Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 18
18 21. janúar 2012 LAUGARDAGUR Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hall- grím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minn- ar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. Hann hafði hringt í hana vorið 2006 til að afla at kvæða fyrir Reykja víkur listann í borgar- stjórnarkosningum. Mamma sagði mér að eftir að hún hafði útskýrt stjórnmálaskoðanir sínar fyrir þessum manni hefðu þau átt langt spjall saman. Hann hefði verið mjög áhugasamur um hennar hagi. Hún spurði mig síðan hver hann væri, hann hefði sagst heita Hallgrímur Helgason og vera rithöfundur. Þótt móðir mín læsi manna mest af bókmenntum hafði hún ekki lesið bók eftir Hallgrím og þekkti hann því ekki sem höfund. Þegar ég las áður nefnt viðtal í DV rifjaðist þetta símtal upp fyrir mér. Mér fannst samt með ólíkindum að Hallgrímur væri í raun byrjaður á bók þar sem ævi móður minnar væri kveikjan án þess að fjölskylda hennar hefði af því vitað. Ég hafði í framhaldinu samband við hann og fékk þetta staðfest. Ég sagðist þá myndu vilja aðstoða hann ef hann vildi, til að dýpka sýn hans og í þeim tilgangi kom hann á heimili mitt í Borgarnesi í eitt skipti. Okkar samtal var gott og ég skynjaði að merk saga mömmu hefði vakið athygli hans. Ég sagði honum að ég gerði mér grein fyrir því að ég gæti engu ráðið um hvernig sögu hann skrifaði, en vildi hjálpa honum að varpa sem bestu ljósi á persónuleika hennar. Við áttum í framhaldi af þessu nokkur samskipti í tölvupósti en handrit fékk ég ekki í hendur – utan eins af fyrstu köflunum – fyrr en föstudaginn 2. september 2011. Á þeim tímapunkti var bókin hins vegar þegar fullskrifuð og komin í prentun í Þýskalandi þar sem hún kom fyrst út. Eftir því sem liðið hafði á sumarið höfðu áhyggjur mínar vaxið nokkuð því ég hafði ekki hugmynd um efnistökin. Ég treysti Hallgrími hins vegar og reyndi því að vera róleg. Eftir að ég hafði síðan fengið handritið í hendur settist ég strax við lestur, með allmiklum kvíða þó. Eftir nokkra tugi blaðsíðna áttaði ég mig á að þó verkið væri vel skrifað væri það engu að síður mjög grófur texti, en við þetta hlyti nú að vera hægt að lifa. Þegar á leið er hins vegar skemmst frá að segja að ég varð fyrir þungu áfalli. Textinn leiddist yfir í meiri ljótleika en ég hafði nokkurn tíma gert mér grein fyrir, uppáferðir, nauðganir og klám tóku yfir og þannig hélst sagan út bókina. Á þriðjudagskvöldi lauk ég við lesturinn. Eftir andvökunótt skrifaði ég Hallgrími strax og sagði honum að ég gæti ekki búið við þessi skrif – ég gerði mér nú grein fyrir hvernig bók hann hefði verið að semja og bað hann eins og guð mér til hjálpar að breyta því sem hann gæti. Þá var bókin hins vegar svo langt komin í Þýskalandi að ekkert var hægt að gera. Hallgrímur fann til með mér og reyndi að fást við breytingar á íslensku útgáfunni. Þetta virði ég mjög við hann þótt það hafi ekki gengið upp, við mildun textans fannst honum sem kjarninn í verkinu biði skaða af. Hann sýndi hluttekningu sína að lokum í raun með því að setja verkinu sterkan formála og fyrir það á hann þakkir skildar. En á næstu dögum varð ég því að gera mér grein fyrir að barátta mín fyrir frekari verndun minningar móður minnar var vonlaus. Við tók tími svefn lausra nátta og sálar baráttu og ótal spurninga. Hvernig var þetta hægt? Að skrifa svona texta um látna mann eskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér? Nota einhver ævi atriði hennar, nafn greina fólkið hennar, segja sögurnar hennar, en um leið draga minn ingu hennar inn í grót esku og klám undir merkjum skáld sögunnar? Svör við þessum spurn ingum fæ ég aldrei. Það skal tekið fram að ég hef ekki reynt Hallgrím Helga- son að öðru en dreng skap í okkar samskiptum – en hann vissi þó allan tímann að hann var að skrifa verk á þessu plani – og sagði mér aldrei af því, kannski skiljan lega. Ég dæmi hann ekki af reiði, sá einn getur dæmt sem er galla- laus sjálfur. En í huga mínum er djúp hryggð yfir að þetta verk skyldi hafa orðið til. Eru bók- menntir yfir siðferði og réttlæti hafnar? Kannski er það svo og við fjölskylda mín vorum bara óheppin að lenda í þessu. En í mínum huga er ekki siðlega rétt að skrifa svona texta og tengja hann við minningu fólks. Jafnvel þó það sé löglegt. Mín eina huggun síðustu vikur er sú að margir lesenda bókar- innar hafa borið sig eftir raun- verulegri ævisögu móður minn- ar sem var gefin út árið 1983 og heitir Ellefu líf. Fyrir þetta er ég þakklát. Ég veit að Þjóðleikhúsið hefur keypt réttinn að leikgerð Hallgríms á verkinu en vildi óska að önnur leið yrði farin, þ.e. að láta gera leikgerð af Ellefu lífum, þar er næg saga og engin þörf á að bæta neinu við. Af ýmsum á stæðum átti móðir mín erfitt með að sinna börn- unum sem hún eign aðist í lífinu. Engu að síður áttum við gott og gefandi sam band. Okkur þótti vænt um hana og skynjuðum hennar mögn uðu sögu og persónu leika. Barna börnin hennar náðu að kynnast henni og eiga hana að vini. Þó var hún rúm liggjandi sjúk lingur árin sem þau þekktu hana. Hún átti tryggða vini sem litu til hennar. Hjúkrunar fólkið og lækn arnir voru vinir hennar, þar ríkti traust, virðing og skiln ingur. Þrátt fyrir erfiða ævi bar móðir mín höfuðið hátt og sýndi andlega reisn og mikilfengleika til hinstu stundar. Nú er komin út skáldsaga langt fyrir neðan það plan. Þar á hún neistann en bara brotabrot af söguþræðinum. Þó verkið sé skáldsaga hlýtur það að vera atlaga að minningu henn- ar sem er dýrmæt fjölskyldu og vinum. Eftir sitja spurningarnar um hið siðferðilega. Tólfta lífið Bókmenntir Guðrún Jónsdóttir dóttir Brynhildar Georgíu Björnsson FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDÖGUM Skattadagur 2012 Fimmtudaginn 26. janúar | kl. 8:45 - 11:00 | Borgartúni 27 Á hverju ári eru fjöldi skattalagabreytinga sem snerta fólk og fyrirtæki. Á þessum fróðleiksfundi verða helstu breytingarnar kynntar auk þess sem handbók KPMG um skattamál einstaklinga og rekstraraðila 2012 verður dreift. kpmg.is Skattabæklingar KPMG 2012 Dagskrá fróðleiksfundarins Farið verður yfir nýja skatta á árinu 2012 og breytingar á eldri sköttum. Gerð verður grein fyrir ágreiningi við skattyfirvöld um skuldsettar yfirtökur og fjallað verður um áhrif skattlagningar á atvinnulífið. Að lokum verður farið yfir mikilvæg atriði í stjórnun og stjórnarháttum fyrirtækja. Helstu skattalagabreytingar árið 2011 Alexander G. Eðvardsson, KPMG Er eitthvað öfugt við öfuga samruna? Sigurjón Högnason, KPMG Skattar og hvatar Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ Hvernig er stjórnunin í þínu fyrirtæki? Ása Kristín Óskarsdóttir, KPMG Aðrir fróðleiksfundir Breytingar á skattalögum snerta alla landsmenn og því munu skattasérfræðingar KPMG leggja land undir fót og fjalla um ýmis skattaleg málefni á fjórum stöðum á landinu. Egilsstaðir | mánudaginn 30. janúar | kl. 16:00 Selfoss | miðvikudaginn 1. febrúar | kl. 16:00 Akureyri | föstudaginn 3. febrúar | kl. 9:00 Reykjanesbæ | föstudaginn 10. febrúar | kl. 9:00 Skráning og frekari upplýsingar um fróðleiksfundina er að finna á kpmg.is TAX Icelandic Tax Facts 2012 In-depth Information on the Icelandic Tax System kpmg.is SKATTA- OG LÖGFRÆ ÐISVIÐ Skattabæklingur 2012 Upplýsingar um skattam ál einstaklinga og rekstrara ðila 2011 / 2012 kpmg.is Mín eina huggun síðustu vikur er sú að margir lesenda bókarinnar hafa borið sig eftir raunverulegri ævi- sögu móður minnar...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.