú langar mig ennþá meira að fara þangað. Fjandinn hirði paradís STERKUR George Clooney stendur fyrir sínu í The Descandants. Leikkonan Katherine Heigl vill snúa aftur í læknaþættina Grey´s Anatomy. Hún hefur beðið Shonda Rhimes, höfund þáttanna, um að skrifa sig inn í þættina en veit ekki hvort henni verður að ósk sinni. „Að semja svona þætti er mjög flókið. Hún þarf að skrifa fyrir mjög margar persónur þannig að ég veit ekki hvort ég passa inn í sýn þeirra á þessa þáttaröð sem er í gangi, á þá næstu eða hversu lengi sem þetta á eftir að ganga,“ sagði Heigl. Hún yfirgaf Grey´s Anatomy árið 2010 með látum eftir að hafa gagnrýnt persónu sína, Izzie Stevens. Hinn 33 ára Heigl vill vita hver örlög Stevens verða en hún sást síðast yfirgefa Seattle Grace- sjúkrahúsið eftir að eiginmaður hennar Alex batt enda á samband þeirra. „Ég vil bara vita hvað kom fyrir hana, hvert hún fór og hvað hún er að gera í dag.“ Heigl hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik upp á síðkastið. Hún lék í rómantísku myndinni New Year´s Eve og nýlega lauk hún við leik sinn í The Wedding þar sem Robert De Niro, Diane Keaton og Robin Williams eru mótleikarar hennar. Heigl vill snúa aftur í Greý s Anatomy VILL SNÚA AFTUR Katherina Heigl vill snúa aftur í læknaþættina Grey’s Anatomy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.