Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 21. janúar 2012 23
2012 CONTRABAND
Ólafur Darri Ólafs son fer með lítið hlut verk í Contraband
og eins og við mátti búast er hann með sterka nær veru í
atriðunum sem honum bregður fyrir í. Hann lék einnig í
Reykja vík Rotterdam á móti Baltasar Kormáki, sem leik stýrir
honum í Hollywood -endurgerðinni.
Nýi mótleikarinn, Mark Wahlberg, er virkilega hrifinn af
Ólafi – svo hrifinn að Baltasar sagði í ræðu á frumsýningu
Contraband á miðvikudagskvöld að sá skeggjaði væri eflaust
orðinn uppáhaldsleikari Hollywood-stjörnunnar. „Hann er
frábær,“ segir Wahlberg, spurður út í samstarfið við Ólaf Darra.
„Það er frábært að vinna með honum. Hann er svo ljúfur
náungi. Við kölluðum hann ljúfa risann. Ég elska hann og vildi
að við værum í fleiri atriðum saman. Vonandi fæ ég að vinna
með honum aftur.“
Á Ólafur frekari möguleika á meðal stórlaxanna í
Hollywood?
„Auðvitað. Hann er alveg jafn hæfileikaríkur og gaurarnir
sem ég hef unnið með í gegnum tíðina.“
WAHLBERG ELSKAR ÓLAF DARRAfrá bær og hugsaði með mér: „Vá,
þessi náungi er mjög hæfi leikar-
íkur. Bæði fyrir framan og aftan
linsuna.“ Eftir það horfði ég á
allar myndirnar hans Baltasars.
Það sem ég elskaði við Reykjavík
Rotterdam er hvernig aðal-
karakterinn er jafn klár og hann er
harður. Þá fundu þeir fundu mjög
ferska leið til að gera hasarmynd.“
En urðu engir menningar-
árekstrar þegar Hollywood mætti
norðrinu?
„Ég óttaðist að það yrðu ein-
hvers konar tungumálaörðug-
leikar, en strax á fyrsta degi sá ég
að hann var með hlutina á hreinu
og var handviss um að samstarfið
yrði gott. Við unnum líka saman í
leikara valinu, vegna þess að ég var
að framleiða, og það gekk mjög vel.
Ég hafði strax mikla trú á honum.“
Höfðu trú á Contraband
Contraband var frum sýnd hér
heima á föstu dag, en úti í Banda-
ríkjunum um síðustu helgi.
Myndin fór beint á topp aðsóknar-
listans vestan hafs og þegar þetta
er skrifað er hún komin lang-
leiðina með að borga upp rúm-
lega 40 milljón dala fram leiðslu-
kostnaðinn. Ekki slæmt á tæpum
tveimur vikum. En bjóst Wahlberg
við þessum árangri?
„Við vorum að vona að myndin
næði toppnum, enda höfðum við
mikla trú á henni. Við gerðum
okkar besta við að kynna myndina
og Universal stóð sig líka vel í
því. En þegar öllu er á botninn
hvolft er ástæðan fyrir vel gengni
myndarinnar sú að fólk sá stikluna
og sjón varps aug lýsingarnar. Þær
vöktu áhuga fólks. Þannig ákveð
ég líka hvort ég ætli að sjá mynd
– áhuga vert brot úr kvik mynd er
það sem fær mig til að fara út og
kaupa miða.“
Nú horfa menn í aurinn í Holly-
wood, þannig að þegar menn ná
myndum á toppinn hlýtur það að
vekja athygli. Hvernig myndirðu
ráðleggja Baltasar að vinna úr
stöðunni sem er komin upp?
„Hann verður að sjálf sögðu að
velja næstu verk efni vel. Hann
er mjög klár og þarf finna verk-
efni sem mun vekja við brögð
áhorfenda.“
Gera aðra mynd saman
Samstarf þitt og Baltasars virðist
hafa gengið mjög vel, þið talið
allavega afar fallega hvor um
annan og eruð búnir að ákveða að
vinna saman á ný, ekki satt?
„Já, við vonumst til að gera aðra
mynd í byrjun sumars. Myndin
heitir 2 Guns og við vorum að gera
nýjum leikara til boð um hlut verk og
bíðum átekta. Ef hann sam þykkir
ættum við að geta hafist handa í
maí eða júní. En ég myndi gera
hvað sem er með Baltasar, hann er
svo hæfi leika ríkur náungi og þægi-
legur í sam starfi. Við erum mjög
líkir að því leyti að vinnan er í for-
gangi. Ég er mikill aðdáandi hans.“
Það hefur verið talsvert slúðrað
um frekara sam starf ykkar í vef-
miðlum, meðal annars um að þú
viljir að Baltasar leik stýri mynd
sem yrði undan fari The Fighter, er
eitt hvað til í því?
„Ég veit það ekki, enda erum við
ennþá að bíða eftir handritinu. Hún
yrði augljóslega afar frábrugðin
upprunalegu myndinni, en þetta
kemur síðar í ljós. Við finnum út
úr þessu.“
Lífeyrissparnaður
arionbanki.is – 444 7000
Þegar við segjum fólki frá ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins getum við ekki lofað
neinu, aðeins bent á ávöxtun síðustu ára og þrenn alþjóðleg verðlaun.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað
sinn og er opinn öllum sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. Sjóðfélagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum eru um
43 þúsund og stærð sjóðsins er um 100 milljarðar króna.
Hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum er mikil áhersla lögð á gagnsæi. Þú getur nálgast ítarlegar upplýsingar um eignir
sjóðsins á vefnum frjalsilif.is og sent fyrirspurnir á lifeyristhjonusta@arionbanki.is
Myndin sýnir 5 ára meðalnafnávöxtun á tímabilinu 31. desember 2006
til 31. desember 2011 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára.
Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á frjalsilif.is
*Stofnaður 1. janúar 2008.
Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu
um ávöxtun í framtíð.
Nafnávöxtun 2011 5 ára meðalnafnávöxtun
Frjálsi áhætta*
Frjálsi 2
Frjálsi 2
Frjálsi 3Frjálsi 3
Frjálsi 1
Frjálsi 1
9,5%
5,8%
12,5%
9,7%
14,7% 13,8%13,4%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn
hlaut alþjóðleg verðlaun sem
besti lífeyrissjóður á Íslandi
árin 2009, 2010 og 2011.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn
ber ávöxt