Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 30
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR30
HELGILEIKUR Að morgni 7. janúar tíðkast að opna gjafir en síðdegis komu saman rússneskumælandi fjölskyldur á jólaskemmtun. „Í Sovétríkjunum var bannað að halda jólin hátíðleg og hátíðarhöldum beint að
áramótunum. Margir þar, með talið ég, ólust því upp við að opna gjafir 1. janúar. Sumir halda enn í þann sið og fá tvöfaldan skammt af gjöfum,” segir Zolotuskiy.
SKÁL „Ég bauð fjölskyldunni minni og vinum, bæði úr kirkjunni og annars staðar að, í boð á jóladag. Við
föstum í 40 daga fyrir hátíðina þannig að hátíðarmáltíðin er kærkomin,” segir Margarita Fakhrutdinova sem
er frá Rússlandi. Hún sést hér þriðja frá hægri skála með boðsgestum í trönuberjavodka. „ Ég bjó til alls
konar mat og fékk líka hjálp frá vinkonu minni við veislumatinn. Ég útbjó trönuberjavodkann sjálf, keypti ber
og setti í vodkann viku fyrir jólin, alveg eins og mamma gerði alltaf.”
BESTUR HREINN Með hátíðarmatnum var fram borinn vodki, íslenskur sem sjá má á myndinni. „ Við
blöndum ekki vodka með gosi, heldur drekkum hann hreinan, það er ekki vit í öðru,” segir Fakhrutdinova.
SKÍRNIN STAÐFEST Zolotuskiy segir það aldagamla hefð að skíra á þrettánda degi jóla. „Upphaflega var
skírt í ánni Jórdan og sú hefð að skíra í vatni hefur fylgt kristni,” segir Zolotuskiy og bætir við að í rétttrún-
aðarkirkjunni hafi sú hefð myndast að staðfesta skírnarheitin á þrettándanum. Á Íslandi fer athöfnin fram
í Nauthólsvík. „Við endurnýjum þannig loforðin sem við höfum gefið guði,” segir hann. Þrettándi dagur
jóla rétttrúnaðarkirkunnar var fimmtudagurinn síðastliðinn, 19. janúar. Ástæða þess að rétttrúnaðarkirkjan
heldur jólin frá 6. janúar til 19. janúar er sú að hún fylgir júlíönsku tímatali en ekki gregorísku.